Þjóðviljinn - 07.05.1983, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 07.05.1983, Qupperneq 13
Helgin 7. - 8. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Jazzvakning gefur út hljómskífu til minningar um Gunnar Ormslev Jazz í 30 ár. — Lífið er stutt en listin Eftirfarandi saga erhöfð eftir JóniMúla, djassgjeggjara með meiru: „ Eitt sinn er ég varað tala um djassmúsíkk við Duke Ellington, þá skildi hann ekki hvað ég varað segja eða hvað ég varað tala um. Það varekki fyrr en löngu síðar aðhann áttaðisig og sagði: „ Oh mister Múli,youmean JAAAZZZZZ!" íslensk djasssaga Það er mikið af „jaaazzzzi" á þriðju skífu Jassvakningar, sem kom út skömmu fyrir páska. Ber hún heitið Jazz í 30 ár og er gefin út til minningar um Gunnar Ormslev. Gunnar blés djass í saxafóna í rúm- lega þrjátíu ár, en hann lést 20. apríl 1981. Efni skífunnar spannar tímabilið frá 1949 til 1979 og að sjálfsögðu margra grasa. Upptök- urnar eru fengnar víða að, frá Rík- isútvarpinu, Danmarks Radio og Moskvuútvarpinu, auk þess sem fjöldi einstaklinga lánaði efni. Milli 40 og 50 hljóðfæraleikarar korna fram á skífunni. Mætti segja að hér sé kominn fyrsti kaflinn í Jazzsögu íslands. íslenskir og erlendir meistarar Elsta upptakan er frá 1949, með GÁG tríóinu, þar er Gunnar Ormslev á tenór, Árni Elvar á pí- anó og Guðmundur R. Einarsson á trommur. Menn sem áttu eftir að láta að sér kveða í íslenskum djass- heimi. „Greinilegt er að piltarnir hafa pælt í Gene Krupa tríóinu.." segir Vernharður Linnet um þetta lag. Gæði upptökunnar eru í sam- ræmi við tímann og það er fjörug sveiflan einnig. Hljómsveit Björns R. Einarssonar á tvo „standarda", annar þeirra er Jumpin at the Woo- dsid eftir Count Basie. Upptakan frá 1950, Gunnar á tenór en Björn R. „blæs" á harmónikkuna til að ná upp bigg band stemmningunni. Síðan rekur hver upptakan aðra næsta áratuginn og fleiri spilarar bætast í hópinn. Vil ég sérstaklega geta fyrsta lags skífunnar, sænsks þjóðlags sem heitir Frá Verma- landi, flytjendur Kvintett Gunnars Ormslevs. Kunnugleg melódía og ljútlega spiluð, minnir óneitanlega á blástur Stans Getz, enda engin furða, hann hljóðritaði þessa þjóðvísu árið áður, og var í miklu uppáhaldi hjá Gunnari. Árið áður, 1951, heimsóttu ís- land fyrstu bandarísku djass- meistararnir. Það voru þeir Tyree Glenn, víbrafónleikari og gamall sveiflumeistari, og Lee Konitz á altósaxafón, þá einn af nýtískuleg- ustu djassleikurum þessara ára. Þeir spila fjörugt lag, Prelido, og með þeim eru Gunnar á tenór, Jón Sigurðsson á trompet, Björn R. Einarsson á básúnu, Magnús Pét- ursson á píanó, Jón Sigurðsson á bassa og Guðmundur R. á tromm- ur, úrvalssveit þessara ára. Tón- leikunum var útvarpað og fannst þessi upptaka á bréfsegulbandi og er því ekki hægt að hrópa húrra fyrir tóngæðunum en sveiflan er pottþétt, enda mikið klappað á eftir. Þá var nú fjörid... Kennslustund í botnlausu fjöri og hörkusvingi er Gunnar’s blues Gunnar Ormslev með The Icelandic All-star eða Stjörnubandinu eins og það var nefnt. Upptakan úr Breiðfirðinga- búð 1955. Þar eru Gunnar á tenór, Gunnar Reynir Sveinsson á víbra- fón, Kristján Magnússon á píanó, Sigurbjörn Ingþórsson á bassa og Guömundur R. Einarsson á trom- mur. Þeir tveir síðustu eiga smellið dúó í laginu. Næsta heimsókn erlendis frá er þegar austurríski píanóleikarinn Friedrich Gulda kom hingað 1959 og spilaði með úrvalsliði í Fram- sóknarhúsinu (hvar er nú það? spyr einn undir þrítugu). Lögin flest al- þekkt, eins og Lady be good eftir Gershwin hjónin, Fll rementber april o.fl. Þarna kemur m.a. fram Jón Páll á gítar. Átti fingraleikni hans eftir að setja sérstakan svip á djassinn hér næstu árin á eftir. löng Gulda mun einnig hafa spilað með sinfóníunni, greinilega nokkuð glúrinn spilari. .. og líka fyrir austan Það var Moskvuútvarpið sem sá til þess að við getum heyrt stuðið sem var á heimsmóti lýðræðissinn- aðrar æsku og stúdenta í Moskvu 1957. Þat lék hljómsveit Gunnars Ormslevs m.a. Little white lies með þá Gunnar og Viðar Alfreðs- son á tenór og trompet en Árni Elvar, Sigurbjörn og Guðjón Ingi Sigurðsson sáu um ryþmasveitina. Þessi hljómsveit með Hauk Morth- ens í fararbroddi sló í gegn á þessu móti. Frá sjöunda áratugnum eru nokkrar upptökur og þar koma fram m.a. Guðmundur Steingrím- ur trommusnillingur og Árni Scheving á víbrafón (og bassa og saxafón og...). Það vekur athygli að kontrabassaleikarar frá 1950 og fram á sjöunda áratuginn eru þeir Jón Sigurðsson og Sigurbjörn Ing- ólfsson en á upptökum síðan virðist hreinlega vanta einhvern til að spila á kontrabassann ,þetta grund- vallar sveifluhljóðfæri. Þetta heíur verið svona allt fram á síðustu ár að Tómas Einarsson og aðrir sveiflumeistarar hafa bjargað mál- unum. 1 útvarpssal hafa mörg gullkorn verið hljóðrituð, tvö'eru hér, frá 1976. Það eru Lover man og Slow but sure, svo sannarlega „sure". Nú eru það Jassmiðlar á ferð með m.a. Rúnar Georgsson sent blæs í sópran og tenór, Gunnar í alt og tenór og Jón Páll kominn í „heim- sókn" með gítarinn frá Svíþjóð, þar ’sem hann býr. Þetta er alveg magnaö Einhver mesta „sveiflu-þrusa“ sem heyrst hefur með bigg bandi er tvímælalaust Pink Tenor með Gunnari Ormslev og Raidoens Big Band, tekin upp í Kaupmannahöfn 1978. Algjört dúndur, botnlaus kýling, svo ég spari ekki þau há- stemmdu, það getur ekki verið betra enda klappað kröftuglega á eftir. Sveifla sem segir sex, því hér er ekkert smálið á ferðinni. Bandið nteð betra sem gérist í þessum bransa og því til halds og trausts eru Ole Kock Hansen á píanó/og enginn annar en Niels-Henning Örsted Pedersen á kontrabassan- unt. Djasssíða Þjóðviljans hvetur alla ærlega djassgeggjara að setja græjurnar í botn og fá þessa hörku- sveiflu beint í æð. Já nú duga engin hátíðlegheit eða heyrnarvernd. Tvímælalaust besta lag skífunnar. Tímamóta- útgáfa Þessari tímamótaskífu lýkur með Lífið er stutt en listin er löng eftir Gunnar Reyni Sveinsson, flutt af Musica Quadro. Fjórmenning- arnir eru Gunnar Ormslev á altó- saxófón, Reynir Sigurðsson á víbrafón, Helgi E. Kristjánsson á rafbassa og Alfreð Alfreðsson á trommurnar. Hugljúf melódía sem höfundur tileinkar minningu And- résar Ingólfssonar saxafónleikara. Það er ljóst að með þessari skífu hefur Jassvakning ráðist í ntikið verk og leyst það vel undir farsælli stjórn Vernharðar Linnets. Skífuna Jass í 30 ár má enginn unnandi djasstónlistar láta fram hjá sér íara. Þorgeir Pálsson. * r LATUM SKYNSEMINA RAÐA tm motom og kaupum Ódýrasta bílinn "á markaðnum. SP ARNEYTINN - STERKAN - ENDINGARGOÐAN Það er staðreynd að allt of fáir vita um kosti og eiginleika Trabantbílanna. Komdu, skoðaðu og reynsluaktu Trabant, þá veistu hvað þú færð fyrir peningana. Fólksbíll kr. 85.000.- Stationbíll kr. 88.000.- INGVAR HELGASON HF. sn^eo SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.