Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 16
meirihlu tast j óm sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins Ég tel Við fórum yfir stöðuna eins og hún er núna í þjóðmálunum. For- setinn ræðir svo við þrjá aðra aðila frá stjórnmálaflokkunum á eftir og tekur svo sínar ákvarðanir að þeim loknum. Svavar Gestsson hefur undan- farna daga átt viðtöl við forystu- menn flokkanna um stjórnmálaá- standið. Á miðvikudagsmorgun ræddi hann við Geir Hallgrímsson og Vilmund Gylfason og síðdegis þann dag við Kjartan Jóhannsson. I gær ræddi Svavar við Steingrím Hermannsson og síðdegis ræddu þau Guðrún Helgadóttir og Svavar við þingmenn Kvennalistans, þær Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, Kristínu Halldórsdóttur ög Guðrúnu Agnarsdóttur. Þegar Svavar kom frá viðræðum við forseta í gær spurði blaðamaður Morgunblaðsins hvort hann hefði gefið forsetanum einhver ráð varð- andi stjórnarmyndun. Forsetinn tekur sínar sjálfstæðu ákvarðanir án minnar hjálpar. Ég skýrði henni frá viðhorfi Álþýðu- bandalagsins til stöðunnar í stjórn- málunurh eins og hún er nú. að forsetinn taki sínar sjálfstæðu ákvarðanir og ég er ekki með pred- ikanir yfir Forseta Islands eins og Morgunblaðið. Svavar var síðan spurður um hvert væri viðhorf Alþýðubanda- lagsins nú? Ég tel að höfuðatriðið sé að mynda meirihlutastjórn og það fljótt. Hvers konar stjórn? Að sjálfsögðu væri það að sú stjórn gengi sem næst sjónarmið- um Alþýðubandalagsins og við leggjum á það áherslu að fram- kvæmdur verði sá samstarfsgrund- völlur sem við lögðum fram í kosn- ingunum og við erum tilbúin að stuðla að því að koma honum í framkvæmd. Ég tel hinsvegar að þeir flokkar sem hafa verið utan stjórnarráðsins um hríð telji að það sé kominn tími til að þeir komist þangað inn, þótt ég sé annarrar skoðunar og það er kannski ekki óeðlilegt að þeir fái að spreyta sig fyrst. Svavar var spurður hvort álmálið og flugstöðvarmálið á Keflavíkur- flugvelli yrðu sett á oddinn í stjórn- armyndunarviðræðum Alþýðu- bandalagsins eins og Mogginn hefði skýrt frá í dag? Ég hef nú bara ekki lesið Morg- unblaðið í dag, en hinsvegar hljóta þessi mál að verða rædd í sambandi við stjórnarmyndun. Svavar var þá spurður hvort á þetta hefði verið lögð áhersla í viðræðum undanfarið? Pið megið ekki gleyma því að það eru engar stjórnarmyndunar- viðræður hafnar enn. Ég er til að mynda búinn að tala við forystu- menn allra flokkanna. Þar lagði ég fram samstarfsgrundvöllinn okkar og bað þá að kynna sér hann sem best, en ég legg áherslu á að engar stjórnarmyndunarviðræður eru hafnar. Loks var Svavar spurður um hvernig honum litist á Geir Hall- grímsson sem forsætisráðherra? Mér finnst nú nær að spyrja Sjálfstæðismenn hvernig þeim lítist á hann sem slíkan, ekki mig. -S.dór. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins hjá forseta íslands í gær. Hann benti blaðamönnum á að nær væri að spyrja Sjáifstæðismenn hvern- ig þeim litist á Geir sem forsætisráðherra frekar en sig! Sigríður Dúna Kristmundsdóttir þingmaður Kvennalistans sagði að ekki hefði skort pólitísk bónorð undanfarna daga. Ljósm. eik. Mildð biðlað tð okkar segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir þingmaður Kvennaframboðsins „Forseti gaf mér ýmis ráð og við spjölluðum vítt og breitt. Fundur- inn var ákaflega ánægjulegur“, sagði Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir þingmaður Kvennafram- boðsins þegar hún kom af fundi Vigdísar Finnbogadóttur síðdegis í gær. „Ég tel ekki rétt að tala um stjórnarmyndunarviðræður í fjölmiðlum áður en formlegar við- ræður hefjast“, sagði Sigríður, aðspurð um hugmyndir hennar um næstu ríkisstjórn. En nú hafið þið í Kvennafram- boðinu átt viðræður við fulltrúa annarra flokka. Eru það ckki form- legar stjórnarmyndunarviðræður? „Við höfum rætt við þá fram- boðsaðila sem hafa boðið okkur á sinn fund. Við höfum ekki boðið neina á ol^kar fund. Það er ansi mikið um að menn biðli til okkar“ Er samstjórn ykkar með Sjálfstæðis- og Alþýðuflokki hugs- anleg að þínu mati? „Um það vil ég ekkert segja". Munuð þið þrjár þingmenn Kvennaframboðsins taka einar af- stöðu um stjórnarþátttöku ykkar ef af yrði? „Kvennaframboðið hefur ekkert flokksapparat en við þrjár sem erum kjörnar munum ekki ráða því einar heldur félagar í okkar sam- tökum“. Teljið þið ykkur í stakk búnar til að taka sæti í ríkisstjórn? „Það á eftir að reyna á okkar hugvit og skynsemi“. Eru línur eitthvað að skýrast varðandi stjórnarmyndun? „Það er of snemmt að segja nokkuð um það“, sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. -Ig- Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 manudag til fostudags. Utan þess tíma er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Mmim Föstudagur 29. apríl 1983 St j órnmálaástandið: Formennirnir á fund forseta en vildu fátt segja að fundi loknum Formenn stjórnmálaflokkanna gengu í gær á fund Vígdísar Finnbogadóttur forseta Islands og ræddu við hana stjórnmálaástandið eins og það blasir nú við. Fyrstur kom Geir Haligrímsson, kl. 13.30 en síðan kom Steingrímur Her- mannsson, þá Svavar Gestsson, Kjartan Jóhannsson, Vilmundur Gylfason og loks Sigríður Dúna, sem skipaði efsta sæti kvennalistans í Reykjavík. -S.dór Vilmundur Gylfason: Skynsamlegast að segja ekkert „Ég lagði áherslu á það við for- setann, að fuiltrúi stærsta þing- flokksins fengi stjórnarmyndunar- umboðið. Þá skiptir engu hvort viðkomandi sitji innan eða utan þings“, sagði Vilmundur Gylfason formaður Bandalags jafnaðarmanna þegar hann kom af fundi forseta. Hver er staða bandalagsins í yfir- standandi stjórnarmyndunarvið- ræðum? „Mér finnst skynsamlegast að segja ekkert um það núna, né hvað er líklegast í þeim efnum. Ég legg hins vegar áherslu á að þing komi saman fljótlega," sagði Vilmundur Gylfason. -Ig. Kjartan Jóhannsson: Framsókn og íhald fara saman Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins sagði aðspurður þegar hann kom af fundi forseta, að hann teldi líklegast að Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur næðu saman um ríkisstjórnar- myndun. Hann sagðist hafa orðið var við þreifingar þar á milli og menn gætu líka lesið sér til á milli línanna hjá forystumönnum þessara flokka. -Ig- Steingrímur Hermannsson: Efnahagsaðgerðir fyrlr 1. júní nauðsyn Við ræddum um stöðu þjóðmál- anna, efnahagsmálin og ég gerði forseta grein fyrir því sem við Framsóknarmenn teljum mikil- verðast í stöðunni.. .. og hvað er það? Auðvitað niðurtalningin. Síðan ræddum við um stöðu atvinnumál- anna og sjávarútveginn og ég tel að þetta hafi verið gagnlegar alhliða umræður. Ég lagði áherslu á að mynduð yrði sterk meirihluta- stjórn sem allra fyrst. Ert þú með einhverjar hug- myndir um meirihlutastjórn? Við erum tilbúnir Framsóknar- menn að taka þátt í viðræðum um myndun meirihlutastjórnar við hvern sem er. Við Sjálfstæðisflokkinn? Já, eins og aðra. Hvað viltu segja um aðgerðir í efnahagsmálum fyrir 1. júní? Ég tel að efnahagsaðgerðir fyrir 1. júní séu nauðsynlegar hvað sem stjórnarmyndun líður. Og þá að þessi starfsstjórn sjái um það ef ekki næst að mynda meirihlutastjórn fyrir þann tíma? Ég tel það já, en ég tek fram að ég tel ekki að setja eigi bráða- birgðalög nema hreint neyðar- ástand skapist, en fari svo verður að gera það, sagði Steingrímur Hermannsson. -S.dór Höfuðatriðið er

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.