Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓtJVILJINN Föstudagur 29. apríl 1983 heimurinn Ámi Bergmann skrifar um leikhús Leiksmiðja Menntaskólans við Hamrahlíð Ætt í óðindælu Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Spunaleikur heitir þetta víst og getur margt gerst áður en lýkur og einatt erfitt að átta sig á forsendum fyrir þeim sveiflum sem framganga leikaranna tekur. En kannski væri réttast að segja sem svo, að flutt hafi verið mannkynssaga fyrir byrj- endur. Leikendurnir ungu hituðu sig upp með góli og herfilegum látum aftur úr forsögu, síðan hittu þeir fyrir völvu eina og sáu hjá henni eld og bók og skart og hús- gögn. Upp frá því hættu þeir að urra en fóru að tala. Bilið frá forn- eskjunni til nútímans var svo brúað með handahófskenndum glósum úr sögubókum. - mjög í þeim anda sem lýst er hjá Shakespeare á þá leið, að sagan sé mejningarleysa úr munni fífls. Taka nú leikendur undir sig stökk inn í nútímastáss- stofu og svalla þar um stund í mat, drykk og holdi um leið og þeir fóru með nokkuð svosúrrealiskan texta, að verulegu leyti saman settan úr ljóðum góðskálda eins og Dags Sigurðarsonar, Sigfúsar Daða- sonar og T.S. Eliots. Upp var staðið með það í nesti að til lítils væri unnið á langri villp- ferð mannfólksins og kannski ekki svo mikil eftirsjá í heimsslitum þeim sem Eliot hefur formúlerað: svona ferst heimurinn - ekki með hvelli heldur snökti, ekki með gný heldurstunu. En það varlokahögg- ið frá leiksmiðju þessari. Spunaviðhorf eru nú útbreidd og taka ekki hvað síst mið af því, að það skipti einna mestu í listinni, að þeir sem hana iðka verði fyrir magnaðri reynslu, skemmti sjálf- um sér. Sem er kannski ekki lakara markmið en að reyna að skemmta öðrum, sem eins gætu reynst mestu vanþakklætisskepnur. Og rétt er það, að hinir ungu Hamrahlíðar- menn hafa sjálfsagt haft bæði gagn og gaman af samstarfi sínu við Rúnar Guðbrandsson. Þeim hefur dottið ýmislegt sniðugt í hug í sam- einingu, og þeir sýndu það oftar e'n tvisvar og oftar en þrisvar að þeir gátu skapað sérstæð og nokkuð mögnuð áhrif. Ég nefni sem dæmi þegar tvær stúlkur þjarma að sveini ungum, sem þær kalla Loft (enda hefur hann manna mest gluggað í bókum eins og Galdra-Loftur). Eða leiðindastunur eftir partí sem ekki tekst að hressa upp á, hve langt sem er seilst til upplífgandi tildragelsa. Reyndar var seinni hluti leiksins - partí með nútímaljóðum, miklu sjálegri og hugkvæmari en fyrri hlutinn. Forneskjugólið og upphaf tungu og siðmenningar (stúndum var reyndar eins og skopast væri með hugmyndir Alexanders Jó- hannessonar um uppruna tungu- máls) voru ansi þreytandi, gott ef ekki leiðinlegar beinlínis. Eitt er það sem gestur á mennta- skólaleikjum verður var við í vetur: sýningarnar geta verið misjafnar vitaskuld, en það má illa til takast ef ekki er í þeim einhver skemmti- legur neisti. En áhugi nemenda skólanna sýnist með daufasta móti -þótt ekkert ætti að vera eðlilegra í forvitninni en að skoða hvernig þau Dóri og Gunna standa, sig, hvort sem er í sígildum Gaídra- Lofti eða spánýrri spunamennsku. Síðasta sýning á ætt í óðindælu er í kvöld. 1. maí Fjölbreytt hátíðar- dagskrá í Borgamesi Hátíðahöld stéttarfélaganna í Borgarnesi 1. maí eru fjölbreytt að vanda og hefjast þau í Hótel Borg- arnesi kl. 13.40. Dagskráin verður þessi: Lúðrasveit Borgarness leikur. Stjórnandi: Björn Leifsson. Sam- koman sett: Sigrún D. Elíasdóttir, formaður 1. maí - nefndar. Ræða: Þóra Hjaltadóttir, forseti Alþýðu- sambands Norðurlands. Róbert Arnfinnsson og Skúli Halldórsson skemmta. Álafosskórinn syngur. Stjórnandi: Páll Helgason. Gam- anvísur: Geir Björnsson. Undir- leikari: Bjarni V. Guðjónsson. Ávörp fulltrúa stéttarfélaganna. Jón Agnar Eggertsson Verkalýðs- félagi Borgarness. Jón Finnsson, Verslunarmannafélagi Borgar- ness. Kl. 14 er börnum boðið á kvik- myndasýningu í samkomuhúsinu. 1. maí kaffi verður í Snorrabúð að loknum hátíðarhöldum. Merki dagsins verða seld og er fólk hvatt 'til að kaupa merki. Svona ferst »> „Eina leiðin til að aukafylgifloklcsins á ný er að halda uppi nógu einarðri vinstri línu og skilja sigþannigfrá kerfisklifrurum og miðjumoði. “ Vinstristefna - ekki kerfisvörn Greinarhöfundar voru í upp- hafi þessa kosningaslags einir af mörgum sem ákváðu með nokkr- um semingi að kjósa Alþýðu- bandalagið. Það er einsog kosn- ingum fylgi einhver skrítinn gald- ur, og þegar á leið vorum við farnir að líta á „okkar menn“ eins og íslenska landsliðið í fótbolta. Afram Svavar! Oh, alltaf klúðrar Garðar fyrir opnu marki! Æsing- urinn kom þó ekki í veg fyrir að leikaðferðirnar væru ígrundaðar. Þessari grein er ætláð að vera einskonar íþróttagagnrýni á kosningabaráttu Alþýðubanda- lagsins. Þegar á leið slaginn varð meg- ineinkennið í málflutningi flokks- ins stöðug og sífelld aðvörun til kjósenda gegn hægriöflunum, „hættunni til hægri“, „framsókn afturhaldsins". Nú má vera að full ástæða hafi verið til slíkrar aðvörunar. En í þessum darraðardansi týndist allt annað, öll stefnumið flokksins, allt það sem við töldum okkur vera að kjósa. Þetta var ennþá óviðkunn- aniegra vegna þess að þessi sami heimsendasöngur hefur verið kyrjaður fyrir hverjar kosningar frá 1974. Þessi baráttuaðferð er í eðli sínu neikvæð, og felst í að hræða kjósendur til fylgis við sig. Þegar til lengdar lætur getur hún haft slæm áhrif fyrir vinstriflokk. Kjósendur hætta að trúa hrópinu: úlfur, úlfur! Jákvæð kosninga- barátta væri að höfða til skynsemi kjósenda og halda að þeim sínum eigin stefnumálum. Koma fram sem flokkur í sókn en ekki sem verjandi hins óbreytta ástands. Álþýðubandalagið stendur um þessar mundir frammi fyrir alvar- legu ástandi í íslenskum efnahags- og stjórnmálum, kreppu og upplausn. Það verður að leggja til raunhæfrar lausnir, og róttækar. í viðleitni sinni við að móta slíkar lausnir má flokk- urinn ekki falla í sömu gryfju og krataflokkar annarra norðurevr- ópulanda hafá gert, að verja kerf- ið frammí rauðan dauðann, kerfi sem það hlýtur að vera á móti í eðli sínu. Vilmundur og verslunarráðin Árásirnar á kerfið koma nú fyrst og fremst úr tveimur öðrum átt- um en frá vinstri. í fyrsta lagi úr herbúðum markaðshyggjunnar, frá verslunarráðum og leiftur- sóknarliði. í öðru lagi fráupp- reisnarmönnum á miðju, Vil- mundi og slíkum, sem reyna að virkja óánægju og hræðslu smá- borgara og millihópa.Þótt vinstr- imenn telj i sig á ýmsan hátt höf- unda jákvæðra þátta í því „vel - ferðarsamfélagi“sem við höfum búið við, er engin ástæða til þess að loka augunum fyrir að þessi árásaröfl hafa við eitt og annað að styðjast í gagnrýni sinni. Vilmundur og félagar hafa tölu- vert til síns máls þegar þeir ráðast að spillingu og samtryggingu í stirnuðu stjórnkerfi, þótt lausnir þeirra séu fyrir neðan allar hell- ur. Flokkar einsog Alþýðu- bandalagið á að fagna slíkri gagn- rýni og taka undir hana. Þetta sama hafa vinstri menn verið að segja lengi. Alþýðubandalagið á líka að gera hreint fyrir sínum dyrum. Það hefur hinsvegar farist fyrir, og er ef til vill erfitt. Hver er til dæmis stöðuveitingapólitík ráðherrasósíalismans? Ætli það sé ekki ansi áberandi skoðun að fyrst hinir hygla sínum, eigum við að gera það líka. Markaðshyggjumenn hafa líka rétt fyrir sér að einu leyti. Við þær kreppuaðstæður sem nú ríkja eru aðeins tvær leiðir færar. Önn- ur er þeirra hægrileið sem kann að gefa góðan árangur í hag- skýrslum þótt sá árangur birtist ekki í búreikningum allraheim- Möröur Árnason og Þröstur Haraldsson skrifa ila. Hin leiðin er róttæk vinstri leið og felst í uppskurði á sjálfum grundvelli hagkerfisins og upp- stokkun valdahlutfalla í samfé- laginu. Miðjumoðið er ekki til neins. Þessari gagnrýni frá hægri ber þessvegna einnig að fagna. Hún gefur vinstrimönnum tæki- færi til að halda fram sínum eigin leiðum og ætti að geta orðið til þess að opna augu almennings fyrir því að hægri og vinstri eru ekki bara raunveruleg hugtök, heldur einnig einu pólitísku kost- irnir. Ekkert íhaldsmakk Það er ekki ástæða til að vera beinlínis óánægður með kosning- aúrslitin. En það er ekki ástæða til að vera ánægður með þau. Al- þýðubandalagið hefur tapað fylgi. Ein af ástæðunum er talin tilkoma kvennalistanna. En til- koma kvennalistanna er að nokkru leyti sök Alþýðubanda- lagsins. Flokkurinn hefur ekki framfylgt nógu harðri vinstri- stefnu, hvorki í jafnréttismálum né öðrum. Honum hefur ekki tekist að verða sá vegvísir að breyttu samfélagi sem skapar um sig samfylkingu hinnaýmsu upp- reisnarhópa. Lokaniðurstaða okkar er sú að eina leiðin til að auka fylgi flokksins á ný sé að halda uppi nógu djöfull einarðri vinstrilínu, og skilja sig þannig frá kerfisklifrurum og miðju- moði! Eitt er þó eftir alltsaman gott við hatramman hræðsluáróður Alþýðubandalagsins gegn „hætt- unni frá hægri“. Það hefur skuld- bundið sig gagnvart kjósendum sínum til að hafa að engu þær hugmyndir sem 2. maður G- listans í Reykjavík setti fram í sjónvarpi að kosningum loknum. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn kemur ekki til greina. Það er furðulegt , að heyra formann Dagsbrúnar hafa slíkar hugrenn- ingar uppivið. Honum og öðrum forystumönnum flokksins væri nær að efla verkaýðshreyfinguna og sjálfstætt frumkvæði almenn- ings gegn hægriöflunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.