Þjóðviljinn - 07.05.1983, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. maí 1983
st jórnmál á sunnudegi
Árni______
Bergmann
skrifar
Til eru þeir pólitískir ástríðumenn og
könnuðir sem telja sig vafalaust hafa allt á
hreinu um stéttir og valdskiptingu í þjóðfé-
laginu. En sleppum þeim. Hugsum okkur
Meðaljóninn okkar, hvað skyldi hann
hugsa? Ég hef til þessa haldið, að hann
skildi þjóðfélagið eitthvað á þá leið að
drjúgur hluti átaka í þjóðfélaginu tengdust
við hagsmunaárekstra launamanna og at-
vinnurekenda - og gerði hann þó ráð fyrir
því um leið, að ýmsar ýfingar gætu verið á
milli einstakra hópa launamanna („við höf-
um dregist aftur úr“). Svo er einhver
skepna sem heitir Ríkið, hið opinbera: það
hirðir af mönnum skatta, sem er vitanlega
mjög leiðinlegt, og það, eða réttara sagt
stjórnmálaforystan, er einatt að plata vísi-
töluna og krukka þar með í launin, sem er
líka slæmt. En þar á móti kemur, hugsar
Meðaljóninn kannski, að það er líka hægt
að hafa áhrif á ríkisvaldið til hins betra -
það getur sett lög um orlof, um styttan vinnu-
tíma og ýmislegt fleira gott, og öll viljum
við hafa góða skóla og sjúkrahús og þar
fram eftir götum.
En það er eins víst að þetta sé röng mynd
og að Jón okkar hugsi allt öðruvísi.
Launin og bólgan
Það var fróðlegt að lesa viðtöl við verka-
fólk í dagblöðunum fyrsta maí. Þeir sem
Þjóðviljinn talaði við, voru fyrst og fremst
spurðir um launajöfnuð, sem allir tóku
undir, þótt menn væru svo kannski ekki á
eitt sáttir um það hvernig ætti að fram-
kvæma hann. Þetta mál skaut líka upp koll-
inum með ýmsum hætti í viðtölum í öðrum
blöðum. Mjög margir nefndu það sem
brýna nauðsyn að hækka lægstu laun og
eins og'við mátti búast fylgdi það með, að
vísitölukerfið væri slæmt og ranglátt og
helst ætti að nýta það til kjarajöfnunar.
Verðbólgan var líka mikið á dagskrá,
ekki síst í viðtölum í Morgunblaðinu og
Alþýðublaðinu. Þeim bólgufjanda var for-
mælt með ýmsum hætti, en um leið með
einhverjum ávæningi af forlagatrú: stund-
um er engu líkara en íslendingar líti á þetta
fyrirbæri sem einskonar illviðri, sem ekki
verður undan komist, nema þá á flótta.
Það kom líka fram, einkum í Morgun-
blaðinu, að verðbólgan og verðtryggingar á
lánum þar með væru mikils ráðandi um
það, að menn teldu sig ekki hafa efni á
Yerkalýðshreyfingin falla er ekkert 1
3*ns konar klúbbur”annað að gera en Í
segir Jóhann sia á sveítina §gj
Robertsson, £É
verkamaður í — segir Erlendur Magnusson pi
Slippnum JHH Guðrún Ólafsdóttir, formaður
felum
Vísitölubæturn- J
I ar eru hefndargjöf (
— segir Þorsteinn Eyþórsson
starfsmaður Kaupfélags Borgfirðinga
‘*r tarna
Jón
Karlsson
Gisli Guðmundsson
húsasmiðameistari:
T oga r a afgre iðslunm
Leggja
ákvceöis-
kerfið
niður
Hœkka
þarf
lægstu
launin
sjálfu sér, það <
tryggja stöðu
landinu og stýra
lútandi. Vcrka!
þó tilbúin mcí
hvernig taka cia
sem við blasir,1
rétti maðurinn
lcið nánar.' Mið
mikið um þetta
sínar útfærslur
um"
í framhaldi
finnst þér að /
bölvald
urinn“
,Það e
verð-
bólgan
„Staða verkafólks er einfald-
lega og opinberlega sú í dag að
kaupmáttur launa fer sihrakandi
og talið er að hann sé nú hinn
lægsti í að minnsta kosti 6 ár. Og
hún er að þvi leyti verri í dag að nú
rikir mun meiri verðbólga og það
„Eru mörkin ekki nokkuð jöfn?
Vissulega mega þau lægslu hækka
Valdið sem hvarf
verkföllum eða verkalýðsbaráttu. Þeir
væru bundnir í báða skó. Yrðu helst að
vinna fyrsta maí líka, sagði einn. (Og vel á
minnst - Morgunblaðið vitnaði í slík um-
mæli í pólitískum dálkum sínum með vel-
þóknun þeirra sem hugleiða meiriháttar
kjaraskerðingar og vona að almenningur sé
svo djúpt sokkinn í skuldasúpu, að hann
megi sig ekki hræra eða á móti mæla).
Hreyfingin
Verkalýðshreyfingin og forysta hennar
voru líka nokkuð á dagskrá í þessum viðtöl-
um. Ekkisíst í Alþýðublaðinu, enda var þar
helst talað við forystumenn úr HTeyfing-
unni. Þar var minnst á „úrelt skipulag“ eða
á að „verkalýðsforystan væri í felum“- en
miklu meira bar þó á því að sagt væri á þá
leið, að ekki sé ástæða til að kenna foryst-
unni um allt. Hún hafi takmörkuð áhrif á
stjórnvaldsaðgerðum (Jón Helgason) og
hún komist ekki lengra en fólkið vilji fylgja
henni (Jón Karlsson). Eitthvað svipað er á
ferli hér og þar í Morgunblaðsviðtölunum -
bæði það að verkalýðshreyfingin sé „mátt-
laus“ enda ráði „topparnir" öllu - og svo
áminningar um „hver og einn einstaklingur
þarf að vera virkari í sínu verkalýðsfélagi“
Stikkfrí
Þessi gagnrýni eða sjálfsgagnrýni er ekki
sterk, en hún er semsagt til. Aftur á móti
minnist enginn á atvinnurekendur og þeirra
vald, frekar en þeir væru ekki til. Enginn
minnist á skattamál þeirra sem eru með
„eigin rekstur", enginn minnist á samkrull
prívatneyslu og útgjalda fyrirtækja, enginn
minnist á heimskulegar fjárfestingar (nema
þá til að kenna um stjórnmálamönnum - að
þeir hafi ekki haft vit fyrir framkvæmda-
glöðum afglöpum). Atvinnurekendur, sem
glímt er við í verkföllum, og við samninga-
borð og í ýmsum staðbundnum deilum, þeir
eru alls ekki til. Þeir eru gufaðir upp. Stikk-
frí í umræðunni eins og Mánudagsblaðið
eða eitthvert slíkt málgagn. Það er aðeins
ein ágæt kona sem minnist á þá og það er í
Tímanum. Hún segir:„Mér skilst á atvinnu-
rekendun, að þeir geti ekki borgað meira
og meðan svo er veit ég ekki hvað ei til
ráða“. Með öðrum orðum: atvinnurekend-
ur fara að nálgast náttúrulögmálin, vatn og
vinda: þetta bara er svona.
Fundinn sökudólgur
Nú.En ekkert þjóðfélag kemst af án söku-
dólga. Einhver verður að vera sekur. Og
að svo miklu leyti sem farið er út í þá sálma í
viðtölum fyrsta maí þá er hann á vísum
stað. Hann heitir Ríkið. Það opinbera. Og
þá væntanlega stjórnmálamennirnir sem
stjórna því kvikindi.
Þetta er sérlega áberandi í viðtölunum í
Alþýðublaðinu. Jón Helgason á Akureyri
segir: „Dæmin hafa sannað að ríkisvaldið á
hverjum tíma og allra flokka sé ávalit að
krukka í gerða samninga". Undir þetta er
tekið með ýmsum hætti. í Morgunblaðinu
heyrast raddir líka í þá veru, að ekki megi
skattleggja fyrirtæki um peninga sem betur
færu beint í launaumslagið - m.ö.o. - það er
verið að formæla „félagsmálapökkunum"
sem Björn Jónsson, fyrfum forseti ASÍ,
lýsti ágætlega í viðtali hér í blaðinu fyrsta
maí, sem stórmerkum sigrum í verka-
lýðsbaráttu.
Fyrsta maí-ávarpiö
Það fyndna er, að svipuð viðhorf er að
finna í fyrsta maí ávarpi Fulltrúaráðs verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og
Iðnnemasambandsins. Þar er minnt á göm-
ul og ný baráttumál og mannréttindamál
eins og ágætt er og sjálfsagt. En þar segir
líka „A sextíu árum hefur verkalýðshreyf-
ingin unnið margan ótvíræðan sigur, en
fullyrða má að hún hafi sífellt orðið að
endurtaka baráttu sína vegna þess að hvað
eftir annað hafa verið gerðar ráðstafanir af
hálfu ríkisvaldsins sem rýrt hafa umsamin
kjör vinnandi fólks“.
Verkalýðsfélögin hafa semsagt sífellt
orðið að „endurtaka" baráttu sína, byrja
upp á nýtt, vegna þess að Ríkið stelur af
fólki. (A atvinnurekendur er hinsvegar
ekki minnst í þessu ágæta ávarpi, nema til
að gefa til kynna að þeir þyrftu að fá yfir sig
betri hagstjórn af hálfu stjórnmálamanna,
betri ,,pössun“).
Þetta er mjög sérstæð söguskoðun. Eins
þótt það sé rétt að ríkisvaldið hefur stundað
vísitöluleiki og skert vei ðbætur, sem er vit-
anlega hábölvað. En með formúlum af
þessu tagi eru menn komnir inn á firnahála
braut. í fyrsta lagi vegna þess að þeir gera
atvinnurekendur stikkfrí. í öðru lagi vegna
þess, að það er látið sem það skipti engu
máli hverjir fara með ríkisvaldið - hvort
það eru þeir flokkar sem hafa beitt því til að
koma upp verkamannabústöðum, lengt or-
lof, stytt vinnutíma, hækkað eftirlaun,
komið á fæðingarorlofi, eflt dagvistarstofn-
anir - eða hinir, sem eru annaðhvort
beinlínis fjandsamlegir ráðstöfunum af
þessu tagi, eða gera sitt til að spilla fyrir
þeim og draga úr þeim.
Frækilegur sigur
Af lestri fyrstamaíblaðanna verður ekki
betur séð, en að atvinnurekendavaldið hafi
unnið frækilegan sigur í stríðinu eilífa um
Sálina hans Jóns míns íslenska. Sé Jón okk-
ar óánægður er honum vísað á næsta mann
(kannski í BSRB eða BHM eins og Svart-
höfði gerir, eða í iðnaðarmannafélögunum)
- en þó fyrst og fremst á Ríkið , sem er orðið
einhver óbreytanleg og skelfileg stærð í vit-
undinni. Allt þetta minnir á skemmtilega
íslenska þjóðsögu sem hljóðar svo:
„Einu sinni sendi fjandinn þrjá djöfla þess
erindis að skemma mannkynið. Þeir eru um
ár í burtvistinni og koma aftur til skolla á
vetrardaginn fyrsta. Fjandi fagnar þeim vel
og spyr tíðinda. Verður einn fyrir svörum,
sá er mestur þóttist, og segist hafa kennt
alþýðu að ljúga. Annar, sem taldi sig næst-
an hinum, segir þá, að hann hafi kennt
mönnum að stela. „Miklu góðu hafið þið til
leiðar komið“, segir skrattinn. „En hvað
gjörðir þú, ómyndin þín?“ spurði hann
þann sem var minnstur talinn. „Það var nú
ekki mikið. Ég kom öllum heldri mönnum
til að trúa að þú væri ekki til“. „Það var vel
gjört“, sagði fjandinn, „og betur en hinir
gjörðu, og skaltu hér eftir næstur mér
teljast“.
Sigur okkar borgaralega nútímaskratta
er sýnu meiri - hann hefur talið miklu fleiri
en „heldri mönnum“ trú um að hann sé
horfinn og sjáist aldrei framar.