Þjóðviljinn - 26.03.1983, Síða 9

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Síða 9
» V *æ*PKXr*. T -% % « »-•* * -» * T.'« «A* #1 GRÁFELDUR ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 €Vil i««fn niatell M>!ll.HVtíó!.«l — Atflií * f . » « t « . « .. . « -r » -T'T T T « 3.-*«. Helgin 26.-27. mars 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 Heimir hefur ekki hirt um að láta mynda sig á hverjum degi. Þessi mynd er nokkurra ára gömul. Sumir þeirra, sem þarna sjást, eru ekki lengur með í ieiknum en aðrir komnir í þeirra stað. Skagfirskur bændakór syngur í Reykjavík Nú í dymbilvikunni hyggst Karlakórinn Heimir í Skagafirði halda í söngferðaiag til Reykja- víkur og nágrennis. Stjórnandi kórsins er tékkinn Jiri Hlavacek. Lagt verður af stað á þriðju- dag, 29. mars, og sungið í Hótel- inu í Borgarnesi kl. 21.00 um kvöldið. Daginn eftir, miðviku- dag, syngur kórinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði, kl. 21.00. Á skírdag syngur Heimir síðan tvisvar í Gamla bíói í Reykjavík, fyrst kl. 16.00 og svo kl. 21.00. Á föstu- daginn langa er áformað að fara til Keflavíkur og syngja þar í Fé- lagsbíóinu kl. 21.00. Heimleiðis verður svo haldið á laugardag. Á söngskrá kórsins eru bæði innlend lög og erlend og má af hinum erlendu nefna stórverk eins og Pílagrímakórinn eftir Ric- hard Wagner, Hermannakórinn úr II Trovatore eftir Verdi, Veiðimannakórinn úr Töfra- skyttunni eftir Weber, valsa úr Sögum úr Vínarskógi eftir Jo- hann Strauss og Bæn úr Finn- landia eftir Sibelíus. Er ekki lítið í ráðist fyrir sveitakór að takast á við slík viðfangsefni en söngstjór- inn virðist treysta sínum mönnum vel. Stjórnandi kórsins er tékk- neskur listamaður, Jiri Hlavacek. Er þetta annar veturinn sem hann stjórnar Heimi en næstu 10 árin áður var hann stjórnandi Þjóðar- Vísindi og gervivísindi Á sunnudag kl. 15.00 mun Guð- mundur Magnússon M. Sc. flvtja fyrirlestur í Lögbergi, stofu 101, í Félagi áhugamanna um hcimspeki. Fyrirlesturinn fjallar um vísindi og gervivísindi. 1 fyrirlestrinum veröur fjallað um mun vísinda og gervivísinda í ljósi ýmiss konar dæma, svo sem úr sálarrannsóknum, stjörnuspeki og huglækningum. Guðmundur Magnússon iauk B. A.prófi í heimspeki ogsögu frá Há- skóla íslands árið 1980, en stund- aði framhaldsnám við Hagfræði- skóla Lundúna (London School of Economics) og lauk þaðan Master of Science prófi s. 1. haust í rök- fræði og vísindalegri aðferðafræði. Bflbelti — Af hverju notar þú þaðekki W úne ____________ IFEROAR óperunnar í Prag. Þegar hann svo fékk tveggja ára leyfi frá störfum brá hann sér til íslands og létti ekki förinni fyrr en norður í Skagafirði, þar sem hann gerðist kennari við Tónlistarskólann í Varmahlíð og tók að stjórna Heimi. Undirleikari kórsins er eiginkona söngstjórans, Stanja Hlavacekova. Karlakórinn Heimir var stofn- aður um áramótin 1927-1928 og hefur starfað alla stund síðan. Ennþá syngja tveir af stofnend- unum í kórnum, Björn Ólafsson bóndi á Krithóli og Halldór Benediktsson frá Fjalli. -mhg íslenska járnblendifélagið hf. Útboð íslenska járnblendifélagið hf., Grundartanga óskar hér meö eftir tilboöum í flutning á starfsfólki milli verksmiöjunnar aö Grundar- tanga og Akraness tímabiliö 1. maí 1983 til 30. apríl 1985. Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofum félagsins aö Grundartanga og Tryggvagötu 19, Reykjavík. Skrifleg tilboð veröa opnuð aö Grundartanga 11. apríl nk. kl. 14. íslenska járnblendifélagið hf. I3ia[aia[a[aia[a[a[a[a[a[a[a[a[a[a[a[aia[a ra lcl ícl fcl ícl föl ra röi ra ía ia ía ra la BORGARSPÍTALINN LAUSSTADA Læknaritari Óskum eftir aö ráöa vanan læknaritara til fram- tíðarstarfa allan daginn á röntgendeild spítalans sem fyrst. Uppl. um starfiö veitir Hulda Magnús- dóttir í síma 22400 milli kl. 13.00-14.30. Rvík. 25. mars 1983 BORGARSPÍTALINN 0 81-200 ia la la la la la la la la la la la la la b! aaaaaaaaaaaaaaaaaaa a Fyriitiyggja i ferðamálum ÞúgetuTbyrjaöstrSTí SLferöaveltunni SL-ferðaveltan gerir íarþegum okkar kleift að búa nú þegar í haginn fyrir nœsta sumar, saína á auðveldan hátt álitlegum farareyri og skaþa sér þannig ánœgjulegt sumarleyíi, laust við hvimleið- ar íjárhagsáhyggjur. SL-ferðaveltunni svipar til venjulegrar spariveltu, - nema í einu grundvallaratriði - sem einmitt gerir gœíumuninn. Líkt og í spariveltunni leggur þú mánaðarlega inn ákveðna upphœð á Ferðaveltureikning í Samvinnu- bankanum og fœrð upphœðina siðan endurgreidda í einu lagi að 3ja til 9 mánaða sparnaði loknum, ásamt láni írá bankanum jaínháu sparnaðarupphœð- inni. Þú hefur þannig tvöíalda upphœð til ráðstöfunar að ógleymdum vöxiunum. Sérstaða SL-ierðaveltunnar er síðan fólgin í því að þú greiðir lánið á 5-11 mánuðum, 2 mánuðum lengri tíma en venja er til. Samvinnuierðir-LandsÝn fjármagnar framlengingu endurgreiðslu tímans. hver greiðsla verður léttari og sumarleyíið greiðist upp án íyrirhainar. Þökk sé SL-íerðaveltunni og fyrirhyggju þinni. Þú þarft ekki að hugsa þig tvisvar um, -tryggðu þér tvöfaldan ferðasjóð strax. Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SL-ferðavelta - nýr lánamöguleiki SPARNAÐAR- TÍMABIL MÁNAÐAR- LEGUR SPARNAÐUR SPARNAÐURí LOK TÍMABILS LÁN FRÁ SAMVINNU- BANKA RÁÐSTÖFUN- ARFÉ MEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGR. ENDURGR. TÍMI 3 mánuðir 1300.00 2600.00 3900.00 3900.00 7800.00 11700.00 3900.00 7800.00 11700.00 7974.00 15948.00 23922.00 865.70 1731.50 2597.20 5 mánuðir 5 mánuðir 1300.00 2600.00 3900.00 6500.00 13000.00 19500.00 6500.00 13000.00 19500.00 13512.50 27040.00 40552.50 1066.20 2132.50 3198.70 7 mánuöir 7 mánuðir 1300.00 2600.00 3900.00 9100.00 18200.00 27300.00 9100.00 18200.00 27300.00 19233.00 38481.00 57729.00 1200.60 2401.20 3601.80 9 mánuðir 9 mánúðir 1300.00 2600.00 3900.00 11700.00 23400.00 35100.00 11700.00 23400.00 35100.00 25150.50 50301.00 75451.50 1305.50 2611.00 3916.50 11 mánúðir Gert er ráð fyrir 42% innlánsvöxtum og 42.964% útlánsvöxtum svo og lántökukostnaði (stimpil- og lántökugjaldi). Vaxtakjör eru háð ákvörðun Seðlabankans. Framangreind vaxtakjör gilda frá 1.11. 1982.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.