Þjóðviljinn - 26.03.1983, Page 23

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Page 23
Helgin 26.-27. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 Fí Útboð - dzz leikskóli Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í byggingu leikskóla við Smárabarð í suðurbæ Hafnar- fjarðar. Um er að ræða að fullljúka byggingu að grunnfleti ca. 270 m2 og rúmtaki ca. 1000 m3. Verkkaupi sér um jarðvinnu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6, þriðjudaginn 29. mars gegn 2500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 12. apríl kl. 10. Bæjarverkfræðingur Stýrimannaskólinn í Reykjavík Endurmenntunarnámskeið fyrir skip- stjórnarmenn. Endurmenntunarnámskeið fýrir starfandi stýrimenn og skipstjóra verður haldið í Stýr- imannaskólanum í Reykjavík 28. maí til 3. júní n.k. Þátttakendur mæti í Stýrimannaskól- anum föstudaginn 27. maí kl. 15.00 Kennsla hefst laugardaginn 28. maí kl. 08.00. Námskeiðinu lýkur föstudaginn 3. júní kl. 16.00. Kennt verður hvern dag frá kl. 08.00-12.00 og frá 13.00-15.30. Eftirfarandi nám verður á boðstólum: 1. Sigling í ratsjársamlíki (Radar Simula- tor) og ratsjárútsetningar. 2. Skipagerð - Hreyfistöðugleiki (dýnam- ískur stöðugleiki), kröfur IMO um stöð- ugleika skipa. Kornflutningar, kynntar reglur SOLAS-1974. Meðferð á hættu- legum farmi (International Maritime Dangerous Coods Code). 3. Ratsjá/og fiskileitartæki - bilanaleit. 4. Lóran - Kortaskrifari og móttökutæki: Gervitunglamóttakari (Satelilite). 5. Veðurfræði - Veðurskeytamóttakari og skipulag siglinga í sambandi við veður (Weather Routing). 6. Stórflutningar - skipspappírar (Shipping). 7. Enska - M.a. farið í kafla í sérstakri bók, sem fjallar um viðskipti skipa (Wave Length). 8. íslenska - einkum með tilliti til stafsetn- ingar og skriflegs frágangs. Væntanlegir þátttakendur geta valið um ein- hver 2 námsefni af ofangreindum greinum og verður sent sérstakt umsóknarblað til útfyll- ingar. Auk þess verða sérstök námskeið í: 9. Tölvunotkun um borð í skipum og sjávarútvegi (fiskiskip og flutningaskip) a.m.k. 40 kennslustundir. 10. Sundköfun - a.m.k. 40 kennslustundir. 11. Veiðarfæranámskeið - (kynning á vörpum og vörpugerð), - a.m.k. 40 kennslustundir. Aðeins verður unnt að taka greinar 9,10 og 11 einar sér. Þátttökugjald er kr. 3.000.- Námskeiðin eru eingöngu ætluð mönnum með skipstjórnar- próf og hafa starfandi stýrimenn og skipstjór- ar forgang. Væntanlegir þátttakendur tilkynni það til Stýrimannaskólans bréflega eða í síma 13194 (virka daga frá 8-12) og tilkynnist þátttaka fyrir 30. apríl n.k. Þátttakendur eru beðnir að taka fram hvaða 2 greinar í upptalningu í lið 1 til 8 þeir óska eftir að taka. Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.