Þjóðviljinn - 07.05.1983, Page 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. maí 1983
60 ára 9. maí
Stefán Jónsson
fyrrverandi alþingismaöur
Stefán Jónsson var valinn til for-
ystu fyrir hönd Alþýðubandalags-
ins í Norðurlandskjördæmi eystra,
þriðja stærsta kjördæmi landsins, í
kosningunum 1971. Það var eftir
klofning í flokknum þegar Björn
og Hannibal stofnuðu sjálfstæð
stjórnmálasamtök, sem fengu í
þeim kosningum 5 þingmenn
kjörna út á 8.9% atkvæða. Það var
því ekki á örugg mið að róa þegar
Stefán lagði af stað í framboð fyrir
Alþýðubandalagið fyrir norðan.
Þar hafði þingmaður Alþýðu-
bandalagsins um árabil, Björn
Jónsson, virtur verkalýðsleiðtogi,
snúist gegn flokknum. Þetta kom
til dæmis fram í bæjarstjórnarkosn-
ingunum 1970 á Akureyri, þegar
Alþýðubandalagið, þá undir for-
ystu Soffíu Guðmundsdóttur, fékk
514 atkvæði, eri hafði í kosningun-
um fjórum árum áður fengið 934
atkvæði.
Þau Soffía og Stefán skipuðu
efstu sæti listans og það var dugleg
sveit sem starfaði fyrir Alþýðu-
bandalagið á þessum árum fyrir
norðan. Stefán hafði mikið persón-
ufylgi sem flokkurinn sem heild
náði síðan til eins og sjá má af þró-
un kosningaúrslita síðustu ára.
Áhugi Stefáns á þjóðfrelsismál-
um skilaði honum inn í stjórnmála-
baráttu Alþýðubandalagsins um
1970. Sá áhugi varð honum
jarðvegur fyrir umhverfisverndar-
stefnu sem fékk fyrst hljómgrunn
hér á landi upp úr 1970 - áður var
hvergi í ræðu eða riti talað um um-
hverfisvernd að marki hér á landi.
Mér er nær að halda að Stefán hafi
verið einn fyrsti „græninginn" hér á
landi, eins og umhverfisverndar-
menn í Vestur-Þýskalandi kalla
sig. Sá þáttur umhverfis- og
auðlindaverndar hefur því jafnan
verið gildur í stefnumótun Alþýðu-
bandalagsins á síðustu árum og svo
mun enn verða. Áhugi Stefáns á
landinu og sögu þess, þjóðinni og
menningu hennar, á rætur í
jarðvegi hans eigin uppeldis og í
umgengni hans við landið, náttúru
þess og dýralíf. Hann er veiði-
maður meðafbrigðumog kann að
gera þeim málum betri skil en flest-
ir aðrir sem ég hef heyrt til um
dagana.
Þegar Gils Guðmundsson hætti
störfum fyrir Alþýðubandalagið í
Norðurlandaráði tók Stefán sæti
Alþýðubandalagsins þar. Hann var
vinsæll félagi á vettvangi Norður-
landaráðs og fór hvarvetna orð af
honum. Ræður hans vöktu athygli
ekki síst vegna þess hve orðhepp-
inn Stefán er og hnittinn, en einnig
vegna þess hve vel hann fiytur mál
sitt svo sem flestir útvarpshlustend-
ur þekkja frá því fyrr á árum.
Þegar ég kom í þingflokk Al-
þýðubandalagsins kynntist ég Stef-
áni fyrst að marki. Stefán er góður
félagi og vinur vina sinna. Hann er
skemmtilegur svo af ber, en einnig
hlýr og þægilegur í starfshópi eins
og þingflokkur er. Þar hvessir oft
og þegar það gerist er gott að eiga á
vettvangi menn eins og Stefán sem
geta breytt nöprum stormi í nota-
leg augnablik. Fyrsta árið mitt í
þingflokknum voru þar fjórir
rithöfundar - Gils, Stefán, Svava
og Jónas - og eins gott að kunna
sæmilega íslenskt mál, ef menn
vildu láta hlusta á sig á þeim bæ.
Stundum voru rithöfundarnir önn-
um kafnir við ritstörf sín og gátu
ekki tekið að sér öll þau verkefni
sem formaðurinn, Lúðvík, ætlaði
þeim: „Stefán að skrifa, Gils að
skrifa, Jónas að skrifa leikrit og
Svava líka. Ætli það sé ekki best að
ég hætti þessu líka og fari að skrifa
leikrit“, sagði Lúðvík einu sinni á
góðri stund í þingflokknum.
Stefán er hagmæltur með af-
brigðum. Engum manni hef ég
kynnst sem er fljótari að setja
saman vísu um aðskiljanlegar nátt-
úrur mannanna og umhverfisins.
Hann kann vel að fara með alla
bragarhætti, en hefur þó sér til
skemmtunar „þróað“ sérstaklega
nýjan hátt, sem hann kallar slitru-
hátt, og margir hafa dáðst að.
í þessum bragarhætti var ort vís-
an um Framsókn og Lúðvík 1978,
en þá taldi ég að Stefán væri ekki
kraftaskáld, en sé núna að svo er og
munu orð hans ganga eftir, en þau
voru á þessa leið:
Fram- er -sóknar liðið lík,
luk- er -tur sá kjaftur.
Lúð- mun ekki vilja -vík
vek- það -ja upp aftur.
Stefán verður sextugur á morg-
un, mánudag. Hann á að baki mörg
ár og mikla lífsreynslu. Vonandi
kemur hún honum og flokki okkar
til góða nú þegar hann er laus við
amstur þingsins. Ekki er að efa að
hann kann frá mörgu fróðlegu að
segja frá liðinni tíð. Það er vafa-
laust eigingjörn ósk, en samt borin
fram á afmælinu, að þær minningar
eigi Stefán eftir að tína saman okk-
ur til áminningar, skemmtunar og
pólitískrar skólunar.
Góði vinur, við Nína óskum þér
alls hins besta á þessum tíma-
mótum.
Svavar Gestsson.
Það var einhverntíma snemma
vetrar sem sú staðreynd þröngvaði
sér inn í kollinn á mér að Stefán
Jónsson yrði sextugur í vor. En-
demis vitleysa er þetta, hann Stef-
án, kornungur maðurinn, en jú jú,
fæddur 1923 stendur skrifað og við
það situr. Það er e.t.v. ekki svo
erfitt að trúa því að skrokkur Stef-
■áns, hverjum maður vcit að hefur í
engu verið hlíft um dagana, sé far-
inn að reskjast en andinn er að
sama skapi strákslega ungur og
veiðieðlið jafn ríkt og í smápolla á
bryggju. En það er sem sagt þessi
strákur sem verður sextugur nú 9.
maí og ég ákvað að skrifa um þetta
nokkur orð svona til að gera hon-
um þá bölvun að vekja á þessu at-
hygli.
Persónuleg kynni okkar Stefáns
hófust fyrir nokkuð mörgum árum
sfðan með símtali .....Þannig er
Steingrímur", sagði kunnugleg
rödd, „að ég þarf að ná í þig til að
ræða við þig um stjórnmál“... Og
þannig hófust samskipti sem
standa enn og voru, eða urðu fljót-
lega, vinátta og pólitískt samstarf í
bland.
Stefán Jónsson er ógleyman-
legur ferðafélagi. Engu skiptir
hvort brunað er um þurra nýhefl-
aða vegi að sumarlagi eða þrælast
áfram í skafrenningi og þæfings-
færð um hávetur. Stefán heldur
sínu striki og fer þar yfir á bjartsýn-
inni sem aðrir sitja fastir. Eftir
vetrarkosningarnar 1979 ókum við
frá Akureyri til Reykjavíkur á bíl
Stefáns fjögur saman. Fyrr en varði
vorum við komin á leiðarenda og
þá sá maður mest eftir því einu að
leiðin skyldi ekki vera helmingi
lengri og bæirnir helmingi fleiri
fyrir Stefán að segja til þeirra og
láta hæfilegar sögur fylgja af
mönnum og málefnum.
Það er ekki ætlunin að gera svo
mikið sem tilraun til þess hér að
rekja lífshlaup Stefáns né störf >
hans sem stjórnmálamanns. Einu
eða tvennu vil ég þó stinga þar
undan og fara um nokkrum orðum.
Ég á þar fyrst við viðhorf Stefáns til
náttúru landsins og umgengni við
hana. Stefán er þeirrar gerðar um-
hverfisverndarmaður sem ég met
allra manna mest. Aðdáun hans á
náttúrunni og lífríki hennar er
sprottin upp af þekkingu og næm-
um skilningi sem aftur byggist á
langri umgengni, athygli og sjálf-
fengnum sem aðfengnum fróðleik.
Þá er ekki síður ástæða til að nefna
áhuga Stefáns á þjóðlegum verð-
mætum ýmisskonar. Hann hefur
einnig reynst veiðimaður á alþýð-
legan fróðleik og skemmtilegar frá-
sagnir og bjargað mörgum góðum
perlum frá glatkistunni á því sviði.
Stefán tekur kyrrláta stund í fangi
náttúrunnar fram yfir veislu í glæst-
um sölum og góða sögu fram yfir
efnisleg verðmæti og er fyrir hvort
tveggja maður að meiri. Viðhorf
og verðmætamat líkt og hans væri
betur að fleiri hefðu á tímum efnis-
hyggju og lífsgæðakapphlaups.
Það er náttúrlega ámælisverður
aumingjaskapur að láta svipu van-
ans kúska sig til að skrifa afmælis-
grein um Stefán sextugan þegar
miklu væri nær að taka á honum
hús með fyrirgangi, skora á hann í
veiðiferð eða yrkja til hans drápu.
En í trausti þess að einhverjir úr
hans litríka vinahópi, sem til þess
eru betur fallnir, verði til þess að
gera allt þetta og meira til sendi ég
þessi fátæklegu orð og það þó
aldrei nema tætingsleg séu og í
lausu máli.
Að slepptu öllu gamni vil ég svo
að lokum, í fúlustu alvöru, óska
Stefáni alls góðs á þessum tíma-
mótum, heilsu og hreysti og
margra fengsælla veiðiferða til
hvers sem hann rær.
Lifðu heill.
Steingrímur J. Sigfússon
Vinur og félagi.
Snillingur orðsins og meistari
augnabliksins.
Veiðimaðurinn mikli í ver-
stöðvum fylgis og fugla.
Hetja austfirskra sjómanna.
Ljúflingur þingeyskra bænda.
Fréttamaðurinn frægi. Frum-
herji í skáldskap lifandi orðræðna á
öldum Ijósvakans.
Herstöðvaandstæðingur. Friðar-
sinni. En flestum skotfimari.
Boðberi grasrótarstarfs og túlk-
andi græningja löngu áður en slík
G-vara varð tíska á vettvangi
stjórnmálanna.
Baráttukempa og mannasættir.
Færði flokknum á ný norðlenskt
þingsæti. Skilaði sigurhéraði þegar
hann kvaddi nýtt fólk til verka.
Sá oftast lengra og dýpra en
gæðastimplaður sérfræðinga-
skarinn. Varaði við taprekstri stór-
iðju þegar draumaprinsar auðvald-
sins predikuðu gósentíma verk-
smiðjuframtíðar.
Tók hismið frá kjarnanum.
Gekk ótrauður áfram með storm-
inn í fangið.
Ráðhollur á úrslitastundum í ör-
lagaskákum þinghússins.
Bjargvættur þegar þanþolið var
að þrjóta í þingflokknum.
Fáein orð á réttu augnabliki hafa
oft ráðið atburðarás - gert meira
gagn en skýrslubunkar og þrumu-
ræður.
Höfðingi mannlífsins. Forystu-
maður alþýðu til sjávar og sveita.
Brautryðjandi í íslenskri fjölmiðl-
un. Baráttukempa í áratugi gegn
gereyðingarhættu vígbúnaðar-
kapphlaupsins. Boðberi náttúru-
verndar og náttúrunytja. Fulltrúi
mennskunnar í skakinu um dogm-
urnar. Handhafi sálarheillarinnar í
þingflokki Alþýðubandalagsins í
áraraöir.
Hvað á að segja við slíkan vin og
félaga á afmælisdegi? Bukka sig og
beygja og þakka fyrir dýrlega
mannlífsveislu og gjöfult starf.
Óska til hamingju og hrópa eins og
Jónas: Bravól!
Olafur Ragnar
Grímsson.
Það er með töluverðum snerti af
öfund, sem ég minnist sextugsaf-
mælis Stefáns Jónssonar alþingis-
manns. Ég hefi samkvæmt minni
reynslu þá skoðun, að sé allt með
felldu, eigi maður á þeim aldri
framundan tíu til fimmtán ár, sem
teljast megi bestu ár ævinnar.
Æviferill Stefáns hefur verið
fjölþættur, litríkurog ánægjulegur,
að undanskildum áföllum, sem
flesta hendir á lífsleiðinni.
Svo sem kunnugt er fæddist Stef-
án og ólst upp á Austurlandi, en
þar er á mörgum bæjum slík
náttúrufegurð að þeir sem við hana
búa á bernskualdri hljóta að öðlast
fallegt og göfugt sálarlíf, og ekki
hefur Stefán farið varhluta af þeim
lífsgæðum.
Fljótlega mun það hafa komið í
ljós að snáði þessi var gæddur fjöl-
breyttum gáfum og hæfileikum til
margvíslegra starfa.
En lengi vel mun það ekki hafa
hvarflað að honum að sækja til
mannvirðinga eða æðri menntun-
ar. Hann tók að stunda sjóinn eins
og svo margir á þessum slóðum, og
hefur vafalaust reynst liðtækur á
því sviði sem öðrum.
Leið hans lá síðan til höfuðborg-
arinnar og þar hlaut hann
samvinnuskólamenntun, en sóttist
ekki eftir kaupfélagsstjórastarfi,
þó að þá stöðu hefði hann vafalaust
Stefán Jónsson sextugur
Má nú ekki minna vera
en maður sendi,
án þess mœrðir upp að tína,
orðsnillingi kveðju sína.
Heill þér vinur. Hafnaðu ekki
hollum ráðum:
Lífsins njóttu og lyftu glasi
laus úr öllu málaþrasi.
Sigurdór Sigurdórsson
skipað sómasamlega. Ekki gerðist
hann Framsóknarmaður til lífstíð-
ar, og sannaðist þá að stundum er
það þakkavert, sem menn gera
ekki. En Stefán hefur einnig sann-
að það óvéfengjanlega, að það er
hægt að öðlast prýðilega og fjöl-
breytta menntun án þess að verma
skólabekki þriðjung ævinnar. Og
nú tók Stefán að sinna þjóðmenn-
ingunni. Tæpa þrjá áratugi starfaði
hann sem fréttamaður og dag-
skrárfulltrúi í Ríkisútvarpinu og
naut ríkulegra vinsælda og aðdáun-
ar í því hlutverki.
í hjáverkum ritaði hann nokkrar
bækur gæddar fyndni og fjöri, sem
fáum er gefið svo rækilega. Þakka-
vert er að Stefán skyldi óvænt taka
að helga sig stjórnmálabaráttunni
og ganga til liðs við Alþýðubanda-
lagið.
Þegar hann kom hingað norður
til að fara í framboð, minnist ég
þess að ég og fleiri fórum með hon-
um að sýna honum bækistöðvar
flokksins, en þær voru í fremur lítil-
fjörlegri kompu áfast við Nýja Bíó
og var gengið inn aftanfrá, ef svo
mætti segja. Ég var uggandi um að
fínum frambjóðanda úr Reykjavík
þætti lítið til koma og yrði fúll við.
En það var nú eitthvað annað.
Hann virtist hæstánægður og sagði
eitthvað á þá leið að hér gætum við
unnið að góðum sigri, og það
gerðum við. Og hvenær sem Stefán
var þar staddur, reyndist þetta
sannur skemmtistaður.
f stjórnmálabaráttunni hefur
Stefán alltaf reynst málefnalegur
og drengilegur, og viljað hafa það
sem sannara reyndist. En á góðri
stund í glaðra vina hópi, hyggég að
hann hafi stundum fremur viljað
hafa það er skemmtilegra reyndist.
Stefán hefur stundað nokkuð
vísnagerð, sér og öðrum til
skemmtunar, og er þá gjarnan
meinfyndnin tiltæk. Þá hefur hann
áttþaðtilaðyrkjaí annarraorða-
stað og brugðið sér þannig í allra
kvikinda líki.
Vísir af því tæi hafa stundum
borist til viðkomandi manna og
þeir þá þekkt sjálfa sig, og trúað að
þeir hafi sjálfir ort og orðið stoltir
af hagmælsku sinni og hugmynda-
flugi.
Stefán er í eðli sínu mikill alvöru-
maður, en í einkasamræðum með
vinum og kunningjum leggur hann
alvöruna algjörlega til hliðar, og
fer þá á kostum í glensi og kát-
legum uppátækjum, og þannig
finnst mér gott að rnuna hann.
Núna finnst mér að hann eigi enn
framtíðina fyrir sér og geti notað
tímann til að hagnýta ýmsa hæfi-
leika sem hann býr yfir, en hefur
látið lítt notaða til þessa. Hann gæti
til dæmis hæglega orðið þjóðskáld,
ef hann nennti því. Á þessum tíma-
mótum sendum við Guðrún kona
mín og allir í fjölskyldu okkar bestu
óskir um gott gengi og þökkum
honum ómetanlega vináttu og
ánægjulegar samverustundir á
liðnum árum.
Einar Kristjánsson.
Hér er margt að varast, sagði
Helgi Hjörvar þegar ég ung að
árum gerðist íhlaupaþulur í Ríkis-
útvarpinu. Ekki síst hann Stefán.
Þær segjá að hann sé svo voðalegur
sjarmö-ör. Þegar í fyrstu heimsókn
minni í fréttastofuna komst ég að
raun um að Helgi hafði mikið til
síns máls, og varnaðarorð hans eru
enn í fyllsta gildi 25 árum seinna,
þó að sjarmö-örinn verði sextugur
á mánudaginn. Hættan er síður en
svo liðin hjá og þess vegna er lík-
lega best að hafa þau sífellt í minni,
þó ekki væri nema Helga vegna.
Vera mín í útvarpinu varð ekki
löng, en í þessari þáverandi Só-
dórpu og Gómorru þess, fréttastof-
unni, átti ég mörg og skemmtileg
samtöl við umræddan fréttamann,
sem ég minnist með þakklæti. Það
var ekki fyrr en löngu seinna, þegar
leiðir okkar Stefáns lágu saman á
ný í þingflokki Alþýðubandalags-
ins, að ég kynntist því í raun, sem
bjó inni í þessu mjög svo þekkilega
hulstri, sem konur voru svo ákaft
varaðar við. Þá kynntist ég þeirri
hlýju og ljúfu manneskju, sem þar