Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Yerðkynning Verðlagsstofnunar: Mikill verðmunur á brauðum Verðlagsstofnun undirbýr nýjar reglur um verðmerkingu brauða Út cr komin tólfta Verðkynning Verðlagsstofnunar, en hún fjallar um verð á brauðum og kökum í öllum brauðgerðarhúsum á höfuð- borgarsvæðinu - 29 alls. I könnun- inni, sem gerð var dagana 5.-8. apríl var aðeins athugað verðið, en neytendum er ætlað að leggja mat á gæði vörunnar eða þjónustu fram- leiðenda. Vissir erfiðleikar eru við að bera saman verð á vörum úr brauðgerðarhúsum, segir í verð- kynningunni, því oft eru svipuð brauð nefnd mismunandi nöfnum og þyngd á einingum er einnig mjög breytileg. Því var brugðið á það ráð að athuga þau brauðheiti, sem algengust eru, eða önnur brauð svipuð ef hin fyrrnefndu fengust ekki. Verð á smábrauðum og brauðum hefur verið umreiknað í kg verð, en verð á kökum er ein- ingaverð. Verðið í könnuninni miðast við að brauðin séu óskorin. í könnuninni kom eftirfarandi fram: 1. Odýrasta rúgbrauð kostar 13.55 hvert kg en það dýrasta 56.70. Musmunurer 318,5 prósent. 2. Verðmunur á öðrum grófum brauðum er að jafnaði yfir 100 prósent á þeim dýrustu og þeim ódýrustu. 3. Lægsta verð á brauðskurði er kr. 3 á hverju brauði en hæsta kr. 5.50. 4. Heilhveitihorn kosta um 190 kr hvert kg þar sem þau eru dýrust, eða j afnvirði eins kg af nautahakki. Lægsta verð á heilhveitihornum er 57,50 kr. hvert kg. Mismunur er um 230 prósent. 5. Þegar á heildina er litið er töluvert meiri munur að meðaltali á hæsta og lægsta verði á brauðum heldur en kökum. Ef öll brauðin, þar með talin smábrauð, hefðu ver- ið keypt þar sem þau reyndust ódýrust hefðu þau kostað 538 kr. en 1270,20 kr. þar sem þau voru dýrust, sem er 136,1 prósent hærra verð. Sambærilegar tölur hvað varðar kökur eru hins vegar 199,70 kr. þar sem þær reyndust ódýrastar og 313,10 kr. þar sem þær reyndust dýrastar og munar þar 56,8 pró- sentum. Hér er reyndar um ítrustu mörk að ræða en tölurnar sýna, að verulega má spara með verðsam- anburði og þá ekki síst á brauðum. Innkaupakörfurnar kosta mis- mikið Við birtum hér tvær töflur úr Verðkynningunni. Önnur sýnir mismunandi verð á innkaupakörf- um á brauðum og hin verð á inn- kaupakörfu á kökum. í fremri dálk sést hvað innkaupakörfurnar kosta hjá hverjum framleiðanda og í aftari dálki er gerður hlutfallslegur samanburður á þessum tölum og lægsta verð sett sem hundrað. Einnig þar kemur fram verulegur verðmunur milli einstakra brauðgerðarhúsa: 1. Odýrasta brauðkarfan var í Bernhöftsbakarí og kostaði 172,65 kr. Sú dýrasta fékkst í Nýja köku- húsinu og kostaði 266,10 kr. eða 54,1 prósent meira en sú ódýrasta. 2. Kökukarfan sem ódýrust var kostaði 230,95 og fékkst hjá Baka- ranum Leirubakka en sú dýrasta var í Kökuvali og kostaði 399,40 kr. eða 47 prósentum meira en sú ódýrasta. Nýjar reglur um verðmerkingar. VerðlagSstofnun hefur nú í undirbúningi nýjar reglur um verðmerkingar í brauðgerðarhús- um, sem ætlað er að taka gildi frá og með næstu áramótum. Helstu atriði í þessum nýju reglum eru, að auk einingaverðs, skuli getið um nettóþyngd og verð pr. kg eða 100 g á brauðum (á smábrauðum þarf þó aðeins að geta um þyngd auk ein- ingaverðs). Verðmerkingar á kök- um verða óbreyttar, þ.e. að verð- merkja skal með einingaverði. Ástæðan fyrir því að þessar nýju reglur eru settar er einföld. Eins og fram kemur í upphafi þessarar verðkynningar er þyngd á brauðum er mjög misjöfn hjá ein- stökum framleiðanda og einnig milli einstakra brauðtegunda hjá sama framleiðanda. Samanburður á verði er því vart mögulegur fyrir hinn almenna neytanda eins og málum er nú háttað. Með verðmerkingu pr. kg eða 100 gr á brauðum skapast hins vegar mögu- leikar fyrir neytendur að gera enn frekari verðsamanburð á þessari vörutegund en verið hefur, og þar með að auka á hagkvæmni inn- kaupa sinna. Verðkannanir Verðlagsstofnun- ar liggja frammi fyrir almenning í Verðlagsstofnun og hjá fulltrúum stofnunarinnar úti á landi. Þeir sem óska geta gerst áskrifendur að Verðkynningu Verðlagsstofnunar. Síminn er 27422. ast Blásaratónleikar íslensku hljómsveitarínnar: Ég hélt lengi fram hjá flautunni. . . Blásturshljóðfæri eru í öndvegi á tónleikum Islensku hljómsveitar- innar á morgun, laugardag, kl. 14. Og Sigurður Flosason leikur einleik í konsert fyrir altsaxófón og kam- mersveit, en hann er fyrstur manna til að Ijúka námi í saxófónleik frá Tónlistarskólanum. Þá er og frum- flutt nýtt verk á tónleikunum eftir Karolínu Eiríksdóttur. Sigurður Flosason lærði á flautu frá barnsaldri, en undanfarin 2-3 ár hefur hann einbeitt sér að saxó- fóninum. Vegna hvers? Ég var heillaður af þessu hljóðfæri snemma og hélt lengi vel fram hjá flautunni með því að stunda saxó- fóninn - flautan átti víst ekki nógu vel við mig, segir hann í stuttu við- tali. - Nú þykir saxófónninn ekki nógu virðulegt hljóðfæri? - Mikið rétt, það eru allskonar fordómar á kreiki tengdir því, að saxófónar heyrast oftast í jass- hljómsveitum. En það er í fyrsta lagi alrangt, að lítið hafi verið skrif- að fyrir saxófón. Það hefur verið gert töluvert af því og ekki minna líklega en fyrir t.d. fagott. Munur- inn er sá, áð saxófónninn á sér ekki fastan sess í sinfóníuhljómsveit Sigurður Flosason: fyrsti saxófón- leikarinn frá Tónlistarskólanum. eins og t.d. fagott. En það er mikið til af kammermúsík þar sem saxó- fónninn gegnir einleikshlutverki. Nú á ég að spila concertion eftir Ibert og þá halda menn strax að þarna séu „jassáhrif“ á ferð. En það er líka rangt. Þetta er glettið og gáskafullt verk, létt verk en ekki léttvægt, einhversstaðar á mörkum impressjónisma og nýklassíkur. Æðri og lægri músík? Hugmyndir manna um æðri og lægri tónlist eins og það heitir hafa reyndar verið mér mjög hugstæðar - og mitt hljóðfæri kemur skemmtilega inn í þá undarlegu og óþörfu deilu. Kannski er það mín köllun í lífinu að sýna íslendingum fram á tilverurétt hins klassíska saxófóns - um leið og skorið er utan af fordómum manna í garð jasstónlistar. Ég hefi, sagði Sigurður Flosa- son, að lokum, spilað sem auka- maður með Sinfóníunni, og ég hefi spilað jass með hinum og þessum út um borg og bý. Ég er að ljúka stúdentsprófi við MH um leið og prófi við Tónlistarháskólann og ég hefi sótt um skólavist við músík- skóla ágætan í Indiana í Bandaríkj- unum.... Fyrir utan Concertiono Iberts og hins nýja kammersveitarverks Karolínu Eiríksdóttur eru á dag- skrá tónleikanna tvö verk eftir hol- lenskt sautjándualdarskáld, Jakob van Eyck (einleikari Camilla Sö- derberg), Svanurinn frá Tuonele eftir Sibelius (einleikari Daði Kol- beinsson) og japanskt flautuverk eftir Kojo Nakamura (einleikari á sjakutatsji-flautu er Kenichi Tsukada). -áb Stúdentar við Hl styðja Alusuisse Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður veitir viðtöku 93 krónum og 55 aurum sem stúdentar hafa undanfarnar vikur safnað til styrktar Alusuisse. Það er Ólafur Sigurðsson sem afhendir aurana fyrir hönd nemenda en upphæðin nægir til að greiða hvorki fleiri né færri en 700 kflówattstundir. Ljósm.: —Atli. Stúdentar við Háskóla íslands stóðu fyrir athöfn fyrir framan aðalbyggingu Háskólans síðast- liðinn miðvikudag. Þar afhenti Ólafur Sigurðsson Jóni Oddssyni hæstarréttarlög- manni og einum stofnenda samtak- anna Ný sjónarmið 93 krónur og 55 aura en stúdentar hafa undanfarn- ar tvær vikur staðið fyrir umfangs- mikilli söfnun til styrktar Alu- suisse. Við afhendinguna hélt Ólafur smá ræðustúf þar sem hann greindi frá þeim áþreifanlega vel- vilja sem stúdentar hafa sýnt Alu- suisse við söfnun þessa. Peningarn- ir sem afhentir voru fara létt með að greiða 700 kílówattstundir. -hól. Hallbjörn Hjartarson, sendir frá sér Kántrý II, plötu með kúrekasöngv- um. Hallbjörn Hjartarson: Ný kántrýplata Kántrýsöngvarinn og lagahöf- undurinn Hallbjörn Hjartarson sendir nú frá sér þriðju sóló-plötu sína, sem hann kallar Kántrý II. Fyrsta platan sem Hallbjörn söng inn á var gefin út af S.G. hljómplötum og hét hún - Hall- björn syngur eigin lög - Sú plata seldist fljótlega upp víðast hvar um landið. 2 ár eru síðan síðasta plata hans kom út sem hét - Kántrý - Sú plata varð strax mjög vinsæl og seldist í tveim upplögum og hefur verið ó- fáanleg síðan. En Hallbjörn er ekki alveg hætt- ur, því nú sendir hann frá sér, eins og fyrr um getur, þriðju sóló-plötu sína, sem hefur að geyma 10 lög eftir hann sjálfan og tvö lög eftir hinn vinsæla laga- og textahöfund Jóhann G. Jóhannsson. Á Kántrý II koma fram ýmsir landskunnur hljóðfæraleikarar sem erlendir. Útsetningu annaðist Sigurður Rúnar Jónsson ásamt Hallbirni sjálfum, sem hafði yfir- umsjón með gerð plötunnar í smáu og stóru. Upptaka fór fram í Stúdíó Stemmu. Utgefandi er HJH hljómplötur. Út verður gefið smáupplag af Kántrý I fyrir þá sem hefðu áhuga á að eignast báðar plöturnar saman, verður því upp- Íagi dreift með Kántrý II. Framkvæmda- stjóri búvöru- deildar SÍS Magnús G. Friðgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdast j óri Búvörudeildar SÍS frá og með næstu áramótum, en þá lætur Agnar Tryggvason af störfum vegna aldurs; Agnar hefur starfað hjá SÍS síðan 1947. Magnús G. Friðgeirsson er samvinnuskólagenginn og hefur starfað að sölumálum hjá Sjávarafurðadeild SÍS. MagnúsG. Friðgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.