Þjóðviljinn - 21.04.1983, Qupperneq 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. apríl 1983
Dagana 9. og 10. apríl sl. var
haldin í Glasgow í Skotlandi ráð-
stefna, sem bar heitið „Confer^nce
on Nuclear-free North Atlantic"
(ráðstefna um kjarnorkulaust N-
Atlantshaf). CND-samtökin í
Skotlandi stóðu fyrir ráðstefnunni,
en hún var haldin að frumkvæði dr.
Ólafs Ragnars Grímssonar, sem
hefur átt mikinn þátt í að stuðla að
samskiptum íslenskra friðarsinna
við erlendar friðarhreyfingar.
Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá
CND og END á Bretlandseyjum,
og fulltrúar friðarhreyfinga í Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og Sví-
þjóð. Tveir íslendingar sóttu
ráðstefnuna, þeir Erling Ólafsson
og Vigfús Geirdal og við báðum þá
að segja okkur undan og ofan af
ráðstefnunni.
Á ráðstefnunni var fjallað um
nokkra málaflokka, þ.á.m. hern-
aðaruppbyggingu í N-Atlantshafi,
friðarfræðslu eða aðgerðir friðar-
baráttu án ofbeldis og læknisfræði-
legar upplýsingar um áhrif geisla-
virkni. Haldinn var opinn fundur
athyglinni að auknum vígbúnaði í
N-Atlantshafi og stefna að friðlýs-
ingu þess. Einnig var lýst yfir vilja
til samstarfs við friðarhreyfingar
handan Atlantshafsins, Kanada og
Bandaríkin, og Grænland og Fær-
eyjar og einnig þær þjóðir sem að-
gang eiga að Norðursjó. Þá var
einnig lýst yfir vilja til sameigin-
legra aðgerða og gagnkvæms
stuðnings friðarhreyfinga í hverju
landi.
Þá var samþykkt að þessu sam-
starfi bæri að halda áfram og var
kosin 4ra manna nefnd til að undir-
búa ráðstefnu um sama mál að ári.
Vigfús Geirdal er einn fjórmenn-
inganna og sagði hann áætlað að
ráðstefnan yrði haldin annað hvort
í Noregi eða á íslandi.
„Áhrifin sem við urðum fyrir af
ráðstefnunni er mjög míkill,“
sögðu þeir Erling og Vigfús. „Sú
mýta hefur skapast hér að við séum
að vinna eitthvað sérstakt - að eng-
ar þjóðir eigi við sama vanda að
glíma og við og að friðarbaráttan í
Evrópu snúist um eitthvað annað
en herstöðvar. Þetta er alrangt.
Þarna sést kjarnorkuherstöðin Holy Loch í Clydefirði. Smábærinn Sandbank sést bakatil. (Ljósm. VG)
/
Erling Olafsson og Vigfús Geirdal:
„Vandinn er allsstaðar hinn sami”
Hrikalegar áætlanir um vígbúnað í N-Atlantshafi vekja ugg
„Það þarf ckki nema eitt slys til þcss.að leggja lífsafkomu okkar í rúst,“
Erlingur Olafsson og Vigfús Geirdal komu reynslunni ríkari af ráðstefnu í
Glasgow. (Ljósm. - eik -)
Erling Ólafsson fyrir miðri mynd í hópi ráðstefnugesta í Glasgow. (Ljósm.
VG)
SÖLUSKATTUR
Viöurlög falla á söluskatt fyrir marsmánuö
1983, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta
lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti
fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga
uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viður-
lögin 5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan
mánuð, talið frá og með 16. maí.
Fjármálaráðuneytið, 18. apríl 1983.
fyrir almenning í tengslum við
ráðstefnuna og var aðalræðumaður
þar John Cox, varaformaður END
■' Bretlandi.
Vigfús Geirdal skýrði frá friðar-
baráttunni á íslandi á opna fundin-
um og rakti sögu og starf her-
stöðvaandstæðinga. Vigfús lagði
þar áherslu á menningararfleifð
okkar og þá staðreynd, að vera er-
lends herliðs á íslandi væri í sjálfu
sér ógnun við sjálfstæði og tilveru
þjóðarinnar, en jafnframt hefði
koma AWÁCS-vélanna orðið til
að vekja okkur rækilega til
umhugsunar um það, í hvílíkri
hættu við værum sem skotmark í
kjarnorkustyrjöld og hvílík ógnun
herstöðvarnar héi; væru við
heimsfriðinn.
Það var mál Erlings að reynsla
íslenskra herstöðvaandstæðinga
hafi haft töluverð áhrif á aðra
ráðstefnugesti. Einkum vildu
Skotar og Irar fá meiri upplýsingar,
en bandarískar herstöðvar eru nú
þegar í Skotlandi og í Clyde-firði
eru þrjár kjarnorkuherstöðvar þar
sem kafbátar sigla út og inn með
kjarnorkuflaugar. Þeir Erling og
Vigfús heimsóttu reyndar smábæ-
inn Sandbank og skoðuðu Holy
Loch kafbátastöðina, sem þar
stendur svo að segja inni í miðju
þorpi. Sögðu þeir þetta vera ó-
gleymanlega sjón og hindra bæri
með öllum ráðum að fá slíkan ó-
fögnuð hingað til lands.
Heimildir úr bandaríska varn-
armálaráðuneytinu herma, að hug-
myndir séu uppi um að setja 3.000
stýriflaugar í N-Atlantshafið í ná-
inni framtíð. Þá herma sömu heim-
ildir að áætlanir séu einnig uppi um
að setja stýriflaugar á land, hugs-
anlega á Grænlandi, íslandi eða í
Skotlandi. Eldflaugum þessum er
ætlað að koma í veg fyrir gagnárás
sovéská flotans.
Þeir Erling og Vigfús sögðu að
friðarrannsóknarmenn teldu, að
þessar áætlanir kynnu að skapa
þvílíkan þrýsting á Sovétríkin, að
þaukysújafnvel að verða fyrri til að
hefja kjarnorkustríð, vitandi vits
að þ au myndu tapa því stríði, bara
til að gera ósigurinn minni - því
slíkir yrðu yfirburðir Bandaríkja-
manna ef þessar áætlanir standast.
Sameiginleg
stefnuyfirlýsing
Á ráðstefnunni snerist umræðan
smám saman að vánni á N-
Atlantshafi og nauðsyninni á
friðun þess og nauðsyninni á því,
að allar þjóðir við N-Atlantshaf
taki höndum saman í friðarbarátt-
unni, einnig Grænlendingar og
Færeyingar, en þeir hafa ekki enn
sem komið er tekið þátt í erlendu Vandinn er alls staðar hinn sami og
friðarstarfi. Ráðstefnunni lauk við verðum að taka höndum saman
með sameiginlegri stefnuyfirlýs- við aðra friðarsinna, hvar sem er í
tngu þeírra friðarhreyfinga, sem heiminum.“
þarna áttu fulltrúa, ufn að beina — ast
* AUGLÝSING
M RÆKJUVEIÐAR VIÐ
ELDEY
Þeir skipstjórar og útgerðarmenn rækjubáta,
sem hyggjast stunda rækjuveiðar á Eldeyjar-
svæðinu í sumar þurfa að sækja um veiðileyfi
til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir 27. apríl
nk.
Umsóknir, sem berast eftir þann tíma verða
ekki teknar til greina þegar tekin verður af-
staða til umsókna um veiðileyfi.
Sjávarútvegsráðuneytið
18. apríl 1983.
AÐALFUNDUR
Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn
að Lágmúla 5 fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Stjórnin.
XVII Norðurlandaþing um málefni vangef-
inna verður haldið í Stavanger í Noregi
10.-12. ágúst nk.
Umsóknarfrestur er til 1. maí.
Dagskrá þingsins og umsóknareyðublöð fást
á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, Há-
teigsvegi 6 og hjá Landssamtökunum
Þroskahjálp, Nóatúni 17. Þar eru einnig gefn-
ar nánari upplýsingar, svo og hjá Sigríði Ingi-
marsdóttur í síma 34941.
Landssamtökin Þroskahjálp,
Styrktarfélag vangefinna.