Þjóðviljinn - 21.04.1983, Qupperneq 21
Fimmtudagur 21. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 '
Nokkrir sópranar syngja af einbeitingu - Ljósm. -kjv.
V orvítamín
í Hamrahlíð
Það er margt um að vera í Ham-
rahlíðarskólanum í dag, sumar-
daginn fyrsta. Tveir kórar skólans,
Hamrahlíðarkórinn og Kór Mennt-
askólans við Hamrahlíð standa
fyrir kaffisölu í skólanum frá kl. 14
og verður gestum og gangandi
boðið upp á alls konar tónlistar-
uppákomur.
Kórarnir munu halda alls þrenna
tónleika, kl. 14.30., 16.30. og
18.00. og verða þeir hver með sína
efnisskrá. Á söngskrá kóranna er
m.a. íslensk tónlist, þjóðleg og
samin verk, þjóðlög frá ýmsum
löndum, Zigeunerlieder eða Si-
gaunaljóð eftir Brahms og slóvak-
ískar þjóðvísur eftir Béla Bartók
svo að nokkuð sé nefnt. Kórfélagar
munu troða upp með margskonar
atriði svo sem karlakór, einsöng,
hljóðfæraleik, rag-time tónlist
verður flutt, Magnús Ástvaldsson
mun kveða stemmur og síðast en
ekki síst verður gestum boðið upp á
kennslu í írskum þjóðdönsum.
í tilefni dagsins munu gestir geta
keypt blóm og kökur á staðnum og
einnig verður hlutavelta. Einn
gestur mun detta í lukkupottinn
með klukkustundar millibiti og fá
fyrir það verðlaun.
Barnagæsla verður á staðnum.
Stúdentaleikhúsið með uppákomu í Tjarnarbíó
Vísir að barnaleikhúsi
Á sumardaginn fyrsta ætlar
Stúdentaleikhúsið að standa fyrir
uppákomu í Tjarnarbíói frá kl. 15-
18 síðdegis.
Allir eru velkomnir ekki síst
barnafólk með börnin sín, því hug-
myndin er að koma upp vísi að
barnaleikhúsi þar sem börnin sjálf
eru aðalþátttakendur í leiknum. Ef
vel tekst til á sumardaginn fyrsta
verður vonandi framhald á þessu,
að sögn forráðamanna Stúdenta-
leikhússins.
Aðgangur að skemmtuninni í
Tjarnarbíó er ókeypis og öllum
heimill meðan húsrúm leyfir. Víst
er að margt óvænt verður á dag-
skránni.
Sumardagurinn fyrsti:
Hátíðahöld í Kópavogi
Fjölbreytt hátíðahöld verða í
Kópavogi á sumardaginn fyrsta.
Kl. 11 verður skátamessa í Kópa-
vogskirkju en áður verður safnast
saman við Víghólaskóla kl. 10.30
og gengið upp í kirkju.
Eftir hádegið verður safnast
saman við Digranesskóla kl. 13.30,
ganga leggur af stað kl. 14.00 og
verður gengið niður Álfhólsveg
upp Meltröð og inn á Víghóla-
skólalóðina að sunnanverðu þar
sem skemmtun fer fram. Dagskrá
þar verður með þessum hætti:
Ávarp flytur Rannveig Guð-
mundsdóttir forseti bæjarstjórnar.
Kynnir er Sigurður Lyngdal.
Barnakór Kársnes- og Þinghóls-
skóla syngur nokkur lög.
Leikbrúðuland verður á staðnum.
Diskótekið Dísa verður til staðar
eftir skemmtiatriðin og sér um fjör-
ið fyrir krakkana.
Reykjavík og Kópavogur:
Garðyrkjuskóli
ríkisins með
opið hús
Garðyrkjuskóli ríkisins er 44 ára
á sumardaginn fyrsta og hafa nem-
endur í samráði við skólayfirvöld
ákveðið að hafa skólann opinn öll-
urn landsmönnum frá kl. 10-22.
þann dag. Kynningarstarfsemi
verður á staðnum, einnig stendur
fólki til boða að skoða hinn sér-
stæða 800 nv gróðurskála skólans,
þar sem allt stendur nú í fullum
blórna og hagnýtar upplýsingar um
ræktun standa til boða. Einnig
verður til sölu fjölbreytt úrval af
pottplöntum og nýtt grænmeti á
Nemendur Garðyrkjuskóla ríkisins opna skólann á sumardaginn fyrsta,
fyrir öllum þeim scm áhuga hafa á
vægu verði, auk tveggja garðhúsa, verður kaffi og meðlæti. Ferðir
sem nemendur hafa smíðað. Selt verða frá B.S.Í.
Sumargleði G-listans
Það er ekki amalegt í miðri kosn-
ingahríðinni að geta gert sér dag-
amun á sumardaginn fyrsta, - hitt
félagana og frambjóðendur og
spjallað saman yfir kaffibolla.
Klukkan 15 í dag verður opið hús í
kosningamiðstöðinni, Hverfisgötu
105, Reykjavík og á sama tíma í
Þinghóli, Hamraborg 1, Kópavogi.
í Reykjavík mun Guðrún Helga-
dóttir spjalla við gesti og Kolbeinn
Bjarnason leika á flautu.
í Kópavogi munu þeir Geir
Gunnarsson og Elsa Kristjánsdótt-
ir spjalla við gesti og flutt verða
fjölbreytt skemmtiatriði. Upplagt
tækifæri fyrir fjölskylduna alla til
að bregða sér af bæ!
Opið hús á kjördag
A kjördag verður kosningamið- fresti. Opna húsið verður á jarð-
stöðin við Hverfisgötu opin allan hæðinni en kosningastarfið á skrif-
daginn og frá kl. 15-22 verður stofunum, efstu hæð. Nánar aug-
skemmtidagskrá á klukkustundar- 'ýst á laugardag.
Utankjörfundarkosningin:
Opiö frá 2-6 í dag
Nú fer hver að verða síðastur til að kjósa utan kjörfundar ef tryggt á að
vera að atkvæðið komist til skila út um land. í dag, suntardaginn fyrsta,
eru utankjörfundarstaðir opnir einsog ásunnudögum, hér í Reykjavík kl.
14-18 og kosið er í Miðbæjarskólanum gamla.
Ármúla 20 Sími 84630
ÁRFELLSSKiLRÚM FYRIR SUMARIÐ
Mismunandi möguleikar í uppstillingu,
sérstaklega gert ráð fyrir innbyggðri raflögn.
s
É
R
T
I
L
B
O
Ð
Þií getur ýörbreytt hámiliþimi
með síalrúmumj fixmdriðwn og skápwn
jrá ÁrfedL hf.
Hafið samband strax.
Henta á milli veggja i op, 190 cm, til 250 cm.
Húsgögn í úrvali — sófasett, borðstofusett Kristaivörur og fleira.
OPIÐ LAUGARDA.3 TIL KL. 4.
ARMULA 20 - SIMAFi ö 30 og 84635