Þjóðviljinn - 07.05.1983, Síða 25
Helgin 7. - 8. maí 1983 Í*JÓÐVILJINN - SÍÐA 25
útvarp • sjonvarp
Tómas R. Einarsson:
JAZZ af
bestu gerð
Kvartett Garry Bustons til íslands
Menn höndla nýjan sannleika á
! marga vegu. Þó að slíkt gerist sjald-
i an í einu vetfangi og opinberunin
| sé tíðast afleiðing langrar gerjunar,
| geta einstök atvik vegið þar þungt.
Eg heyrði Stan’s blues (hljóðritun
kvartetts Stan Getz í Carnegie Hall
frá 1964) fyrst fyrir tæpum fimm
árum og upplifunin var af ætt kraft-
birtingarinnar. Þar lék víbrafón-
leikarinn Gary Burton einn í 24
takta og síðan slógust félagarnir
þrír í hópinn í mögnuðu breiki.
Víbrafónsólóið fór hægt af stað,
magnaðist stig af stigi og þegar
spennan var að verða óbærileg
þyrlaði trommuleikarinn í miklu
crescendói og langur og eggjandi
tónn saxófónsins leiddi mann úr
algleymi æsingsins yfir í ástand sem
kenna mætti við sprungna blöðru!
Hvflík upplifun! Þetta var ein af
mínum fyrstu jazzplötum og leikur
þeirra Getz og Burtons átti drjúgan
þátt í því að gera velviljaðan áhuga
að ólæknandi ástríðu.
Gary Burton hefur lagt gjörva
hönd á margt síðan hann lék með
kvartett Stan Getz, aðeins rúmlega
tvítugur að aldri, hljóðritað fjölda
platna og leikið um allan heim.
Hann hefur aldrei verið negldur á
einn ákveðinn bás í tónlist sinni og
hefur hljóðritað með svo innbyrðis
ólíkum tónlistarmönnum sem
Stephane Grappelli, Cörlu Bley,
Chick Corea og Keith Jarrett. Les-
endur Down Beat, helsta jazztíma-
rits í heiminum, hafa kosið hann
besta víbrafónleikarann fimmtán
ár í röð.
Steve Swallow bassaleikari
Að berja eða
plokka mjúkt
Það er einvalalið sem leikur með
Burton um þessar mundir. Mig
langar sérstaklega til að minnast á
Steve Swallow, rafbassaleikara og
tónskáld. Rafbassinn hefur
löngum verið litinn hornauga af
hreintrúarmönnum í jazzi; mörg-
um hefir þótt sem hljóð hans væru
fretkennd, urgandi og hörð, sam-
anborið við þýðan tón bassagígj-
unnar. Að hluta til stafar þetta af
því að margir rafbassaleikarar hafa
beinlínis dregið fram þessa eigin-
leika hljóðfærisins og fremur kosið
að berja strengina þumli, en áð
plokka mjúkt með fingurgómun-
um. Steve Swallow nálgast ekki
rafbassann með hugarfari trommu-
leikarans, heldur með skapandi og
lagrænni hugsun tónskáldsins.
Leikur hans er enn eitt dæmi um
þann forna sannleik að að er tón-
hugsun hljóðfæraleikarans sem
öllu skiptir, en ekki það hvaða
hljóðfæri hann hefur kosið sér.
Hittumst í Gamla bíói!
utvarp
laugardaqur
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar.
Þulur velur og kynnir.
7.25 Leikfimi
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: Yrsa Þóröardóttir talar.
8.50 Leikfimi
9.00 Fréttír. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Oskalög sjúlinga. Lóa Guöjónsdóttir
kynnir. (10.0 Fréttir. 1Q.10 Veöurfregnir.
Forustugr. dagbl. útdr.). Óskalög sjúklinga
frh.
11.20 Hrímgrund - Útvarp barnanna. Bland-
aður þáttur fyrir krakka. Stjórnandi: Sverrir
Guðjonsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðuriregnir. Tilkynning-
ar. Iþróttaþáttur Umsjón: Samúel Órn Erl-
ingsson. Helgarvaktin Umsjónarmenn:
Arnþrúður Karlsdóttir og Hróbjartur Jónat-
ans?on.
15.15 í dægurlandi Svavar Gests rifjar upp
tónlist áranna 1930-60.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Þá, nú og á næstunni Stjórnandi: Hild-
ur Hermóðsdóttir. Bókasafn Kópavogs og
Bústaðaútibú Borgarbókasafnsins heimsótt
og hlustað á sögustund fyrir litlu börnin.
16.40 Islenskt mál Jón Hilmar Jónsson sér
um þáttinn.
17.00 Hljómspegill Stefán Jónsson, Græn-
umýri í Skagafirði, velur og kynnir sigilda
tónist (RUVAK).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðuriregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Á tali Umsjón: Helga Thorberg og Edda:
Björgvinsdóttir.
20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni
Jónsson.
20.30 Sumarvaka a. Dagbók úr strandferð
Guðmundur Sæmundsson frá Neðra-
Haganesi les sjötta og síðasta hluta frá-
sagnár sinnar. b. „Þú svafst í náðum,
þreklundaða þjóð“ Baldvin Halldórsson
les Ijóð eftir Gunnar M. Magnúss. c. Ferð-
aminnmg Haltgrimur Sæmunosson les trá-
sögn Óskars Guðnasonar. d. Minninga-
brot um Jóhannes úr Kötlum Ágúst Vig-
fússon segir frá kynnum sínum af Jóhannesi
og les kvæði eftir hann.
21.30 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes-
sonar.
22.15 Veðuriregnir. Fréttir. Dagskrá morgund-
agsins. Orð kvöldsins
22.35 „Örlagaglíma“ eftir Guðmund L.
Friðfinnsson Höfundur les (12).
.23.00 Laugardagssyrpa - Páll Þorsteinsson
og Þorgeir Ástvaldsson.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
sunnudagur
8.00 Morgunandakt Séra Sigmar Toria-
son prófastur á Skeggjastöðum flytur
ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.)
8.35 Morguntónleikar
10.00 Fréttir. 10.10 Veðuriregnir.
10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls
Jónssonar
11.00 Messa í Kópavogsklrkju Prestur:
Árni Pálsson. Organleikari: Guðmundur
Gilsson. Hádegistónleikar
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-'
ingar. Tónleikar
13.30 Frá liðinni viku Umsjónarmaður: Páll
Heiðar Jónsson.
14.15 Leikrit: „Þrjár sögurúr heitapottin-
um“ eftir Odd Björnsson Leikstjóri:
Lárus Ýmir Óskarsson. Leikendur: Rúrik
Haraldsson, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Sigurður Skúlason, Lilja Guðrún Þoj>
valdsdóttir, Helgi Skúlason og Guðrún
Gisladóttir.
15.15 Söngvaseiður. Þættir um íslenska
sönglagahöfunda. Fyrsti þáttur. Björn
Kristjánsson og Gúnnsteinn Eyjólfs-
son Umsjón: Ásgeir Sigurgestsson, Hall-
grimur Magnússon og Trausti Jónsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Mannréttindi og mannúðarlög Dr.
Páll Sigurðsson dósent flytur sunnudags-
erindi í tilefni Alþjóðadags Rauða
Krossins.
17.00 Frátónleikum Islensku hljómsveit-
arinnar í Gamla Bíói 30. apríl s.l.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðuriregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.25 Myndir Jónas Guðmundsson rithöt-
undur talar við hlustendur.
20.00 Sunnudagsstúdíóið - Útvarp unga
fólksins Guðrún Birgisdóttir stjórnar.
20.45 Gömul tónlist Snorri Örn Snorrason
kynnir.
21.30 Um sígauna 4. og síðasta erindi
Einars Braga, byggt á bókinni „Zigenare"
eftirKaterinaTaikon.
22.00 Tónleikar
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Örlagaglima" eftir Guðmund L.
Friðfinnsson Höfundur les (13).
23.00 Kvöldstrengir Umsjón: Hilda Torfa-
dóttir, Laugum i Reykjadal (RÚVAK).
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
mánudagur
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Séra Eirik-
ur J. Eiríksson (a.v.d.v.) Gull í mund -
Stefán Jón Hafstein - Sigriður Árnadóttir
- Hildur Eiríksdóttir. 7.25 Leikfimi.
Umsjón: Jónína Benediktsdóttir.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Sigriður Halldórsdóttir talar,
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna: „Rumm-
ungur ræningi" eftir Otfried Preussler
í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Helga Ein-
arsdóttir les (4).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónieikar.
9.45 Landbúnaðarmál Umsjónarmaður:
Óttar Geirsson.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
landsmálablaða (útdr.).
11.05 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum
árum. Umsjón: Hermann Ragnar Ste-
fánsson.
11.30 Lystauki Þáttur um lifið og tilveruna
i umsjá Hermanns Arasonar (RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Mánudagssyrpa - Olafur Þórðar-
son.
14.30 „Sara“ eftir Johan Skjaldborg Einar
Guðmundsson þýddi. Gunnar Stefáns-
son les (2).
15.00 Miðdegistónleikar
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Islensk tonlist
17.00 Ferðamál Umsjón: Birna G. Bjarn-
leifsdóttir
17.40 Skákþáttur Umsjón: Jón Þ. Þór.
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur
þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn Ragnheiður
Sveinbjörnsdóttir talar.
20.00 Lög unga fólksins. Þórður Magnús-
son kynnir.
20.40 Anton Webern - 9. þáttur Atli Heimir
Sveinsson ræðir um tónskáldið og verk
þess.
21.10 Fiðlusónata f d-dúr eftir Cesar
Franck Kaja Danczowska og Krystian
Zimmerman leika
21.40 Útvarpssagan: Ferðaminningar
Sveinbjörns Egilssonar Þorsteinn
Hannesson les (11).
22.15 Veðuriregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins
22.35 Er allt með felldu? Þáttur um flug-
stjórnun og innanlandsflug. Umsjónar-
maður: Önundur Björnsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
sjomrarp
laugardagur
17.00 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
18.45 Enska knattspyrnan
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 ÞriggjamannavistTiundi þáttur. Bresk-
ur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
21.00 Glitra daggir, grær fold (Driver dagg,
faller regn) Sænsk bíómynd frá 1946, gerö
eftir samnefndri sveitalífs- og ástarsögu frá
öldinni sem leið eftir Margit Söderholm, sem
komið hetur út i íslenskri þýðingu. Leikstjóri
Gustaf Edgren. Aðalhlutverk: Sten Lind-
gren, Mai Zetterling, Alf Kjellin og Anna
Lindahl. Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
22.40 Á ferð og flugi (The Running Man)
Endursýning Bandarísk bíómynd frá 1963.
Leikstjóri Carol Reed. Aðalhlutverk:
Laurence Harvey, Lee Remick og Alan Bat-
es. Ung hjón svikja út liftryggingarfé með því
að setja á svið dauða eiginmannsins í flug-
slysi. Þau hittast síðan á Spáni til að njóta
fengsins en þar birtist þá rannsóknarmaður
vátryggingafélags. Þýðandi Jón O. Edwald.
Áður sýnd í Sjónvarpinu árið 1972.
00.25 Dagskrárlok
sunnudagur
18.00 Sunnudagshugvekja Séra Ólafur
Oddur Jónsson, sóknarprestur i Keflavik,
flytur.
18.10 Skógarferð Norsk barnamynd um
kynni litils drengs af skóginum og öll þau
undur sem þar ber fyrir sjónir. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Norska
sjónvarpið)
18.25 Daglegt lif i Dúfubæ Breskur brúðu-
myndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingimarsson.
Sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir.
18.40 Palli póstur Breskur brúðumyndaflokk-
ur. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. Sögu-
maður Sigurður Skúlason. Söngvari Magn-
ús Þór Sigmundsson.
18.55 Sú kemur tíð Franskur teiknimynda-
flokkur um geimferðaævintýri. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson, þulur ásamt honum
Lilja Bergsteinsdóttir.
19.29 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sjónvarp næstu viku Umsjónarmaður
Guðmundur Ingi Kristjánsson.
20.50 Nína Tryggvadóttir Mynd sem Sjón-
varpið hefur látið gera um Nínu Tryggva-
dóttur listmálara og verk hennar. Brugðið er
upp myndum af verkum listakonunnar, sem
er að finna víða um heim, og rakinn er ferill
hennar. Einnig er rætt við eiginmann og
dóttur Nínu og nokkra samferðamenn: Auði
og Halldór Laxness, Valtý Pétursson og
Steingerði Guðmundsdóttur. Tónlist í mynd-
innit Jórunn Viðar. Umsjónarmaður Hrafn-
hildur Schram. Upptöku stjórnaði Þrándur
Thoroddsen.
22.00 Ættaróðalið Sjöundi þáttur. Breskur
framhaldsmyndaflokkur í ellefu þáttum
gerður eftir skáldsögu Evelyns Waugs. Efni
sjötta þáttar: Rex Mottram heimsækir Car-
les i París. Hann er að leita Sebastians, sem
átti að fara til lækningar í Sviss en lét sig
hverfa. Rex segir Charles einnig frá veikind-
um lafði Marchmain og þeirri ætlun sinni að
eignast Júlíu fyrir konu.
mánudagur
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Tommi og Jenni
20.45 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix-
son.
21.20 Já, ráðherra 12. Kunnugir bítast
best. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson.
21.50. Hetðardaman (L'elegance) Ný bresk
sjónvarpsmynd. Leikstjóri Jack Gold.
Aðalhlutverk Geraldine McEwan og
Jean-Francois Stevenin. Ungfrú Mount-
ford sækir hugmyndir sínar í timarit
hefðarkvenna, L’elegance. Eina viku á
ári getur hún veitt sér að leika hefðar-
dömu á litlu hóteli i Frakklandi. Þar
rætast ástardraumar hennar á annan
veg en hún gerði sér i hugarlund. Þýð-
andi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.45 Dagskrárlok.
Sýningu
Brynhildar
lýkur
á sunnudag
Glerlistarsýning Brynhildar
Þorgeirsdóttur í Nýlistasafninu
hefur verið opin í rúma viku og
lýkur henni annað kvöld, sunnu-
dag. Verkin á sýningunni eru unnin
úr mótuðu gleri, steinsteypu og
járni. Sýningin er opin alla helgina
frá kl. 4-10, en Nýlistasafnið er á
Vatnsstíg 3b.
SýningSATT
í Gallery
Lækjartorg
framlengd
Myndlistarsýning SATT -
Sambands alþýðutónskálda og
tónlistarmanna í Gallerí Lækjar-
torgi hefur verið framlengd til 8.
maí. Sýningin opnaði 16. apríl og
þar sýnir fjöldi þekktra lista-
manna. Sýningin er haldin til
styrktar SATT og rennur helm-
ingur af andvirði myndanna til
húsakaupa félagsins, en ráðist
var í að kaupa huseign að Vitastíg
3 og að sögn Jóhanns G. Jóhanns-
sonar verður nú að vinna lokaá-
takið ef fjárhagsmálin eiga að
bjargast.
A sýningunrti eru verk eftir list-
amennina Bat Yousef, Dieter
Roth, Einar Hákonarson, Hauk
Halldórsson, Hring Jóhannes-
son, Hreggvið Hermannsson,
Jón Þór Gíslason, Gísla Sigurðs-
son, Guðrúnu Svövu, Steinunni
Þórarinsdóttur, Sigurð Þóri. Sig-
ríði Björnsdóttur, Skúla Ólafs-
son, Jóhann G. Jóhannsson, Sig-
urð Eyþórsson, Magnús Þór
Jónsson, Ragnar Lár, Pál ísaks-
son, Tarnús, Þorstein Eggertsson
og Richard Valtingojer.
Sýningin er eins og áður sagði í
Gallerí Lækjartorgi og er opin til
8. maí.
Skóladagheimilið
Völvukot
Tombóla
á morgun
Krakkarnir á Skóladagheim-
ilinu Völvukoti verða með tom-
bólu á sunnudaginn, þ.e. á morg-
un og hefst hún kl. 14.00. Miðinn
kostar aðeins 10 krónur og engin
núll! Vinningar eru afskorin
blóm og pottablóm í miklu úrvali
og eru krakkarnir að safna fyrir
vorferðalagi sem þau ætla í. Væri
ekki upplagt að kíkja við og næla
sér í fallega plöntu til að skreyta
með hjá sér?