Þjóðviljinn - 21.04.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 21.04.1983, Síða 11
Fimmtudagur 21. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 „Mérfannst ég auðvitað alastuppviðeðlilegar aðstæður og það er ekki fyrr en í seinni tíð að ég geri mér grein fyrir, að þettavar að mörgu leyti nokkuð óvenjuleg uppeldi. Mér finnstsvonaeftiráað hyggjaað þetta hafi verið gott - við nutum bæði öryggis og blíðu, en móðurímynd mín var alls ekki þessi hefðbundna kvenímynd, heldurþvertámóti. Þarvarekki fyrr en ég fór að fara að heiman að það var farið að halda því að mér að konur gætu ekki þetta eða hitt“. Jóhanna Leópoldsdóttir skipar þriðja sætið á framboðslista Al- þýðubandalagsins í Vesturlands- kjördæmi. Jóhanna átti nokkuð óvenjulega barnæsku miðað við okkur hin - hún ólst upp við Hreðavatnsskála sem var allt í senn: heimili fjölskyldu hennar og vinnustaður foreldranna, en þeir eru Olga Sigurðardóttir og Leópold Jóhannesson. „Við vorum mjög sjaldan færri en tíu við matarborðið og við krakkarnir fórum snemma að hj álpa til. Ég held að þetta hafi gert okkur sjálfstæðari en kannski gengur og gerist og svo einnig hitt, allt í lagi, hún hefði gert þetta áður! En hún hélt líka að ég væri komin á steypirinn. En fólkið er búið að fá nóg eftir þessa hrakninga og nú er ekki lagt ' af stað með mig ef mikil ófærð er. Og það er kannski von að fólk vilji fara varlega: tveir frambjóðenda Framsóknarflokksins hafa velt bíl- um sínium og nýlega munaði litlu um frambjóðanda Bandalags jafn- aðarmanna“. Kosningabaráttan erfiö fyrir fjölskyldurnar „Mér hefur fundist kosningabar- áttan ganga vel, en ég er reyndar nýgræðingur í baráttunni og hef því kannski ekki beina viðmiðun, þótt ég hafi tekið þátt í rniklu félags- starfi. Fundarformið á hinum sam- eiginlegu fundum er einstefnu- miðlun, en um þetta hefur orðið s;imkomulag vegna ófærðarinnar. Þetta er jafn óskemmtilegt fyrir frambjóðendur og fyrir kjósendur, en kemur ekki til af góðu. Kosningabaráttan tekur líka mikinn tíma og það segir sig sjálft að eitthvað verður að sitja á hakan- um. Hjá mér hefur það verið mað- urinn minn, fjölskylda og vinir. Því er tekið sem gefnu, að konur sæni / Útibússtjórinn að Vegamótum í Miklaholtshreppi á tali við Svavar Halldórsson, sölumann Sambandsins í Holtagörðum, en Jóhanna hefur samband vikulega við SÍS vegna starfsins. (Ljósm. -eik) Eg er engin súperkona Lítil stund milli stríða hjá Jóhönnu Leópoldsdóttur, útibússtjóra, verðandi móður og frambjóðanda á Vesturlandi í kosningabaráttunni gefst lítill tími til að huga að einkamálum, þótt aðkallandi séu. Jóhanna notaði þann stutta tíma, sem hún átti í Reykjavík kringum síðustu helgi, til að kaupa barnarúm. (Ljósm. -eik). að einkaþarfirnar sátu ekki í fyrir- rúmi - við kipptum okkur ekki upp við smámuni, en þeir hafa reynst mörgum fjötur um fót“. Frá Nýja Sjálandi til Vegamóta Jóhanna fór í heimavistarskóla að Varmalandi níu ára gömul og síðan í Reykholt. Eftir það tók Samvinnuskólinn við. Jóhanna fór síðan sem skipti- nemi alla leið til Nýja Sjálands. „Nei, ég er ekki eini íslendingurinn sem hefur dvalið þarna. Steingrím- ur Sigfússon, efsti maður á lista AB (Norðurlandi eystra, hafði t.d. ver- ið þarna tveimur árum áður og hann kom þarna út smátíma meðan ég var þar. Þannig kynntumst við.“ Jóhanna bjó fyrst um tíma með fjölskyldu á Nýja Sjálandi en síðar í sambýli með tíu öðrum ung- mennum víðs vegar að af jarðar- kringlunni. Hún segir þetta hafa verið ómetanlega reynslu. „Ég fór þarna ein og varð að standa fyrir mínu óstudd. Það var ákaflega þroskandi. Þarna var dásamlegt að vera og ég ber hlýhug til Nýja Sjá- lands síðan. Gróðurríkið og lofts- lagið þarna er eins og himnaríki á jörðu“. Sem arfleið af skiptinemaför-l inni er Jóhanna nú með tvö ung- menni undir sínum verndarvæng. Annað þeirra er sænsk stúlka, sem vinnur að Sólheimum í Grímsnesi, og hitt er drengur frá Costa Rica, og vinnur hann í salfiski í Ólafsvík. Eftir dvölina á Nýja Sjálandi dvaldi Jóhanna eitt ár í Reykjavík og tók síðan við starfi útibússtjóra að Vegamótum í Miklaholts- hreppi. „Jú, það er því miður óvenju- legt, að kona gegni slíku starfí“, svarar Jóhanna spurningu minni. Ég spyr einnig hvernig henni hafi verið tekið í starfinu. „Mér finnst erfitt að skilgreina hvenær ég hef sjálf goldið kynferðisins - það er einhvern veginn auðveldara að finna dæmin annars staðar. Því er ekki að neita að þetta þótti óvenju- legt, en mér hefur verið tekið vel. Kannski má helst benda á mótlæti í því, að sambýlismanni mínum hef- ur verið vorkennt óspart! Annars get ég nefnt eitt dæmi þarseméggalt kynferðisins, enþað var þegar ég sótti um að vera sveitarstjóri í Grundarfirði - ég hefði orðið fyrsta konan til að gegna slíku embætti. Framsóknar- menn höfnuðu mér og þegar ég fór í viðtal að eigin ósk var mér helst fundið það til foráttu að hafa aldrei migið í saltan sjó! Einnig var ég spurð hvers vegna mér dytti í hug að sækja urn svona starf nýskriðin úr skóla, en þó vissu menn að ný- útskrifaðir strákar hafa tekið að sér slík störf oftsinnis.“ Kosningabarátta og meöganga Jóhanna gengur með fyrsta barn sitt ogsambýlismannsins, Kristjáns Gestssonar, rafvirkja. Ég spyr hvort ekki sé erfitt í slagnum undir þessum kringumstæðum. „Ég var hrædd um það sjálf að geta ekki staðið mig sem skyldi og leist ekkert á. En samherjar mínir hvöttu mig til að taka þátt í barátt- unni og sögðust kæra sig kollótta þótt ég gæti ekki verið í öllu. Ég viðurkenni að þetta þykir óvenjulegt, en það er bara vegna þess að fólk er ekki vant þessu. Eftir á að hyggja er ég fegin að ég fór út í þetta, því allt fordæmi í þessum efnum er gott. Ég minnist þess líka, að mamma sagði við mig þegar ég var að barma mér áður en ég ákvað að taka þátt í síðari um- ferð forvalsins, að það væri ekki hægt að hætta öllu út af einu barni. Og það er alveg rétt - konur eiga ekki að hætta að hugsa eða taka þátt í tilverunni þegar svona stend- ur á, ef kraftar og heilsa leyfa. Hugsaðu þér konurnar áður fyrr, og marga hverja núna, sem urðu að sinna öllu með hóp barna í pilsfaldinum, eitt á handlegg og annað á leiðinni. Það er meiri þörf að vorkenna þeim heldur en kon- um eins og mér. Ég hef ekki mætt öðru en vin- semd og tillitssemi í minn garð. Karlar sýna ófrískum konum ótrú- lega tillitssemi og umhyggj u og pól- itískir andstæðingar mínir verða bljúgir í minn garð. Þeir ná því ör- ugglega upp síðar! Samstarfsfólk mitt hefur einnig sýnt mér mikla hjálpsemi, og ég kann því bestu þakkir fyrir.“ Ætlaöi að hita skærin Kosningabaráttunni hafa fylgt mikil fundarhöld og Jóhanna hefur ekkert dregið af sér á því sviði. Mikil ófærð hefur verið á Vestur- landi og erfitt að komast á fundina. Síðastliðinn sunnudag t.d. voru þau Jóhanna, Skúli Alexandersson og fleiri frambjóðendur sjö og hálf- an tíma að komast frá Hellissandi í Borgarnes. „Jú, ég get sagt margar ófærðar- sögur“, segir Jóhanna. „Laugar- daginn fyrir páska lagði ég af stað úr Grundarfirði klukkan fimm ásamt fleira fólki, þar á meðal Guðmundi J. og Elínu Torfadótt- ur. Um hálftvö um nóttina fékk ég inni að Grund í Kolbeinsstaða- hreppi eftir að hafa dottað á öxl Elínar mestan part kvölds. Rútan varð að fara aðra leið en þessa venjulegu suður og því varð ég þarna eftir. Heim til mín kom ég ekki fyrr en eftir hádegi á páskadag og fór maðurinn minn með mig á snjósleða síðasta spölinn. Svona hrakningar vekja ugg í brjóstum flestra annarra en mín. Húsfreyjan að Grund sagði mér um morguninn að hún hefði verið að hugsa um að hita skærin um nóttina - en bætti við að það væri sig við nokkra vanrækslu og sinni öllum heimilisstörfum ef makar þeirra eru í félagsstarfi. Auðvitað horfir þetta eins við öllum mökum, karl eða kvenkyns. En ég held, að körlum gangi yfirleitt verr að sætta sig við þetta. Það hefur tekið manninn minn nokkur ár að sætta sig við þetta, en aðalatriðið er að það hefur tekist. Ég get ekki betur séð en að ég uppfylli flestar þær kröfur, sem gerðar eru til nútímakvenna. Ég er í ábyrgðarstarfi, geng með barn og starfa í pólitík. En ég er engin súp- erkona, og-því hljóta t.d. heimilis- störfin að lenda á öðrum þessar vikurnar. Svört framtíð ef íhaldsöflin ráða Ég spyr Jóhönnu hvernig kosn- ingabaráttan og framtíðin leggist í hana. „Mér finnst okkur Alþýðu- bandalagsfólki hafa verið vel tekið“, segir Jóhanna. „Málflutn- ingur okkar í álmálinu t.d. hefur mikinn skilning og fólk sér að þar stöndum við vel. En það er ekki nóg að sýna skilning - fólk þarf einnig að kjósa okkur ef við eigum að geta komið baráttumálum okk- ar í höfn. í mínu kjördæmi eru ósköp hóg- værir cg Ijúfir sjálfstæðismenn í framboði. En þetta eru bara ekki rhennirnir sem ráða flokknum - og það er urn þá sem sagt er, að verði aðeins notaður til að draga vagn Verslunarráðsins. Það er því vill- andi að kjósa þessa menn, þótt myndarlegir og vænir séu, því at- kvæðin sem þeir fá, teljast Versl- unarráði í hag. Það verður hræðilegt ef við töp- urn miklu og íhaldsöflin og stefna þeirra verður ofan á. Frá mínum bæjardyrum séð er fyrst og fremst tekist á um stefnur í pólitíkinni. Við skulum vona að okkar stefna sigri“. N r ’ Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra á Blönduósi er laust til umsóknar. Umsóknir skulu sendar skrifstofu Blönduósshrepps, Hnjúkabyggð 33 fyrir 10. maí nk. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 95-4181. Sveitarstjóri Blönduósshrepps.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.