Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. apríl 1983 Húsgagna- verslun Axels Eyjólfssonar með ný húsgögn AXIS AXEL EYJÓLFSSON HUSGAGNAVERSUJN SMIDJUVEGI 9l 200 KÓPAVOGI SÍMI 91 43577 TELEX 2039 ICELAND Þetta er hið nýja framleiðslu- og Verksmiðja Axels Eyjólfssonar hf. er geysistór eða um 4000 fermetrar að fírmamerki Axels Eyjólfssonar. grunnfleti. Vegna hagræðingar og mikillar sjálfvirkni vinna þar samt Merkið er hannað af Guðbergi einungis 14 menn! Hér sýnir Eyjólfur Axelsson framkvæmdastjóri fyrir- Auðunssyni teiknara FÍT. tækisins blaðamönnum vélakostinn. AXIS-húsgögn sem hönnuð eru af Pétri B. Lútherssyni Pétur B. Lúthersson húsgagnaarki- tekt sýnir blaðamönnum nýju hillu- og skápasamstæðuna, en allar ein- ingarnar eru með svipuðu sniði og því auðveldar i framleiðslu og uppsetningu. Ljósm. eik. Eins og alir vita er kreppa í íslenskum húsgagnaiðnaði og mörg fyrirtæki sem hafa dregið saman segiin af þeim sökum. Forráðamenn húsgagnaversi- unar Axeis Eyjólfssonar ætia hins vegar að fara öðru vísi að. Þeir ætla að sækja á brattann og undanfarna mánuði hefur verið sérstakt átak í gangi með það fyrir augum að hefja útflutning á vörum fyrirtækisins. Blaða- menn fengu að kynnast nýrri tegund húsgagna sem fyrir- tækið er að hefja framleiðslu á og eru þau teiknuð af hinum kunna húsgagnahönnuði Pétri B. Lútherssyni. Það var á síðastá ári sem stjórn- endur Axels Eyjólfssonar hf. ák- váðu að hefja þróun nýrra fram- leiðsluvara og var leitað samráðs við Pétur B. Lúthersson. Pétur hefur á undanförnum árum getið sér gott orð og nægir í því sambandi að nefria Tabella-skrifstofuhúsgögnin PRAXIS borðasamstæðan er fjölbreytt og hentar til ýmissa nota. Borðin eru eingöngu úr tré, enginn málmhlutur, engin skrúfa, - verkfæri óþörf. Með þessari nýju hönnun eru eiginleikar viðarins nýttir til fullnustu og gerð borðplötunnar er nýjung, sem vekur athygli fagmanna. og Stacco-stólinn sem kynntur var á Alþjóðlegu húsgagnasýningunni í Bella Center í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum. Sagði Pétur á fréttamannafundi að sala stólsins færi nú fram í öllum heimshornum og hefur hann vakið gífurlega at- hygli. Nýju húsgögnin frá Axel Eyjólfs- syni hf. eru markaðsfærð undir nýju vörumerki, AXIS. Þar er um að ræða svefnherbergishúsgögn sem heita TAXIS, og eru úr ljósum aski, nýja tegund klæðaskápa sem kallast REXIS og eru úr dökkum viði og ljósum aski, hillu- og skápa- samstæðu sem kallast MAXIS og verður hún framleidd úr Ijósum aski og dökkum viði og síðast en ekki síst er um að ræða ljós askhús- gögn, PRAXIS, en það er borða- samstæða. Húsgögn þessi eru þannig hönn- uð að rýmið nýtist afar vel, eining- unum er raðað eftir þörfum hvers og eins og valkostirnir varðandi uppsetningu ótæmandi. Þá er at- hyglisvert að vegna góðrar sam- vinnu framleiðandans og hönn- uðar, eru þessi nýju húsgögn fram- leidd í þeim vélakosti sem fyrir er í fyrirtækinu. Húsgagnaverslun Axels Eyjólfs- sonar hf. var stofnuð fyrir 47 árum og eftir stækkun og endurskipu- lagnmgu verksmiðjunnar árið 1981 er hún ein fullkomnasta verk- smiðja sinnar tegundar á landinu. Verksmiðjan hefur sérhæft sig í framleiðslu SYRPU klæðaskáp- anna sem allir þekkja, en þar er um að ræða framleiðslu sem vakið hef- ur mikla athygli fyrir gæði og stíl- hreint útlit. AXIS húsgögnin frá Axel Eyjólfssyni hf. verða kynnt á Al- þjóðlegu húsgagnasýningunni á Bella Center í Kaupmannahöfn 4,- 8. maí næstkomandi. Er ekki að efa að húsgögnin munu vekja athygli þar enda hönnuðurinn ekki óþekkt nafn á þeim vettvangi. _ Svefnherbergishúsgögnin TAXIS eru hönnuð fyrir vandláta sem vilja hafa hlutina á réttum stað. í stað ónotaðs rýmis undir rúminu eru nú rúmgóðar skúffur sem nýtast fjölskyldunni á hagkvæman og smekklegan hátt. Nýja tegundin af klæðaskápunum, REXIS, er í baksýn, en hurðirnar leika á nýrri gerð brauta. Ný hillu- og skápasamstæða sem vekur athygli fyrir vandaðan frágang og stflhreint útlit. MAXIS er óvenjulega auðvelt í samsetningu og býður upp á fjölbreytta uppröðun. Sam- stæðuna má byggja upp á mismunandi hátt eftir smekk og þörfum hvers og eins, - alltaf má bæta við og breyta með örfáum handtökum. Mynda má hentuga skilveggi í stofu með MAXIS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.