Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 13. apríi 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 íj^rótitir Víðir Sigurðsson r Hvert fer Islandsbikarinn í handknattleik karla:_____ í Vesturbæ, Hæðargarð eða Fiörðinn? Hver verður íslandsmeistari í l.deild karla í handknattleik? Þess- ari spurningu sem brunnið hefur á vörum handknattleiksunnenda í fleiri vikur eða mánuði verður svarað nú um helgina en þá fer fram í Laugardalshöllinni fjórða og síðasta umferð úrslitakeppninnar. Það getur verið ábatasöm atvinna að vera atvinnumaður í knattspyrnu, alla vega þegar menn hafa náð langt í greininni. Á dögun- um skrifaði Cyrille Regis, sverting- inn stóri og marksækni, undir nýj- an tveggja ára samning við félag sitt, West Bromwich Albion, sem lcikur í 1. deild ensku knattspyrn- unnar. Samningurinn tryggir Regis 2,4 miljónir íslenskra króna á ári og ofan á þá upphæð bætast ávallt aukagreiðslur fyrir unnin stig og árangur í bikarkeppnum. Þar með er Regis orðinn einn af fimm tekjuhæstu leikmönnum í ensku knattspyrnunni. Hinir fjórir sem fá svipað eða hærra kaup eru Peter Shilton, markvörður Sout- hampton og enska landsliðsins, Glenn Hoddle, miðjumaðurinn snjalli hjá Tottenham, Kevin Ke- egan, sá eini sanni, sem nú leikur með Newcastle í 2. deildinni, og Bryan Robson, fyrirliði Manchest- er United og enska iandsliðsins. Regis er 25 ára gamall og WBA uppgötvaði hann hjá utandeilda- liðinu Hayes fyrir fimm árum síð- Júdó í Keflavík Barna- og unglingamót í júdófer fram á morgun, laugardaginn 16. apríl, í (þróttahúsinu í Keflavík og hefstkl. 14. Mótiðerá vegum júdó- deildar UMFK og er opið öllum börnum og unglingum sem œfa júdó. Mótið fer þannig fram að hver viðureign er þrjár mínútur. Kepp- endum er skipt niður í þyngdar- flokka, 7-9 ára í undir og yfir 35 kg, 10-12 ára í undir og yfir 40 kg, 13- 15 ára drengjum í undir og yfir 62 kg, og 13-15 ára stúlkur keppa í opnum flokki. Moore til Ameríku Bobby Moore, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur gefist uppá að bíða eftir að fá framkvœmdastjórastöðu í ensku knattspyrnunni og erfarinn til Am- eríku. Par tekur hann við stöðu þjálfara hjá Carolina Lightning og sá sem réði hann er enginn annar en Rodney Marsh, semfyrir nokkrum árum var einn besti knattspyrnu- maður Englands en er nú orðinn œðsta ráð hjá Carolina-liðinu. Námskeið hjá KKÍ A -stigs námskeið í körfuknattleik verður haldið í Vörðuskóla í Reykjavík dagana 16.-17. apríl. Nánari úpplýsingar eru veittar á skrifstofu KKÍ, síma 85949. Hugsanlegt er að úrslitin ráðist í kvöld. Stjarnan leikur við FH kl. 20 og síðan mætast KR og Víking- ur. Tapi FH fyrir Stjörnunni og Víkingur vinni síðan KR er meistaratignin í höndum Víkinga fjórðaáriðíröð. KR þolirekki tap, þá eru þeir Vesturbæingar úr leik. an. Þá var hann hálfatvinnumaður og fékk um 320 krónur íslenskar í laun á viku. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, Regis hefur leikið landsleiki fyrir Englands hönd, hefur þó gengið verr að festa sig í sessi í landsliðshópnum en vonast var eftir, og er í hópi þeirra mið- herja sem varnarmenn í ensku knattspyrnunni óttast hvað mest. -VS Cyrille Regis, orðinn einn af fimm tekjuhæstu leikmönnum í ensku knattspyrnunni. Stjarnan tapaði Tveir leikir voru í bikarkeppni karla í handknattleik, 16-li'ða úr- slitum, í fyrrakvöld. Fram sigraði Stjörnuna í Garðabæ 22:20 og Valsmcnn unnu Breiðablik að Varmá, 23:13. Fram og Valur mæt- ast í 8-liða úrslitunum. Níu til Parísar Níu íslenskir kylfingar taka þátt í La Cupe Louis Maeght golfkeppn- inni sem fram fer í París um helg- ina. Leikið verður á Chantilly golf- vellinum en á honum verður haldið Evrópumeistaramót karla í lok júní þar sem íslenska landsliðið verður meðal þátttekenda. Þeir sem fóru til Parísar eru eftir- taldir: Ragnar Ólafssön, Sigurður Pétursson, Geir Svansson., Óskar Sæmundsson og Sigurður Haf- steinsson frá GR, Gylfi Kristins- son, Magnús Jónsson og Sigurður Sigúrðsson frá GS og Björgvin Þor- steinsson frá GA. Með sigri á Stjörnunni væru FH- ingar enn inni í dæminu en þeir mæta Víkingi á rnorgun, laugar- dag. Fari leikar hins vegar þannig að KR vinni Víking og FH Stjörn- una í kvöld þá verða Víkingur, KR og FH í einum hnapp og ómögulegt að spá unr sigurvegara. Staðan fyrir lokaátökin er þannig: Vikingur..........9 6 1 2 204-200 13 KR................9 5 1 3 212-199 11 FH................9 4 2 3 203-201 10 Stjarnan..........9 1 0 8 180-199 2 Dagskráin er sem sagt þessi: í kvöld: Stjarnan-FH og Víkingur- KR. Laugardagur kl. 14: Víkingur-FH og Stjarnan-KR. Sunnudagur kl. 20: Víkingur- Stjarnan og KR - FH. Hæðargarð- ur, Vesturbær eða Hafnarfjörður, geymslustaður íslandsbikársins fyrir næsta árið verður Ijós í síðasta lagi á sunnudagskvöld. - VS Tómas G. á toppinn Tómas Guðjónsson, KR, náði forystunni í punktakeppni karla í borðtennis með því að sigra á opnu punktamóti sem Víkingar stóðu fyrir í Fossvogsskóla í fyrrakvöld. Tómas komst þar með uppfyrir nafna sinn Sölvason úr KR í keppn- inni en sá síðarnefndi mátti sætta sig við þriðja sætið eftir tap fyrir Gunnari Finnbjörnssyni, Ernin- um, sem varð annar. Fjórði varð Hilmar Konráðsson, Víkingi, og hann er öruggur með þriðja sætið í punktakeppninni. - VS Guð- mundur ráðinn Gengið hefur verið frá ráðningu Guðmundar Pórðarsonar sem þjálfara íslenska kvennalands- liðsins í knattspyrnu fyrir sumarið. Guðmundur var annar tveggja þjálfara liðsins í fyrra en félagi hans, Sigurður Hannesson, hefur tekið sér frí frá þjálfun. Stúlkurnar leikafjóra leiki í Evr- ópukeppni landsliða á árinu, þann fyrsta í lok júlí og hina þrjá í ágúst. Norðmenn og Finnar koma liingað heim en leikið verður við Svía og Finna ytra. - VS Ármann tók stig Priðjudeildarlið Ármanns lók óvœnt stig af Frömurum þegar liðin mœttust á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í fyrrakvöld. Ekkert mark var skorað í leiknum. Einar á Hornafjörð Einar Björnsson hefur verið ráð- inn þjálfari hjá 3. deildarliði Sindra á Hornafirði. Einar þjálfaði og lék með Súlunni frá Stöðvarfirði sl. sumar og kemur til með að leika með Hornfirðingum samhliða þjálfuninni. Við starfi Itans Itjá Sút- unni tekur Porvaldur Hreinsson, fyrrum unglingalandsliðsmaður úr Fram, sem undanfarin ár hefur leikið með Aftureldingu í Mosfells- sveit og Hrafnkeli í Breiðdal. - VS Hópurinn hér að ot'an er hluti landsliðsins í sundi sem kcppir á Norðurkollumótinu í Kirkenes í Noregi um helgina. Talið frá vinstri: Guðmundur Olafsson, far- arstjóri, Anna Gunnarsdóttir, Ægi, Þorsteinn Gunnarsson, Ægi, Guðbjörg Bjarnadóttir, Selfossi, Ingi Þór Jónsson, Akranesi, Guð- rún Fema Ágústsdóttir, Ægi, Árni Sigurðsson, Akranesi, og Eðvarð Eðvarðsson, Njarðvík. Á myndina vantar Ragnheiðir Runólfsdóttur, Akranesi, og að auki eru í lands- liðinu Tryggvi Helgason frá Sel- fossi, sem nú er í Svíþjóð, og Þór- unn K. Harðardóttir og Ragnar Guðmundsson sem koma frá Rand- ers í Danmörku. Tryggvi llelgason heldur til móts við landsliðið frá Svíþjóð þar sem hann hefur að undanförnu dvalið við æFingar. Fatlaðir byrja í kvöld Fimmta íslandsmótið í íþróttuni fatlaðra verður haldið á Selfossi um helgina. Mótið verður sett í kvöld, föstudagskvöld, kl. 19 í Sundhöll Selfoss og strax á eftir hefst keppni í sundi og síðan í bocc- ia kl. 19.30 í íþróttahúsinu. Mótinu verður fram haldið í í- þróttahúsinu kl. 9 í fyrramálið með kcppni í boccia og stendur hún frani eftir degi en kl. 15.30 byrjar bogfimin. Á sunnudag verður einn- ig byrjað kl. 9 um morguninn og fer þá fram sveitakeppni allra flokka í boccia. Borðtennis fer í gang kl. 14 og cr áætlað að kcppninni Ijúki um kl. 18. Mótinu lýkur svo uni kvöld- ið með lokahófí í boði bæjarstjórn- ar Selfoss en þar verða afhent af- reksverðlaun mótsins. Jafntefli í Hollandi Austurríska landsliðið í knatt- spyrnu mátti sætta sig við jafntcfli, 1:1, gegn hollenska 1. deildarliðinu Groningen í upphitunarleik í fyrra- kvöld. Hans Krankl skoraði jöfn- unarmark Austurríkisnianna 15 mínútum fyrir lcikslok. Setið um strák frá Crewe Ungur piltur hjá næstneðsta liði 4. deildar ensku knattspyrnunnar, Crewe Alexandra, David Waller að nafni, hefur vakið mikla athygli í vetur þrátt fyrir slæmt gengi síns félags. Útsendarar frá 1. deildar- liðurn eru daglegir gestir á áhorf- endapöllunum þar sem Crewe leikur þessa dagana, meðal þeirra hefur sést til Keith Burkinshaw, franikvæmdastjóra Tottenham, og aðrir hafa komið frá Aston Villa, W.B.A. og Stoke City. Festið því nafnið David Waller vel í minni. - VS Nær Liver- pool að sigra um helgina? Liverpool færðist skrefi nœr enska meistaratitlinum í knatt- spyrnu á þriðjudag með marka- lausu jafntefli í Coventry. Par með hefur Liverpool hlotið 81 stig gegn 64 hjá Watford og 60 hjá Manchest- er United. Watford getur náið 82 stigum, United 84 og takist Liverp- ool að sigra í Southampton á laugardag og ná þar með 84 stigum er meistaratitillinn í höfn því markatala liðsins er 37 mörkum betri en hjá United. Einn annar leikur var sama kvöld, Luton lagað't stöðu sína í fallbaráttunni með því að sigra Birmingham 3:1. Ricky Hill tvö og Brian Horton skoruðu fyrir Luton í fyrri liálfleik en Bobby Hopkins svaraði fyrir gestina í þeim síðari. Luton hefur nú 40 stig, sem og Norwich, Swansea 36, Brighton 35 og Birmingham 34 svo þau þrjú neðstu eru líkleg til að falla í 2. deild. Oldham vann Burnley 3:0 ( 2. deild á þriðjudag og Burnley fellur mjög líklega. 1 fyrrakvöld gerðu Derby og Charlton jafntefli, 1:1, og var þetta 12. leikur Derby í röð án taps. Um átramót var liðð langneðst í2. deilden á nú alla möguleika á að bjargasérfráfalli. Staða neðstu liða erþannig að Che/sea og Derby hafa 41 stig, Charltoh 40, Rotherham og Middlesborough 39, Bolton 38 og Burnley 32 stig. Prjúfalla(3. deild. - VS Arslaun á þriðju miljón hjá Regis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.