Þjóðviljinn - 26.03.1983, Side 14

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Side 14
Dönsk leikritun hefur aldrei staöið neitt sérlega framarlega og hin hefðbundnu stofnanaleikhús hafa aldrei ýtt neitt sérstaklega undir hana- t.d.voruátímabilinu 1965-75 aðeins sýnd 13 ný dönsk verk á þremursviðum Konunglega leikhússins. Meðfjölgun leikhúsa á undanförnum árum, og einkum frjálsra leikhópa, hefur eftirspurn eftir nýjum dönskum verkum aukist. En hér er ekki staður né stund til að reyna að gera heildarúttekt á þessum málum, heldur var ætlunin að skýrastuttlegafrá nokkrum nýjum dönskum verkum sem eru á fjölunum í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Stigið upp til himna Nýstárlegast þessara sýninga er líklega verk eftir Elsu Gress og Kaspar Rostrup sem heitir Kristi- himmelfartsfest (Uppstigningar- dagshátfð) og er sýnt í Gladsaxe Teater, sem er eitt framsæknasta leikhús Kaupmannahafnar. Hér er sagt frá þeim ósköpum þegar eld- fjallið Mt Pelee á eyjunni Martin- ique sprakk í loft upp á Uppstign- ingardag árið 1902 og grandaði á nokkrum mínútum öllu íbúum bæjarins St Pierre, 40.000 talsins, utan hvað tvær manneskjur lifðu af hildarleikinn, geðveikur skó- smiður og dauðadæmdur mann- drápari. Þetta hrikalega eldgos hafði gert margvísleg boð á undan sér en yfirvöld höfðu þverskaliast við að nokkuð yrði gert til að bjarga lífi íbúanna. Þetta er augljóslega.ætlað sem viðvörunarverk, til að minna okk- ur á ennþá hrikalegri hildarleik sem vofir yfir mannkyninu öllu, og er nokkuð vel heppnað sem slíkt. En það er uppsetningaraðferðin sem hvað mesta athygli vekur. Það eru engin sæti í salnum og sýningín fer fram um hann allan, en áhorf- endur vappa um gólfið og fylgjast með. Þetta er það sem kallað er totalteater eða allsherjarleikhús, og fylgja því miklir hljóðeffektar og tónlist, dans og söngur. Sýning- in er víða áhrifamikil, en leikstjór- anum Kaspar Rostrup tekst ekki að ná henni saman í eina heild. Þar kann textinn að ráða rniklu um, en hann er ekki nógu vel sniðinn fyrir svona uppsetningu og hefur þar að auki orðið að skera hann mjög mikið niður. Mörg atriðanna eru mjög vel unnin og sterk, einkum woodoo- dansatriði sem flutt er af hópi fólks frá Vestur Indíum sem tekur þátt í sýningunni af miklum ágætum, svo og söngvar geðbilaða skósmiðsins sem Povl Dissing flytur á sinn sér- stæða hátt. Svartur Skermur Önnur allóvenjuleg sýning var á ferðinni nýlega og bar nafnið Svartur Skermur. Hún var flutt af hópi ungs fólks sem hefur unnið saman í nokkur ár, en er ekki atvinnufólk. Leikurinn bar þess nokkur merki, en hins vegar bætti hópurinn það upp með óvenjulegri hugmyndaauðgi og skarpri skynjun á möguleikum leikhússins. Handritið, eftir Hans Ditlev, er ansi ruglingslegt en býður upp á mörg fjörleg atriði. Sýningin hefst í kirkjuhvelfingu sem arkitekinn Brunelleschi teiknaði á 15. öld í Florens. Þar eru stödd arkitektinn sjálfur, Drakula greifi, fjárhætt- uspilari frá Nebraska, stúdentinn Hanna og BZ-arinn Pollemand. í fyrra hluta verksins, sem er heilleg- astur og bestur, segir Brunelleschi söguna af leit sinni að algildum sannindum, sem endar með bygg- ingu dómkirkjuhvelfingarinnar, en fullkomnun hennar verður til þess að hann útnefnir sjálfan sig guð. Seinni hlutinn er tætingslegri; þar segir af Pollemand úr sveitinni sem leggur leið sína til borgarinnar í leit að fé og frama en finnur ekk- ert nema vonleysi og ósjálfstæði. Hann endar í kirkjunni með hinum þar sem hópurinn spilar á spil og ræðir listir og stjórnmál, þar til hvelfingin hrynur að lokum yfir þau. Þetta verk fjallar um leið mann- sins gegnum lífið, leitina að hug- myndum og endanlegt hrun allra hugmynda. Sýningin einkennist af snjöllum leikrænum lausnum, virkri tónlistarnotkun og frjóu hug- arflugi. Marx og Kóka Kóla Godard sagði einhvern tímann að hans kynslóð væri börn Marx og Kóka Kóla. Nils Schou hefur valið þetta nafn á leikrit sitt um örlög kynslóðarinnar frá ’68, sem frum- sýnt var á Det Kongelige árið 1981 og hefur notið mikilla vinsælda, sem ekki er erfitt að skilja því að Schou er fyndinn og hugvitssamur og kann vel að gera góðlátlegt gam- an að nýlega horfnum tískufyrir- bærum í skoðunum, húsbúnaði og klæðaburði. Leikritið er í átta at- riðum dg gerist frá 1968-76, og reyndar eru sviðsskiptingarnar lík- lega það sem best er heppnað í þessari sýningu, því að breyttar innréttingar sama herbergis lýsa þróun persónanna eiginlega betur en nokkur orð. Við sjáum í þessu verki hvernig tvær manneskjur þróast frá eld- móðnum 1968, þegar allt virtist op- ið og einfalt, til flókinna vanda- mála stjórnmála og kvenfrelsisbar- áttu og að lokum inn í einhvers konar lausnir í einkalífshamingju. Schou tekst vel að halda verkinu gangandi, en það er í því eitthvert ójafnvægi - fyrri hlutinn einum of kaldranalegur en sá seinni of til- finningasamur. Hins vegar er verk- ið nægilega nærfærið í tíðaranda- lýsingu sinni til þess að sú kynslóð sem það lýsir geti séð sig í því í spéspegli. Og það er nokkurs virði. Rifbjerg í rúminu Enginn Dani skrifar eins mikið og Klaus Rifbjerg - skáldsögur, smásögur, ljóð, leikrit, sjónvarps- leikrit, kvikmyndahandrit og greinar. Og svo hefur hann ásamt með konu sinni þýtt einar fimmtíu Búningateikningar úr Uppstigningardagshátíðinni í Gladsaxeleikhúsi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.