Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Svava Jakobsdóttir um kosningarnar 23. apríl: íslenskur þjóðarhagur ofar hagsmunum Alusuisse Þeir kjósendur sem vilja hrinda af höndum sér arðráni auðhringsins hljóta að kjósa Alþýðubandalagið „Það verða ekki einvörðungu ís- lendingar, sem bíða með óþreyju eftir kosningaúrslitunum á kosn- inganótt 23. apríl. Suður í Sviss sitja forstjórar auðhringsins Alu- suisse og fylgjast með kosningunum af engu minni áhuga en þær ættu sér stað í þeirra eigin þjóðiandi. Og því ekki það? Alusuisse á hér fyrir- tæki sem vcitir þeim stórfelldan gróða með litlum tilkostnaði", sagði Svava Jakobsdóttir, rithöf- undur og fyrrum þingmaður Al- þýðubandalagsins, þcgar Þjóðvilj- inn ræddi við hana um kosningarn- ar 23. apríl n.k. „Kosningarnar munu skera úr um það hvort Alusuisse fái enn meiri gróða út úr þessu landi og enn sterkari ítök í stjórn þessa lands en áður“, sagði Svava. „Því það liggur í hlutarins eðli, að sá sem á slíkra fjárhagslegra hags- muna að gæta sein Alusuisse hlýtur að neyta allra tiltækra ráða til að hafa áhrif á stjórnmálaþróun í landinu sér í hag. Það væri afskap- lega gróðavænlegt fyrir Alusuisse, ef bandamenn þeirra hér á landi kæmu sterkir út úr þessum kosn- ingum. Eitt er víst: - þeir vonast eftir ósigri Alþýðubandalagsins og frekari sannanir þurfum við ekki fyrir því að Alþýðubandalagið er eini stjórnmálaflokkurinn sem set- ur íslenskan þjóðarhag ofar hags- munum þessa erlenda auðhrings. Það er einnig eftirtektarvert að hinir stjórnmálaflokkarnir hafa engin málefnaleg rök sett fram í gagnrýni sinni á stefnu Alþýðu- bandalagsins í þessu máli“. Hliðstæða álmálsins - landhelgisbaráttan „Álmálið nú á sér hliðstæður sem allir þekkja“, sagði Svava. „Árið 1961 gerðu Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðuflokkur samning við Breta og V-Þjóðverja sem fól í sér afsal fslendinga á einhliða útfærslu landhelginnar. Þessi samningur kom í veg fyrir frekari þróun land- helgismálsins í heilan áratug. Fyrir forgöngu Alþýðubanda- lagsins var þessum samningi sagt upp, þegar vinstri stjórnin komst til valda 1971 og landhelgin var færð út í 50sjómílur. Það varþjóðinni til gæfu að Framsóknarflokkurinn setti þá íslenska hagsmuni ofar hagsmunum Bretá og V-Þjóð- verja. Nú hefur Framsóknarflokk- urinn hins vegar brugðist og spyrt sig saman við álflokkana frá 1966. Þeir kjósendur, sem vilja hrinda af höndum sér arðráni erlenda auðhringsins Alusuisse, hljóta því að kjósa Alþýðubandalagið í þess- uin kosningum". Verkin tala „Auðvitað eru fleiri mál á oddin- um hjá Alþýðubandalaginu sem ég legg áherslu á að nái fram að ganga, - krafan um fulla atvinnu og Hamrahlíðarkórinn í kvöld í kvöld verða tónlcikar Hamra- hlíðarkórsins undir stjórn hins heimsfræga svissneska kórstjórn- anda Villys Gohl. Hefjast tónleikarnir kl. 21.30 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Gohl hefur undanfarna viku stjórnað námskeiði á vegum kórs- ins og Tónlistarskólans í Reykjavík og tónleikarnir í kvöld eru há- punktur þess námskeiðs. áframhaldandi barátta gegn hern- um og kjarnorkuvæðingu", sagði Svava. „Hvað kvennabaráttuna varðar, þá veit ég að Alþýðu- bandalagið mun áfram byggja á þeim grunni sem lagður var 1971 eins og mýmörg lög og reglugerðir, sem flokkurinn hefur kontið fram, eru til vitnis um. Þar má nefna iög um dagheimili, löggjöf um kynlífs- fræðslu og fóstureyðingar, lög um skattamál og þar vil ég minna sér- staklega á skattamál einstæðra for- eldra. svo og fæðingarorlof fyrir allar konur, en ég lít svo á að þessar breytingar hafi verið byltingar- kenndar í þá veru að viðurkenna konur sem fyrirvinnur og sjálf- stæða einstaklinga. Mér finnst sá angi af kvennabar- áttu, sem er fyrirferðarmestur nú, líti á konur sem einlita hjörð og loki augunum fyrir þeim mismun- andi kjörum sem aðstæður þeirra og stéttarmunur skapar. Þetta hef- ur það óhjákvæmilega í för með sér að fremur er lögð áhersla á það sem konur eiga sameiginlegt en það sem aðskilur þær og það vill gleymast að forstjórafrúin býrekki við sömu kjör og láglaunakonan. Það hefur sýnt sig og verður ekki véfengt að AÍþýðubandalagið er sá flokkur sem hefur unnið þessum málum mest og best og ég sé ekki merki þess áð þar verði nokkur breyting á. Af öllum þessum ástæð- um hlýt ég að óska Alþýðubanda- laginu góðs gengis í þessum kosn- ingum og hvet fólk eindregið til þess að kynna sér málflutning flokksins og verk hans á liðnum árum". - ÁI Kosningarnar munu skera úr um það hvort Alusuisse fái enn meiri gróða út úr þessu landi og enn stcrkari ítök í stjórn þessa lands en áður, segir Svava Jakobsdóttir. BUASÝNING fra SÝNUM: UÝJABÍIA- 323 626 NOTAÐA BILA: Mazda Glæsilegt S^ástandi og með Mazda “^029 Mazda929 Stationþvírniðnr uppseldur. m fvrst til að tryggía tolV BankabotgiAMsemtvrst. gengi aprflmanaðar- 6rna: Gerð 929 Station si.sR- 929 Station sj.sk- 9294dyxaSDX 929Stationsi - 6261600 4 d. 6261600 4 d Arg- '82 ’82 1.100 20.000 ...9.000 ’82 '.....22.000 ,sR- ’81 ........ 12.000 ’82 ......... 31-000 ’81 ......... 38.000 6261600 4 d. 626 2000 4 d. 323 3 dyra 323 3dyraSP ’80 34.000 ’80 ........ 28.000 ’80 ......... 46.000 ’80 ......... Verið velkomin umhelgin3'- bílaborghf Sníðshöfða 23 Stm. 812 99 Skoðið þann glæsilegasta á götunni í dag — Mazda 929 HT Limited!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.