Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.04.1983, Blaðsíða 20
Föstudagur 15. apríl 1983 Ný stjórn í Stúdentaráði Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöid. 81333 81348 81663 Vinstri menn og Umbóta- sinnar I gær var gengið formlega frá myndun nýs meirihluta Vinstri manna og Umbótasinna í Stúdenta- ráði. Viðræður þessara aðila hafa staðið um nokkurt skeið og var málefnasamningur og samstarfs- grundvöllur samþykktur á fundum félaganna í vikunni. Fyrri meirihluta í Stúdentaráði skipuðu Umbótasinnar ásamt Vöku. Félag Umbótasinna mun skipa formann stúdentaráðs, en vinstri menn munu skipa fulltrúa ráðsins í stjórn Félagsstofnunar og í lána- sjóði íslenskra námsmanna. Fé- iögin eiga bæði 3 fulltrúa í stúd- entaráði. Þegar Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra kom á fund Sjálfstæðismanna í Breiðholti í gærkvöldi biðu hans fulltrúar hagsmuna Alusuisse og báðu um framlag til stryrktar auðhringnum. Ljósm eik. Kaldar kveðjur Gelrs - hvetja mig ekki til að gefa út yfirlýsingar um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn, sagði Gunnar Thoroddsen 1 gær - Menn geta varla búist við því að þessar kveðjur hvetji mig til að gefa yfirlýsingar um stuðning minn við Sjálfstæðisflokkinn, sagði Gunnar Thoroddsen um Morgunblaðs- kveðjur Geirs Hallgrímssonar til ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði Gunnar á fjölmennum fundi á veg- um Sjálfstæðismanna í Hóla- og FellahverFi í gærkveldi. - Gunnar Thoroddsen er búinn að prédika það fyrir niér og öðrum í heilan mannsaldur aö kjósa Sjálf- stæðisflokkinn. Hvað ætlar hann sjálfur að gera nú? - Ég vona að þessi glæsilegi stjórnmálamaður standi með okkur í þessum kosn- ingumog að Mbl. sitji ásér. -Ég vil spyrja Gunnar Thoroddsen hvort honum hafi verið boðið sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Rvík við þessar kosningar? - Hvernig þakkaði flokkurinn þér stuðning þinn við hann í bæjar- og sveitastjórnarkosningunum? - Er það rétt, sem frést hefur úr Val- höll, að þú styðjir lista Vilmundar? Þannig hljóðuðu nokkrar þær spurningar, sem GunnarThorodd- sen, forsætisráðherra bárust á fundi Sjálfstæðismanná í Hóla- og Fellahverfi í gærkveldi. - Því er fljótsvarað, sagði Gunn- ar, að lista Vilmundar styð ég ekki hvað sem þeir kunna að segja í Val- höll. Það er rétt, að ég lýsti yfir stuðningi mínum við Sjálfstæðis- flokkinn við bæjar- og sveitastjórn- arkosningarnar. Ég' veit auðvitað ekki hve mikil áhrif það hefur haft en varla hafa þau verið neikvæð. En þegar eftir kosningarnar lýsti Geir Hallgrímsson því yfir að úrslit kosninganna væru vantraust á þá ríkisstjórn, sem ég veiti forystu. Þetta hefur nú Geir áréttað með hinum makalausa fsafjarðarboð- skap sínum, „Versti viðskilnaður í sögu lýðveldisins“, sem birtist á baksíðu Mbl. í dag. Menn geta varla búist við því, að þessar kveðj- ur hvetji mig til aðgefa yfirlýsingar um stuðning minn við Sjálfstæðis- flokkinn. Nei, mér var ekki boðið sæti á lista flokksins hér í Reykja- •vík við komandi Alþingiskosning- ar. - mhg. Fríverslunarofstæki Tómasar Árnasonar Var á móti öllum verndaraögerðum Ekki síður þeim sem rúmast innan fríverslunarsamninga Tómas Árnason viðskiptaráðherra hefur ekki brugðistð við hömlulausum innflutningi með þeim ráðum sem tiltæk eru innan ramma þeirra fríverslunar- samninga sem ísland er aðili að. Hann hefur staðið gegn öllum tillögum Alþýðubandalagsins um hömlur á inn- flutning, sem sumpart er á undirboðsverði og frá ríkis- styrktum iðngreinum. Þetta liggur fyrir, en samt reynir viðskiptaráðherra Framsóknar að bera þetta af sér í Tímanum með því að hann hafi engu ráðið. Þvert á móti hefur Tómas jafnan haft uppi ótímabæran hræðsluár- óður um viðbrögð EBE og EFTA löngu áður en þessi fríverslunar- að ræöa á erlendum iðnvarningi. samtök hafa hreyft nokkrum mótbárum. Hann lagðist gegn framlengingu aðlögunargjalds á innfluttan iðnvarning sem í gildi var frá 79 til árslojta 1981. Hann lagðist sent ráðherra gegn því að beita jöfnunartollum, þegar um augljós undirboð og ríkisstyrki er Á sama tíma og viðskipta- ráðherra hefur sýnt þröngsýni og kotungsskap þegar um varðstöðu gegn erlendum hagsmunum er að ræða, var í ríkisstjórninni vilji fyrir að takmarka innflutning, m.a. var það álit stjórnarnefndar, sem Tóm- as Árnason neitaði að skipa full- trúa í. Á-sama tíma og Tómas Árn- ason hefur ekkert aðhafst til þess að stemma stigu við innflutningi innan ramma fríverslunarsamn- inga setti Svavar Gestsson reglur um að innflutt hús verði að stand- ast íslenska gæðastaðla og hefur falið Hollustuvernd ríkisins að undirbúa slíkt hið sama varðandi innflutning ámatvælum. „Við verðum að temja okkur sjálfstæð viðhorf í innflutningsmál- um og láta ekki fríverslunarofstæk- ið drekkja okkur í innflutningi, sem rekur fólk hjá okkur úr vinnu í stórum stíl“, sagði Svavar Gestsson m.a. um þetta efni í útvarpsviðtali á dögunum.“ Steingrímur Sigfússon átti lokaorðin: íhaldið rassítt út úr kosn- ingum Alþýðubandalagið fékk glimrandi undirtektir i gærkveldi Álfheiður Ingadóttir, Margrét Björnsdóttir og Steingrímur Sigfússon, tals- menn Alþýðubandalagsins á kappræðufundi við Sjálf- stæðisflokkinn, fengu glim- randi undirtektir á fjöl- mennum og bráðskemmti- legum fundi í Sigrúni í gær- kveldi. Á fimmta hundrað manns sóttu þennan líflega fund en fyrir Sjálfstæðisflokkinn töluðu þau Bessí Jóhannesdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir og Geir Ha- arde. Áttu þau mjög í vök að verjast á fundinum. Aðeins um eitt gátu ræðumenn orðið sam- mála, nefnilega að flokkar þeirra væru mestu andstæður í íslenskri pólitík í dag. Tals- menn Alþýðubandalagsins bentu á að Sjálfstæðisflokkur- inn væri hinn pólitíski armur at- vinnurekendasamtaka og klúbba og berðist fyrir frelsi hinna fáu til að kúga hina mörgu - en Alþýðubandalagið væri andstætt miskiptingu auðs og valda og vildi leiðir til að jafna lífskjör allra þjóðfélags- þegna. Steingrímur Sigfússon átti lokaorð fundarins sem voru áskorún til allra fundarmanna, að sjá svo um að Sjálfstæðis- flokkurinn færi rassíður útúr kosningunum eftir viku. Fund- armenn tóku undir þá áskörun nteð langvarandi fagnaðar- látum. Haft var á orði eftir fundinn að langt hefði verið síðan jafn skemmtilegur fundur hefði verið haldinn meðal pófitískra andstæðinga í Reykjavík. -Ein.!!l?9 urri jsiensha leiö hefur þú smaKKað 11 í rauðu pökkunum Kaff ibrennsla Akureyrar hf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.