Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SH)A 3 Aðalstræti 10, áð stofni til frá 1752, og þá hluti af Innréttingunum. Þetta er elsta hús í Reykjavík. Ljósm. -eik, Aðalstræti 10: Dauft hljóð frá verstöðvum sunnanlands Framkvæmdir stöðvaðar Eigandi hafði ekki lagt teikningar fyrir bygginganefnd Byggingafulltrúinn í Reykjavík stöðvaði í gær framkvæmdir, sem hafnar voru í elsta húsinu í Reykja- vík, Aðalstræti 10, en eigandinn halði sótt um leyfi til borgarráðs um að fá að reka þar leiktækjasal. Stöðvunin var gerð að beiðni bygg- inganefndar. • Gunnar H. Gunnarsson, vara- fulltrúi Alþýðubandalagsins í bygginganefndinni, tók málið upp í nefndinni í gær utan dagskrár. Kvað hann eigandann ekki hafa sótt um leyfi til bygginganefndar, eins og honum væri þó skylt þar sem þarna væri um að ræða breytta notkun á húsnæði. Málið hefði heldur ekki farið fyrir eldvarnar- eftirlitið. Gunnar sagði í samtali við Þjóð- viljann að hús þetta væri ekki friðað, þótt oft hefði verið rætt um það. Það væri þó ljóst, að borgaryf- irvöldum bæri a.m.k. siðferðisleg skylda til þess að fylgjast með þessu elsta húsi borgarinnar, sem er hluti af Innréttingunum gömlu. Bygginganefnd varð sammála um eftirfarandi bókun: „Bygginganefnd felur bygginga- fulltrúa að stöðva nú þegar fram- kvæmdir við Aðalstræti 10 og sjá til Byggingafulltrúinn í Reykjavík stöðvaði í gær framkvæmdir vegna breyt- inga á elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10, en meiningin var að gera þarna leiktækjasa). þess að teikningar verði lagðar borgarminjavörður fari á staðinn fyrir bygginganefnd. og mæli upp staðinn og taki Bygginganefnd óskar eftir því að myndir.“ ast Róa nú aðelns annan hvern dag Tekur ekki að vitja um daglega segja sjómenn Það er dauft yfír þessari vertíð, en nú held ég að það sé daufast af öllu“, sagði Sigurður Bjarnason vigtarmaður í Sandgerði í samtali í gær. Vetrarvertíðin er ein sú léleg- asta í áraraðir og von manna um betri tíð í apríl, hefur algerlega brugðist. Bátarnir voru aö landa í gær í Sandgerði 2- 3 tonnum, mest tveggja nátta fiski, því vegna afla- leysis róa flestir bátar aðeins annan hvern dag. „Það er látið liggja, því það tekur því ekki að vitja um dag- lega“, sagði Sigurður. Margir skipstjórnarmenn sem leggja upp í Sandgerði eru á því að hætta, batni ekki ástandið um helgina, en búið er að framlengja vertíð til 15, maí vegna lélegra aflabragða. I Þorlákshöfn var slæmt hljóð í mönnum. „Þetta hefur alveg brugðist og minni bátarnir eru að hætta og sumir aðkomubátar. Það er ekkert að hafa“, sagði Pétur Friðriksson vigtarmaður í samtali. í Vestmannaeyjum var sama hljóð í mönnum. „Þetta er hálf doðalegt allt saman. Menn hafa verið að fara í þetta annan hvern dag og uppskeran er 4 - 8 tonn“, sagði Torfi Haraldsson vigtar- maður í Vinnslustöðinni. Hann sagði að nokkuð væru um ýsu í netunum. Þeir sem gætu væri farnir að huga að trollinu, því neta- veiðin væri dottin niður í ekki neitt. Þeir koma orðið flestir snemma að landi. Það er ekki lengi verið að draga tóm net“, sagði Torfi. -lg. Afsökunarbeiðni Vegna mistaka birtist útfararauglýsing í blaðinu í gær sem þar átti ekki að vera. Var tilkynnt að útför Sigríðar Gísladóttur færi fram í dag frá Fossvogskirkju en hér var um vikugamla auglýsingu að ræða óg útförin þegar farið fram. Biður Þjóðviljinn hlutaðeigendur innilega afsökunar á mistökunum. Ríkisstjórnin um vegagerðina: Framkvæmdir miðist við vegaáætlunina Engin bráðabirgðalög um veggjaldið Ríkisstjórnin hefur ákveðið að framkvæmdir Vegagerðar ríkisins skuli á komandi vikum miðast við þá vegaáætlun sem stefnt var að á síðasta Alþingi, þrátt fyrir að þing- ið hafí ekki gengið frá fjármögnun í samræmi við hana. Ekki kemur þó til útgáfu bráðabirgðalaga um veg- gjald að sinni, en í bókun ríkis- stjórnarinnar frá í gær segir: „Dragist það hins vegar á langinn að ný stjórn verði mynduð eða Al- þingi kvatt saman, áskilur ríkis- stjórnin sér rétt til að gera nauð- synlegar ráðstafanir til að leysa úr vanda Vegagerðarinnar.“ í bókun ríkisstjórnarinnar í gær er minnst á að mikill meirihluti þingmanna var fylgjandi frumvarp- inu um veggjald við þrjár umræður í efri deild og tvær umræður í neðri deild. Ennfremur að fjárveitinga- nefnd hafi einróma mælt með framkvæmd nýrrar vegaáætlunar, þar sem gert var ráð fyrir tekju- öflun. _ÁI Þór Vigfússon skólameistari á Selfossi Þór Vigfússon var í gær settur skólameistari Fjöl- brautaskólans á Selfossi. Hann tekur við af Heimi Pálssyni sem sagði starf- inu lausu í vor. V öruskipta j öf nuðurinn: Enn óhagstæður í mars Mun skárri staða en í fyrra Vöruskiptajöfnuðurinn í mars- þá er samanburður við sama tíma- mánuði var óhagstæður um tæp- bil í fyrra mjög jákvæður, en þá var lega 110 miljónir króna og á fyrstu vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- þrcmur mánuðum ársins hefur ur um 564 miljónir króna, - en hann orðið óhagstæður um 190 verðlagáerlendumgjaldeyriertal- miljónir samtals. ið vera 87,9% hærra en það var þá. Þó þetta séu ekki glæsilegar tölur Sendiherraskipti Islands í Bonn Pétur Eggerz, sendiherra íslands í Bonn, mun láta af störfum fyrir aldurs sakir 1. september næstkomandi. Hannes Jónsson, sendiherra í Genf, tekur við starfi sendiherra í Bonn frá sama tíma. Hannes Hafstein, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins, tekur við starfi sendiherra í Genf f rá 1. ágúst næstkomandi. Ólafur Egilsson, protókollstjóri, verður skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins frá sama tíma. Iðnnemasambandið hvetur til stuðnings við f atlaða Iðnfræðslunefnd I. N. S. í. ály ktar að of lítið hafi verið gert til þess að auðvelda fötluðu fólki að stunda iðnnám. Þá telur iðnfræðslunefnd Iðnnemasambandsins einnig nauðsynlegt, að tillit sé tekið til fötlunar við mat á hæfni og kunnáttu í námi. ' Iðnnemasambandið lýsir yfir áhuga sínum á samstarfi við I Sjálfsbjörg og aðra þá er vinna gott starf í þágu fatlaðra, um ' framgang þessara mála. Iðnnemasambandið skorar á stjórnvöld ogiðnfræðsluráð að þessi brýnu málefni hafi forgang til þess að tryggja réttindi fatlaðra til náms, jafnt á við aðra þegna þjóðfélagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.