Þjóðviljinn - 11.06.1983, Page 26

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Page 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. júní 1983 Ragnar hótar að draga af kaupi starfsfólks í Álverinu „Þetta er innflutt kurteisi” segir Sigurður T. Sigurðsson um framkomu forráðamanna ✓ Alversins við verkafólk Ráðherrarnir Alexander Stefánsson og Matthías Mathiesen kynntu reglur um greiðslufrestun í gær og nutu aðstoðar embættismanna frá húsnæðisstjórn og bankakerfinu. Ljósm. -eik. Verðtryggð íbúðalán hjá Húsnæðisstofnun og bönkum: Frestur á 25% lána „Það er allt með kyrrum kjörum í Straumsvík eins og stendur, en það er víst að verkafólk kemur til með mótmæla áfram þeirri mannfyrirlitningu sem því er sýnd af forráðamönnum Álversins. Þetta er innflutt kurteisi sem þeir sýna af sér“, sagði Sigurður T. Sigurðsson varaformaður verka- mannafélagsins Hlífar. Aðspurður um þá yfirlýsingu Ragnars Halldórssonar forstjóri ÍSAL að dregið yrði af kaupi starfsmanna þær tvær klukkustundir sem þeir ræddu viðskipti sín við yfirstjórn Álversins í gærdag sagði Sigurður. „Eg geri ekki ráð fyrir öðru en sá stóri hópur þar suður frá hafi átt von á öðru frá Ragnari eftir þá andúð sem hann hefur sýnt verkafólki og fulltrúum þess. Þessir herrar eru að kalla yfir sig mikla mótmælaöldu starfsfólks, þetta er kann- ski sýnikennsla um þá erlendu stjóriðju sem stjórnvöld eru að boða okkur. Það sýnir sig að þess háttar stjóriðja er ekki til þess að halda uppi íslenskri atvinnustefnu og tryggja atvinnuöryggi heldur fyrst og fremst til að ávaxta auð erlendra auðhringa." -«g- Björn Kristinsson flytur erindi um ferskleika fisks. Yflr 100 manns sátu ráðstefnuna. Mynd -atli. Tveggja daga ráðstefna Fiskiðnaðar og sjávarútvegsráðuneytisins Gæðamátin sknpta mestu I gær lauk tveggja daga ráðstefnu Fiskiðnar, fagfélags fískiðnaðarins og sjávarútvegs- ráðuneytisins um gæðamál í fiskiðnaði. Yfir 100 aðilar úr flest- um greinum sjávarútvegs sóttu ráðstefnuna. Flutt voru erindi um gæðahringi í fiskiðnaði, námleiðir í fiskiðnaði, ferskleika fisks, verðmæti sjávar- afla og þýðingu gæða, opinber eftirlitsstörf, hráefni í fiskiskipum og móttökum. Þá kynntu sölu- samtök fiskframleiðenda hráefnis- og markaðsmál og kynnt var nýtt lagafrumvarp um ríkismat sjávar- afurða sem nú er í burðarliðnum. Það var samdóma álit ráðstefnu- gesta að ekki yrði litið til frekari aflaaukningar á næstu árum, held- ur þyrftu menn að beina sjónum sínum í mun ríkari mæli að bættum gæðum aflans og betri nýtingu. Það skipti sjávarútveginn og þjóðarbú- skapinn um leið verulegu máli að fá sem mest verðmæti fyrir þann afla- feng sem að landi berst. Mörg at- hyglisverð atriði voru reifuð á ráðstefnunni og verða þeim gerð betri skil í Þjóðviljanum síðar. -Ig- Lánskjaravísitalan enn óskert: Er í athugun sagði Matthías Á. Mathiesen í næstu viku geta húsbyggjendur sótt um greiðslufrest á fjórðungi af- borgana, verðbótaþáttar og vaxta á verðtryggðum íbúðalánum frá Húsnæðismálastofnun og bönkum og sparisjóðum. Er jafnframt til þess að innan tíðar verði hið sama uppi í teningnum varðandi lán frá lífeyrissjóðunum. ' Álexander Stefánsson, félags- málaráðherra og Matthías Mathie- ákvæðum bráðabirgðalaganna frá 27. maí sl. og á að koma til móts við hluta kjaraskerðingarinnar. Hér er um að ræða verðtryggð lán frá Byggingasjóði verkamanna og Byggingasjóði ríkisins sem falla í gjalddaga á tímabilinu 1. maí 1983 til 30. apríl 1984, og geta þeir sem þegar hafa greitt af lánum sínum frá 1. maí fengið fjórðunginn endurgreiddan frá Húsnæðisstofn- kaupa og að gjalddagar þess séu á tímabilinu 28. maí 1983 til 27. maí- 1984. Um greiðslufrestinn þarf að sækja íbönkunum fyrir 1. ágúst nk. og kostar það 176 krónur. Hafi menn þegar geitt af slíkum lánum frá 28. maí sl. geta þeir fengið fjórðunginn með nýju láni hjá við- komandi banka eða sparisjóði. Umsóknareyðublöð verða væntan- lega tilbúin um miðja næstu viku og munu þau liggja frammi í bönkum, sparisjóðum og hjá Húsnæðismála- stjórn. Þeirri fjárhæó sem frestað er greiðslu á, verður bætt við höfuð- stól lánsins og kemur hún til greiðslu að loknum lánstímanum. Séu lánin í vanskilum reiknast dráttarvextir ekki af þeim fjórðungi lánsins sem frestað er. Þessi frestun tekur ekki til lána sem veitt vorú vegna skuldbreytingar hjá húsbyggjendum á árinu 1981. í bráðabirgðalögunum er gert ráð fyrir því að lífeyrissjóðirnir veiti einnig greiðslufrest á 25% Iána, en frá því hefur ekki verið gengið ennþá. Töldu ráðherrarnir eðlilegt að bankarnir og Húsnæðis- málastonun riðu á vaðið þannig að lífeyrissjóðirnir hefðu fordæmi til að styðjast við og báðir sögðust þeir fastlega reikna með að lífeyris- sjóðirnir yrðu við tilmælum um greiðslufrestun. Það vakti athygli á fundinum að fulltrúar bankakerfisins og Hús- næðiskerfisins, þeir Jónas Haralz og Sigurður E. Guðmundsson töldu að þetta væru fremur þarflitl- ar aðgerðir. Jónas Haralz sagði að þetta væri einungis það sem bank- arnir væru að gera á hverjum degi; - fresta lánum og veita fólki ný lán til að standa undir gömlum og bjóst hann ekki við að um umtalsverðar fjárhæðir því til viðbótar væri að ræða. Sigurður E. Guðmundsson sagði að greiðslubyrði húsnæðis- stjórnarlána væri ekki það sem væri að sliga húsbyggjendur, held- ur skammtímaskuldir í bönkum. Hann sagði að ekki hefði orðið vart aukningar á vanskilum hjá Húsnæðisstofnun og ennfremur að stofnunin hefði farið fram á að henni yrði bætt það tekjutap sem af frestuninni leiddi. Breytingar á lánskjaravísitöl- unni eru í athugun, sagði Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra í gær, þegar kynntar voru nýjar reglur um frestun húsnæðislána að hluta og ýmis áform önnur sem ríkisstjórnin hefur uppi varðandi húsnæðismálin. Lánskjaravísital- an, sem nú æðir áfram óheft enda þótt laun fólks séu stórlega skert, var hvergi nefnd á þeim pappírum sem dreift var á fréttamannafund- inum. Matthías sagðist ekki geta sagt til um hvenær einhverra breyt- inga á henni væri að vænta, aðeins að ekki hefði þótt rétt að bíða með greiðslufrest á lánum þar til það mál væri afgreitt. Meðal ‘þess sem ríkisstjórnin hefur heitið er að breyta skamm- tímaskuldum húsbyggjenda í föst lán eins og gert var á árinu 1981. Á fundinum í gær sögðu ráðherrar viðskipta- og félagsmála að gert væri ráð fyrir að innan skamms geti tekist samningur við bankakerfið þar um og að viðræður við við- skiptabanka og sparisjóði hefjist í næstu viku. Þjóðviljinn spurði Jónas Haralz, formann samstarfsnefndar bank- anna um áfstöðu til skuldbreyting- arinnar. „Viðhorf bankanna hefur ekkert breyst“, sagði Jónas, „við teljum ekki nauðsynlegt að setja þetta í eitthvað kerfi, heldur sé eðlilegast að hver banki afgreiði slíkar lánveitingar til sinna við- skiptamanna í hverju tilfelli fyrir sig.“ - ÁI sen viðskiptaráðherra kynntu frétt- amönnum í gær reglur um þessa greiðslufrestun, sem byggir á un. Hvað bankana varðar eru regl- urnar nokkuð aðrar. Skilyrði er að lánið hafi verið tekið til íbúða- Húsnæðislánin: Hækkun lána sett í nefnd! Féiagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða lög um Húsnæðisstofnun ríkisins og á hún m.a. að kanna möguleika á fjáröflun til að hækka lánshlutfal! húsnæðislána í 50% á næsta ári, en það er talið kosta 400 - 500 miljónir króna. í sambandi við endurskoðun lag- anna er nefndinni uppálagt að fella inn í frumvarp sitt frumvarp um Húsnæðisstofnun, sem lagt var fram á alþingi 6. desember sl., en hlaut ekki afgreiðslu á þinginu. Hefur það^VÖi biargað/rtff þér ÚX IFEROAR Hér er um að ræða frumvarp sem þáverandi félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson lagði fram og hef- ur í för með sér hækkun lána og ýmsar endurbætur á húsnæðiskerf- inu, einkum hvað snertir hag fatl- aðra, leigjendur, námsmenn, og byggingasamvinnufélög. Um lánin segir að nefndin skuli athuga sérstaklega hvernig auka megi fjármagn til byggingasjóð- anna með tilliti til þess að koma á næsta ári lánshlutfallinu á staðal- íbúð upp í 50% af byggingarkostn- aði fyrir þá sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta skipti. Er þá haft í huga að lánshlutfallið fari síðan hækkandi á næstu árum þar til 80% marki verður náð. Jafnframt skal nefndin athuga möguleika á leng- ingu lánstíma almennra húsnæðis- lána. í nefndinni eiga sæti: Jóhann Einvarðsson, fyrrv. alþingismað- ur, formaður, Gunnar S. Björns- son, trésmíðameistari, Halldór Blöndal, þingmaður, Páll R. Magnússon, húsasmíðameistari og Þórður Ólafsson lögfræðingur. Ritari nefndarinnar er Hilmar Þór- isson, deildarstjóri Húsnæðisstofn- unar ríkisins. -ÁI -ÁI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.