Þjóðviljinn - 21.04.1983, Síða 20

Þjóðviljinn - 21.04.1983, Síða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. aprfl 1983 Gler- skúlptúr í Gallery Langbrók Brynhildur Þorgeirsdóttir opn- ar sýningu á glerskúlptúrum í Galleri Landbrók, Amtmannsstíg 1 Reykjavík, laugardaginn 23. apríl kl. 16. Brynhildur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóianum 1978. Hún hélt utan til náms í glergerð við glerdeild Gerrit Rie- tveld Academie, Amsterdam 1979-80, og var um tíma í Orre- fors glerskólanum, Svíþjóð. 1980 fór hún til Bandaríkjanna og var í 2 ár í „Master of Fine Art Prog- ram“ við glerdeild The California College of Art and Crafts Oak- land, undir leiðsögn professor Marvin Lipofsky. Sumarið 1982 stundaði hún nám í Pilshuck glerskólanum, Washington og hlaut þar viður- kenningu „the Corning price“ sem The Corning Glass Museum, New York fylki veitir. Þetta er fyrsta einkasýning Brynhildar, en áður hefur hún tekið þátt í samsýningum í Hol- landi, Bandaríkjunum og hér á landi á „Gullströndin andar“. Á sýningunni í Langbrók eru verk unnin á árunum 1980-1981. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 14-18 og lýkur 6. maí. Sumardaginn fyrsta Pólýfón- kórinn með kaffisölu Pólýfónkórinn efnir til kaffisölu á Hótel Sögu Súlnasal á sumar- daginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl n.k. Auk kaffiveitinganna verður hlutavelta með fjölmörg- um ágætisvinningum. Að sjálfsögðu verða einnig skemmtiatriði við allra hæfi, kór- söngur, einsöngur, tvísöngur og hljóðfæraleikur. Meðal þeirra sem þarna koma fram verða: Ásta Thorstensen alt, Ásdís Gísladóttir, sopran, Elsa Waage sopran, Friðbjörn G. Jónsson, sem syngur lög Sigfúsar Halldórssonar við undirleik höf- undar, tvær ungar stúlkur leika og syngja í léttum dúr og Josef Fung leikur á gítar. Fjölskylda Hjálmtýs Hjálmtýssonar mun syngja, en dóttirin í fjölskyldunni er betur þekkt undir nafninu Diddú. Þá mun hljómsveitin KOS leika lauflétta tónlist. Stjórn Borgarbókasafnsins ásamt borgarbókaverði. F.v.: Elín Pálmadóttir, Elfa Björk Guðmundsdóttir borgarbókavörður, Bessý Jóhannsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir. „Hingað kemst enginn karlmaður inn,“ sögðu stjórnarmeðlimir. Varamenn í stjórn safnsins eru þeir Arthur Morthens og Haraldur Blöndai. - Ljósm. - Atli. Borgarbókasafnið sextíu ára Segja má að um þessar mundir eigi Borgarbókasafn Reykjavíkur tvöfaldan afmælisdag. Þann 19. apríl síðastliðinn eða í fyrradag voru 60 ár liðin frá því að Borgar- bókasafn Reykjavíkur tók til starfa, en 19. apríl árið 1923 bar einnig upp á sumardaginn fyrsta. Rekja má stofnun safnsins til sölu íslensku togaranna árið 1927. Bæjarstjórn Reykjavíkur ákvað þá að þremur hundraðshlutum af andvirði sölunnar yrði varið í þágu alþýðu Reykjavíkur, þess fólks sem atvinnu hafði af fiskveiðum með einum eða öðrum hætti. Af því fé sem hlaust af sölu og rann til bæjar- búa var ákveðið að 11 þúsund krónur hrykkju til stofnunar al- þýðubókasafhs í Reykjavík. I reglu- gerð safnsins sem staðfest var í bæjarstjórn 1. mars 1923 segir að tilgangur safnsins sé að efla al- menna menntun með því fyrst og frcmst að gefa fólki kost á að lesa góðar bækur. Fyrsta ár safnsins var bókakostur um citt þúsund eintök. Hét Alþýðubókasafn Reykjavíkur Fyrsta kastið starfaði safnið undir heitinu Alþýðubókasafn Reykjavíkur og var til húsa að Skólavörðustíg 3. Það hús er nú horfið. 1928 flutti safnið að Ing- ólfsstræti 12 og var þar til 1952. Árið 1936 var nafni safnsins breytt í núverandi nafn þess, Borgarbóka- safn Reykjavíkur. Hið gamla og fallega hús sem nú geymir aðal- Skrifstofuhúsnæði Borgarbókasafns Reykjavíkur að Þingholtsstræti 27 er í næsta námunda við Esjuberg hið fallega aðalsafnhús. Þarna er einnig aðstaða fyrir flokkunar- og skráningardeild og aðfangadeild. Að auki hefur borgarbókavörður skrifstofu sína í þessu húsi. Ljósm. - Atli. starfsemi safnsins, Esjuberg, var upphaflega íbúðarhús byggt 1916. Esjuberg er furðulítið hús, aðeins 120 fermetrar að grunnfleti og er vinnuaðstaða erfið í húsinu og er orðið mjög brýnt að fá nýtt aðal- safn. Fyrir 16 árum var ákveðið að byggja nýtt aðalsafn en enn hefur ekkert orðið úr framkvæmdum. Borgarbókasafn Reykjavíkur er dreift víðsvegar um Reykjavík. Utibúin er þrjú talsins og að auki tveir bókabílar. Aðsókn að bóka- bílunum var mikil í fyrstu, en dreg- ið hefur nokkuð úr henni. Útibú var opnað 1973 á neðri hæð kirkju- byggingar Bústaðakirkju, útibú að Hofsvallagötu 16 var opnað 1936. Það er orðið alltof lítið og óhent- ugt, en Vesturbæingum er hlýtt til safnsins enda hefur það þjónað þeim lengi og vel. I Sólheimum tók útibú til starfa árið 1963 og er það hið eina sem sérstaklega hefur ver- ið byggt sem bókasafn. í Félags- og menningarmiðstöðinni í Gerðu- bergi í Breiðholti er verið að koma upp stóru útibúi. Bókasafnið fær til sinna umráða 1/3 hluta menningar- miðstöðvarinnar eða u.þ.b. eitt þúsund fermetra. Þá má nefna að Hljóðbókasafn Borgarbókasafns- ins og Blindrafélagsins hefur starf- að um langt skeið, en nú stendur yfir uppstokkun á starfsemi hljóð- bókasafnsins þannig að það fellur undir Blindra bókasafn Islands. bókasafn íslands. Yfir 300 þúsund bækur í Borgarbókasafni Reykjavíkur eru nú um 323 þúsund bækur. Borgarbókasafnið hefur allt öðru hlutverki að gegna heldur en Landsbókasafnið sem varðveitir allar bækur sem koma út á íslenskri tungu og setur strangar hömlur við útlánum. Bækur slitna og í fyrra voru um 10 þúsund bindi afskrifuð. Útlánum á síðasta ári fækkaði tals- vert og er talið að myndabanda- væðing þjóðarinnar hafi þar átt stóran hlut að máli. Starfsmenn Borgarspítalans eru um 60. -hól. Rúna og SÖB sýna verk sín Á morgun kl. 6 opna þau Sigurð- ur Örn Brynjólfsson og Sigrún Guðjónsdóttir samsýningu í húsnæði Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði, Skálanum, Strand- götu 1. Sigurður Örn sýnir teikningar en Rúna keramiklág- myndir. Sýningin er opin til 1. maí. Kosningadagmn 23.apríler sýning- in opin frá 10-22 og verða kaffi- veitingar á staðnum. Sigrún Guðjónsdóttir Sigurður Örn Brynjólfsson Framkvæmda- stjórn Hjarta- verndar svarar yfirlýsingu heimilis- lækna um gagnleysi hóprannsókna Órökstudd og ósönn ummæli „Það er skoðun sérfræðinga Rannsóknarstöðvar Hjartavernd- ar um ummæli um gagnleysi þess- ara skoðana, sem eru órökstudd, séu ósönn og ósæmandi“, segir í at- hugasemd frá Framkvæmdastjórn Hjartaverndar, vegna fréttar frá félagi íslenskra heimilslækna fyrir skömmu um að umfangsmiklar hóprannsóknir eins og þær, sem Hjartavernd stendur fyrir, komi ekki að neinum notum. í athugasemdinni frá Hjarta- vernd segir að frá því rannsóknar- stöðin tók til starfa haustið 1967 hafi verið í gangi og sé enn, um- fangsmikil faraldsfræðileg hóp- rannsókn þar sem tilgangurin sé að finna byrjunarstig hjarta og æða- s'júkdóma og ýmissa annara sjúk- dóma. Að því er varðar íslendinga hafi upplýsingar af þessu tagi verið mjög takmarkaðar áður en hóp- rannsóknin hófst en nú liggi hins vegar fyrir margvíslegar niðurstöð- ur úr hóprannsókn Hjartaverndar sem birtar hafa verið í um 90 vís- indalegum ritgerðum og greinum í innlendum og erlendum læknis- fræðiritum, auk fræðslugreina fyrir almenriing. Annar þátturinn í starfsemi Rannsóknarstöðvarinnar sé sér- fræðileg þjónusta við fólk sem þangað er vísað af læknum. Á síð- ustu 5 árum hefur milli 1000 og 1400 einstaklingum verið vísað ár- lega til rannsóknar á Rannsóknar- stöðina. Skátar í Reykjavík Fjölbreytt hátíð Reykjavíkurskátar munu halda sumardaginn fyrsta hátíðlegan. Að þessu sinni verður horfið til gam- alla hefða, því skátarmunu fýlkja til hátíðarmessu í Háskólabíói. Gangan leggur af stað kl. 9.45 frá nýju skátamiðstöðinni við Snorrabraut, gengið verður niður Laugaveg, Læjargötu, Skothúsveg og Hringbraut að Háskólabíói, en þar mun séra Guðmundur Óskar Ólafsson þjóna fyrir altari,skát- akór syngur og undirleik annast Smári Ólafsson. Síðar urn daginn mun skátafé- lagið Dalbúar halda útihátíð Árm- annsvelii, skátafélagið Garðbúar verður með útihátíð við Hæðar- garð. Skátafélagið Skjöldur verður með fjölskylduskemmtun í skáta- heimilinu við Sólheima, en á öllum þessum stöðum verður ýmislegt til skemmtunar fyrir þá yngri sem og eldri borgarbúa. Skátafélagið Ár- búar munu skemmta sjúklingum á Landspítalanum. Fyrirlestur í Háskólanum Höskuldur Þráinsson prófessor og Kristján Árnason lektor flytja opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla íslands laugardaginn 23. apríl 1983 kl. 14 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn fjallar um málfar Vestur-Skaftfellinga og er fimmti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra um rannsóknir á vegum heimspeki- deildar á vormisseri 1983. Öllum er heimill aðgangur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.