Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 7
Fðstudagur 29. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Hin grófu brot Sovétríkjanna
á sænskri landhelgi eru
tilræði við samskipti
Svíþjóðar og Sovétríkjanna,
sagði Olof Palme
forsætisráðherra Svíþjóðar á
þriðjudag, er hann bar fram
mótmæli sín til sendiherra
Sovétríkjanna í Stokkhólmi
vegna kafbátasiglinga
Sovétmanna í sænskri
landhelgi. Mótmælin voru
borin fram í kjölfar þess að
stjórnskipuð nefnd lagði
fram niðurstöður kannanna
á ferðum sovéskra kafbáta í
sænska skerjagarðinum s.l.
haust.
Samkvæmt skýrslunni voru 6 sov-
éskir kafbátar í sænska skerja-
garðinum við Horsfjörð í október
s.l., þar af 3 dvergkafbátar sem
geta skriðið á botninum með belt-
um og gengið á land. Dvergkafbát-
ar þessir eru nýjung sem ekki var
vitað um áður og er talið að dverg-
kafbátar þessir, sem bera 2 menn,
séu m.a. til þess smíðaðir að senda
hryðjuverkamenn á land til þess að
eyðileggja mikilvægar fjarskipta-
og stjórnstöðvar andstæðingsins í
stríði.
- Ég fæ ekki séð hvernig sá
ávinningur sem Sovétmenn telja
sig hafa af því að brjóta sænska
landhelgi geti vegið á móti þeim
skaða sem þessi ólöglega starfsemi
hefur á samskipti landa okkar,
Sovcskur dvergkafbátur. Opinberlega eru slíkir kafbátar kallaðir björgunartæki, sem ekki hafi sérstakt hernaðarlegt gildi. Þeir hafa tveggja manna
áhöfn, einn hreyfd og beltishjól sem gera honum kleift að skríða á botninum. Dvergkafbátar eru fluttir á milli staða með móðurkafbát, og með þeim má
fara á land tii að vinna skcmmdarverk.
Sovéskir kafbátar í sænskri landhelgi:
TP«1 ~9C • •~>c o •~*c
l ilræði við inðar-
viðleitni Svíþjóðar
Olof Palme forsætisráðherra og Lennart Bodström utanríkisráðherra á
blaðamannafundi þar sem þeir kynntu niðurstöður kafbátancfndarinnar.
sagði Olof Palme. Á alþjóðlegum
vettvangi mun þetta efla hinn and-
sovéska áróður. Þar geta Rússarnir
sjálfum sér um kennt. Haldi þessar
kafbátasiglingar áfram mun
skapast mjög alvarlegt ástand. Þá
verður Svíþjóð að grípa til vopna
gegn kafbátum á viðkvæmum haf-
svæðum til þess að staðfesta hlut-
leysisstefnu sína. -
Þá sagði Olof Palme að atburðir
þessir hefðu raskað því trausti sem
hann bæri til sovéskrar utanríkis-
stefnu, en hann vildi þó ekki draga
þá ályktun að Sovétríkin væru með
kafbátasiglingum sínum að undir-
búa styrjöld gegn Svíþjóð.
Brot á
alþjóðarétti
Þessi yfirlýsing Olof Palme, sem
og mótmæli þau sem hann flutti
Sovétstjórninni, þykja óvenju
harðorð, og fylgir það fréttum að
algjör eining hafi verið meðal
sænsku stjórnmálaflokkanna um
þessa afstöðu.
í mótmælasendingu sænsku
stjórnarinnar segir m.a. að land-
helgisbrot sovéskra kafbáta séu
brot á alþjóðarrétti, sem allar
þjóðir hafi sameiginlegar skyldur
og hagsmuni af að standa vörð um.
Segir stjórnin að landhelgisbrotin
hafi verið „liður í skipulögðum og
ólögmætum tilraunum til þess að
kanna sænskt hafsvæði“.
í skýrslu kafbátanefndarinnar
kemur fram, að umferð sovéskra
kafbáta um sænska landhelgi hafi
að öllum líkindum aukist á árinu
1982, eftir að „Whisky“-
kafbáturinn svonefndi strandaði í
skerjagarðinum í Karlskrona
haustið 1981.
Áfall fyrir
friðarstarf Svía
Þykir Svíum þetta að vonum ó-
maklegt, sérstaklega með tilliti til
þess að Olof Palme og sænskir jafn-
aðarmenn hafa á síðata ári lagt
mikla vinnu í að móta nýjar hug-
jnyndir í öryggismálum, er verða
mættu til að breyta hugsunarhætti
ógnarjafnvægisins og vígbúnaðar-
kapphlaupsins og skapa nýja val-
kosti í öryggismálum er byggi á
gágnkvæmum trúnaði með kjarn-
orkuvopnalausum svæðum á Norð-
urlöndum og í Mið-Evrópu.
Slík viðleitni, sem Sovétríkin
hafa í orði kveðnu lýst sig hliðholl,
krefst þess að stórveldin sýni vilja
sinn í verki með því að virða land-
helgi fullvalda og hlutlausra ríkja,
og það er einmitt í þessu atriði sem
hin sovésku landhelgisbrot hafa
valdið hvað mestum vonbrigðum.
Dvergkafbátar
Þær upplýsingar kafbátanefnd-
arinnar, að Sovétmenn hafi notað
botnskreiða dvergkafbáta sem eru
bæði knúðir beltum og skrúfum,
munu sjálfsagt vekja hvað mesta
athygli meðal hernaðarsér-
fræðinga.
Ekki er vitað til þess áður að Sov-
étmenn hefðu yfir slíkum tækjum
að ráða. Samkvæmt skýrslunni var
kafbátaheimsóknin í Horsfjörðinn
s.l. haust liður í könnun á tiltölu-
lega stóru svæði í sænska skerja-
garðinum. í þessari könnun tóku
þátt 3 kafbátar af hefðbundinni
gerð og 3 dvergkafbátar með 2
manna áhöfn hver. Telur nefndin
að líkur bendi til þess að einn
dvergkafbátanna hafi farið lang-
leiðina inn í höfnina í Stokkhólmi í
september, en talið er að lengst af
meðan kafbátaleitin stóð yfir, eða
frá 1.-12. október hafi a.m.k. einn
dvergkafbátur verið inni á hinu af-
markaða svæði á Horsfirði. Ástæð-
an fyrir því að hann komst undan er
hins vegar talin sú, að sænski her-
inn vissi ekki að um dvergkafbát
var að ræða, sem getur skriðið á
botni og farið um miklar grynning-
ar án þess að sjást.
Sönnunargögn
Sönnunargögnin sem kafbáta-
nefndin leggur fram fyrir að um
slíka kafbáta hafi verið að ræða eru
m.a. spor sem beltiskafbátarnir
hafa skilið eftir sig á sjávarbotnin-
um, hljóðupptökur, botnför eftir
stærri kafbátaogallmargirsjónar -
vottar af útsýnisrörumkafbáta upp
úr yfirborði sjávar.
Hvernig vita menn þá að kafbát-
arnir voru sovéskir?
- Kafbátur þarf ekki að stranda
til þess að við vitum hvaðan hann
kemur, sagði Sven Anderson fyrr-
verandi varnarmálaráðherra og
formaður kafbátanefndarinnar. -
Við höfum enga áþreifanlega hluti
af kafbátunum í höndunum, en
samanlagðar athuganir okkar sýna
ótvírætt að kafbátarnir tilheyra
Varsjárbandalaginu, og þar sem
vitað er að Sovétmenn hafa 45 kaf-
báta á Eystrasalti á meðan Pólverj-
ar eiga 4 og A-Þjóðverjar enga, þá
gefur það auga leið að bátarnir
hafa verið af sovéskum uppruna.
Hlutverk Eystrasalts
í hernaði
í skýrslu kafbátanefndarinnar er
á það minnst að hernaðarlegt hlut-
verk Eystrasaitsins hafi breyst með
breyttri hernaðartækni, og að
Eystrasaltið sé nu orðið hluti af
nrun stærri stríðsvettvangi er nái
yfir öll Norðurlondin og hugsan-
lega N-Atiantshafið. Segir í skýrsl-
unni að áhugi Sovétmanna á sæn-
ska skerjagarðinum verði ekki
skýrður nema í slíku samhengi auk
þess sem mikill liluti viðgerðar-
þjónustu sovéska flotans fari ein-
mitt fram á Eystrasalti.
Sænska dagblaðið Dagens Ny-
heter segir í leiðara á miðvikudag
um kafbátamálið:
„Sovétmenn gátu vart sýnt fyrir-
litningu sína á smáríki með greini-
legri hætti. Þannig hagar þá það
stórveldi sér, sem ásamt með
Bandaríkjunum ber höfuð-
ábyrgðina á öryggi og lífsafkomu
okkar heims.
Hin lofsverða viðleitni Palme-
nefndarinnar til þess að bjóða upp
á uppbyggilegri valkost til friðar en
ógnarjafnvægið, krefst nýrrar
grundvallarafstöðu frá hendi So-
vétríkjanna. Eftir tilraunir sínar til
þess að vinna málstað nýrrar al-
þjóðlegrar friðarsamstöðu fylgi,
hlýtur Olof Palme að finna sig svik-
inn af framferði Sovétríkjanna".
Blaðið endar leiðara sinn á að
krefjast aukins framlags til sænskra
varna á friðartímum, jafnframt því
sem það hvetur stjórnina til að
kæra framferði Sovétmanna fyrir
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna,
„því stórveldum ætti líka að skilj-
ast, hvenær þau hafa gengið of
langt. ■
Opinberlega hefur Sovétstjórnin
svarað ásökunum sænsku stjórnar-
innar með því að neita að um so-
véska kafbáta hafi verið að ræða.
ólg.
Nuddnámskeið
NUDDARAR OG ÁHUGAFÓLK
Bandaríski nuddkennarinn
JOSEPH MEYER MT
heldur6 vikna nuddnámskeíð sem byrjar 9. maí
1983.
Nuddnámskeiðin eru tvenns konar: námskeið í
sænsku vöðvanuddi fyrir byrjendur og fram-
haldsnámskeið í djúpnuddi Wilhelm Reich fyrir
nuddara.
Joseph Meyer MT er einnig með einkatima í
nuddmeðferð.
Nánari upplýsingar i síma 12980 milli kl. 13 og
18.
TAKMARKAÐUR FJÖLDI
Ath. Kynningarfundur að Bárugötu 11, laugar-
daginn 30. apríl kl. 18.
/MÐG/4RÐUR