Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 13
Þorsteinn Blöndal lœknir: Föstudagur 15. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Tóbakspólitík og heilsufar Eitt af mikilvægustu og tímabær- ustu frumvörpum síðustu ára er stjórnarfrumvarp til laga um TO- BAKSVARNIR, sem lagt hefur verið fyrir tvö síðustu þing. Sam- kvæmt tíðnitölum Hjartaverndar frá 1976 reykti þá um það bil helm- ingur þjóðarinnar. Neyslan fer minnkandi meðal karla, en eykst meðal kvenna. Frumvarpið um tó- baksvarnir má skoða sem stig- mögnun á viðleitni heilbrigðisyfir- valda að andæfa reykingum, enda er ekki rétt að una athafnalaust við gríðarlega heilsuskerðingu hjá stórum hluta þjóðarinnar. Sérstak- lega á þetta þó við eftir að Ijóst hefur orðið, að reykingar eru ekki bara skaðlegar þeim, sem reykja, heldur líka fólki í nánasta umhverfi þeirra. „Reykingar eru ókurteis- legar og ruddalegar gagnvart öðr- um nálægt. Þeir sem reykja eitra loftið í kring um sig og kæfa alia, sem ekki koma sér að því að reykja í sjálfsvörn“ (J.W. Goethe). Þorsteinn Blöndal er yfirlæknir við lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og sérfræðingur við Lyflækninga- dcild Landspítalans. Hann skipar 19. sæti G-Iistans í Reykjavík við alþingiskosningarnar 23. apríl nk. lungnakrabbameina hjá körlum en þrefaldaðist hjá konurn. Er þetta endurspeglun meiri útbreiðslu reykinga meðal kvenna eítir síðari heimsstyrjöldina. Frumvarp um tóbaksvarnir Það er mikilvægt að frumvarpið um tóbaksvarnir verði sem fyrst að lögum! Það inniheldur ntikilvæg ákvæði m.a. um bann gegn sölu tó- baks til einstaklinga yngri en 16 ára og bann við reykingum í þeim hluta stofnana og fyrirtækja, þar sem almenningur fær þjónustu. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um reglulega fræðslu varðandi skaðsemi tóbaks- reykinga í skólum landsins og kveðið á um ábyrgð menntamála- ráðuneytisins og heilbrigðisráðu- neytisins þar að lútandi. Það mikilvæga við frumvarpið er eins og áður segir sú stigmögnun, sem í því felst miðað við fyrri lög frá 1977. Það verður æ ljósara að reykingar eru oft, að því er varðar vanamyndun, sambærilegar við drykkjusýki og það er til að mynda alls ekki sjálfsagt að tóbak njóti sama dreifingarkerfis og t.d. brauð og mjólkurvörur. Slíkt gefur aukinni neyslu hreinlega undir fót- inn. Önnur leið, sem oft er notuð til að draga úr neyslu er verðhækk- un, sem vitað er að leiðir til fækk- unar á fjölda þeirra, sem reykja. Á að grípa í taumana? Það er ógnvænlegt að samfélögin skuli enn sitja uppi tneð reyking- asjúkdómana - 30 árum eftir að orsakir þeirra urðu kunnar. Þurfa heilbrigðisstéttirnar virkilega að láta sér það lynda að æ fleiri sjúk- dómsorsakir verði þekktar án þess að því sé fylgt eftir með viðeigandi félagslegum og pólitískum aðgerðum? „Frumvarpið um tóbaksvarnir má skoða sem stigmögnun á viðleitni heilbrigðisyfirvalda að andæfa reykingum, enda er ekki rétt að una athafnalaust við gríðarlega heilsuskerðingu hjá stórum hluta þjóðarinnar“. 200 dauðsföll á ári Varla er vitað um nokkurn annan einstakan sjúkdómsvald, þar sem viðleitni til andófs myndi borga sig jafn fljótt í aukinni vell- íðan og hreysti. Tóbaksreykingar valda árlega fleiri sjúkdómum og dauðsföllum en t.d. streita, offita og umferðaslys til samans. Gróft áætlað valda tóbaksreykingar um 200 dauðsföllum á þessu landi ár hvert. Miklu erfiðara er að áætla umfang sjúkleika af völdum reykinga, en vitað er að flest tilfelli af langvinnri berkjuteppu, lungna- þembu og svo stór hluti krans- æðastíflu og æðasjúkdóma í fótlim- um og heilaæðum stafa af reyking- um. Lengi vel er skaðsemi tóbaks- reykinga ekki almennt þekkt með- al almennings í landinu, en nú eru reykingar ræddar á nánast hverri kaffistofu og hafa flestir kjósendur ákveðna skoðun á málinu. Hinn langi huliðstími reykingasjúkdó- manna hefur valdið mestu um það hve hinir síðkomnu fylgikvillar eins og berkjuteppa með slímmyndun, surg og mæði voru lengj lítt þekkt- ir. Reykingasjúkdómar dagsins í dag eru afleiðingar reykinga síð- ustu 3-4 áratuganna, þegar al- gengast var að fólk byrjaði að reykja fyrst um tvítugt. Þannig má að vissu leyti í líkja áhrifum reykinga á heilsuna við hæggenga tímasprengju. Tvöföldun lungnakrabba Ef litið er á tíðnitölur lungnakr- abbameina síðustu 20 árin verður að telja þróunina ógnvekjandi (Rannsóknaskýrsla Krabbam- einsfélags íslands, tíðnitölur nýrra tilfella af krabbameini í barka, berkjum og lungum í 5 ára tíma- bilum). Karlar Konur 1955-1959 44 22 1960-1964 63 33 1965-1969 77 56 1970-1974 92 63 Af töflunni sést, að á tuttugu ára tímabili tvöfaldaðist nýgengi Bílasýning laugardag frá kl. 13-17 Við eigum eftirfarandi bfla fyrirliggjandi öUZUKI ALTO 4ra dyra. Eyösla 5 I. pr. 100 km. Val um beinskiptingu eöa sjálfskiptingu. Verö frá kr. 159.000.- SUZUKI FOX. Mest seldi jeppinn á íslandi 1982. Eyösla 8—10 I. pr. 100 km. Verö kr. 223.000.- SUZUKI ALTO 2ja dyra. Eyðsla 5 I. pr. 100 km. Val um beinskiptingu eöa sjálfskiptingu. Verö frá kr. 153.000.- SUZ.UM iu ncK-up. työsla 8—10 I. pr. 100 km. Lengd á palli 1,55 m. Verö kr. 175.000.- MUNIÐ. aö samkvæmt úrslitum sparaksturs- keppna síöustu ára eru Suzuki bílar þeir lang- sparneytnustu á markaðinum. SUZUKI ST90. Mest seldi sendibíllinn á íslandi 1981 og 1982. Eyðsla 7—8 I. pr. 100 km. Lengd hleðslurýmis 1,80 m. Buröarþol 550 kg. Verð kr. 132.000,- Verð miöast við gengi 5.4. ’83. SUZUKI ALTO sendibíll. Eyösla 5 I. pr. 100 km. Verö kr. 120.000.-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.