Þjóðviljinn - 26.03.1983, Page 13

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Page 13
Helgin 26.-27. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 HUGLEIÐSLA - aflvaki þjóðfélagsbreytinga 5 daga páskanámskeið, fimmtudaginn 31. mars - 4. apríl, Staður: Júnkaragerði Reykjanesi. Efnisskrá: Hugleiðsla (kennska fyrir byrjendur) - fyrir- lestrar um andlega og þjóðfélagslega heimspeki - umræður - tónlist - djúpslökun - útivera og göngu- ferðir - líkamlegar/sálrænar æfingar (Asanas) - kvöldvökur - matreiðsla á jurtafæði. Þátttökugjald (ferðir innifaldar) kr. 900.- SÉRÞJÁLFAÐUR HUGLEIÐSLUKENNARI: Filippseyingurinn Ac. Sarvabodhananda Avt. leiðbeinir á námskeiðinu og heldur auk þess fyrirlestra í Aðalstræti 16 mánud. 28/3, þriðjud. 29/3 og miðvik- ud. 30/3 kl. 20.30. Hefur einnig viðtalstíma þá daga fyrir alla sem áhuga hafa á hugleiðslu og þjóðfélags- málum. Innritun og upplýsingar í síma 23588 eða 16590. Samtök prátista (Proutist Universal) Aðalstræti 16. Reykjavík. Hvergerðingar:____ Stofna hluta- félag um rekstur hótelsins Fjölmennur fundur Hver- gerðinga samþykkti fyrir skömmu að vinna að stofnun aimenns hlut- afélags um kaup og rekstur á Hótel Hveragerði og verður boðað til stofnfundarins strax eftir páska. Nefnd áhugamanna hefur undan- farnar vikur kannað möguleika á því að kaupa hótelið en það hefur verið lokað frá því í haust. Hefur við það skapast mikið ófremdará- stand í Hveragerði enda gegndi hót- elið mikilvægu hlutverki sem sam- komustaður, gistihús og mötu- neyti. 1 hótelinu var m.a. afgreiðsla sérleyfisbíla og eru viðskiptavinir þeirra nú á götunni. Þá höfðu skólabörn úr Olfusinu þar athvarf og fæði í hádeginu, þar héldu fé- lagasamtök fundi sína og skemmt- anir auk þess sem í hótelinu var gistirými og almenn matsala. í frétt frá undirbúningsnefnd- inni, sem í eru Geir Egilsson, aðal- bókari, Theodór Kjartansson bif- reiðastjóri og Sigrún Sigfússdóttir húsmóðir, segir að allir vilji lausn á þessum vanda en menn greini á urn aðferðir. Álit margra þorpsbúa sé að Hveragerðishreppur eigi að kaupa hótelið sem félagsheimili en leggja niður veitingareksturinn. Aðrir vilji frekar mynda félag til sameiginlegs átaks og hafa rekstur- inn í svipuðu forrni og áður. Hreppsnefnd hefur lýst stuðningi sínum við stofnun hlutafélags og er fús að lána eða leigja 25% eignar- hlut sinn í hótelinu gegn vægu verði fyrstu árin. Næstu daga munu nefndarmenn og aðrir fara í hús í Hveragerði og leita eftir hlutafjárloforðum hjá einstaklingum, félögum og fyrir- tækjum. Boðið verður upp á kaup á kr. 1000.-, 5.000.- og 10.000,- kr. bréfum og má greiða stærri bréfin á allt að 2 árum með verðtryggingu. Ráðstefna á laugardag: Atvinnu- leysi í byggingar- íðnaði Innflutningur á unnum byggirig- arvörum (innréttingum, gluggum, hurðum o.fl.) hefur stóraukist undanfarin ár og ógnar afkomu fjölda fyrirtækja í byggingariðnaði, segir í fréttatilkynningu frá sveina- og meistarafélögum bygginga- iðnaðarins og Verkamannasam- bandi íslands. Samtök þessi, sem og fram- leiðendur einingahúsa, telja að al- varlegt og langvarandi atvinnuleysi í byggingariðnaði vofi yfir vegna þessa stóraukna innflutnings. Þau efna til ráðstefnu um þessi mál nú á laugardag kl. 10 að Hallveigarstíg 1. Félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, Tómas Árnason við- skiptaráðherra og borgarstjörn eru meðal þeirra sem boðið er til ráðstefnunnar. Breyting á möskvastærð Sjávarútvegsráðuneytið hefur breytt gildandi reglum um möskva- stærðir þorskneta þannig, að heimilt verður nú að nota net með 6 þumlunga möskva strax er neta- veiðar hefjast eftir páska. Til þessa hefur ekki mátt nota net með minni möskva en 7 þumlunga fyrr en eftir miðjan maí ár hvert. Prestskjör 1 Bolungarvík Prestskosningar hafa farið fram í Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla Bolungarvík. Einn var í kjöri, séra er ekki heimiluð í prestskosningum Jón Ragnarsson farprestur sem þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir kirkj- þjónað hefur á Bolungarvík um unnar um slíkt. Það verður til þess nokkurra mánaða skeið. Á kjör- að fjöldi manna, sjómanna, náms- skrá voru 786. Atkvæði greiddu manna og annarra, fær ekki tæki- 506 og þar af hlaut séra Jón 505 færi til að tatca þátt í kosningunum atkvæði. Kosningin var því vegna starfa utan héraðs. lögmæt. Dagsbrúnar 1983 veröur haldinn í lönó sunnudaginn 27. mars kl. 2 eftir hádegi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Félagsmenn eru hvattir til aö fjölmenna og sýna skírteini viö innganginn. Stjórnin. Verkamannafélagið Dagsbrún Aðalfundur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.