Þjóðviljinn - 07.05.1983, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. maí 1983
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Frarnkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristfn Pétursdóttir.— Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og profarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðír: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f.
ritstjjórnargrein ur almanakínu
Fokið í flest
skjól fyrir Reagan
• Meðan Morgunblaðið heldur áfram að taka undir
söng Reaganliðsins um nauðsyn þess að auka vígbúnað
í Evrópu til að mæta meintum yfirburðum Sovétmanna
á ýmsum sviðum vopnabúnaðar, gerast eftirtektarverð-
ir hlutir í Bandaríkjunum sjálfum sem stefna í allt aðra
átt. Kaþólskir biskupar landsins samþykkja fordæm-
ingu á hverskonar beitingu kjarnorkuvopna og þeir
mæla með því að „frysting“ taki gildi þegar í stað -
m.ö.o. að hætt verði framleiðslu þessara vopna og til-
raunum með ný. Og fulltrúadeild bandaríska þingsins
tekur í sama streng - samþykkir stuðning við frystingu
nú á dögunum með 278 atkvæðum gegn 178.
• Það er athyglisvert, ekki síst í sambandi við þá áráttu
Morgunblaðsins að vera kannski reagansinnaðra en
Reaganliðið sjálft, að skoða einmitt þetta: hve fáa for-
mælendur sú stefna á, að nauðsyn sé að „efla varnirnar“
eins og það heitir - til þess að geta kannski afvopnast
seinna. Röksemdir af því tagi hafa verið á kreiki ára-
tugum saman og hafa engum árangri skilað í afvopnun-
armálum, og jafnvel þeir áfangar sem áður náðust um
takmarkanir á vígbúnaði og a.m.k. fræðilegan niður-
skurð á vissum sviðum skildu til þessa eftir opna mögu-
leika til að byggja upp ný vopnakerfi.
• f»að er t.a.m. athyglisvert að maður eins og William
Colby, fyrrum yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjón-
ustunnar og einatt talinn ábyrgur fyrir ýmsu því sem
Bandaríkjamenn gerðu verst í Vietnam, skuli nú mæla
afdráttarlaust með frystingu vígbúnaðar. Má segja, að
þá er fokið í flest skjól fyrir liði Reagans ef hann missir
af stuðningi manna eins og Colby, sem draga enga dul á
það, að þeir vilji halda áfram að slást við kommúnism-
ann. En Colby segir, að það verði ekki gert með nýjum
vopnum, heldur með samkeppni á hinu pólitíska og
félagslega sviði - samkeppni sem enginn ætti að hafa
neitt á móti, sem treystir á réttmæti síns málstaðar.
• Þegar fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjón-
ustunnar mælir með frystingu sem veigamiklum áfanga
til seinni afvopnunar, þá setur hann fram svofelld rök:
Frysting kemur í veg fyrir að smíðuð verði ný og ná-
kvæmari vopnakerfi, sem gætu, ýmissa hluta vegna,
aukið líkur á því að til styrjaldar kæmi fyrir mistök eða
slysni. í annan stað segir hann, að það sé engin þörf á
viðbótarvígbúnaði af þeirri einföldu ástæðu að Sovét-
menn hafi ekki neina þá yfirburði í vígbúnaðf sem mark
er á takandi. Þótt þeir eigi meira en Bandaríkjamenn af
sumum tegundum vopna, þá geti þeir ekki notfært sér
þann mun - auk þess sem Bandaríkjamenn séu þá
öflugri á ýmsum öðrum sviðum.
• í þriðja lagi mótmælir Colby því, að ekki sé hægt að
semja um frystingu vígbúnaðar við Sovétmenn vegna
þess að það sé ekki hægt að hafa eftirlit með fram-
kvæmd slíks samnings. Hér er komið að því sem fyrrum
yfirmaður öflugrar leyniþjónustu á að vita flestum öðr-
um betur: hann segir afdráttarlaust að það sé hægt að
leysa öll vandamál sem varða eftirlit með þeim samn-
ingi um frystingu vígbúnaðar sem er mikil nauðsyn
heiminum í dag.
Tímaskekkja
í tilverunni
Stundum er afskaplega leiöin-
legt að vera blaðamaður, þó
aldrei leiðinlegra en síðustu vik-
urnar fyrir kosningar. M er öllu
sem heitir fréttir ýtt til hliðar
nema einhver pólitísk iykt sé af
og við sem ekki fjöllum um póli-
tíkina á blöðunum verðum eins
og hálfvegis utangátta. Okkur
líður ekki ósvipað og atvinnu-
lausum mönnum, okkar er varla
þörf meðan á ósköpunum stend-
ur. Þetta á ekki bara við hér á
f’jóðviljanum, heldur flokks-
blöðunum öllum, DV, Tímanum
og Mogganum. Svo kemur kjör-
dagur og eftir að búið er að fjalla
um úrslit kosninganna, kemur
betri tíð með blóm í haga fyrir
okkur, því þá hefst afar skemmti-
legur tími, það er nefnilega líka
býsna gaman að vera blaðamaður
á stundum. Ég var svo heppinn
að fá það verkefni að fylgjast með
stjórnarmynduninni nú eins og
síðast og sannast sagna er það
með skemmtilegustu blaða-
manna-verkum sem hægt er að
hugsa sér. Mð hvílir dulúð yfir
öllu og maður reynir að haga sér
eins og slyngur skákmaður sem
rýnir í flókna stöðu og reynir að
gera sér grein fyrir næstu
leikjum.
Vakri skjóni...
Þegar maður tekur að sér
svona verkefni er ágætt að byrja á
því að fara yfir það sem foringjar
stjórnmálaflokkanna segja að
loknum kosningum og jafnvel
getur verið gagnlegt að skoða
hvað liðþjálfarnir segja líka.
Eiginlega þótti mér allir bregðast
skynsamlega við kosningaúr-
slitum nema Framsóknarmenn,
þeirra viðbrögð ski! ég alls ekki.
Það er í sjálfu sér auðskilið að
mönnum þyki sárt að tapa, það
þykir öllum sem eitthvað keppn-
isskap hafa. En skýringarnar á
tapinu eru furðulegar, kannski
jafn furðulegar og tilvera Fram-
sóknarflokks með 14 þingmenn.
Bændamiðflokkar eru sjálfsagt
nauðsynlegir, en þá sem litlir og
áhrifalausir flokkar í nútíma-
þjóðfélagi. Þess vegna þykir mér
Framsóknarflokkurinn á ísiandi
tfmaskekkja í tilverunni í þeirri
stærð sem hann er í núna og hefur
verið sl. 30 ár. En nóg um það.
Hitt er vert að ræða aðeins nánar
hvernig Framsóknarmenn brugð-
ust við kosningaúrslitum.
Haraldur Ólafsson annar mað-
ur á lista flokksins í Reykjavík
(sæti sem tapaðist) segir að
verððbólgan hafi orðið flokknum
að falli í kosningunum. Hvað þá
með Alþýðubandalagið sem fór
langleiðina með að halda sínu en
hefur þó verið í stjórn með Fram-
sókn sl. 3 ár? Hvers vegna tapaði
hann ekki á verðbólgunni?
Vegna þess að hvorugur flokk-
anna tapaði á henni. fslendingar
hafa aldrei litið verðbólguna al-
varlegum augum, þeir hafa fyrir
löngu lært að lifa með henni. Tap
Framsóknarflokksins er hinsveg-
ar auðskýrt. Niðurtalningarleiðin
sem flokkurinn hefur verið að
hamra á undanfarið og þá sér-
staklega fyrir kosningar hefur
gert flokkinn að athlægi. Fólk sá
einfaldlega í gegnum þetta „töfr-
abragð" og hafnaði því. Samt
Sigurdór
Sigurdórsso
skrifar -
sem áður gengur flokkurmn nú til
stjórnarmyndunarviðræðna með
niðurtalninguna í broddi fylking-
ar og segir hana eiga að vera
leiðarljós ríkisstjórnar sem
Framsókn taki þátt f. Jafnvel þótt
þjóðin hafi hafnað henni, þá skal
hún lamin ígegn. Þetta þykjamér
skrýtin viðbrögð við kosningaúr-
slitum. Nánast sama tímaskekkj-
an og flokkurinn sjálfur. Svo
undrar Framsóknarmenn á því að
flokkurinn skuli aðeins eiga 1
þingmann á aðal þéttbýlissvæði
landsins, Reykjavík og Reykjan-
esi. Mér þykir það hinsvegar
kraftaverk að hann skuli eiga
þennan eina mann þar.
Þjóðar-póker
En við vorum að taia um hve
skemmtilegt það væri að vera
blaðamaður sem fær það verkefni
að fylgjast með stjórnarmyndun-
arviðræðum. Ég er ekki slyngur í
póker, kann varla spilið, en ég
veit þó að menn passa vel uppá að
enginn sjái hvaða spil þeir eru
með á hendinni og eins hitt að
láta engin svipbrigði í ljós.
Stjórnarmyndunarviðræður eru
dálítið líkar póker. Allir flokkar
hafa einhver spil á hendinni, mis-
góð að vísu en enginn vill láta sjá
spilin sín og póker-svipurinn skín
af andliti stjórnmálamannanna.
Þeir tala í gátum, eða svara
spurningum fréttamanna með
einskvæðisofðum, jafnvel aðþeir
bregði fyrir sig spekimælum,
sumir þeirra geta það listavel.
Svo eiga fréttamenn að ráða í það
sem sagt er og draga áiyktanir.
Okkur gengur það að sjálfsögðu
misvel, stundum illa, stundum
vel. Það er býsna skemmtilegt að
glíma við þetta, en um ieið er
maður dálítið undrandi á öllum
þessum feluleik stjórnmála-
mannanna.
Fyrir hvern er verið að
mynda stjórn?
Nú er það svo að fyrir hverjar
kosningar koma þingmenn og
aðrir frambjóðendur fram fyrir
fólkið og segja: Kjósið mig ég
(við) er betur (erum bestir). Við
munum gera allt fyrir ykkur, við
erum ykkar menn, ekkert er of
gott fyrir ykkur, bara ef þið kjós-
ið okkur.
Gott og vel, fólkið lætur glepj-
ast og kýs þann eða þá sem því
Iíkar best við og telur trúverðug-
asta. En um leið og kosningar eru
afstaðnar, kemur fólkinu ekkert
við hvað stjórnmálamennirnir
aðhafast fyrr en kemur að næstu
kosningum. Hversvegna fær
þjóðin ekki að fylgjast sem nán-
ast með gangi stjórnarmyndunar-
viðræðna? Fyrir hvern er verið að
mynda þessa stjórn? Er það ekki
fyrir fólkið? Jú segja allir stjórn-
málamenn. Við erum aðeins
þjónar fólksins, fulltrúar þess. Þá
liggur það líka í augum uppi að
fólkið á fullan rétt á að fylgjast
með því í smáatriðum hvað er að
gerast við stjórnarmyndun. Það á
ekki að þurfa að fylgjast með
þeim í púsluspilsuppstillingu
okkar fréttamannanna, sem
erum að reyna að gera okkar
besta til að greina fólkinu frá
hvað er að gerast á hverjum tíma
með því að ráða í gátutal stjórn-
málamanna.
Mér finnst stundum eins og
stjórnmálamenn líti þannig á
málin, að þegar fólkið hefur kos-
ið þá á þing, þá komi því ekkert
lengur við hvað þeir gera, alla
vega ekki fyrr en í næstu kosning-
um og þá ekki alltaf sagður sann-
leikurinn.
Hitt er svo annað mál að það
væri ekki nærri því eins gaman að
vera blaðamaður og fylgjast með
stjórnarmyndun ef stjórnmála-
mennirnir væru svona heiðar-