Þjóðviljinn - 07.05.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
skráargatriö
Sjálfstœðismenn
í borgarstjórn þykjast nú vera
búnir að ná sér niðri á Áslaugu
Brynjólfsdóttur fræðslustjóra
Reykjavíkur en hún var skipuð í
þá stöðu í fyrra gegn þeirra vilja.
Þeir hafa ákveðið að leggja niður
fræðsluskrifstofuna í Reykjavík
og setja upp svokallaða skóla-
nefnd í staðinn og verður Sigur-
jón Fjeldsted formaður hennar
(hann sótti um embætti fræðslu-
stjóra). Áslaug verður þá fram-
vegis sem einhvers konar eftirlits-
maður menntamálaráðuneytisins
með skólahaldi íborginni. Þessar
breytingar verða frá og með 1.
ágúst n.k. Svo hljótt hefur þessi
ákvörðun hins vegar farið til
þessa að hún hefur ekki verið
kynnt í neinum nefndum né held-
urstarfsmönnum fræðslusknfstof-
unnar. Hér er því um eins konar
leiftursókn að ræða.
Það
vaktí athygli á kosninganóttina
hversu seint fyrstu tölur úr
Reykjaneskjördæmi komu eða
ekki fyrr en á 2. tímanum um
nóttina. Skýring cr nú fengin á
þessu eða svo segja gárungarnir.
Hafnfirðingar voru nefnilega svo
lengi að veiða atkvæðin upp um
rifurnar á kjörkössunum.
Einnig
vakti athygii að rétt fyrir kosning-
ar var ný fjölþykktarolía frá
Áslaug: Ýtt til hliðar
Olíufélaginu ESSÓ auglýst stíft í
fjölmiðlum. Nefnist hún X-D9.
Þetta hefði ekki þótt einkennilegt
sem dulinn kosningaáróður -frá
Shell en skrýtnara frá framsókn-
arolíuféiaginu. Nú þykjast menn
sjá skýringu á þessu. SÍS-
forkólfarnir hafi verið að gefa
undir fótinn með nýja hægri sam-
steypustjórn íhalds og framsókn-
ar. Eða svo segja gárungarnir.
Nú
eru menn búnir að sjá út starf
fyrir þá þingmenn Framsóknar
sem duttu út af þingi og munu
detta út af þingi eftir næstu kosn-
ingar. Þeir ráða sig auðvitað til
starfa hjá Dreifbýlismiðstöðinni
Sigurjón: Settur yfir
sem nú auglýsir að hún taki að sér
að útvega kjóla og spindilbolta
fyrir bændur og búalið. Þeir muni
þá fást við svipuð störf og áður og
ekki verða svo mikil breyting á
högum þeirra.
Þótt
undarlegt megi virðast er
eitthvert blómlegasta félagið í
Reykjavík um þessar mundir
Ættíræðifélagið. Það hélt aðal-
fund á miðvikudaginn og þar var
mætt á 2. hundrað manns en fé-
lagarnir eru komnir hátt í 300.
Það vakti eftirtekt á fundinum
að meirihluti fundarmanna var
upgt fólk og konur.
Fyrirspurn í borgarstjórn um atvinnumál unglinga
- Enn hefur ekki verið kannað
sérstaklcga hvernig horfur eru á
atvinnu fyrir skólafólk nú í vor,
sagði borgarstjórinn Davíð Odds-
son í svari við fyrirspurn frá Sigur-
jóni Péturssyni í borgarstjórn á
fimmtudaginn.
Sigurjón Pétursson vakti athygli
á því að á hverju vori hefði fyrri
meirihluti borgarstjórnar lagt sér-
staka áherslu á að útvega öllu
skólafólki atvinnu í Reykjavík. Til
þessa verkefnis hefði í tíð fyrri
meirihluta verið úthlutað aukafjár-
magni fyrir unglinga 16 ára og
eldri. Hins vegar er starfandi
Vinnuskóli Reykjavíkur fyrir ung-
linga 14 til 16 ára sem starfar á
hverju sumri nú einsog endranær.
í svari borgarstjórans Davíðs
Oddssonar kom fram að ekki hefði
enn verið veitt aukafjármagni til
þessa verkefnis þ.e. fyrir unglinga
frá 16 ára aldri en þau mál yrðu
grannt skoðuð um mánaðamótin.
Að öðru leyti flutti borgarstjórinn
langt mál um efnahagsástandið og
ríkisstjórnina sem hann fann flest
til foráttu. Þótti það fremur langt
og einkennilegt svar við einfaldri
fyrirspurn um atvinnuhorfur skóla-
fólks.
-óg
Horfurnar óljósar
sagði Davíð
við fyrirspum
Sigurjóns
íslandsmeistaramót
verður haldið í BROADWAY
sunnudaginn 15. maí ’83.
Keppnin hefst kl. 10 f.h. og lýk-
urkl. 17.
„Galadinner" um kvöldið.
Miðapantanir í síma 27667.
5 efstu í hvorri iðngrein fá rétt til
keppni á Norðurlandamóti.
Erlendir dómarar.
Fjölmenniðogsjáið
skemmtilega keppni.
Samband
hárgreiöslu- og
hárskerameistara.
Adda Bára Sigfíisdóttir í borgarstjóm
Tillaga um
friðun hússins
Aðalstræti 10
Samþykkt að
vísa tillögunni til
borgarráðs
Þegar tillaga Alþýðubanda-
lagsins um að leyfi til
spilatækjareksturs í Aðalstræti
10 yrði ekki endurnýjað, hafði
verið samþykkt í borgarstjórn í
fyrrakvöld, flutti Adda Bára til-
lögu um að húsið yrði friðað.
Benti hún á að samkvæmt
þjóðminjalögum væri heimilt að
friða hús sem þessi - og myndi það
verða í svonefndúm B-flokki. Væri
sjálfsagt að borgarstjórn notfærði
þessa heimild í lögum. í máli sínu
benti Adda Bára Sigfúsdóttir á, að
vel gæti komið til greina að leita
samráðs við forsvarsmenn iðnaðar-
ins til að.endurbyggja þetta hús,
sem í sjálfu sér væri meðal elstu
minja um íslenskan iðnað.
Davíð Oddsson borga/stjóri
Sjálfstæðisflokksins lýsti sig algjör-
lega sammála þessum viðhorfum
en lagði til að tillögunni yrði vísað
til borgarráðs til frekari skoðunar
áður en til samþykktar kæmi. Var
það gert með öllum greiddum at-
Adda Bára Sigfúsdóttir. Kemur vel
til álita, að samtök iðnaðarins og
Reykjavíkurborgar standi fyrir
uppbyggingu Innréttingahússins í
Aðalstræti.
kvæðum einsog í það hið fyrra
sinnið.
-óg
Aðalstræti 10
Leyfi til reksturs
spilatækja verður
ekki endurnýjað
Samþykkt einróma í borgarstjórn
Tillaga Alþýðubandalagsins um
að framlengja ekki leyfi til hand-
hafa þess um spilatækjarekstur í
Aðalstræti 10 var samþykkt sam-
hljóða í borgarstjórn í fyrrakvöld.
Leyfi þetta var veitt til fjögurra ára
fyrir þremur árum - og rennur því
út í ágúst á næst ári. Þar með er
komið I veg fyrir að spilabúla geti
verið starfrækt í Aðalstræti 10,
(Innréttingahúsi Skúla Magnús-
sonar) eftir þann tíma.
Adda Bára Sigfúsdóttir sagði
það sérstakt metnaðarmál fyrir
Reykvíkinga að losna við ófögn-
uðinn úr þessu húsi og því væri það
meðal ráða, að borgarstjórn sam-
þykkti strax að endurnýja ekki
leyfið sem er fyrir þessum rekstri,
þegar það rennur út í ágúst á næsta
ári.
Davið Oddsson borgarstjóri
Sj álfstæðisflokksins tók heils hugar
undir málflutning Öddu Báru og
gerðu borgarfulltrúar aðrir góðan
róm að þessu máli og samþykktu
að endurnýja ekki leyfið með öll-
um greiddum atkvæðum.
—óg
Hljómplata frá Siglfirðingum:__
„Með kveðju til þín”
Nýlega kom út tveggja laga
hljómplata méð Stubba og Stuð-
körlunum frá Siglufirði. Þetta er
fyrsta hljómplata hljómsveitarinn-
ar, en á henni eru lögin „Með
kveðju til þín“ og „Ég er táningur.“
Bæði lögin ásamt textum eru eftir
Leó Ólason, en hann átti einnig
lagið „Eftir ballið“, sem Miðalda-
menn gáfu út á smáskífu 1980, og
komst í úrslit söngvakeppni sjón-
varpsins sama ár.
Hljómplata Stubba og Stuðkarl-
anna var fyrst kynnt í Grímsey um
páskana og seldist þar í 20 ein-
tökum. Það gæti allt eins verið
heimsmet, eða í það minnsta ís-
landsmet, því að í Grímsey eru
u.þ.b. 30 heimili eða um hundrað
manns...
Hljómsveitina skipa: Kristbjörn
Bjarnason söngur/raddir, Leó R.
Ólason hljómborð, Lárus Ingi
Guðmundsson gítar og Viðar Jó-
hannsson bassi. Aðstoð veittu Við-
ar Eðvarðsson saxófónn og Guðný
Jónsdóttir rödd. Upptaka fór fram
í stúdíóinu Bimbó á Akureyri, út-
gefandi er Sigluvík sf. myndbanda-
leiga og Skífan sér um dreifingu.