Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. apríl 1983
Minning
Eilífur Þrastarson
Fœddur 2.1. 1966 — dáinn 3.4. 1983
Fagurt lífshlóm er fölnað.
Eilífur er dáinn.
Grimmar örlaganornir luku vef
sínum s.i. páskadag.
Heima sitja ástvinir hnípnir og
hljóðir.
I fann hefur gengið yfir hrjóstur-
lönd mannlífs og siglir á hafi
eiiífðarinnar, handan trega og
óbærilegrar sorgar.
Bróðursonur minn Eilífur fædd-
ist í Vestur-Berlín og dó þar. Hann
ólst upp hjá ömmu og föður á ls-
landi til átta ára aldurs. Eftir það
bjó hann í Berlín, en hugur hans
var ætíð -hér hjá fööur sínum og
ömmu. Hann var gimsteinn lífs
þeirra.
Eilífur var glaðvært, en sarnt al-
varlegt barn, næmur og tilfinninga-
ríkur og afar vel af guöi geröur.
Barnslundin einkenndist af gáska
og hlýju og þtinnig berast mér
minningar indælar frá fyrri tíð.
Á níunda aldursári urðu
straumhvörf í lífi hans þegar hann
fluttist til Berlínar. Við tók útlegð
frá ástvinum og döpur raunasaga,
sem aldrei veröur áð fuilu sögð. En
einmitt þegar hamingja þessa
blessaða drengs var í molum, skein
stjarna hans skærast.
Gegnum ómennskar þrengingar
tók hann hlutskipti sínu þögull og
með þeirri einstöku hetjulund er
fyllir mann aðdáun og klökkva.
Þetta er okkar huggun í harnri.
Enginn sem til þekkir getur sætt sig
við hlutskipti Eilífs, en jafnt í
drunga sem í fegurð himinsins
minnumst við þessarar hetju þar til
eilífðarnón okkar rennur upp.
Sól er á himni...
Ástmögur er allur, en nætur
martraðar eru liönar. Góður
drengur hefur fundið hvíld frá
greypilegum örlögum þessa lífs.
Eins og amma hans söng hann í
svefn forðum daga, vil ég nrinnast
sömu Ijóðlína í fátæklegri hinstu
kveðju.
Sofðu ungi sveinninn minn,
sústu hvíta engilinn.
Leit hann til þín luegt og hljótt
og hvíslaði að þér góða nótt.
Guðm. P. Ólufsson
„Dauðinn er lœkur,
en lífið er strá,
skjálfandi starir það
straumfallið á.“
M. Joch.
Eilífur frændi minn var fæddur í
Vestur-Berlín 2. janúar 1966.
Hann var sonur Moniku Búttner
og Þrastar Ólafssonar.
PEUGEOT
óóra
ryövamar
óbyrgó
Peugeot bjóða nú fyrstir allra á (slandi 6 ára ryðvarnar-
ábyrgð á allar gerðir bíla sem þeir framleiða. Til að hindra
ryðmyndun þá fara bílarnir í gegnum 10 þreþa meðferð á
mismunandi framleiðslustigum
Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum, sem gerir bílana ákjósan-
lega í akstri á vondum vegum.
Bílarnír eru bæði framhjóla- og afturhjóladrifnir.
Frönsk smekkvísi hvar sem litið er á bílana.
HAFRAFELL
VAGNHÖFÐA 7«* 85-2-11
Lífsbók hans var ekki mikið
skráð svo ungur sem hann var, en
ljósgeisli var hann og ljúflingur
allra er hann umgengust, góðum
gáfum gæddur og átti létt með
nám.
Hugurinn leitar til baka þegar
Eilífur kom hingað fyrst 2ja mán-
aða gamall. Sín fyrstu æviár var
hann hjá föðurömmu sinni Bryn-
hildi, og var hann hennar yndi og
eftirlæti, svo og allra í fjölskyld-
unni. Allir vildu fylgjast með litla
drengnum væna, hvenær hann tók
fyrstu tönnina, hvenær hann steig
fyrstu skrefin, hvenær hann sagði
fyrstu orðin.
Hann óx upp og dafnaði, var
mest hjá ömmu, var einnig dálítið
hér hjá okkur í Hraunbænum og
lék þá mikið við Kalla frænda sinn,
sem var einu og hálfu ári eldri en
hann og þóttist bera mikla ábyrgð á
„litla barninu“. Þeir hentust saman
yfir mel og móa, tíndu ber og blóm,
fundu fuglahreiður og stálust niður
að á til að sjá laxana stökkva. Þeir
voru eins og bræður, iífið var ljúfur
leikur og frá mörgu að segja að
loknu dagsverki þessara ungu
manna, og erfitt var að sofna
snemma þegar enn var bjart og
nóttin ókomin.
En svo urðu þáttaskil í lífi Eilífs.
8 ára gamall fluttist hann með
móður sinni til Þýskalands, og eftir
það sáum við hann sjaldan. Fyrir
tveimur árum kom hann í stutta
heimsókn hingað til íslands, og
okkur ættingjum hans hlýnaði um
hjartaræturnar þegar við sáum
hann, myndarlegan og efnilegan,
og amma hans ljómaði af stolti.
Það var eins og þessi ár sem hann
hafði verið í burtu væru þurrkuð
út. Gleðihlátrar Eilífs og Kalla
glumdu um húsið eins og þegar þeir
voru smádrengir. Þeir þurftu svo
margt að segja hvor öðrum og rifja
upp skemmtileg atvik og prakkar-
astrik, en tíminn var naumur qg
hvorugan grunaði að þetta væru
þeirra síðustu samverustundir.
í desember síðastliðnum, þegar
drungi skammdegisins grúfði yfir,
fengum við þá fregn að Eilífur lægi
á sjúkrahúsi í Berlín, hefði veikst
skyndilega og væri vart hugað líf.
En með hækkandi nýárssól var sem
rofaði til og við fengum vonina á
ný. Sú von brást. Eilífur háði harða
baráttu við sjúkdóm sinn, en við
ofurefli var að etja og á páskadag
slokknaði lífsneisti hans.
Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir.
Við drúpum höfði í sárri sorg.
Minningarnar hrannast upp. f
augum okkar var Eilífur eins og
falleg stjarna. Við erum þakklát
fyrir að hafa átt þessa skæru
stjörnu, þvíþótt hún sé horfin sjón-
um okkar mun birta hennar lýsa
okkur áfram.
Krjúptu að fótum friðarboðans,
og fljúgðu á vœngjum
morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim.
Þökk fyrir allt sem þú gafst mér.
Guðrún Karlsdóttir
Styrkir til háskólanáms
í Frakklandi
Frönsk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til
háskóianáms í Frakklandi á háskólaárinu 1983-84. Er ann-
ar styrkurinn ætlaöur til náms í bókmenntum en hinn til náms
í málvísindum. - Umsóknir, ásamt staðfestum afritum af
prófskírteinum og meðmælum, skulu hafa borist mennta-
rnálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 30.
apríl n.k. - Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Þá bjóða frönsk stjórnvöld fram í löndum sem aðild eiga að
Evrópuráðinu tíu styrki til háskólanáms í Frakklandi næsta
vetur. Eru styrkirnir eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við
háskóla. Næg frönskukunnátta er áskilin. Varðandi um-
sóknareyðublöð vísast til franska sendiráðsins, Túngötu 22,
Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið,
12. apríl 1983.
Samtök um kvennalista
Vissir þú að karlar hafa helmingi
hærri laun en konur að meðaltali?
Samtök um kvennalista halda opinn fund á
Hótel Borg laugardaginn 16. apríl kl. 15.
Fundarefni:
Launamál kvenna.
Stutt ávörp flytja meöal annars:
Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir
Elín G. Ólafsdóttir
Guðný Halldórsdóttir
Lára V. Júlíusdóttir
Lilja Ólafsdóttir
Almennar umræður.
Fundarstjóri: Guðrún Jónsdóttir
Allir velkomnir
Samtök um kvennalista.