Þjóðviljinn - 26.03.1983, Qupperneq 32

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Qupperneq 32
múmmmm Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag tll fóstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starlsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími Helgin 26.-27. mars 1983 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslú blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Fjallatrukkar eins hópsins. Milli 25 og 30 eriendir aðilar „gera út“ á ísland og hefur ekkert eftirlit verið með fcrðum hópanna um landið. Það stendur nú til bóta. Leiðsögumaður í hverjum hóp: Hert eftirlit með ferðum útlendinga Samgönguráðuneytið hefur gefið út reglugerð um eftirlit með skipulögðum hópferðum erlendra aðila til íslands í atvinnuskyni. Talið er að mili 25-30 erlendir aðilar skipuleggi hópferðir hingað til lands á ári hverju og á þeirra vegum komi hingað 3500-5000 ferðamenn. Jafnframt hefur verið ákveðið að setja samstarfshóp manna frá þeim ráðuneytum sem þessi mál varða til að vinna að samræmingu laga og reglugerða um komu og dvöl erlendra ferða- manna til Iandsins. Samkvæmt reglugeröinni er Ferðamálaráði íslands falið að fylgjast með áætlunum erlendra aðila um sölu hópferða til íslands í atvinnuskyni. Jafnframt er Ráðinu falið að kynna þessum aðilum ákvæði reglugerðarinnar og sjá um að framfylgja þeim. Skilyrðin sem þessir aðilar þurfa að uppfylla eru þrenns konar. í fyrsta lagi þarf viðkomandi hópur að hafa leiðsögumann sem Ferð- amálaráð hefur samþykkt og sé hann erlendur ríkisborgari þarf hann að hafa tilskilin atvinnuleyfi á íslandi. Hér er um að ræða mikið baráttumál landverndarfólks og leiðsögumanna en svipuð ákvæði gilda í öllum helstu ferðamanna- löndum Evrópu. í öðru lagi skal sett trygging fyrir hópinn sams konar og innlendum ferðaskrifstofum er gert að setja. Tryggingarfénu er ætlað að vera endurgreiðsla á kostnaði sem kynni að hljótast vegna leitar eða björgunar farþega, skaðabóta eða annars. í þriðja lagi skal erlendur ferð- amannahópur flytja aftur úr landi eigið farartæki sem hann hefur komið með vegna ferðarinnar. í reglugerðinni er einnig tekið fram að ef innlendur aðili sem hef- ur ferðaskrifstofuleyfi stendur að ferð viðkomandi hóps ásamt hin- um erlenda aðila sé nóg að innlendi aðilinn fullnægi ákvæðum reglu- gerðarinnar. í fréttatilkynningu samgöngur- áðuneytisins segir að þess sé vænst að reglurnar verði ekki til þess að takmarka ferðir erlendra ferða- manna um landið heldur stuðli að bættri umgengni og meiri fræðslu um land og þjóð og því ánægjulegri ferð. Útifundur Alþýðubandalagsins á Lœkjartorgi í gœr Eini málsvari launamanna Sagði Grétar Þorsteinsson fimmti maður á G-listanum í Reykjavík Ég hvet fólk til að velja þann flokk, sem einn getur talist málsvari verkalýðshreyfingar og launafólks, sagði Grétar Þorsteinsson flmmti maður á G-listanum á úti- fundi sem haldinn var á Lækjartorgi í kalsaveðri í gær. Frambjóðendur Alþýðubanda- lagsins eru í miklum önnum þessa daganna; ganga á vinnustaði, taka vegfarendur tali og vekja athygli á málstað félagshyggjufólks og launamanna. Frambjóðendurnir í Reykjavík fóru á marga vinnustaði í gær, til að vekja athygli á samstarfsgrundvelli Alþýðubandalagsins, sem kynntur er í blaðinu í dag. í gær var einnig haldinn stuttur fundur á Lækjar- torgi þar sem Svavar Gestsson fyrs- ti maður G-listans, Ólafur Ragnar Grímsson fjórði maður G-listans og Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiðafélagsins og fimmti maður G-listans í Reykjavík héldu stuttar ræður. Þegar sverfir að í þjóðfélaginu, er hollt að hugsa um fyrir almennt launafólk, að Al- þýðubandalagið hleypur ekki undan ábyrgð og stendur vörð um hagsmuni launlega, sagði Svavar. Ölafur Ragnar Grímsson sagði, að valið í kosningunum væri auðvelt. Annars vegar væri um leiðina til vinstri að ræða með Al- þýðubandalaginu eða þá hægri leið með meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins eða íhaldinu og Framsókn saman. Grétar undirstrikaði að launafólk ætti einn góðan kost í komandi kosningum Alþýðu- bandalagið væri eini flokkurinn sem gæti talist málsvari launafólks. Frambjóðendur afhentu vegfar- endum samstarfsgrundvöllinn og röbbuðu við fólk nokkra stund á torginu. -óg Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknar- flokksins á fundi á Blönduósi Isal ræður því sem það vUl ráða hér Rekja má ógæfuna með ísal allt til samninganna um álverið 1961, en þar var forkastanlega að málun- um staðið að hálfu íslendinga. Svo komu þeir Steingrímur formaður okkar og Jóhannes Nordal 1975 og hækkuðu raforkuverðið til Isal en gáfu fyrirtækinu það til baka í skattalækkun, þannig að ekki er að furða þótt þetta mál standi illa og að við verðum að gjalda þess í ok- urverði á rafmagni. Og ég þori að fullyrða að Alusuisse ræður því sem það vill ráða uin stjórnun mála í þessu landi, sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar- flokksins á almennum fundi á Blönduósi sl. þriðjudag, scm hann og Stefán Guðmundsson efndu til. Páll sagði að ef til vill hefði Hjör- leifur getað staðið betur á málum í samningatilraunum við ísal, en í hann hafði sjálfsagt verið kominn kosningaskjálfti. En hitt væri staðreynd að Alusuisse réði því sem það vildi ráða hér á landi. Fundurinn var fjölmennur, enda vel smalað úr öllum sveitum af stuðningsmönnum Páls, sem nú heyja heilagt stríð gegn þeim „fól- um“ sem fengu f gegn BB á sinn lista og kalla sig Framsóknarmenn. Var geysileg spenna á fundinum og menn skömmuðu BB-menn ósp- art, en enginn þeirra reis upp til andsvara, en einn þeirra sat og skrifaði allt niður sem Páll sagði og pirraði það Pál greinilega. - Björn á Löngumýri var þarna frænda sín- um til trausts og halds, hann sagði að þingmennirnir þyrftú ekki að vera með þennan dauðyflissvip, heimurinn væri ekki að farast þótt einhverjir piltar með þingmann í maganum biðu fram undir bókstöf- unum BB. Það hefðu alltaf verið til menn og þeir margir sem vildu vera þingmenn og ekkert nema gott um það að segja, en ástæðulaust að sitja með sorgarsvip þess vegna. - S.dór. Rafmagnsveitur Ragnars Halldórss. r Utibú Sjálfstæðisflokksins leggur til að braskað verði með raforku í dag birtum við úr áætlun Verslunarráðsins þarsem segir frá því áliti að íslensk stóriðja sé „ónauðsynleg áhætta". Meðalný- mæla, mcir að segja hjá Sjálf- stæðismönnum, eru áform um að einstaklingum verði „geflnn kost- ur á að reisa og reka raforkuver og selja orku annað hvort beint til stórkaupenda eða inn á veitukerf- ið“. Þannig gætu menn átt von á því að kaupa rafmagnið sitt frá Rafmagnsveitu Ragnai;s Hall- dórssonar, en hann er einmitt for- maður Verslunarráðs Islands (undirstrikanir eru blaðsins); 7.2.4. Til að bæta fyrir seina- gang verði sérstakt kapp lagt á að afla samninga um sölu á orku frá Blönduvirkjun annað hvort með stóriðju á Norður- landi í huga eða stækkun þeirra iðjuvera sem fyrir eru í landinu. 7.2.4. Því verði haldið opnu, þegar fram í sækir, að sá auður, sem orkulindir okkar skapa, verði notaður til að kaupa er- lendar fjárfestingar í stóriðju. Fjármagnsskortur, ónóg tækniþekking og reynsluleysi í markaðsmálum standa enn í vegi fyrir „íslenskri" stóriðju, enda ónauðsynlcg áhætta á þessu stigi. Hlutur einkaframtaks í virkj- unum, orkúsölu og stóriðju. 7.3.1. Einstaklingum verði gef- inn kostur á að reisa og rcka raforkuver og selja orku ann- aðhvort beint til stórkaupenda eða inn á veitukerfið. 7.3.2. Opinberum fyrirtækj- um, sem reka raforkuver, verði breytt í hlutafélög, en síð- an verði hlutabréf þeirra sett í sölu á almennum markaði. Þessi háttur verði einnig hafður á fjármögnun nýrra virkjana. Slík hlutabréf gætu komið í stað ríkisskuldabréfa. 7.3.3. Einstaklingum verði gef- inn kostur á að afla orkusölu- samninga. 7.3.4. Hlutafé í nýjum stór- iðjuverum verði boðið út á al- mennum innlendum markaði. 7.3.5. Erlendum fyrirtækjum verði frjálst að eiga meirihluta í innlendum fyrirtækjumn, enda verði þeim sett almenn tak- mörk að eiga hér tilteknar teg- undir eigna eða réttinda. „Ónauðsynleg áhætta“? „Því fylgir áhætta að vera frjáls maður í frjálsu landi“ (Ragnar S. Iialldórsson formaður Verslun- arráðs íslands í setningarræðu sinni á viðskiptaþingi 1983).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.