Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. apríl 1983
Ólafur Jónsson formaður húsnæðismálastjórnar:
HÚSNÆÐISLÁNIN eru nú
35.5% byggingakostnaðar
en þetta hlutfall var 29% árið 1978
Vegna þeirra kosninga sem nú
eru framundan eru málefni
þjóöfélagsins meira rædd og af
meiri hita og tilfinningu en viö
venjulegar aðstæður. Vill þá
stundum svo fara að
staðreyndir málanna eru ekki
ræddar sem skyldi en í staðinn
koma fullyrðingar og áróður.
í þeirri kosningabaráttu sem nú
stendur yfir hafa húsnæðismálin
mest orðiö fyrir þessari málsmeð-
ferð. í þeim óvandaða málflutningi
hafa gengið lengst tveir fram-
bjóðendur til þeirra starfa, sem
virðulegust ættu að vera hjá
þjóðinni, þeir Jón Baldvin og Geir
Hallgrímsson.
Húsnæðismálin eru að þessu
sinni óvenjumikið til umræðu
Þörf inni fyrir löng
húsnæðislán
verður
væntanlega ekki
fullnægt á næstu
árum nema
með samræmdu
átaki allra
lánastofnana eða
með almennum
skyldusparnaði.
vegna þess að í þeim málaflokki
eru nú margir í vanda vegna á-
standsins á lánamarkaði almennt
og jafnframt vegna þess að í þeim
málaflokki telja ýmsir fram-
bjóðendur og aðrir smærri spá-
menn að unnt sé að koma höggi á
félagsmálaráðherra, Svavar Gests-
son, sem farið hefur með stjórn
þessara mála í þrjú ár.
bkki er það tilgangur þessarar
greinar að deila við fyrrnefnda
frambjóðendur eða verja gerðir
Svavars Gestssonar en þegar ítrek-
að er farið með grófar rangfærslur í
fjölmiðlum um húsnæðismál, þá tel
ég að þeim sem við þau vinna beri
nokkur skylda til að veita upplýs-
ingar sem skýra málin og gefa rétt-
ari mynd af staðreyndum sem fyrir
l'ggja-
Að þessu sinni vil ég aðeins taka
fyrir þrjú atriði þar sem rangfærsl-
ur hafa verið sérstaklega grófar og
þær endurteknar svo oft að fjöl-
margir telja nú rangtærslurnar
staðreyndir.
Hlutfall lána af
byggingarkostnaöi
Því er haldið fram að lán hús-
næðismálastjórnar til nýrra íbúða
hafi lækkað sem hlutfall af bygg-
ingarkostnaði á síðustu árum. Til
þess að sanna það með tölum er á
mjög villandi hátt blandað saman
tölum um byggingarkostnað svo-
nefndrar vísitöluíbúðar, sem er
þriggja herbergja íbúð í 10 íbúða
blokk, og hins vegar kostnaði við
vandaða íbúö í parhúsi, svonefnda
staðalíb:ið.
Að sjaifsögðu er lán húsnæðis-
nálastjórnar hærra hlutfal! af bygg-
ingarkostnaði íbúðar í blokk en í
parhúsi eða einbýlishúsi en lánin
miöast nú við fjölskyldustærð en
ekki húsgerö.
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins reiknar ársfjórðungs-
lega breytingar sem verða á bygg-
ingarkostnaði þessara íbúða og eru
þeir útreikningar grundvöllurinn
að vísitölu byggingarkostnaðar á
hverjum tíma. Samkvæmt gildandi
lögum hækka lán húsnæðismála-
stjórnar ársfjórðungslega sam-
kvæmt þeirri vísitölu.
Ef gera á samanburð á hlutfalli
lána af byggingarkostnaði á hverj-
um tíma, þá hefur þróunin verið
eftirfarandi síðustu 10 árin:
1973 31,4%
1974 28,0%
1975 30,9%
1976 36,2%
1977 34,2%
1978 29,0%
1979 31,7%
1980 30,4%
1981 32,7%
1982 35,5%
Á fyrsta ársfjórðungi 1983 var
þetta hlutfall 35,7%. Hér eru því
engar stórar breytingar að gerast
en þróunin þó hagstæð íbúðar-
byggjendum.
Því hefur mjög verið haldið á loft
í fjölmiðlum að íbúðabyggingar og
lánveitingar til húsnæðismála hafi
dregist saman á síðustu árum og
Svavari Gestssyni alfarið kennt um
þá þróun.
Það rétta er að fjöldi lána hefur
lækkað í aðeins einum lánaflokki,
þ.e. til nýrra íbúða sem byggðar
eru af einstaklingum. Lánum í öðr-
um lánaflokkum hefur fjölgað og
nýir lánaflokkar bæst við eins og
eftirfarandi samantekt sýnir.
Fjöldi lána til einstakra lána-
flokka á vegum húsnæðismála-
stjórnar á árunum 1976 til 1982:
I lánaflokkunum:
íhúðir fyrir aldraða
Ýmsir framkvæmdaaðilar
Leigu- og söluíb. sveitarfélaga
íhúðir í verkamannabústöðum
þá eru aðeins taldar þær íbúðir sem
eru fullgerðar á árinu en ekki þær
íþúðir sem eru í smíðum og fá lán í
formi framkvænidalána. Ef þær
íbúðir væru taldar með mundu töl-
síðastliðins árs hækka verulega
gna þess að um síðustu áramót
voru t.d. 425 íbúðir ísmíðum á veg-
um stjórna verkamannabústaða.
í lánum til húsnæðismála hefur
því ekki verið um samdrátt að ræða
heldur tilfærslur á milli lánaflokka.
Stafar sú tilfærsla bæði af auknum
áhuga fyrir því að kaupa og gera
við göntul hús og svo verulegri
aukningu á félagslegum íbúðar-
byggingum.
Ólafur Jónsson: Þegar ítrekað er
farið með grófar rangfærslur í
fjölmiðlum um húsnæðismál, þá tel
ég nauðsynlegt að koma leiðrétt-
ingum á framfæri.
Fjármagn til lánveit-
inga í íbúðarhúsnæði
\ þriðja lagi hefur því mjög verið
haldið á loft að minna fjármagni að
raungildi hafi verið varið til al-
mennra íbúðabygginga en fjár-
magnið fært yfir í verkamannabú-
staði. Vissulega hefur Byggingar-
sjóður verkamanna verið efldur
veruiega og hefur nú fastan tekju-
stofn, en þar er ekki aðeins um til-
færslu á fjármagni að ræða heldur
einnig á verkefnum. Leigu- og söl-
uíbúðir sveitarfélaga voru áður
fjármagnaðar úr Byggingarsjóði
ríkisins en nú hefur Bvgginga-
sjóður verkamanna tekið við því
verkefni.
Vegna verðbólgunnar eru tölur
um útlán sjóðanna ekki marktækar
til samanburðar á milli ára nema
þeim sé áður breytt til samræmis
við verðlag. Ef lánveitingar beggja
sjóðanna séu teknar saman og
breýtt til samræmis við verðlag árs-
ins 1982 lítur þróun lánveitinga
þannig út:
Útlán sjóðanna árin 1977 til 1982
á verðlagi ársins 1982 í millj.kr.
1977 ..................kr. 537,2
1978 ..................kr. 534,9
1979 ..................kr. 599,9
1980 ..................kr. 548,9
1981 ..................kr. 612,9
1982 ..................kr. 620,2
Hér er vissulega ekki um stór-
felldar breytingar að ræða en þó í
rétta átt síðustu árin.
Auk þessara lána húsnæðismál-
astjórnar hafa lífeyrissjóðirnir
aukið mjög verulega lán sín til
húsnæðismála og kemur þaó
íbúðabyggjendum að sömu notum
þó að fjármagnið komi ekki frá
húsnæðislánakerfinu. Sama er að
Byggingasjóður
verkamanna
hef ur verið ef Idur
verulega og hefur
núfastan
tekjustof n auk
þess sem verkef ni
sjóðsins eru nú
meiri en áður.
segja um lánveitingar banka og
sparisjóða. Næstum allar lána-
stofnanir hafa aukið lán sín til hús-
næðismála síðustu árin. Lánakjör-
in þar geta hins vegar ekki talist
viðunandi. Þörfinni fyrir löng lán
til húsnæðismála verður væntan-
lega ekki fuilnægt á næstu árum
nema með samræmdu átaki allra
þessara aðila sent nú veita lán til
íbúðabygginga, eða með lögbind-
ingu á almennunt skylduparnaði,
sem renni til húsnæðismála.
Ólafur Jónsson
form. húsnæðismálastjórnar.
1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982
Nýbyggingar fyrsti hluti 1515 1823 1883 1687 1665 1072 1182
Til kaupa á cldri íbúöum 783 1346 1897 2408 2044 2183 2132
íbúöir aldraöra og öryrkja 12 106 314 57 6 4
Viöhyggingar og cndurbætur 159 372
Hcilsuspillandi húsnæöi 8 29 43 49 46 33 30
Einstaklingar mcö scrþarfir 73 71
Orkusparandi breytingar 189 104
Ýmsir framkvæmdaaöilar 26 3 177 188 242 60 193
Lcigu og söluíb. svcitarfclaga 98 87 91 126 145 138 130
íbúöir í vcrkamannabústööum 175 182 81 32 202 46 148
Samtals fjöldi íbúða 2617 3470 4278 4804 4401 3959 4366
merískur
Fullt verö kr. 432.132.-
Sérstakur afsláttur af árg. 1982 77783.-
354.349.
gengi 01.03. 83
og um þad þarf ekki fleiri orö.
Framdrif - Vél 2200cc - Sjálfskipting - Aflstýri
Aflhemlar - Hituð afturrúða - Electronisk kveikja
Deluxe innrétting - Litað gler - Hallogen framljós
JÖFUR
HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600