Þjóðviljinn - 26.03.1983, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Qupperneq 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. mars 1983 dægurmál (sígiid?) Lifandi tónlist í Klúbbnum í kvöld: Q4U Þeysarar Lifandi tónlist verður á boð- stólum í Klúbbnum í kvöld frá kl. 21 til miðnættis, en að henni lok- inni verður v'enj ulegt dansiball og -drykkja. í kvöld (laugardag) gefst fólki tækifæri til að sjá og heyra hljómsveitirnar Q4U og Þey á jarðhæð en í kjallara verður sýnd vídeó-upptaka frá Músiktil- raunum ’82, sem Satt stóð fyrir í haust, eins og reyndar þessu lif- andi músikkvöldi í Klúbbnum í kvöld. Satt hyggst gangast fyrir fleiri svona „lifandi" kvöldum á veitingahúsum borgarinnar í framtíðinni, ef vel mælist fyrir, og er hugsunin á bak við þau sú að fólki gefist kostur á að fara á hljómleika fyrri part kvölds, en síðan heim í háttinn, eða haldið á næturgöltur þar eða annarsstað- ar... Hins vegar ætti engum að leiðast framan af í Klúbbnum í kvöld. A. Leiðrétting Mér urðu á slæm mistök þegar ég var að fjalla um tónleika á Hó- tel Borg þann 10. þessa mánaðar. Ég fór rangt með nafn hljóm- sveitarinnar Hazk, kallaði hana Hasl. Eru hljómsveitarmeðlimir og aðrir hér með beðnir afsökun- ar á þessum mistökum. JVS Echo and the Bunnymen koma hingað í sumar! Gleðileg tíðindi bárust mér til rna í seinustu viku. Það er búið ganga frá komu bresku hljóm- útarinnar Echo and the Bunn- íen hingað til lands. Hljóm- ;itin mun halda hér tvenna tón- ka í Austurbæjarbíói annan Þetta verða fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar um á þriggja vikna hljómleikaferðalagi henn- ar um Evrópu. Þetta er sannköll- uð draumasending því hljóm- sveitin er í hópi bestu hljómsveita Breta um þessar mundir. Það má kannski segja að það sé tími til kominn að þeir sveinar láti sjá sig hérna því annað slagið hafa sprottið upp sögusagnir þess eðlis að þeir væru væntanlegir innan skamms. Hljómsveitin hefur lengi verið áfjáð í að koma hingað og því með góðu móti hægt að fullyrða að þeir slái tvær flugur í einu höggi með komu sinni. Annars vegar með því að láta drauma sína rætast um að halda tónleika á íslandi og hins vegar að svala þor- sta þeirra fjölmörgu sem beðið hafa komu þeirra hingað. Nánar verður fjallað um komu þeirra fé- Echo and Ihe Bunnvmcn halda tvenna tón- leika í Austurbæjarbíói annan júlí. Hér sjást þeir við Gullfoss. laga þegar líða tekur að stóru stundinni. JVS fullsæmt af og höfðar þar að auki til jafnaldra hennar, hippa og blómabarna (MF er fædd 1946). Með þessa sérstöðu Broken Eng- lish í huga held ég að ekki sé of- sagt að A Child’s Adventure sé með tærnar a.m.k. þar sem sú fyrrnefnda hefur ilina. Dangero- us Acquaintanccs er hins vegar síst þeirra þó góð sé. Hér í lokin er smásýnishorn af textagerð MF, Running for Our Lives (Barry Reynolds, Mari- anne Faithful, Wally Badarou): Move along staying close to the wall Looking over your shoulder just in time A void the light, close your eyes And put your hand in mine. And put your hand in mine. Are we in danger, or is it that you think we might be. But 1 think Vd like to get out of here, This place it frightens me, This place it frightens me. Running for our lives At least we’re pretending we are. Running for our lives, We never get very far, We never get very far, We never get very far. Stop pretending this is a child’s adventure, The only way I can take it ls playing the game. Be quiet, there's a gate ahead. Do you think we can make it? Will it be different, or just the same? How long can we keep escaping, How long can we keep escaping. How long can we keep escaping lnto another prison. Move along staying close to the wall Looking over your shoulder just in time Avoid the light, close your eyes And put your hand in mine And put your hand in mine. A. LOKSINS!, hrópum við trygg- ir aðdáendur Maríönnu Faithful, með öndina ■ hálsinum eftir að hafa beðið á annað ár eftir breið- skífu frá þeirri ágætu konu. En nú er hún komin: A Child’s Adventure. Að vísu létti hún okkur biðina með tveim tveggja laga plötum á árinu 1982: Broken English (long version - löng útgáfa)/Sister Morphine - aldeilis frábær plata, einkum og sér í lagi síðara lagið (því til sönnunar get ég sagt ykk- ur að það var spilað í partýi hér í bæ um daginn í samfleytt 2 klukkutíma) hin tveggja laga platan er (eða var, því að hún fæst ekki nú, a.m.k. í bili) Running for Our Lives/ Over Here (No Time for Justice). Það fyrrnefnda er líka að finna á A Child’s Adventure, en það síðarnefnda notaði Barry Reynolds á sóló- plötu sinni. Hann hefur leikið á gítar með Marianne Faithful (og Grace Jones) á öllum plötum hennar frá og með Broken Eng- lish (1979), og samið mörg lög með henni. Trommuleikarinn Terry Stannard hefur verið með Marianne jafnlengi, en auk þess- ara tveggja kappa eru með henni á A Child’s Adventure reggei- kapparnir Wally Badarou á hljómborð og Mikey Chung á gít- ar, á bassa leikur Fernando Saunders, Rafael de Jesus sér um ýmsan áslátt og loks leikur sam- býlismaður Maríönnu, Ben Bri- erley, sem er í hljómsveitinni Vi- brators, á kassagítar og syngur bakraddir ásamt Barry Reynolds. I heild sinni er A Child’s Adventure með rólegra yfirbragð Soft Cell komnir á kreik á ný. Man nokkur eftir Iaginu „Ta- inted Love“ sem var eitt vinsæl- asta lag ársins 1981. Flytjendur þessa lags er dúetinn Soft Cell sem þeir David Ball og Marc Al- mond skipa. Þetta lag skaut þeim upp á stjörnuhimininn þar sem þeir hafa dvalið síðan. Þeir félagar hittust á listaskóla í Leeds og hófu sinni feril þar. Þeim varð lítið ágengt á frægðar- brautinni uns þeir hljóðrituðu lagið „Tainted Love“ sem „soul“ söngkonan Gloria Jones söng upphaflega. I fyrstu miðaðist tónlist þeirra fyrst og fremst við diskótekin en eftir því sem tímar liðu fóru þeir að spila tónlist sem átti ekki eins upp á pallborðið hjá diskótekur- um. Nýjasta plata þeirra félaga, The Art of Falling Apart, ber þetta mark. Þeir flytja áheyrilega tónlist sem venst nokkuð vel. Það er varla hægt að setja tónlist þeirra á bás með „fútúristum", eina viðlíkingin sem mér kemur til hugar á þessari stundu er dú- ettinn O. M. D. Þeir félagar skipta þannig með sér verkum að Mark Almond sér um sönginn en David Ball allan hljóðfæraleik. David notar mikið wniajun Sif Jón Viöar Andrea Mark Almond (t.h.) og David Ball. hljóðgervla og hljómborð og forðast alla „prógrameringu” á hljóðgervlum eins og Humane League gera mikið af. Textar þeirra félaga eru nokk- uð sorglegir, annars eru þeir áheyrilegir og það má Mark Al- mond eiga að hann syngur mjög skýrt, miklu skýrar en gengur og gerist. The Art of Falling Apart er sæmilegasta plata, allavega ættu þeir sem hafa gaman af „raf- magnstónlist" að finna hér eitthvað við sitt hæfi. JVS Marianne Faithful syngur eins og áður um þungan róður í lífsbaráttunni og margir komast að af eigin raun. Marianne Faithful/A Child’s Adventure: Að eiga fótum fjör að launa er enginn barnaleikur... Én nú er öldin önnur og röddin í Maríönnu líka.. a.m.k., áttund neðar en þá, enda ekkert mjó- róma þjóðlagavæl á ferðinni lengur. Á A Child’s Adventure syngur Marianne Faithful með sinni hrjúfu rödd sallafína texta Róleg tífsreynsluljóð með þungri undiröldu en tvær fyrri breiðskífur Marí- önnu, Broken English og Danger- ous Acquaintances (1981), en undiraldan er þung og kraftmikil og kemur þar hvort tveggja til hljóðfæraleikur og textagerð. Það fyrrnefnda er algjörlega pottþétt og toppmaður í hverju rúmi. Þó langar mig að nefna sér- staklega hut Wallys Badarou sem t.d. töfrar e.k. sekkjapípur út úr hljómborðum sínum í laginu Ire- land, og kassagítar Bens Brierley setur sérstakan og þjóðlagalegan blæ á þessa plötu og minnir okkur á fyrstu skref Maríönnu Faithful á söngferlinum, fyrir 19 árum. sem flestir eru eftir hana sjálfa við góð lög, flest eftir Barry Reynolds, og útkoman verður e.k. blúsað nýbylgjurokk með þjóðlagaívafi (hm...). Sjálfsagt telst Broken English besta breiðskífa MF og verður að öllum líkindum erfitt - og jafnvel ekki mögulegt - fyrir hana að koma með aðra sem þykir betri, því að Broken English kom eins og velkomin þruma úr heiðskíru lofti á sínum tíma: Manneskja sem flestir voru búnir að gleyma og enn fleiri bjuggust ekki við neinu af kom með plötu sem hvaða pönkfrík sem er gæti verið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.