Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. apríl 1983
Yfirlit um nokkur atriði í heilbrigðismálum 1980—1983_
STÆRSTA ÁTAKIÐ
í málefnum aldraðra
1.
Stærsta átakið er í málefnum
aldraðra. Margföldun á framlagi
með stofnun Framkvæmdasjóðs
aldraðra. Síðan sett heildarlög um
málefni aldraðra fyrir lok árs aldr-
aðra 1982.
2.
Sett lög um hollustuhætti og
heilbrigðiseftirlit. Meðal annars
felast í þeim fyrstu lagaheimildir
hér á landi til þess að hafa eftirlit
með mengun frá fyrirtækjum og
annarri mengun. Lögin tryggðu
sameiningu fjögurra ríkisstofnana í
eina.
3.
Sett voru ný heildarlög um
atvinnuleysistryggingar sem höfðu
verið í bígerð um margra ára skeið.
Bótaréttur rýmkaður og tekjur
maka skerða ekki lengur bótarétt
einstaklings. Jafnframt var ákveð-
ið að endurskoða lög um vinnum-
iðlun. Sú endurskoðun er nú t
gangi.
4.
Sett hafa verið ný heildarlög um
lyfjadreifingu sem meðal annars
hafa þann tilgang að lyfjadreifing
sé skipulögð með svipuðum hætti
og heilsugæslan. Bætt lyfjaþjón-
usta á sjúkrahúsum. Lyfjaverslun
ríkisins heyrir undir heilbrigðis-
ráðuneytið.
5.
Sett ný lög um viðlagatryggingu,
sem gera ráð fyrir tryggingum
mannvirkja vegna meiriháttar
náttúruhamfara, svo sem eldgosa
og jarðskjálfta. Hér er um aö ræða
brautryðjendastarf, sem tryggir
raflínur, virkjanir, vegi og önnur
þess háttar mannvirki.
6.
Gagnger endurskoðun á
heilbrigðisþjónustunni og skipu-
lagi hennar hefur staðið yfir.
Heimild opnuð í almannatrygging-
alögum til þess að taka sjúkrahús á
bein fjárlög. Sérstök athugun hefur
farið fram á rekstri og starfsmanna-
haldi sjúkrahúsanna. Markmið at-
hugananna: Ódýrari en jafngóð
eða betri heilbrigðisþjónusta.
7.
Geðheilbrigðismál. Geðdeildin
tekin í notkun eftir margra ára
byggingarsögu. Neyðarþjónusta
við geðsjúka opnuð í fyrsta sinn í
Reykjavík, en þeir þurftu áður að
gista fangageymslur í neyðartilvik-
um.
8.
Víðtækár breytingar eru gerðar
á þessu þingi á heilbrigðislöggjöf-
inni. Þar á meðal annars gert ráð
fyrir breyttri skipan heilsugæslu-
umdæma, kvörtunarnefnd vegna
heilbrigðisþjónustunnar,
heilbrigðisþingum, betri fjármála-
stjórn sjúkrahúsa, sjúkraþjálfun í
heilsugæslustöðvar o.s.frv.
9.
Heyrnar- og talmeinastöð ís-
lands var sett á stofn sem sjálfstæð
eining sem hafi það hlutverk að
annast hvers konar þjónustu við
heyrnarskerta einstaklinga.
10.
Sett lög um starfsréttindi meina-
tækna.
Breytingar á lögum
um almannatryggingar
• Sá sem hefur stundað sjó-
mennsku í 25 ár og er orðinn 65
ára, skal fá rétt til þess að taka
ellilífeyri. (L. 30/1981 og 1. 14/
1982)
• Örorkustyrkþegi sem náð hefur
62ja ára aldri, skal njóta örorku-
styrks sem svarar til fulls lífeyris.
(L. 30/1981)
• Barnalífeyrir greiddur að 18 ára
aldri í samræmi við barnalög. (L
11/1982)
• Breyting á lögum til greiðslu
barnalífeyris þegar skilríki liggja
fyrir að barn verði ekki feðrað. (L.
85/1980)
• Fæðingarorlof. Reglugerð um
fæðingarorlof gefin út 1. mars
1983.
• Heimild til greiðslu sérstaks
styrks vegna rekstrar öryrkjabif-
reiða (bensínstyrkur). (L. 36/1980)
• Atvinnurekendur greiði 2% af
öllum launum s.l. árs til lífeyris-
trygginga almannatrygginga. (L.
103/1980)
• Með lögum 54/1982 varð gjör-
breyting á greiðslu kostnaðar víð
sjúkraflutninga.
• Skylt að tryggja fólki ókeypis
vist á sjúkrahúsum enda þótt
kostnaðurinn við rekstur þeirra sé
greiddur á beinum fjárlögum.
• Örorkumatsnefnd úrskurði um
örorku í stað tryggingayfirlæknis.
Frumvarp liggur fyrir þinginu.
• Breytingar á lögum um eftirlaun
aldraðra til samræmis við vilja
verkalýðssamtakanna þannig að
lögin gildi áfram, en þau áttu að
falla úr gildi um sl. áramót. A-
kvörðun tekin um að létta kostnaði
af framkvæmd ákveðinna þátta lag-
anna af atvinnuleysistrygginga-
sjóði í áföngum og fyrsti áfangi á-
kveðinn 1983.
• Unnin áætlun fyrir sjúkrahús og
heilsugæslustöðvar til næstu fimm
ára.
• Ákveðið að aldraðir og öryrkjar
greiði hálft gjald fyrir lyf og lækn-
isþjónustu.
• Gefin út reglugerð um heilsu-
gæslu og undirbúin reglugerð um
flokkun sjúkrahúsa.
• Haldið heilbrigðisþing.
• Samið við lækna og Reykjavík-
urborg um fyrirkomulag heilsu-
gæslu í Reykjavík í stað númera-
læknakerfis.
• ettar reglur um meðferð mjólk-
ur tií að koma í veg fyrir að
skemmd mjólk berist neytendum á
sumrin, eins og verið hefur.
*í desember 1982 var samþykkt
tillaga heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra um að vinna að opinberri
stefnumótun í áfengismálum.
• Ráðinn var sérstakur starfsmað-
ur í heilbrigðisráðuneytið til að
fjalla um áfengismál og afleiðingar
á neyslu ávana- og fíkniefna.
Ráðinn starfsmaður í
heilbrigðisráðuneytið til að sinna
tannheilsuvernd. Undirbúin setn-
ing reglugerðar um tannverndar-
sjóð. Ákveðin 20% þátttaka al-
mannatrygginga í öllum tann-
læknakostnaði.
• Sett reglugerð um starfsmanna-
bústaði og starfsmannabúðir.
Stefán Jónsson alþingismaður um kosningabaráttuna:
MIKILVÆGUR OG
HARÐUR SLAGUR
- Ég öfunda þau Steingrím
Sigfússon og Svanfríði
Jónasdóttur að koma inn í slaginn
einmitt nú þegar baráttan hefur
sjaidan verið mikilvægari, sagði
Stefán Jónsson alþingismaður
þegar blm. sló á þráðinn til hans
norður á Akurcyri á dögunum.
Þessi kosningabarátta verður
harður slagur, sagði Stcfán, en
það er gaman að flúgjast á.
- Vitaskuld er ég með í
slagnum. En ég er að sjálfsögðu
feginn að þurfa ekki að smjúga
skaflana í kjördæminu til að
horfa framan í mótframbjóðend-
ursem eruekki allir jafn glaölegir
hversdags.
- Ég hafði ímyndað mér að nú
gæti vinstra fólk gengið sameinað
til kosningabaráttu í Norður-
landskjördæmi eystra. Ég má
vart til þess hugsa að það góða,
hjartahlýjaogelskulega fólk hér í
sveitum gangi sundrað til bar-
áttu.
- Þegar ég kom til þessa góða
fólks, sem ég hef setið á þingi
fyrir í um tíu ár, var einmitt klofn-
ingur hérna. Það var ekki hug-
sjónarágreiningur, heldur öðru
fremur persónuágreiningur
—En það er
gaman að
fljúgast á
Stefán Jónsson. „Við fengum
ungt og íðilgott fólk í brjóstfylk-
inguna hér í kjördæminu. Það er
ég ánægður með“
vegna framboðs Björns Jóns-
sonar sem var vinsæll hérna. Allt-
of margt af okkar góða fólki tvíst-
raðist þá frá Alþýðubandalaginu.
- Ég held að þessi sundrung sé
nú liðin hjá. Og ég var að gera
mér vonir um að menn sam-
einuðst vegna málanna sem við
blasa; stéttaátökin, stjórn at-
vinnumálanna, kjaramálin og
síðast en ekki síst sjálfstæðirbar-
áttan. Ég hélt andstæður um
þessi mál væru nú svo ljósar, að
vinstri menn sæju nauðsyn þess
að dreifa ekki kröftunum.
- Hér er ég ekki að tala um
valdasjúka spólurokka einsog
sagt var um þá Vihnundarmenn.
Nei, ég á við það dýrlega fólk hér
nyrðra sem lenti í því að bjóða
fram sérstakan kvennalista, fólk
sem hvergi á heima nema í Al-
þýðubandalaginu. Það var nú
meira ólánið.
- Það blæs annars byrlega í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Við fengum ungt og íðilgott fólk í
brjóstfylkinguna hér í kjördæm-
inu. Það er ég ánægður með.
- Svo verð ég að gera þá játn-
ingu einsog Jón Pálmason á Akri
forseti sameinaðs þings sagði eitt
Steingrímur Sigfússon, skipar 1.
sætið
Svanfríður Jónasdóttir, skipar 2.
sætið
sinn úr ræðustól; maður verður
gamall með aldrinum. Ég hef sagt
að þingmenn væru gáfnaljós, en í
þetta sinn brást þeim kúnstin og
þeir hlógu. Það var heimskulegt
af þeim, því þefta var spaklega
mælt af Jóni. _óg
Ósannindi afhjúpuð um hlutfall launaskatts í byggingasjóðina:
Hlutfallið er hærra nú en
á valdatima kratanna
í ár eru betri skil á launaskatti í
byggingarsjóðina en á árinu 1980
en á því ári var byggt á fjárlagafor-
sendum Alþýðuflokksinsfyrr bygg-
ingarsjóði ríkisins. Þetta kemur
fram í yfirliti sem blaðinu hefur
borist.
1980 skiluðu um 43,5% launa-
skattsins sér í byggingarsjóðina.
Hitt gekk í ríkissjóð. I ár gengur
um 51% af launaskattinum í bygg-
ingarsjóðina. Mismunurinn - um
8,5% - gerir um 50 miljónir króna,
en fleiri þætti má athuga, til dæmis
veitt lán alls skv. fjárlögum í hlut-
falli við launaskatt. (Sjá töflu)
Þannig voru heildarútlánin úr
báðum byggingarsjóðunum lægri
en nam innheimtum launaskatti í
valdatíð Alþýðuflokksins, en gert
er ráð fyrir að heildarútlán verði
um 59% hærri en innheimtur
launaskattur í ár.
Tölurnar hér að ofan eru allar í
ný krónum. Eins og sést af þeim
hafa heildarútlán Byggingarsjóðs
ríkisins í krónutölu 12,3-faldast.
Heildarútlán Byggingarsjóðs
verkamanna hafa á sama tíma 61-
faldast en heildarútlán beggja
sjóðanna hafa um 17,3-faldast.
Innheimtur launaskattur sam-
kvæmt fjárlögum hefur á sama
tíma 13,1 faldast.
Frumvarp Alþýðuflokksins um
húsnæðismál frá 1979 (sem flokk-
urinn hljóp frá eins og öðrum fé-
lagslegum umbótamálum) gerði
ekki ráð fyrir neinum’tekjustofn-
um í byggingarsjóð verkamanna.
• Skipuð nefnd til að fjalla um
sjónstöð og fyrirkomulag gler-
augnaverslunar og verðlag á gler-
augum.
• Flutt frumvarp til laga unt tób-
aksvarnir.
í ráðuneytinu er fullbúió frum-
varp til nýrra læknalaga.
• Unnið er að endurskoðun á
stöðu Kópavogshælis.
• Tekin hefur verið ákvörðun um
að hjartaskurðlækningar verði
I teknar upp hér á landi.
Launa-
Byf-singarsj. Byggingarsj. skattur
ríkisins verkamanna (1):(2) (3):(4)X100
(1) (2) (3) (5)
1977 48.455 6.280 54.735 45.950 119,1%
1978 72.421 7.255 79.676 76.000 104,8%
1979 107.014 7875 114.889108.500 105,9%
1980 144.447 11.928 156.375173.000 90,4%!
1983 569.315 366.839 936.154590.000 158,7%!