Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 29. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Tilboð Alþýðubandalagsins til annarra flokka um
aðgerðirtil varnaratvinnuleysi, og um alhliða framfar-
ir í landinu.
Samstarfsgrundvöllur
„Næstu 5 ár starfi
sérstakur sjóöur—
íbúöirfyrir ungt
fólk—sem
fjármagni hóflegt
húsnæöi fyrir ungt
fólk og þá sem eru
aötryggja sér
húsnæöi í fyrsta
sinn“.
„Grundvallar-
f orsendurí
efnahagsstefnu
Alþýöubandalags-
inseru: Full
atvinna. Verndun
kaupmáttar.
Jafnari lífskjör“.
„Bannaö veröi meö
lögum aö geyma
eöa f lytja
kjarnorkuvopn um
ísland, lofthelgi
landsins og
fiskveiöilögsögu.
Alþingi álykti um
aöild Islandsaö
kjarnorkuvopna-
lausu svæöi
Noröurlanda“.
Alþýðubandalagiö fór nýja leið í
kosningabaráttunni að þessu sinni, í því, að
flokkurinn lagði ekki eingöngu áherslu á
sínaeiginstefnu;
Samhliða henni var lagður fram
„samstarfsgrundvöllur" en í honum er að
finna samstarfstilboð Alþýðubandalagsins til
annarraflokka. Þessi samstarfsgrundvöllur
var kynntur fyrir kosningar og því gátu
kjósendur vitað hvað Alþýðubandalagið
segði eftir kosningar, áður en þeir ákváðu
hvort þeir kysu flokkinn eður ei.
Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þessu
atriði nú þegar hefðbundnar „þreifingar" í
kjölfar kosninga eru hafnar og vangaveltur
miklar uppi um það hver „fari“ með hverjum.
Samstaða um málefni er það sem öllu skiptir
þegarflokkarfarasaman ístjórn.
Alþýðubandalagið er, líktog aðrirflokkar,
reiðubúið til að taka þátt í
stjórnarmyndunarviðræðum við hvern sem
er. En komi til einhverra viðræðna verður
samstarfsgrundvöllurinn það sem
Alþýðubandalagið leggur fram. Því er ekki úr
vegi að birta hér meginatriðin úr þessum
samstarfsgrundvelli, sem einn af öllum
kosningaplöggum nýliðinnar
kosningabaráttu heldur gildi sínu
éftirkosningar:
I. Vörn gegn atvinnuleysi
og veröbólgu —
Sókn til betri lífskjara
1. Samræmt verðbólguviðnám —
Víðtækt skipulagsuppgjör
• Grundvallarforsendur í efnahagsstefnu
Alþýöubandalagsins eru:
- Full atvinna
— Verndun kaupmáttar
- Jafnari lífskjör
• Verðbólgaereittalvarlegastaefnahagsvandamál
íslendinga. Veröbólgan er fjölþætt vandamál.
Varanlegur árangur krefst margslunginna
aögerða.
• Einhliöa aögeröir eru ætíö á kostnað launafólks.
- Framsóknarflokkurinn boöar niöurtalningu
launa, sem rýrir kaupmátt.
- Sjálfstæöisflokkurinn vill leiftursókn, sem
skapar atvinnuleysi.
• Viö höfnum slíkum stefnumiðum. Þau auka
óréttlæti og reynast til lengdar árangurslaus í
baráttu gegn verðbólgu.
• Alþýöubandalagið leggurtil samtengingu allra
þátta hagkerfisins í baráttunni gegn
verðbólgunni.
- bætta verðlagsstjórn
- aukna framleiðslu og verðmætasköpun
- traustan ríkisbúskap
- jafnvægi i gjaldeyrismálum
- þak á erlendar skuldir
- ódýrari innflutningsverslun
- niöurskurö milliliöakostnaðar
- eflingu sparnaðar
- nýjan vísitölugrundvöll
- skipulagsbreytingar í atvinnuvegunum
- markvissa fjárfestingu
- raunhæfar rekstrareiningar í öllum
atvinnugreinum.
• Samræmd áætlun um aðgerðirog
skipulagsuppgjör á öllum sviðum hagkerfisins er
eina leiðin til að ná varanlegum árangri í baráttu
gegn verðbólgu.
2. íslensk atvinnustefna — full atvinna
• Áætlun gerð um virka atvinnumálastefnu sem
tryggir ákveðinn fjölda nýrra starfa á árí.
• Kaupum íslenskt — eflum hlutdeild íslenskrar
framleiðslu á heimamarkaði.
• Bætt verði rekstrarstaða fmmvinnslugreina.
• Nýsköpun í iðnaði — þróun matvælaframleiðslu
• Efling smáiðnaðar
• íslensk orkunýtingarstefna
• Aukin fjölbreyttni í landbúnaði
• Samræming veiða og vinnslu
— aflstýríng og betri gæði í framleiðslú
sjávarafurða.
— fullvinnsla afurða.
• Útflutningsátak - styrking markaðsöflunar
Allt sölukeifi afurða innanlands og erlendis verði
tekið til endurskoðunar.
• Innflutningsaðhald
— gegn sóun milliliðanna
— stöðvun ólöglegra umboðslauna
• Lýðræði á vinnustað
— lögfestur veröi réttur launafólks til ákvarðana
og umfjöllunar - bæði í opinberum fyrirtækjum
og einkafyrirtækjum.
II. Félagslegur
jöfnuður
• Megináherslur í launamálum:
- Afkomutrygging
- Kjarajöfnun
— Stytting vinnutímans, 40 vinnustundir á viku
nægi til lífsframfæris
• Bætt aðstaða kvenna
— Raunhæft launajafnrétti
- Afkomutrygging einstæðra foreldra
— Lenging fæðingarorlofs
• Búsetujöfnuður
Lækkun hitunar- og orkukostnaðar almennings,
m.a. með hækkunum á raforkugreiðslum frá
álverinu.
Ákveðnir þjónustuþættir flytjist nær
landsbyggðinni.
• Félagslegar framkvæmdir
- í þágu aldraðra
- í þágu fatlaðra.
• Afnám tekjuskatts af lægstu tekjum, hert barátta
gegn skattsvikum
• Jafnrétti í menntunar- og menningarmálum "
- Lögð verði áhersla á endurmenntun og
starfsþjálfun
— Félagsmálafræðsla á vettvangi
verkalýðssamtakanna verði efld
- Sett verði lög-um framhaldsskóla
- Öflugt ríkisútvarp í þágu allra landsmanna
• Heilbrígðismál á félagslegum grunni
Heilbrigðisþjónustan verðl áfram á félagslegum
grundvelli. Hún verði varin
- fyrir niðurskurði afturhaldsins, en stuðlað að
aukinni hagkvæmni og skýrari reglursettar
um fjármögnum
— Heilsurækt og heilsugæsla njóti forgangs í
heilbrigðisþjónustu á komandi árum.
III. Framfarir
í húsnæöismálum
• fbúðir fyrir ungt fólk
Næstu 5 ár starfi sérstakur sjóður - „fbúðir fyrir
ungt fólk" — sem fjármagni hóflegt húsnæði fyrir
ungt fólk og þá sem eru að tryggja sér húsnæði í
fyrsta sinn. Fjármagn sjóðsins komi með auknu
framlagi lífeyrissjóða, með lögbundinni þátttöku
bankakerfisins í húsnæðislánakerfinu og sérstakri
tekjuöflun í þessu skyni.
• Ný eignaform
- kaup/leigusamningar
- hlutaeign
• Húsnæðislán verði greidd út í tvennu lagi
• Félagslegar íbúðabyggingar
Þriðjungur íbúða verði á félagslegum vettvangi
- íbúðirfyriraldraðra
- leiguíbúðir
- námsmannaíbúðir
• Aukin hlutdeild byggingarsamvinnufélaga
þannig að byggðar verði fleiri minni ódýrar
íbúðir.
IV. Endurskipulagning
stjórnkerfisins
• Fækkun og sameining ríkisstofnana til spamaðar
— endurskipulagning 5 stofnana á ári hverju
- Seðlabankinn endurskipulagður
• Framkvæmdastofnun lögð niður—
byggðasjóður á nýjan grundvöll
• Samræming fjárfestingarlánasjóða — Einföldun
bankakerfisins
• Tímabundin ráðning forstjóra ríkisstofnana,
ráðuneytisstjóra og annarra forstöðumanna
opinberra stofnana
V. Auölindir
og umhverfi
• Auðlindir séu þjóðareign
• Nýting orkulinda - islenskt forræði
• Hálendisfriðun — Lögvemduð umgengni í
óbyggðum
• Skipuleg landnýting
— gróðurvemd
— landgræösla
— skógrækt
• Stjórn umhverfismála verði sameinuð
VI. Friðarbarátta —
utanríkismál
• Frysting vígbúnaðar
Stöðvuð verði öll endurnýjun á
— vígbúnaði
- tæknibúnaði og
— annarri hernaðaraðstöðu Bandaríkjamanna
og NATÓ á íslandi
• Kjarnorkuvopnalaus svæði
Bannað verði með lögum að geyma og flytja
kjarnorkuvopn
- um l’sland
— lofthelgi landsinsog
- fiskveiðilögsögu
Alþingi álykti um aðild íslands að
kjarnorkuvopnalausu svæði Norðurlanda.
• Hætt við hernaðarframkvæmdir í Helguvík
— Önnur lausn á mengunarhættu
• íslendingar auki þróunaraðstoð á næstu 4 árum
Þetta eru höfuðatriðin
I þessum samstarfsgrundvelli er að finna þau
málefni sem Alþýðubandalagið leggur
höfuðáherslu á.
Þarna er lögð til uppgjörsleiðin gegn
verðbólgunni. Einhliða árás á launin er hafnað.
Áhersla er lögð á íslenska atvinnustef nu - en
erlendri stóriðju er hafnað. Áherslaer lögð á
orkunýtingarstefnu - en orkusölustefnu hafnað.
Áhersla er lögð á íbúðir fyrir ungt fólk og ný
eignaform -en ábyrgðarlausum yfirboðum
hafnað.
Áhersla er lögð á stórhækkun raforku til álversins
- en undanslætti í álmálinu hafnað.
Áhersla er lögð á stöðvun hernaðarf ramkvæmda
- auknar undirtektir við málstað friðarhreyfinga -
en umsvifum hersins hafnað.
Þar hafa menn þau mál, sem Alþýðubandalagið
leggur á borðið eftir kosningar.