Þjóðviljinn - 26.03.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. mars 1983 Hjörleffiir Guttormsson iðnaðarráðherra______ Á beinni línu til Þjóðviljans Hér birtist annar hluti af fyrirspurn- um til Hjörleifs Guttormssonar og svörum ráðherra á beinni línu til Þjóðviljans í vikunni. - Síðasti hlutinn verður birtur í blaðinu eftir helgina. Stóriðja sé ekki ríkjandi þáttur Þórarinn Magnússon Frosta- stöðum spyr: - Það hefur komið fram í um- ræðum um álmálið að forráða- menn Alusuisse hafi komið hing- að til lands og hitt að máli forystu- menn annarra stjórnmálaflokka en Alþýðubandalagsins. Töluðu þeir við alla aðra forystumenn ís- ienskra stjórnmálaflokka? - Já þaö var það. Þeir geröu það þegar þeir gerðu hér gagná- hlaup eins og ég kalla það í febrú- ar í fyrra. Ef öll nýtanleg vatnsorka í landinu væri seld til álbræðslna, þá væri hægt að veita kannski 10.000 manns atvinnu. Er nokk- uð á þessu að byggja? Við skulum slá þann varnagla að þegar talað er um 30.000 mW heildarraforkuframleiðslu í landinu, þá er þar um að ræða það sem menn telja hagkvæmt án þess að tillit sé tekið til eðlilegra umhverfissjónarmiða. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að fara þarna gætilega fram í sambandi við uppbyggingu af þessu tagi og fara ekki hraðar en svo að við getum alveg stjórn- að uppbyggingunni sjálfir, m.a. til þess að verða ekki of háðir slíkum rekstri, auk þess sem komið hefur í ljós að þeir útlend- ingar sem við höfum samið við til þessa hafa hlunnfarið okkur. Það er hinsvegar ekki ástæða til þess að hrökkva frá að fara í nýtingu á þessari orku, tíma- bundið, miðað við það að við telj- um ekki of mikla áhættu tekna. Við notum að vísu ekki þetta vatnsafl sem þarna er nefnt né þótt lægri tala væri nefnd á því sem kallað er líftími svona fyrir- tækja. Við vitum það að vísu að það getur alltaf verið erfitt að snúa frá atvinnurekstri af þessu tagi. Það er ailtaf ákveðin tregða uppi. Þekkist úr Noregi t.d. Það eru margir þættir sem ber að var- ast, náttúrufar og mengun og svo auðvitað það að við fáum eðli- legan afrakstur af auðlindinni. Þetta á aldrei að vera ríkjandi þáttur í okkar atvinnuuppbygg- ingu, þótt það geti hentað og ver- ið skynsamlegt að byggja upp nokkur fyrirtæki enda sé það þá á okkar færi að standa fyrir þeim. Hvað greiðir herinn fyrir rafmagnið? Ingimar Víglundsson Akureyri spyr: - Hvað greiðir „Varnarliðið" fyrir rafmagn frá okkur? - Það borgar nú ekki eins og skyldi. Það er sérstakur samning- ur sem þar gildir, ekki ólíkur þeim sem við þekkjum frá Straumsvík. Þetta er samkvæmt sérstökum samningi sem gerður var samhliða herstöðvasamn- ingnum og það er einn anginn af því dæmi. Ég hefði talið fulla þörf á að taka þennan samning til endur- skoðunar og þó fyrr væri. - Rafmagnsreikningurinn er farinn að bitna illa á mér sem öðr- um sem kynda upp með raf- magni. Eg bý í 70 fermetra íbúð og þarf að kynda hana upp fyrir nærri 3000 krónur á mánuði. Þetta er að verða ísky ggilega mik- ið á sama tíma og álverið greiðir ekki meira fyrir rafmagnið en raun ber vitni. - Það er skelfilegt dæmi fyrir fólk sem býr jafnhliða í húsum sem halda ekki almennilega hita heldur. Það eru til boða lán, til endurbóta á húsnæði, verðtryggð lán. Ég held að þurfi að endur- skoða þá hluti og taka upp beina styrki að hluta til til örvunar, því það er þjóðhagslega hagkvæmt að reyna að bæta húsnæði þannig að það haldi hita. Ég hefði talið að t.d. að sumu að því sem varið er í niðurgreiðslur á olíu væri bet- ur varið til þess að bæta húsnæði. Miðað við 400 rúmmetra íbúð þá ætti árskostnaður samkvæmt gjaldskrá rafmagnsveitu Akur- eyrar vegna upphitunar að vera röskar 22.000. Það eru rétt tæp 60% af því að kynda með niður- greiddri olíu. - Er engin breyting á með að forráðamenn Álversins verði teknir í karphúsið og raforku- verðið til þeirra hækkað? - Það er búið að vera mitt stefnumið lengi. Eftir að komið hefur í ljós að þeir vilja um ekkert semja og ekki til viðræðu um ann- að en að fá annað eins eða jafnvel meira í sinn hlut þá höfum við lagt til að raforkuverðið yrði hækkað einhliða. Það er engin spurning að hefði náðst samstaða um þær aðgerðir, þó ekki hefði verið annars staðar en í ríkis- stjórn, hefði þetta þegar verið komið í lag. Það er ansi slæmt þegar menn beina geiri sínum svona inn á við eins og átt_hefur sér stað, og við hefðum átt að vera búnir að læra það í samskiptum við erlent vald, að það veitir ekkert af því að ís- lendingar standi saman. Óþjóðleg afstaða Framsóknar- flokksins Jóhann Þórhallsson Reykjavík spyr: - Eg er gamall Framsóknar- maður. Hvernig skilgreinir þú ó- þjóðlega afstöðu Framsóknar- flokksins í álmálinu? - Ég verð víst að taka undir með þér í því mati, að ekki er hún þjóðleg. Það er auðvitað erfitt fyrir mig, mann úr öðrum flokki að skýra út, hvers vegna Fram- sóknarflokkurinn hefur lent í þeirri ógæfu að 'taka þá afstöðu sem hann hefur tekið í álmálinu. Hún hefur komið mér sannarlega á óvart, sérstaklega það að ekki skuli hafa verið deildari meining- ar heldur en hafa komið uppá yf- irborðið við þá stefnu sem flokks- forystan hefur tekið í málinu. Þarna er um slíka kúvendingu að ræða frá því sem var þegar flokkurinn var í andstöðu við þennan samning á sínum tíma, að það er vissulega erfitt að geta sér til hvað veldur. Vissulega liggur það fyrir að núverandi forysta og formaður flokksins vár hlynntur þessum samningi og var í minni- hluta í sínum flokki 1965-66 sem einn aðalráðgjafi viðreisnar- stjórnarinnar varðandi samning- agerðina. Hann hefur verið aðili að þessu máli og farið mikið með það á vegum flokksins en ég von- aði nú lengi að Steingrímur myndi ekki fylgja Guðmundi G. Þórarinssyni í hans afstöðu en það kom því miður annað á daginn. - Heldur þú að hér ráði aukin áhrif Reykjavíkurklíkunnar í Framsóknarflokknum á kostnað landsbyggðarinnar? - Ég hlýt að taka undir það, því ég veit að víða út um land þar sem fólk hefur stutt Framsóknar- flokkinn, er uppi allt annað mat á þessu máli. Ég hafði nú vænst þess að forysta flokksins tæki meira tillit til þeirra sjónarmiða. Ég held að það eigi eftir að hitta þá dálítið hvernig þeir hafa hagað sinni siglingu í málinu. Þetta hef- ur verið sérstaklega afdrifaríkt fyrr málið hvernig þeir hafa hag- að sínum ákvörðunum. - Hvernig geta Halldór Ás- grímsson og Tómas Árnason skýrt þessa málsmeðferð sína fyrir kjósendum sínum á Austur- landi þar sem er rafhitunar- svæði? - Þeir eiga eftir að gera það. Við eigum eftir að fara þar um sameiginlega og þá ber þessi mál áreiðanlega á góma. Eftir því sem ég les í Tímanum, þá virðist þeirra vörn eiga að verða sú að þetta sé allt mér að kenna, ég hafi staðið þannig að máli, að þess vegna hafi ekki náðst samningar. Ég er á allt annarri skoðun. Meginástæðan fyrir því að við höfum ekki þegar náð rétti okkar þarna meira en orðið er, er auðvitað sundrungin hér innan- lands og ef hún hefði ekki komið til þá værum við þegar búnir að fá okkar lágmarkskröfur fram. ritstjórnararein __________________ Stöðvun — uppgjör Samstarfsgrundvöllur um leiðir til að tryggja fulla atvinnu og lækka verðbólguna Þörf nýrra leiða Tíðarfarið er óstöðugt þessa dagana. Vor og vetur skiptast á um að móta landslagið og skipt- ast stundum á um þetta frá klukkustund til klukkustundar. En fleira er óstöðugt en tíðarfar- ið. Efnahagslífið er heldur óstöð- ugt, bæði hjá okkur hér á Fróni og ekki síður suður í atvinnuleys- ishrjáðri Evrópu ellegar vestur í Ameríku. Fiskaflinn er óstöðugur sem stendur og allt útlit fyrir að ver- tíðin verði óvenju léleg. Verð- lagið er einnig óstöðugt og verð- bólguhraðinn meiri en svo að við verði unað. Við núverandi kringumstæður, þar sem óvissa ríkir og blikur eru á lofti í efnahagsmálum, m. a. vegna hættu á aflabresti, er sam- starfsgrundvöllur sá sem Alþýðu- bandalagið kynnir þessa dagana sérlega mikilvægur boðskapur til þjóðarinnar. Þar er að finna tillögur sem eiga að stuðla að meiri stöðug- leika í efnahagslífi þjóðarinnar. Tillögur, sem eru raunhæft svar við hrossalækningum af leiftur- sóknartaginu, þar sem lækningin er verri en sjúkdómurinn. Átak gegn verðbólgu Megin áherslan er lögð á að halda fullri atvinnu vernda kaup- mátt launanna og jafna lífskjör í landinu. Með þessi meginmark- mið að leiðarljósi er Alþýðu- bandalagið reiðubúið til að taka þátt í átaki gegn verðbólgunni, sem er skaðvaldur hinn versti þótt hún sé skárri en atvinnu- leysið. Sá samanburður er hér nefndur vegna þess að hægri- stjórnirnar í Englandi og Banda- ríkjunum hafa einmitt notað atvinnuleysið sem leið til að draga úr verðbólgu. Engir lausir endar Ein meginskýringin á verð- bólgunni á íslandi er misgengi í tannhjólum efnahagslífsins, ef nota má það orðalag. Það vantar samhæfingu í stjórn efnahags- mála, allt of oft eru endar látnir dingla lausir þegar tekist er á við efnahagsvandann. Þar má eink- um nefna, að í öllum tilraunum til að koma á verðstöðvun í landinu hefur innflutningurinn fengið að dingla sem lausi endinn. Og verð- hækkanir vegna innfluttra vara hafa orðið einn meginhvatinn til þess að verðstöðvunin hefur runnið út í sandinn. í tillögum Alþýðubandalagsins um aðgerðir gegn verðbólgunni er höfuðáhersla á samtengingu allra þátta hagkerfisins í slíkum aðgerðum. Áhersla verði lögð á stöðvun hækkunarskriðunnar og síðan gagnkvæmt uppgjör á öll- um hækkunartilefnum í hækkun- arkeðjunni. Þar skiptir virk verð- lagsstjórn og skynsamleg fjárfest- ingarstefna höfuðmáli. íslensk atvinnustefna Alþýðubandalagið hefur frá upphafi lagt áherslu á að íslend- ingar sjálfir ættu að hafa fullt forræði yfir eigin auðlindum og nýta þær sjálfir. Þessi grunntónn hefur hlotið heitið íslensk atvinn- ustefna, og er svar við þeirri þjónkun við erlenda auðhringa og þeirri efnahagslegu minni- máttarkennd, sem einkennt hef- ur hægri flokkana þrjá. Áhrif hinnar íslensku atvinn- ustefnu má víða sjá, einkum út um landið. Það stöðuga atvinnu- líf sem einkennt hefur flest sjáv- arpláss okkar á undanförnum árum er nátengt þeirri uppbygg- ingu togaraflotans og frystihús- anna, sem Alþýðubandalagið beitti sér fyrir undir forystu Lúðvíks Jósepssonar. Orkunýting- arstefna Á sviði orkumála hefur hin ís- lenska atvinnustefna verið kynnt sem orkunýtingarstefna. í því felst að íslendingar noti orkulind- irnar sjálfir en stundi ekki orku- sölu á spottprís til erlendra auðfé- laga, sem síðan flytja ar^inn af starfseminni úr landi. Það kom vel í ljós á þingi Fé- lags íslenskra iðnrekenda nú um daginn hve andstæðurnar eru miklar á þessu sviði. Formaður félags iðnrekenda flutti þar einn allsherjar dýrðaróð um það, að við ættum að láta útlendingum það eftir í verulegum mæli, að byggja upp iðnað í landinu. Allar kröfur hins svissneska álhrings, Alusuisse í deilum við fslendinga mátti heyra samviskusamlega túlkaðar í ræðu Víglundar. Þótt öfundin sé ekki talin til kosta, þá hefði það ekki verið óeðlilegt, að forystumaður fyrir innlendan Engilbert____ Guðmundsson skrifar iðnað, sem greiðir allt annað og hærra raforkuverð en álverið, hefði haft uppi öfundarorð yfir þessum mismun og gert kröfur um leiðréttingu, sér og sínum til handa. En það er nú eitthvað annað. íslenskur iðnaður hafði álíka virðulegan sess í ræðu Víg- lundar Þorsteinssonar og auka- búgrein á eins og minkarækt hjá Asgeiri Bjarnasyni á Búnaðar- þingi. Samkór „Sjálfstæðis- manna“ Forystan í félagi íslenskra iðnrekenda er þarna gengin í sömu björg og Verslunarráðið. Þessi voldugu hagsmunasamtök atvinnurekenda halda uppi draumum forystunnar í Sjálf- stæðisflokknum, meðan flokkur- inn veifar loðmullunni sem mál- efnagrundvöllur heitir. Það er langur vegur á milli þeirra grundvallarviðhorfa sem Víglundur Þorsteinsson kynnti á þingi iðnrekenda og hinna sem Alþýðubandalagið er að kynna þessa dagana í nafni einingar um íslenskan leið. - eng

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.