Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN apríl 1983 föstudagur 81. tölublað 48. árgangur Afturhaldsöflin reiðubúin að taka höndum saman eftir kosningar ATVINNULEYSI OG EIGNAHRUN Asbest verður enn um sinn notað við hemlaviðgerðir (ijósm. Atli) Notkun á asbesti bönnuð hérlendis Fyrir skömmu undirritaði Svav- ar Gestsson heilbrigðis- og félags- málaráðherra reglugerð, þar sem lagt er bann við innflutningi og notkun asbests hér á landi, vegna þess að rannsóknir víða um heim hafa leitt í Ijós að innöndun asbests getur leitt til lungnakrabbameins og krabbameins í himnum auk ann- arra sjúkdóma. Það er einkum meðhöndlun efnisins á vinnustöð- um og rykmengun sem hefur þessa hættu í för með sér. Örfá undantekningartilfelli eru frá þessari reglugerð, þar sem veitt verður undanþága undir eftiriiti Vinnueftirlits ríkisins ef um er að ræða viðhald og viðgerðir á bygg- ingum, vélum og öðrum búnaði ef það er nauðsynlegt til að búnaður- inn haldi gildi sínu og ekki er unnt að nota önnur efni. Slíkar.undanþágur verðaeinung- is veittar gegn skilyrðum um ítar- legar varúðarráðstafanir og er í reglugerðinni kveðið á um merk- ingu asbestsvara, varnir gegn as- bestsmengun o.fl. Þótt þessar undantekningar séu leyfðar er gert ráð fyrir að verulega dragi úr notkun asbests hér á landi og öll ný notkun á efninu verður bönnuð, svo sem asbestsklæðning- ar húsa og annarra mannvirkja, as- best í gólfflísum, vefnaði og til ein- angrunar, en asbest hefur mikið verið notað til einangrunar skipa. Það er einkum varðandi hemla- borða bifreiða sem ekkert efni virðist geta komið í stað asbests. Má nefna sem dæmi að notkun efn- isins er bönnuð í Svíþjóð og Banda- ríkjunum, nema við gerð hemla- borða. Þá verða asbeströr heimiluð við lagningu aðveituæða hita- veitna. - S.dór Öllu verðlagi verður sleppt lausu til þess að framkalla samdrátt og atvinnuleysi - Hægri öflin í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðis- flokknum eru að ná saman. Hægri stjórn mun stefna þjóðinni í atvinnuleysi. Atvinnuleysi þýðir eignahrun hjá alþýðufólki og niðurskurð félagslegrar þjónustu. Það er þetta sem blasir við eftir kosningar ef íhaldsöflin komast til valda segir Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins í kynningu á G-listanum í Reykjavík í blaðinu í dag. Tveggja ára lögbinding á kaup, frjáls verðlagning, stórfelldar hækkanir á opinberri þjónustu, stórhækkun vaxta sem sleppt verð- ur lausum, vináttusamningur við Alusuisse og hernaðarfram- kvæmdir í Helguvík. Það er þetta sem við blasir ef hægri öflin fá byr, jafnvel strax í maí. „Sterk stjórn" Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks mun ekki efna til kosninga á næstu miss- erum. Fyrri samstjórnir þessara flokka hafa reynst launafólki hinar verstu stjórnir og knúið fram heimsmet í verkfallsátökum. Hall- dór Ásgrímsson varaformaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að ekki eigi að standa í þrefi við allskonar aðila heldur lögbinda kaupið og afnema samningsréttinn í tvö ár. A sama tíma myndi verðlag þjóta upp vegna þess að það yrði gefið frjálst að kröfu Verslunar- ráðs og Davíðs Oddssonar sem hækka vill hitaveitugjöld um 186%. Fyrst þarf verðbólgan að fara enn hærra og framkalla at- vinnuleysi til þess að hægt sé að ráða við efnahagsmálin. Það er kenning Verslunarráðsins og Sjálf- stæðisflokksins. - ckh Fundur Sjálfstæðis- flokksins með Ragnari Halldórssyni: Enginn nefndi orkuverð Enginn af framsögumönnum á fundi Sjálfstæðisllokksins í Hafn- arfirði sá ástæðu til að minnast orði á orkuverðið til álversins og al- mennings, og var þó fundurinn helgaður stóriðjumálum og sér- stakur frummælandi Ragnar Hall- dórsson, forstjóri ísal. Þess í stað lagði Gunnar Schram áherslu á að reist yrðu þrjú til fjög- ur stóriðjuver á borð við ísal á næstu árum. Jafnframt verði álver- ið stækkað skv. fyrirliggjandi áætl- unum. Sem fyrr segir var Ragnar Hall- dórsson, forstjóri ísal og formaður Verslunarráðs, meðal frummæl- enda á þessum fundi Sjálfstæðis- flokksins. Aðrir frummælendur voru Árni Grétar Finsson, sem mærði samskiptin við ísal, Matthí- as Á. Matthiesen, sem taldi útilok- að að Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta, Gunnar G. Schram, Salome Þorkelsdóttir og Ólafur G. Einarsson, sem taldi að Kísilmálm- verksmiðjan á Reyðarfirði væri kannski betur sett nálægt Hafnar- firði. Ragnar Halldórsson taldi sig hafa átt góð samskipti við fyrstu þrjá iðnaðarráðherrana, en taldi Hjörleif Guttormsson aldrei hafa ætlað að semja. Formaður húsnæðismála- stjórnar, Ólafur Jónsson, fullyrðir að hlutfall lána Húsnæðisstofnunar sé nú 35.5% en það hafi verið 29% á síðasta valdaári ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar. Við miimuin kosningafuuta G-listans í Reykjavík í Háskólabíói á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.