Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 29. aprfl 1983
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Dagamunur á Héraði
Opið hús 1. maí
Alþýöubandalag Héraðsmanna gengst fyrir 1. mai dagskrá að Tjarnar-
löndum 14 kl. 15.00. Ávörp, upplestur og söngur. Kaffi og kökur á boð-
stólum.
Geriö ykkur dagamun og lítið inn. Takið söngbókina með.
Alþýðubandalagið.
Alþýðubandalagið Akureyri 1. maí
Opið hús
Á baráttudegi verkalýsins 1. maí verður opiö hús í Lárusarhúsi kl. 15.00.
Fjölbreytt dagskrá þar sem m.a. koma fram Kristín Hjálmarsdóttir formaður
löju, Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, Erlingur Sigurðarson mennta-
skólakennari og fleiri.
Á boðstólum verða kaffiveitingar. Allir velkomnir.
Stjórn ABA
Einar.
Þrjúhundruð ferðavinningar á 25.000 kr. hver, verða dregnir
út á næsta happdrættisári.
dC30
HAPPDRÆTTI '83-84
in ársmiða og flokksmiða stendur yfir.
MIÐIER
MÖGULHKI
3
3
•<
Gagnfræðaskólinn
á Höfn
2 kennara vantar. Aðalkennslugreinar
enska, íslenska og raungreinar.
Húsnæði til staðar. Upplýsingar gefur skóla-
stjóri í síma 97-8348 eða 97-8321.
Meinatæknir
óskast á Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum
frá 22. maí til 1. september 1983.
Styttri tími kemur til greina.
Vinsamlega hafið samband við skrifstofu
stöðvarinnar í síma 97-1386 fyrir 10. maí nk.
Gyða Eggertsdóttir Briem
lést 28. apríl á Vífilstöðum.
Páll Kristinn Maríusson
og vandamenn
Æskulýðsstarfið í Reykjavík:_____
Blómlegt starf í sumar
Æskulýðsráð Reykjavíkur
hefur gefið út bæklinginn
„Sumarstarf fyrir barn og
unglinga 1983“ og er honum
dreift til allra aldurshópa í
skólum Reykjavíkur
fimmtudaginn 28. apríl. í
bæklingi þessum er að finna
upplýsingar um framboð félaga
og borgarstofnana á starfi og
leik fyrir börn og unglinga i
borginni í sumar.
Starfsþættir þeir, sem boðið
verður uppá eru fyrir aldurinn 2-16
ára.' Flest atriði snerta íþróttir og
úti vist, en einnig eru kynntar reglu-
legar skemmtisamkomur ungs
Íólks. Útgjöld vegna þess arna eru
njög mismunandi, en sem dæmi
má taka tveggja vikna dagnám-
skeið fyrir 6-12 ára börn, sem Fell-
ahellir, Þróttheimar, Ársel ogTón-
abær bjóða uppá: það kostar 500
krónur. Þar starfa leiðbeinendur
með börnum og unglingum að
skipulagningu leikja og ýmiskonar
útistarfs á leikvöllum og útivistar-
svæðum. Föndur verður innandyra
í slæmu veðri. Kostnaður vegna
skoðunar- og kynnisferðir er innifal-
inn í verðinu. Bústaðir býður uppáj
sams konar dagnámskeið, nema
hvað þau standa þar í eina viku og
gjaldið er 300 krónur.
Framboðið á barna- og unglinga-
sumarstarfi er með hefðbundnum
hætti og er ýmislegt á boðstólum.
Þar niá nefna námskeið í sigl-
ingum, bæði fyrir byrjendur og
hina sem eitthvað hafa lært. Reið-
skóli Æskulýðsráðs og Fáks verður
starfræktur í Saltvík að venju og
þar verður einnig rekin hestaleiga á
laugardögum í júlímánuði. íþrótta-
og leikjanámskeið verða á ýmsum
völlum borgarinnar. Opið hús
verður á þriðjudagskvöldum í öll-
um félagsmiðstöðvum borgarinnar
og diskótek á föstudagskvöldum.
Aðgangseyrir er enginn. Þá er
einnig fyrirhugað að bjóða ung-
lingum í útivistarferðir um Reykja-
vík og nágrenni. Þetta starf verður
á miðvikudögum í Bústöðum og
Fellahelli og á fimmtudögum í
Þróttheimum, Árseli og Tónabæ.
Þá er ónefnd kynnisferð í sveit,
sem Æskulýðsráð og Samband
sunnlenskra kvenna sj á um. Dvalið
verður í þrjá daga, 6., 7. og 8. júní á
sveitaheimilum á Suðurlandi.
Dvölin er ókeypis en þátttakendur
skuldbinda sig til að veita jafnöldr-
um úr sveitinni fyrirgreiðslu í
Reykjavík. Aldur: 10-12 ára.
Verð: 300 krónur.
Vinnuskólinn verður að venju
starfræktur fyrir þá nemepdur sem
setið hafa 7. og 8. bekk grunnskóla
í borginni skólaárið 1982-83 og eiga
lögheimili í Reykjavík. Starfstími
skólans ej frá 1. júní til 1. ágúst og
daglegur skólatími 5 daga vikunnar
er frá 4—8 klst. Umsóknareyðublöð
um skólavist fást hjá Ráðningar-
stofu Reykjavíkur, Borgartúni 1,
og ber að skila umsóknum í síðasta
lagi 20. maí n.k. Allir sem sækja
um á réttum tíma og uppfylla inn-
tökuskilyrði fá skólavist.
Skólagarðar borgarinnar starfa
nú á 4 stöðum í borginni: við Holta-
veg, við Ásenda, í Árbæ og við
Stekkjarbakka. Áldur miðast við
9-12 ára börn og fær hvert þeirra
25 ferm. gróðureit og leiðsögn við
ræktun algengustu grænmetis og
blómaplantna. Það er Garðyrkju-
stjóri Reykjavíkurborgar, sem
veitir upplýsingar um garðvist, sími
18000.
Þá má nefna, að skátar starf-
rækja sumarbúðir að Úlfljótsvatni
eins og undanfarin sumur og hefst
innritun 2. maí á skrifstofu Banda-
lags ísl. skáta, sími 23190. KFUM
og KFUK í Reykjavík starfrækja
sumarbúðir fyrir börn og ungiinga í
Vatnaskógi og Vindáshlíð. Innrit-
un hófst 18. apríl að Amtmannsstíg
2b.
Foreldrar, sem hug hafa á að
hagnýta sér framboð borgarinnar
og félaganna fyrir börn sín eru
hvattir til þess að draga ekki innrit-
un þeirra. í bæklingum, sem börn-
in fá í skólanum sínum, er að finna
upplýsingar um starfið og hvar leita
má upplýsinga, en einnig er hægt-
aö snúa sér til Æskulýðsráðs
Reykjavíkur, símar 15937 og
21769.
ast
Samband eggjaframleiðenda
Heildsöluaðili fyrir egg
Á fundi Framleiðsluráðs land-
búnaðarins um miðjan mars sl. var
samþykkt svohljóðandi tillaga:
„Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins viðurkennir Samband eggja-
framleiðenda sem heildsöluaðila
fyrir egg, samkv. 36. gr. laga um
Framleiðsluráð o.fl.
Jafnframt samþ. Framleiðsluráð
lög Sambands eggjaframleiðenda
og treystir því að félagsmenn hlýti
ákvæðum þeirra. Framleiðsluráð
leggur ríka áherslu á að eggjafram-
leiðendur sameinist um uppbygg-
ingu og rekstur fullkominnar
pökkunar- og heildsöludreifingar-
stöðvar, sem fái fjárhagslegan
stuðning til að fullnægja sann-
gjörnum kröfum eggjamarkaðar-
ins og tekur leyfið gildi þegar slík
stöð hefur starfsemi sína.
Samhliða verði komið upp
skipulegri stjórn eggjaframl-
eiðslunnar svo hún fullnægi eftir-
spurn á eggjum, án þess að undir-
boð í verði þurfi til að framleiðslan
seljist. - Þá skorar Framleiðsluráð
á landbúnaðarráðherra að vinna að
því að slík stöð, ef reist verður, fái
aðstöðu til að selja egg á Keflavík-
urflugvelli og skipuleg vinna að
framgangi þess máls tengist upp-
byggingu dreifingarstöðvar eggj a“.
-mhg
Kaupmenn andvígir
A samciginlcgum stjórnarfundi
Félags matvörukaupmanna og Fé-
lags kjötverslana í Reykjavík, sem
haldinn var 12. þ.m., var samþykkt
að mótmæla harðlega þeirri á-
kvörðun Sambands eggjafram-
leiðenda og síðar viðurkenningu
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
um að setja á stofn Sölufélag
eggjaframleiðenda.
í samræmi við 36. gr. laga um
Framleiðsluráð landbúnaðarins
o.fl. r.r. 95/1981 leiðir þessi ák-
vörðun til þess að sala á eggjum til
kaupmanna verði einokuð af ofan-
| greindri stofnun, og munu félagar
áðurgreindra kaupmannafélaga
ekki sætta sig við slíkar aðferðir.
Á grundvelli þeirrar reynslu sem'
fengist hefur af svipaðri einokunar-
starfsemi hjá Grænmetisverslun
landbúnaðarins, er það mat stjórn-
armanna, að þessi ákvörðun leiði
til verðhækkunar á eggjum, þar af
leiðandi til minnkandi neyslu, sem
síðar leiði til þess, að á boðstólum
verði mun eldri egg en áður.