Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttír. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjóltur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og augtýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. Kjósum enga afturhaldsstjórn • Vera má að Geir Hallgrímsson sé mikilhæfur stjórn- málamaöur. En hann er ekki efni í mikinn sagnfræðing. í Morgunblaðinu í gær er sagt frá fundi á Isafirði þar sem Geir mun hafa sagt að menn horfðust nú í augu við versta viðskilnað nokkurrar ríkisstjórnar í sögu lýðveldisins. Megum við minna á lokaár viðreisnar- stjórnar Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Þá greiddu íslendingar atkvæöi með fótunum og flýðu land svo þúsundum skipti undan atvinnuleysi Sjálfstæð- isflokksins. • Það er þakkarvert af Geir Hallgrímssyni aö gefa kost á þessurn samjöfnuði. Nú á síðustu vikum kosningabar- áttunnar hefur það verið augljóst aö í undirbúningi er samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar. Landsmenn hafa þekkt tvær slíkar ríkis- stjórnir í seinni tíð, 1950 til 1956 og 1974 til 1978. Þetta hafa verið hatrammar afturhaldsstjórnir og stofnaö til harðvítugra átaka við samtök launafólks í landinu. Það er segin saga að þegar Framsóknartlokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn ná saman þá eru það stækustu aftur- haldsöflin úr báðum flokkum sem ráða ferðinni. • Nú eru allar horfur á því að Ólafur Jóhannesson og Tómas Árnason annarsvegar og leiftursóknarstrákar úr Sjálfstæðisflokknum hinsvegar nái saman eftir kosning- ar. Það verður bandalag sem keyrir niður launakjörin í landinu með afnámi samningsréttar og meö því að koma hér á „hæfilegu atvinnuleysi‘7 Atvinnuleysið verður notað sent aðferð til þess að ná tökum á stjórn efnahagsmála. Það má vel vera að takast megi að koma snyrtilegum tölum um þjóðhagsstærðir á blað meö því að innleiða atvinnuleysi. En hérer um líf ogstörf lifandi fólks að ræða, en ekki tölur á blaði. Og nú getur fólk ekki lengur greitt atkvæði með fótunum eins og í lok viðreisnaráratugsins vegna kreppuástandsins erlendis. Menn verða því að berjast við atvinnuleysisstjórn hér heima. Ráðlegast er að geyma það ekki fram yfir kosn- ingar, heldur hefja baráttuna gegn atvinnuleysisstjórn- inni þegar á kjördag. • Kvennalistinn og Bandalag Vilmundar eru stikkfrí í átökunum um stjórn landsins og skila auðu í álmáli, hermáli og í baráttu gegn yfirvofandi afturhaldsstjórn. Alþýðuflokkurinn boðar betri leiðir en það eina sem hann hefur bent á er leið Jóns Baldvins Hannibalssonar til nýrrar viðreisnar með Sjálfstæðisflokknum. Hann vill nýja atvinnuleysisstjórn. • Þeir sem vilja bægja frá hættunni á atvinnuleysis- stjórn kjósa G-listann 23. apríl því Alþýðubandalagið setur atvinnuöryggið ofar öllum öðrum markmiðum í efnahagsmálum. - ekh. Uppgjörsleið G-listans • Alþýðubandalagið setur fram aðferð tii þess að draga úr verðbólgu án þess að launakjör dragist aftur úr öllu öðru og atvinnuöryggi sé stefnt í voða. Það leggur til að öllum hækkunum - hinum mörgu vísitölum sem í gangi eru - verði safnað saman á eina dagsetningu og þær síðan „styttar út“ hver á móti annarri. Hugsanlega væri hægt að stytta út 2/3 hluta þeirrar hækkunar sem ella kæmi til framkvæmda. Hugmyndin er sú að launa- fólk, atvinnurekendur, lántakendur, sjómenn, útvegs- menn og bændur stæðu eins á eftir og ef þeir hefðu fengið allar þær hækkanir sem þeim bar samkvæmt sínum vísitölum. Samhliða þessu þarf að taka á öllum þáttum efnahagslífsins og þrýsta verðbólgunni niður með samræmdu átaki á öllum sviðum. Auðvitað verður slíkt uppgjör ekki gert nema allir leggi eitthvað af mörkum, og það er mikilvægt að sterkur verkalýðs- flokkur hafi stjórn á framkvæmdinni. - ekh. klippt Skipurit I Ástandiö í dag KR, Valur Valddruslur íþróttafréttamenn —> Verðbólga á blöðum Samtrygging fótboltafélaganna Bandalag knattspyrnu- manna Hefur þú lesandi góöur séð ein- hvern annan spila fótbolta heldur en þá sem eru í valdamestu fót- boltafélögunum í landinu? Auövitaö ekki. Ástæöan er ein- föld. KR, Vaiur, Víkingur, Fram og öll hin félögin einoka fyrstu deildina í knattspyrnunni og reyndar flestar deildir og flest mót í fótboltanum. Gegn þessari samtryggingu fótboltafélaganna höfum við á- kveðið svar. Viö höfum ákveðið að stofnsetja Bandalag knatt- spyrnumanna - knattspyrnufé- lagið gegn hinum knattspyrnufé - liögunum. Samtryggingin Það er greinilegt og öllum auðsjáanlegt, að stóru knatt- spyrnufélögin hafa samtryggð völd. Takið eftir því, að í knatt- spyrnuráði Reykjavíkur, - og Knattspyrnusanibandi íslands - hafa menn úr þessum félögum hreiðrað um sig. Og þeir stjóma öllu saman í sátt og samlyndi. Það er því í meira lagi blekkjandi þeg- ar þessi knattspyrnufélög þykjast vera að spila á móti hvert öðru í kappleikjum. Það er lítill munur á jreim í rauninni. Fótboltavaldið á fjölmiðlunum Það er mörg spillingin sem þrífst hjá stóru knattspyrnufélög- unurn. Þannig hafa menn sem all- ir eru í einhverjum þessara félaga hreiðrað um sig bæði á dag- blöðunum og í ríkisfjölmiðlun- um. Hingað til hefur enginn frá Bandalagi knattspyrnumanna fengið að ráða sig hjá dagblöðun- um eða í ríkisfjölmiðlunum. Hvers eiga venjulegir fótbolta- menn að gjalda? Aðskilnaður valds og valds Það hefur runnið mörgum ófé- lagsbundnum knattspyrnumann- inurn til rifja, að sjá hvernig dóm- arar dæma fótboltaleiki. Þannig fer hver dómarinn á fætur öðrum - og dæmir leiki meðal félaga sem hann gjörþekkir sjálfur til. Dóm- ararnir eru sjálfir úr hinum ýntsu knattspyrnufélögum. Þeir dæma sjálfir um framkvæmdaatriðin sem þeir eiga að dæma eftir. Þetta er að sjálfsögðu alveg óþoF andi. Það er kominn tími til að taka þetta dómsvald sem er í rauninni líka löggjafarvald - og setja það útaf vellinum. Útaf með dórnar- ann. Síðan geta fótboltaménnirn- ir sjálfir séð um framkvæmdaatr- iðið. Hins vegar er sjálfsagt að Knattspyrnuráðið setji eftirlits- nefnd, mjög virka, sem sjái um faglega umfjöllun á þessum leikjum. Bæði á vellinum og útá- við. Þannig væri hægt að skipa nokkrar eftirlitsnefndir á fjöl- miðlunum til að sjá um að í- þróttafréttamennirnir skrifi ekki meira um eigin lið en efni standa til. Valddreifingin Það er líka nauðsynlegt að upphefja þessa sveitarlegu deildarskiptingu í fótböltanum. Þannigá að leggja2.3. og4. deild niður og hafa bara eina stóra deild - þarsem allir keppa við alla. Síðan á að fjölga éftirlits- nefndum. En umfram allt er nauðsynlegt að samræma dómana eftir fag- legum leiðum. Það er nauðsyn- legt að fótboltavaldið leysi dóm- araveldið af hólmi. Þess vegna eiga allir knattspymumenn í landinu að kjósa einn yfirdóm- ara, sem síðan getur skipað eftir- litsnefndir með faglegri umfjöll- un sjálfur. Þannig næst vald- dreifing sem er svo nauðsynleg. Á annesjum eystra og vestra geta fótboltamenn séð um sína leiki sjálfir. Það er til nokkuð sem heitir frjáls fótbolti. Það þarf varla að taka fram að um leið er búið að leysa allan vanda annan, svosem verðbólgu sem er í rauninni ekki annað en bein afleiðing hinna óréttmætu knattspyrnudóma. Og svo af- rakstur fjölmiðla. - óg Skipurit II Bandalag knattspyrnumanna Yfirdómari=fagleg umfjöllun Valddruslur I (Yfirdómari fæðist) velur i bankaráð og knattspyrnuráð Yfirdómari segir áhorfendum að fara heim. Yfirdómari velur eftirlitsnefndir verðbólga búin Allt er orðið gott aftur. Hókus Pókus Bandalags Knattspyrnumanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.