Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.04.1983, Blaðsíða 15
Fdstudagur 29. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV © 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. Gull i mund. 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Pétur Jósefsson, Akureyri talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Barna- heimilið“ eftir Rögnu Steinunni Eyj- ólfsdóttur Dagný Kristjánsdóttir les (7). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.j. 10.35 „Það er syo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.05 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum.. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.35 Frá Norðurlöndum Umsjónarmaður: Borgþór Kjærnested. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Áfrívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Vegurinn að brúnni" eftir Stefán Jónsson. Þórhallur Sigurðsson les þriðja hluta bókarinnar (14). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: Sögur frá æskuárum frægra manna eftir Ada Hensel og P. Falk Rönne Ástráður Sigursteindórsson les þýðingu sina (6) 16.40 Litli barnatiminn. Stjórnandi: Heiðdís Norðfjörð (RÚVAK) 17.00 Með á nótunum Létt tónlist og leið- beiningar til vegfarenda. Umsjónarmenn: Ragnheiður Davíðsdóttir og Tryggvi Jaki obsson. 17.30 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljómplöt- ur. Tilkynningar. 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thor- oddsen kynnir 20.40 Kvöldtónleikar 21.40 „Hve létt og lipurt" Annar þáttur Höskuldar Skagfjörð. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Örlagaglíma" eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Höfundur ies (8). 23.00 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jón- assonar 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni - Sigmar B. Hauks- son - Ása Jóhannesdóttir. 03.00 Dagskrárlok. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk Dægurlagaþáttur í umsjón Eddu Andrésdóttur. 21.25 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Bogi Ágústsson og Ólafur Sigurðsson. 22.30 Fjölskyldufaðirinn (Family Man) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1979. Leikstjóri Glenn Jordan. Aðalhlutverk: Edward Asner, Anne Jackson, Meredith Baxter Birney. Eddie Madden á góða konu, tvö uppkomin börn og blómlegt fyrirtæki. En svo birtist ástin í líki ungrar konu og þessi trausti, miðaldra heimilis- faðir fær ekki staðist freistinguna hversu dýrkeypt sem hún kann að reynast. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 00.05 Dagskrárlok. „Astinbrúsar um mitt geð“ Klukkan 22.30 í kvöld verður á skjánum bandarísk sjónvarps- mynd frá árinu 1979. Leikstjóri er Glenn Jordan en með aðal- hlutverk fara Edward Asner, Anne Jackson og Meredith Ba- der Birney. Manni gæti nú virst sem allt ætti að leika í lyndi fyrir Eddie karlinum Madden, en hann er maður á miðjum aldri og mun vera húsbóndinn á heimilinu. Hann er sagður eiga prýðis konu, uppkomin börn, ein tvö, og fyrirtæki, sem ber sig alveg þokkalega. En svo þarf ung stúlka og sjálfsagt bráðfalleg, endilega að blandast í málið. Og er ekki að sökum að spyrja. Eddie verður yfir sig skotinn í þessu unga kvenblómi og gæti áreiðanlega tekið undir með ágætum Skagfirðingi sem sagði: „Ástin brúsar um mitt geð, eins og lús á frakka, bý ég fúsast börn til með Björgu á Húsabakka". -mhg barnahorn frá lesendum ÚTI: Örvarnar vísa veginn Þátttakendur byrja á því að velja tvo fyrirliða, sem síðan kjósa í tvö lið. Börnin í öðru liðinu grúfa sig upp við vegg og teija upp að hundrað á meðan hleypur hitt liðið af stað að fela sig. Það liðið sem hleypur á brott verður að merkja ná- kvæmlega með örvum íeiðina sem það fer. Fyrirliðinn hefur annaðhvort krít eða spýtu til þess að teikna örvar með vissu millibili og hann verður að gæta þess vel að merkja greinilega þegar breytt er um stefnu. Þeg- ar liðið hefur fundið góðan felu- stað teiknar það síðustu örina og gerir hring utan um liana. Þegar hitt liðið hefur rakið slóðina að örinni með hring- nuni, veit það að nú er mál til komið að hætta hlaupunum, en fara þess í stað að leita þarna í nágrenninu. Góða skemmtun. Piggí kemst ekki til leikhússins! Fröken Piggí ratar ekki í leikhúsið, sýningin er alveg að fara a byrja og Kermit froskur er alveg í öngum sínuin. Getið þi hjálpað henni á leiðarenda? Gátur Börnin fara með mig í skólann. Ég geymi liti, blýanta, blöð og bækur. Hver er ég? Ég er svört á litinn, börnin fá stundum að teikna á mig myndir. Hver er ég? Ég hef horn ög hala og þegar ég er svöng bít ég gras. HVer er ég? Ég er á vegg og það er hægt í horfa í gegnum mig. Hver er éj. Ég er langur og mjór, og þeg; kalt er úti, hlýja ég börnum hálsinum. Hver er ég? Þú notar mig í skólanum og hel ur á mér milli þumalfingurs c vísifingurs. Hver er ég? Frjáls- úyggjan G.N. sendir þetta mergjaða ljóð: Auðvaldið skal alfrjálst, það er óskadraumur, þótt tali annað tímans straumur. Ameríkanar œtluðu sér auðnu hreppa. Afleiðingin: alheimskreppa. í Sódóma og Gómorra var svoddan frelsi að drjúgum efldist djöfuls helsi. Par allt var selt og allt var keypl og ekkert bannað var lielvíti á jörðu hannað. Að Drottinn brenndi borgirnar hafa bœkur sannað. Pað var góðverk og hann gat ekki annað. Afturför og hlunnindi IÖ> INNI: Að halda jafnvæginu Það er allt annað en auðvelt að halda jafnvæginu sitjandi á flösku eins og þið sjáið strákinn á myndinni gera. Ef þið fáið lánaða stóra flösku hjá mömmu ykkar getið þið sjálf reynt þetta. Leikurinn verðurérfiðari og skemmtilegri ef þið hafiði flöskuna á gólfi, þar sem ekki er gólfteppi. -----------r Æðsti prestur frjálshyggjunnar Milton Friedman. Kona í Vesturbænum hringdi: Ég vil lýsa megnustu óánægju minni með fyrirkomulag 1. maí- göngunnar núna. Er íslenskur verkalýður orðinn svo úrættaður að hann geti ekki lengur gengið um götur Reykjavíkur? Við, sem búum í Vesturbæn- um, erum alltaf útundan. Fyrsti fundurinn, sem haldinn var um 1. maí-göngu var þó í Vesturbænum svo þangað er upphafið að rekja. Ég er nú orðin gömul og get því ekki lengur labbað með, sem ég hef þó alla tíð gert síðan 1923, ýmist í Reykjavík eða Kaup- mannahöfn. - Mér finnst þetta afturför og undanhald.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.