Þjóðviljinn - 21.04.1983, Page 5

Þjóðviljinn - 21.04.1983, Page 5
Fimmtudagur 21. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Nýtt hefti Réttar: X Notið vald ykkar á laugardaginn Forðið að fram- tíðin verði mótuð eftir stefnu Thatchers óg Reagans. „Undirlægjuháttur borgara- flokkanna í hermálinu og ál- málinu er orðinn stórhættulegur sjálfstæði íslands og hagsmun- um íslenskrar þjóðar. Aðeins stórsigur Alþýðubandalagsins með róttæka sósíalistíska þjóðfrelsisstefnuskrá getur hrætt afturhaldsflokkana frá því að skríða saman í verka- lýðsfjandsamlegustu landráða- stjórn sem ísland hefur þjáðst undir.“ Svo segir m.a. í leiðara Réttar, en 1. hefti þess árgangs er nú nýkomið út. í leiðaranum fjallar ritstjóri Réttar, Einar Olgeirsson, um kosn- ingarnar sem nú standa fyrir dyrum og vekur athygli á því sem vænta má ef flokkar stórkaupmanna, verslunar- og hermangara sigra í þeim: „í fyrsta lagi ætlar þetta afturhald að afnema öll félagsleg réttindi alþýðu: Gróðalögmálið eitt á að drottna, - allt frá strætis- vögnum til sjúkrahúsa á að bera sig. í öðru lagi boðar afturhaldið að ríkisfyrirtæki skuli tekin af almenn- ingi og afhent „einstaklingum" þ.e. þægum bröskurum með réttan pól- itískan lit. í þriðja lagi skulu bandaríska hervaldinu opnaðar all- ar gáttir til nýtingar íslands sem vopnahreiðurs og árásarstöðvar, er stofnar lífi þjóðarinnar í hættu. 1 fjórða lagi er auðséð, ekki hvað síst af því hvílíkan undirlægjuhátt borgaraflokkarnir sýna gagnvart álhringnum, að þeir ætla sér að of- urselja ísland meir og meir í járn- klær erlendra auðhringa en leggja því þyngri byrði á herðar alþýðu 1s%su KR HEFIIÐ luUUlll VERÐUR FRAMTIÐIN MOTUD SAMKVÆMT ÞEIRRA STEFNU? ATVINNULEYSI. LAUNAMISRETTI OG AFNÁM FELAGSLEGRA RETTINDA? ÞITT ER VALDIÐ NÚ í APRÍL! eins og nú þegar sést með raf- magnsverðið," segir þar. í þetta fyrsta hefti 66. árgangs Réttar ritar Ásmundur Hilmarsson grein er nefnist: „Launamanna- sjóðir á íslandi?“, Páll Bergþórsson ritar greinina: „Frumskógar og stjórnmál," og birt er samantekt Margrétar Jónsdóttur, frétta- rflanns „Um skóga í heiminum", sem flutt var í útvarp 11. j anúar s. 1. Þá er Guðmundar Vigfússonar, fyrrum borgarfulltrúa minnst, Ein- ar Olgeirsson ritar „Veröldin einni öld eftir andlát Marx“, „Ætlar Bandaríkjastjórn að gereyða mannkyninu til að útiýma komm- únismanum?" og „Alhringurinn arðrænir ísland". Þá eru birt nokk- ur ljóð eftir Mauritz Nylund auk annars éfnis. Afgreiðsla Réttar er í Síðumúla 6, og geta menn gerst áskrifendur með því að hringja í síma Þjóðvilj- ans, 81333. „,„a jetöa1 OOút < * ■. *&#**■« 0qV\e\9a •\bo' d\t\ev * 3<3< Jaoe ýoó' ^vjótóe Moats' Soe^ee'°c\qt\övt^a ■ feC-— WVatv |Síi\oW kWs»nS' Þinghóll /sumardaginn fyrsta SUMARGLEÐI -Lislans verður haldin í Þinghól, Hamraborg 11 í Kópavogi á sumardaginn fyrsta, kl. 3-6 Dagskrá gleðinnar: Stutt ávörp: Geir Gunnarsson Elsa Kristjánsdóttir Upplestur: Jón Júlíusson Valdemar Lárusson Eva og Heiðrún sjáAim barnahornið Kaffi og kökur á boðstólum. Söngur og spil: Kjartan Ragnarsson Hanna María Sönghópurinn Raddbandið Veislustjóri er Aðalsteinn Bergdal Allir velkomnir. Gelr Elsa Jón v~\M Valdemar Sönghópurlnn Raddbandlð Hanna Marfa A&alstelnn Hel&rún Kjartan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.