Þjóðviljinn - 21.04.1983, Page 19
Fimmtudagur 21. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
ða þannig
Samtökin Ný sjónarmið íhuga nú að fá leikarann víðkunna Yul Brynner til
að rétta landssöfnuninni fyrir ísal hjálparhönd.
ísal-söfnunin gengur treglega
Kemur Yul
Brynner ?
Okkurfinnst söfnunin hafa
gengiö fremur treglega til
þessa og teljum að ómaklega
hafi veriö aö henni veist, sagöi
JónOddsson
hæstaréttarlögmaður í viðtali
við Þjóöviljann á þriðjudaginn,
en Jón er umsjónarmaöur
gíróreiknings landssöfnunar
samtakanna Ný sjónarmið til
hjálpar Islenska álfélaginu hf.
Ég veit ekki nákvæmlega livað
safnaðist mikið á fundinum í Há-
skólabíói í gærkvöldi, en fyrir fund-
inn voru komnar á reikninginn um
1400 krónur, sem jafngildir 18000
kílówattstundum fyrir Isal.
Til tals hefur komið að leita til
sérfræðinga við framkvæmd söfn-
unarinnar og er hugsanlegt að við
munum fara fram á aðstoð Frjáls
framtaks til þess að gera þetta átak
sem myndarlegast.
Þá hefur einnig komið til tals að
fá erlenda leikara til að rétta söfn-
uninni hjálparhönd, og hafa þeir
Yul Brynner og Larry Hachman
sem leikur JR íDallas verið nefndir
í því sambandi. Slíkt yrði þó ekki
gert nema í samráði við Frjálst fram-
tak, sagði Jón Oddsson hrl.
Við höfum orðið varir við nokk-
urn mótbyr í söfnuninni í kjölfar
meiðandi ummæla sem höfð hafa
verið um söfnunina. Þá hefur einn-
ig örlað á því að gert væri grín að
þessu, og lítum við það alvarlegum
augum, þar sem við teljum okkur
hafa gert ýtarlega grein fyrir þeim
miklu erfiðleikum sem nú steðja að
þessu þjóðþrifafyrirtæki. Hefur
jafnvel komið til tals að við færum í
meiðyrðamál vegna þessara
niðrandi ummæla.
- Eru það einhverjir tilgreindir
aðilar sem þið hafið þar í huga?
- Já það er t.d. Árni Björnsson
þjóðháttafræðingur sem veittist
mjög ómaklega af samtökum okk-
ar og söfnuninni í útvarpserindi
„um daginn og veginn“. Þá hefur
einnig verið birt af okkur vægast
sagt ósmekkleg mynd í blöðum, og
eru fordæmi þess að menn hafi
unnið meiðyrðamál af minna til-
efni.
- Hvaða á söfnunin að standa
lengi?
- Upphaflega var ákveðið að
stöfnunin stæði út aprílmánuð, en
ég veit ekki hvort við getum sam-
visku okkar stöðvað hana þá, þar
sem komið hefur í ljós á síðustu
dögum að þarfir ísal eru jafnvel
enn brýnni en við höfðum talið. Er
sorglegt að fólk skuli ekki hafa sýnt
málinu meiri skilning en raun ber
vitni.
- Eru auglýsingar söfnunarinnar
kostaðar af söfnunarfénu?
- Allt innkomið fé fer á lokaðan
gíróreikning okkar númer 78300-5.
Við því hefur ekki verið hróflað
ennþá. Auglýsingar söfnunarinnar
hafa verið greiddar af samtökunum
Ný sjónarmið. Um endanlegt upp-
gjör söfnunarinnar hefur hins veg-
ar ekki verið ákveðið ennþá, né
heldur hvenær söfnunarféð verður
afhent ísal.
- Ég vil að lokum livetja alla ís-
lendinga til að taka söfnun okkar af
rausn og skilningi, svo að við get-
um sýnt umheiminum að þegar
býðurþjóðarsómi,þá á ísland eina
sál, eins og skáldið sagði. Gíró-
númer landssöfnunarinnar fyrir
ísal hf. er 78300-5.
-ólg.
Lágmark að
löggjafarvaldið
verði skilið frá
framkvæmda-
valdinu, segir
Lýðmundur
Skrum hjá
Bandalagi
jafnaðarmanna
Frá Hinu íslenska Tófuvinafélagi:
Stjórnmálaályktun
vegna alþingiskosninga 23. apríl.
Um nærfellt þriggja ára skeið
hefur Hið íslenzka Tófuvinafélag
stundað markvissa neðanjarðar-
starfsemi, haft sig lítt í frammi op-
inberlega en látið þeim mun meira
að sér kveða í grasrótinni sjálfri.
Árangurinn hefur orðið sá að al-
gjör umskipti eiga sér nú stað í ís-
lenskum landbúnaði. í ellefu aldir
hafa bændur landsins stundað
sömu framleiðsluna og neytt
þjóðina til að éta sama lambakjötið
og lepja sömu mysuna. Og þrátt
fyrir öra tækniþróun í landbúnaði á
undanförnum áratugum hefur
markmiðið verið óbreytt, kjöt og
mysa.
Það hefur nú gerst að bústólpar
þjóðarinnar hafa breytt um bú-
skaparháttu. Skera þeir nú sauðfé sitt
niður við trog sem hvurn annan ó-
fénað, en líta þess í stað vonar-
augum til tófunnar, að hún færi
þeim björg í bú. Bændur binda all-
ar vonir við tófurækt og þykir
H.Í.T. því einsætt að kreppa land-
búnaðarins sé gengin yfir og björg-
un efnahagslífsins sé á næstu
grösum.
Stjórn H.Í.T. álítur að enda þótt
tófurækt hafi aldrei verið markmið
félagsins þá sé hún merki mikillar
vitundarvakningar. Augljóst er að
það meginviðhorf H.Í.T. að tófan
sé ekki skaðvaldur í landinu heldur'
bjargvættur gegn alhliða þjóðfé-
lagskreppu og efnahagsvanda, sem
er að ryðja sér til rúms.
Enda þótt bændur vorir hafi þeg-
ar eygt ljósið verður eigi hið sama
sagt um stjórnmálamenn þjóðar-
innar. Þaðan eru kveðjurnar allar
fyrir neðan belti. Þeir hafa ekkert
lært og engu gleymt. Þeir styðja
enn óbreytta landbúnaðarstefnu.
Hin pólitíska kreppa á Alþingi er
fullkomin. Þar ríða húsum gömlu,
úreltu viðhorfin gagnvart tófunni
þrátt fyrir andblæ nýrra tíma.
Það sýnir sama fornaldarhugs-
unarháttinn að í hugmyndum og
umræðum stjórnmálamanna um
stjórnarskrármálið er hvergi vikið
að meginhagsmunamáli þjóðarinn-
ar: Málefni tófunnar, frumbyggja
íslands, skipa þar engan sess.
Að vel gaumgæfðu máli treystir
stjórnH.Í.T. sérekkiaðmælameð
einstökum frambjóðendum stjórn-
málaflokkanna. Hins vegar hvetur
H.Í.T. kjósendur til að styðja
hvern þann trambjóðanda, sem
kynni enn að öðlast kjark til að
beita sér fyrir friðun tófunnar og
fyrir setningu nýrrar refsilöggjafar
gegn hverjum þeim, sem áreitir
eða truflar tófur á einn eða annan
hátt.
Ef enginn hefur þrek til að taka á
þessum málum af fullri alvöru og
drengskap treystir H.Í.T. sér ekki
til að hvetja hinn breiða alþýðu-
fjölda til að styðja neinn fram-
bjóðanda. Að óbreyttu hvetjum
við því félaga H.Í.T. og annað
þroskað fólk til að sitja heima á
kjördegi.
Biðlund hins íslenska tófuvinar
er á þrotum. Ef stjórnmálamenn
þjóðarinnar sjá ekki að sér innan
tíðar neyðumst við til að verða við
þeim fjölda áskorana, sem dunið
hafa á okkur að undanförnu; að
taka beinan þátt í skollaleik stjórn-
málanna og bjóða fram við næstu
alþingiskosningar í öllum kjör-
dæmum landsins og á hálendinu
einnig. Og má öllum vera ljóst að í
refskák stjórnmálanna skýtur okk-
ur enginn ref fyrir rass,
Með refum skal land byggja en
refaskyttum eyða.
I apríl 1983
Stjórn H.Í.T.
Lýðmundur Skrum: Við heimtum frjálsa samninga á milli bænda og
búfénaðar.
Krefst aðskilnaðar
verðlagseftirlitsins
Þetta er fráleitt kerfi, sagði
Lýðmundur Skrunt hjá Banda-
lagi jafnaðarmanna er blaðið inn-
ti hann eftir áliti bandalagsins á
niðurgreiðslu á búvörum. Dæmi-
gert fyrir samtryggingu flokk-
anna. Ekkcrt nema aðskilnaður á
löggjafar- og framkvæntdavaldi
gctur komið í veg fyrir óeðlilegar
niðurgreiðslur á búvöru, sagði
Lýðmundur:
- Það myndi strax verða skárra
ef framleiðendur fengju að á-
kveða verð á búvöru með frjáls-
um hætti. Frjáls vcrðlagsákvörð-
un er býsna þýðingarmikil. Hins-
vegar mætti ákveða verð á bú-
vöru með frjálsum samningum á
milli bænda og búfénaðar. Það
væri í áttina, ef siðspillingin
minnkaði. En það er algjört lág-
mark að forsætisráðherra verði
kosinn beinni kosningu þrisvar til
fjórum sinnunr. Þá yrðu sko ekki
vandræði með niðurgreiðslu á
búvöru, sagði Lýðnrundur að
lokum.
Ólöf Myrra lítur niður á pólitíkina
af hinum kvenlega sjónarhóli.
Kvenleg
sjónarmið
fái að
njóta sín
segir Ólöf Myrra hjá
Kvennalistanum
Við viljum að kvenleg sjónarmið
fái að njóta sín, sagði Olöf Myrra
Pálmundsdóttir skrifstofustjóri,
efsti maður á lista Kvennalistans,
þegar blaðið spurði hana í gær um
afstöðuna til niðurgreiðslu á bú-
vörum. - En, sagði Ólöf, listinn
hefur ekki mótað afstöðu sína til
málsins:
Mín persónulega afstaða er al-
veg ljós. Ég tel hiklaust að líta eigi
á málið frá kvenlegum sjónarhóli.
Hagsýn húsmóðir þarf ekki að vera
í neinum vafa um þetta mál.
Reynsluheimur hennar er ótví-
ræður. Mér er alveg sama hvort
niðurgreiðslur verða auknar eða
minnkaðar, já eða standa í stað.
En haflð þið ekkcrt rætt þetta
mál hjá Samtökum kvennalista?
Jú að sjálfsögðu höfum við rætt
þetta mál. Við erum flestar á þeirri
skoðun, að það sé rétt að líta á
stöðu konunnar í þjóðfélaginu. Og
það er ekki nóg að hafa jafnréttis-
sjónarmið í huga heldur verður að
líta á niðurgreiðslur á búvöru sem
hluta af kúgunarmynstri karla í
aldanna rás. Þetta er rökrétt fram-
hald. Þess vegna erum við heldur
ekkert að setja fram einhvern val-
kost við þessar niðurgreiðslur.
Bara ef kvenleg sjónarmið fá að
njóta sín. En kvennalistinn hefur
ekkert mótað neina aðra sérstaka
afstöðu til þessa máls.
- Mér finnst nú líka alveg dæmi-
gert fyrir karlrembuþjóðfélagið að
vera að spyrja mig útí þetta mál.
Sjálfur geturðu haft afstöðu til
niðurgreiðslu á búvöru, sagði Ólöf
Myrra að lokum.