Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. apríl 1983 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 11 * Félagið Ísland—DDR Kvikmynda- sýning í dag í dag föstudag, gengst Félagið Ísland-DDR fyrir kvikmyndasýn- ingu í ráðstefnusal Hótel Loftleiða, og hefst hún kl. 18.00. Sýning þessi er í tiíefni 500 ára afmælis Marteins Lúthers, sem haldið verður hátíðlegt með marg- víslegum hætti í þýska alþýðulýð- veldinu í ár. Á dagskrá verða tvær stuttar myndir: Undirbúningur að Lút- hersári og Kirkjur í þýska alþýðu- lýðveldinu. Aður en kvikmyndasýningin hefst, mun sendifulltrúi DDR á ís- landi. hr. Rolf Böttcher. eera íirein fyrir undirbúningi Pýska álþýðu- lýðveldisins að Lúthersári og þeim hátíðahöldum, em þar fara frant í ár. Mæðrafélagið: Gefur stórgjöf Á 25 ára afmælishátíð Styrktar- félags vangefinna 23. mars s.l. af- henti Mæðrafélagið sambýlinu að Háteigsvegi 6 kr. 125.000. í máli Brynhildar Skeggjadóttur, vara- formanns félagsins, við það tæki- færi gat hún þess að ákveðið hefði verið að leggja félagið niður, en það var stofnað 26. febrúar 1936. Be/nt samband viö París og Bordeaux Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 Til borganna kom ég á óstjórnartímum Betlarinn og keisarinn á æfingu Allar nánari upplýsingar um Frakklandsþjónustuna eru veittar í meginiandsdeild Eimskips Árni Bergmann skrifar um leikhús Stúdentaleikhúsið: Lofgjörð um efann Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Það var hugulsemi hjá Stúdent- aleikhúsinu að muna eftir Bertolt Brecht á tímum þegar virðing fyrir mannlegri skynsemi sýnist á nokkru undanhaldi - a.m.k. í bili - þegar möguleikar alvarlegrar gagnrýni eru mjög dregnir í efa, þegar kröfuharka um vinnubrögð í listum er í vaxandi mæli talin flækj- ast fyrir sjálfvirkni tilfinninga í at- höfnum sem líkja et'tir lista- verkum. Sigfús Daðason flutti pistil um Brecht og Sigrún Björnsdóttir söng nokkra þá ágætu söngva sem svo erfitt er að flytja á íslensku. Ljóð voru flutt og stuttir prósaþættir og þrír einþáttungar. Þetta var um margt skemmtileg dagskrá, en þegar á heildina er litið vantaði á hana þann herslumun sem sættir áhorfandann vel við hlutskipti sitt. Það er til að mynda trúa mín að það hefði verið hægt að gera sýnu meira með kröftum Stúdentaleikhússins úr þeim ljóða- textum sem valdir voru til flutn- ings. Eins og vænta mátti beindist at- hyglin fyrst og fremst að einþátt- ungunum. Svo illa vildi til, að sá fyrsti og elsti - um sigursælan keisara sem fer heldur betur hall- oka í samræðu við blindan betlara (einn þeirra manna sem er orðinn frjáls vegna þess að hann hefur engu að glata) - fór nokkuð fyrir ofan garð og neðan vegna utan- aðkomandi truflana - en það heyrðist samt að skörulega var með hlutverk betlarans farið. í miðjunni var einþáttungurinn tvískiptur frá kennsluleikjatíma Brechts um 1930 - „Hinn jákvæði og hinn neikvæði". Þetta varð eftir- minnilegasti atburður kvöldsins: textinn, uppsetningin, raddnýting - allt stefndi þetta að þeim á- hrifum, að minna áhorfendur á að þetta væri leikrit sem ekki er leik- rit, rétt eins og í textanum sjálfum er brugðið upp dæmi um að það sem var („venjan mikla") er ekki óhagganlegt lögmál og mál til kom- ið að taka upp nýja háttu, eins þótt þeim sem það gera verði mætt með háði og spotti, Að lokum var sýnt frægt atriði úr syrpunni um „Ótta og eymd þriðja ríkisins" sem er eina meiriháttar leikverkið sem við munum að Brecht hafi samið um þýska samtíð. Það er um menntahjón sem engjast herfilega af ótta við að vinnustúlkan eða þá sonur þeirra heyri eitthvað sem betur væri ósagt í Hitlers-Þýskalandi og beri í yfir- völdin. Magnað atriði reyndar og lýsir því miöur miklu fleiri samfé- lögum en því sem þátturinn er sprottinn upp úr. Leikendurnir gerðu ýmislegt ágætlega og það var vel til fundið hjá leikstjóranum að gera veggi hússins og ntublur stof- unnar úr lifandi fólki: veggir hafa eyru, segir þar. Aftur á móti á sá, sem séð hefur sitthvað af „rétttrú- uðum" leikstíl í túlkun á Brecht, nokkuð erfitt að sætta sig við það hve mjög leikst jórnin hafði skrúfað frá ofsafengnum viðbrögðum og leyft taugatitringi að ærslast. Hóf- samari og ísmeygilegri aðferðir hefðu dugað betur til að festa þetta atriði við okkar tíma, okkar vitund. áb. Með beinu sambandi við nýjar þjónustuhafnir í París og Bordeaux höfum við enn á ný bætt nýju landi í vikulega siglingaþjónustu Eimskips til meginlands Evrópu. Alhliða flutningaþjónustan „alla leið heim á hlað” er að sjálfsögðu í fullu gildi í Frakklandi. Við sækjum vöruna til verksmiðjudyra eða skilum henni beint í hendur kaupanda hvar sem er í Frakklandi. Hagstæðir samningarvið þrautreynda og örugga umboðsmenn og flutningafyrirtæki auka afgreiðsluhraða og lækka heildarkostnaðinn. Einmitt þannig á góð flutningaþjónusta að vera! Umboðsmaður í Bordeaux: Alfred Balguerie S.A. 447 Bd. Alfred Daney 33075 Bordeaux Cedex Sími: (56) 393333 Telex: 560031 Umboðsmaður í París: Alfred Balguerie S.A. c/o Jean Faucher Bassin N1 -Hall A8 92230 Gennevilliers Sími: 5620343 Telex: BALAN 650461

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.