Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 ~Elnml islenska leid 1 I Þagnarrof í Firðinum í kvöld Þrjár hljómsveitir rjúfa þögnina í Bæjarbíói Hljómleikar verða í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld, föstudaginn 15. apríl, sem hefjast kl. 20.30. Fram koma Singultus, Icelandic Seafunk Corporation og Omicron. Standa hljómsveitarfélagar sjálfir fyrir hljómleikunum, en þeir eru á aldrinum 15-20 ára. Hérerum fjölbreytta hljómleika að ræða, því að flutt verður rokk, fönk og auk þess dúett á klassíska gítara og trommusóló. Sem sagt fjör í Firðinum í kvöld. Þingflokkur Framsóknarmanna stóð gegn frumvarpi Hjörleifs Guttormssonar þessa efnis skrifuðu undir hluta af tillögu Kjartans um tekjuöflun tóku fram að til þess hefðu þeir þó ekkert um- boð sinna þingflokka. Þeir sem neita allri tekjuöflun til jöfnunar á húshitunarkostnaði en vilja bara vísa á ríkissjóð í þeim efnum eru óvart sömu mennirnir og skera vilja stórlega niður tekjur þess sama ríkissjóðs. ->E- Orkujöfnunargjaldi ráðstafað í fyllsta samrœmi við lög alþingis Sagan um Sigga sem loksins sofnaði vært og treysti corda tölvunni fyrir pabba sínum og fótboltanum frá Hong Kong Siggi horfir alltaf á ensku knattspymuna í sjónvarpinu og heldur mest upp á Asgeir Sigurvinsson af öllum íslensku átrúnaðargoðunum. Þótt hann sé ekki nema sjö ára er hann löngu byrjaður að sparka sjálfur og mamma hans segir reyndar að hann lifi eiginlega ekki fyrir annað en fótbolta og aftur fótbolta. Gallinn var bara sá að Siggi átti engan bolta sjáifur og það rættist ekki úr vandamálinu fyrr en pabbi tilkynnti einn góðan veður- dag að nú þyrfti hann að fara alla leiðina til Hong Kong í áríðandi erindagjörðum. Siggi var ekki seinn á sér að rifja upp að þaðan kæmu margir boltar og pabbi tók vel í það að kaupa knöttinn langþráða í heimaborginni sjálfri. Það fannst Sigga ennþá flottara og hann möglaði ekki einu sinni þótt pabbi yrði í burtu í meira en tvær vikur Siggi var bjartsýnn á gang mála ... allt þar til hann heyrði að pabbi yrði að koma víða við á heimleiðinni. Hann þekkti nú reyndar minnst af þessum útlensku nöfnum sem talað var um en skildi nóg til þess að sjá að pabbi yrði í hinu mesta basli við að koma sér heim. Hann þyrfti að taka helling af jámbrautarlestum um allar trissur, hingað og þangað ætlaði hann í bílaleigubflum, alls staðar þurfti að útvega hótelherbergi og svo þurfti pabbi greyið að fljúga á milli nýrra landa og nýrra borga mörgum sinnum. Jafnvel þótt pabbi væri klár myndi óðagotið ömgglega verða svo mikið að hann týndi boltanum einhvers staðar á leiðinni... - gott ef hann týndi bara ekki sjálfum sér líka! En þótt útlitið væri allt f einu orðið æði dökkt beit Siggi á jaxlinn. Hann bar kvíða sinn í hljóði, byfti sér í rúminu á kvöldin og hugsaði til þess með skelfingu ef eitthvað færi nú úrskeiðis. Það var ekki fyrr en kvöldið áður en pabbi fór að hann gat ekki orða bundist lengur og trúði honum fýrir áhyggjum sínum. Pabbi brosti hins vegar sallarólegur, sótti nokkur blöð með útlenskum texta og sagði Sigga að hafa engar áhyggjur. Corda tölvan hjá Arnarflugi væri með allt á hreinu og á örfáum mínútum hefði hún pantað flug, hótel, lestarferðir og bilaleigubíla á hveijum stað. Meira að segja hefði hún bókað fýrir sig leikhúsmiða eitt fríkvöldið og í lokin skellt allri ferðadagskránni á pappír svo að hann gerði nú enga vitleysu og gleymdi Ld. ekki að skipta um lest á réttum tíma, réttum stað og meira að segja á réttum brautarpalli. Siggi sofnaði með bros á vör. Haldið þið að hann fái boltann sinn? Við hjá Arnarflugi erum ekki í nokkrum vafa um að pabbi kemst með hann áfallalaust á leiðarenda. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 I greinargerð með frumvarpinu um Orkujöfnunargjald sem sam- þykkt var á alþingi haustið 1980 segir að af þeim 7000 miljónum (g.kr.) sem ætla má að skatturinn skili á því ári muni 4500 miljónir króna ganga til að standa straum af kostnaði við greiðslu olíustyrks til húsahitunar og til að styrkja ork- usparandi aðgerðir. Þá sé gert ráð fyrir verulegum frantlögum til raf- magnsveitna ríkisins og til annarra verkefna á sviði orkumála. Hafi þessi útgjöld ásamt öðru átt þátt í að véikja stöðu ríkissjóðs og þyki því ekki óeðlilegt að það sem eftir stendur af gjaldinu renni í ríkissjóð til að styrkja stöðu hans til mótvæg- is við fyrrgreind framlög til orku- mála. Sé ráðstöfun gjaldsins síðustu tvö ár skoðað kemur í ljós að til greiðslu olíustyrks og orkuspar- andi aðgerða hefur verið varið tæp- lega 7) teknanna af gjaldi þessu, nákvæmlega eins og fruntvarpið gerði ráð fyrir. Rösklega 'A hefur runnið í ríkissjóð til annarra þarfa, í samræmi við greinargerðina sem áður var vitnað til. Gallinn við þetta svokallaða ork- ujöfnunargjald var frá upphafi sá, að því var ekki ætlað að nýtast nema að hluta til orkujöfnunar. Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra lagði í upphafi árs 1980 fram tillögu í ríkisstjórn þar sem gert var ráð fyrir að öllum tekjum af orkuskattinum yrði varið til Framsóknarþingmenn hafa haldiö þeim ósannindum á lofti íTímanum og á framboðsfundum undanfarið að svokailað orkujöfnunargjald hafi farið að stórum hluta í annað en því ber lögum samkvæmt. Hér er um helber ósannindi að ræða, því Orkujöfnunargjaldinu hefur í öllum aðalatriðum verið ráðstafað í samræmi við upphaflegan tilgang laganna. jöfnunar á orkuverði. Samkvæmt frumvarpi iðnaðarráðherra átti þetta fc að verða þannig eyrna- merkt með ótvíræðum hætti. Því miður var þessu frumvarpi Hjör- leifs hafnað, ma. af þingflokki Framsóknarflokksins og í staðinn kom þetta svokallaða orkujöfnun- argjald, með þeint alvarlegu ágöll- um sem að ofan greinir. Alþýðubandalagið hefur hvað eftir annað lagt til sérstaka tekju- öflun í því skyni að jafna orkukostn- að. Meðal annars flutti Kjartan Olafsson sltka tillögu unt orkuskatt á síðastliðnum vetri í nefnd setn hann átti sæti í sem fulltrúi þing- flokks Alþýðubandalagsins. Þorv- aldur Garðar Kristjánsson sem einnig átti sæti í nefndinni neitaði hins vegar algerlega að standa að nokkurri tekjuöflun í þessu skyni og fulltrúar Alþýðuflokks og Framsóknarflokks sem að lokum Fellt að nýta gjaldið að fullu til jafnaðar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.