Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki, óskar aö ráöa eftirtalið starfsfólk: Meinatækni til starfa frá 1. júní og einnig til sumarafleysinga. Húsnæði til staðar. Upplýsingar veitir forstööumaöur Sjúkra- hússins í síma 95-5270. Aðalfundur VERKAKVENNAFÉLAGSINS FRAM SÓKNAR verður haldinn sunnudaginn 17. apríl kl. 14 í Iðnó. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundastörf 2. Önnur mál. Félagskonur vinsamlegast sýniö skírteini viö innganginn. Stjórnin. Aðalfundur SFR: Vaxandi sérhyggja Alvarlegþróun innan hreyfmgar launafólks Starfsmannafélag ríkisstofnana hélt 44. aðalfund sinn 29. mars sl. Félagið hefur innan sinna vébanda liðlega 4000 manns, er starfa hjá ríkinu og ýmsum sjálfseignarstofn- unum styrktum af almannafé, auk 227 lífeyrisþega eða 4425 manns alls. í skýrslu formanns um störfin á árinu komu fram áhyggjur hans af vaxandi tilhneigingu innan hreyf- ingar launafólks að einstakir hóp- ar, er hafa lykilaðstöðu til ein- hverra verka, beiti afli sínu aðeins í eigin þágu. Það væri alvarleg þróun ef sameiginleg ábyrgð hreyfingar launafólks á þeim er minna mega sín, víkur fyrir grimmd og tillits- leysi sérhyggjunnar, þar sem litlir hópar í krafti sérstöðu sinnar knýja fram launahækkun umfram aðra. Ef eingöngu þeir hópar, sem þannig hegða sér, fá kjarabætur, en þeir hófsamari, sem fara að sett- um leikreglum, beita hvorki upp- sögnum né útgöngu, sitja eftir með sárt enni, þá væri ekki við öðru að búast en vaxandi stjórnleysi og ó- réttlæti á vinnumarkaðnum. Launajöfnunarstefna þessa félags mun í slíku árferði eiga erfitt upp- dráttar. Hér að neðan er yfirlit yfir fjölda félagsmanna Starfsmannafélags ríkisstofnana um áramót 1982/83, skipt á starfsgreinar og kyn í launa- flokka og kyn. Þarna kemur m.a. fram, að 44.7 prósent karlanna innan félagsins eru í launaflokkum 16-34 en 17.4 prósent kvennanna, en þær eru mun fjölmennari innan félagsins, eða 61.5 prósent félags- fólks. Félagsfólk Starfsmannafélags ríkisstofnana, skipt á starfsgreinar og kyn Ótilgreint Skrifstofustörf Aðstoðarstörf Karlar % 38.0 59.4 Konur % 61.9 74.4 90.0 40.6 Allir % 5.4 36.4 2.8 3.8 Heilbrigðisstéttir 11.5 88.5 21.7 Tæknistörf 73.6 26.4 30.0 Samtals 38.5 61.5 100 Kosningagetraun Frjáisíþróttasambands íslands er einföld Leikurinn er fójginn í því að giska á hvað flokkarnir fái marga þingmenn í komandi alþingiskosningum. Hverjir fá pottinn? Miðinn kostar 50 krónur og fara 20% af andvirði seldra miða í vinninga, þannig að seljist 50 þúsund miðar verður potturinn 500 þúsund, sem þeir get- spöku skipta á milli sín. Seljist 100 þúsund miðar verður potturinn 1 milljón o.s.frv. Allir skilmálar eru á miðanum. Gott málefni Frjálsíþróttasambandinu er nauösyn að efla fjárhag sinn til að geta sinnt öflugu starfi í þágu æskunnar í landinu. Allar tekjur af getrauninni fara til þess að efla íþróttastarfið. Takið þátt í að efla íþrótta-. starfið Takið þátt í leiknum. Sölukerfi- sölustaðir Félagar í íþróttahreyfingunni o.fl munu sjá um sölu miðanna alveg til kl. 19 á kjördag. Hægt verður að skila útfylltum miðum nú þegar í íþróttamiðstöðinni og hjá Samvinnuferðum, Austurstræti. Á kosningadag- inn verður hægt að skila seðl- um í sérstaka stampa við flesta kjörstaði. Hverju spáir þú um kosningarnar? Þaö er spurningin. Viö spáum því að potturinn veröi stór. Frjálsíþróttasamband íslands, íþróttamiöstööinni í Laugardal, sími 83386. Félagsfólk SFR, skipt í launaflokka og kyn Launafl. Karlar Konur % 01-05 43 38 1.9 06-10 291 936 11-15 526 1043 37.4 16-20 468 353 19.6 21-34 Ótilgreint 229 60 6.9 5.0(221) 1557 2370 100% Tilkynning um lóðahreinsun í Reykjavík, vorið 1983 Samkvæmt ákvæöum heilbrigðisreglugerð- ar, er lóöareigendum skylt aö halda lóöum sínum hreinum og þrifalegum og aö sjá um að lok sé á sorpílátum. Umráöamenn lóöa eru hér meö minntir á aö flytja nú þegar brott af lóðum sínum alit, sem veldur óþrifnaði og óprýöi og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí n.k. Aö þessum fresti liðnum veröa lóöirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnaö og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar. Þeir, sem kynnu aö óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun eöa brottflutningi á rusli á sinn kostnað, tilkynni þaö í síma 18000. Eigendur og umráðamenn óskráöra um- hiröulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóöum og opnum svæöum í borginni, eru minntir á aö fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við, aö slíkir bílgarm- ar veröi teknir til geymslu um takmarkaöan tíma, en síðan fluttir á sorphauga. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga viö Gufunes á þeim tíma, sem hér segir: Mánudaga - föstudaga kl. 08-20 laugardaga kl. 08-18 sunnudaga kl. 10-18 Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráö viö starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er aö flytja úrgang á aðra staði í borgar- landinu. Veröa þeir látnir sæta ábyrgö, sem gerast brotlegir í þeim efnum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.