Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.06.1983, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur svarar spurningum lesenda Spurt um garða og gróðu Sedrusviðir og rósaflór Ragnheiður á Markarflöt spyr: 1. Hvernig á að fara með sedrusvið? - Mér finnst hann fella barrið svolítið hjá mér. 2. Ég er með klifurrós í gróðurskála. Þetta er annað árið sem hún er hjá mér. Hún blómstraði vel í fyrrasumar en núna bólar ekki á neinum knúppum. Hvernig stendur á þessu og hvað á ég að gera? Svar: Af sedrusviði eru til fjórar ná- skyldar tegundir: Atlantssedrus, Cedrus atlantica, frá Atlasfjöllum, Líbanonsedrus, C. libani, í Litlu- Asíu, Kýpursedrus, C. brevifolia á eynni Kýpur og svo loks Himala- jasedrus, C. deodara, sem vex um vesturpart samnefndra fjalla. Af þessum fjórum eru svo til ótal rækt- uð afbrigði. Mér vitanlega hefur aðeins ein tegund sedrusviða borist hingað í einhverjum mæli - og þó aðeins örfáar plöntur. Það er Atlantsse- drus, nánar tiltekið afbrigðið „glauca" með stálbláu barri. Fljótt á litið minnir Atlantsse- drus mikið á lerki. En þegar að er gætt er barr sedrusins miklu stinn-. ara og efnismeira en lerkisins. Se- drusinn heldur líka öllu sínu barri á veturna öfugt við lerkið. Allir sedrusviðir dafna best í frjóum, sendnum jarðvegi þar sem sólar nýtur vel. Þeir þurfa mikla vökvun en mega samt aldrei standa í blautu. Hér á íslandi rækta margir Atlantssedrus sér til gamans í gróðurskálum. - Til þess að þeir haldi fullri hreysti þar má ekki kynda gróðurskálann um of á vet- urna. Besta hitastigið finnst honum þá vera frá frostmarki og upp í fimm til átta gráður á Celcíus- kvarðanum. Á veturna þarf að sjálfsögðu að draga mjög úr vökv- un - en sjá samt til þess að ekki skrælþorni. Ef Atlantssedrusinn er ræktaður í kerjum eða pottum er hægt að hafa hann úti í görðum um hásum- arið. En eins og allar aðrir plöntur sem hafa dvalist lengi „bak við gluggans gler“ þolir hann illa út- fjólubláa geisla sólarinnar strax undir berum himni. Hann þarf að venjast þeim úti í dumbungsveðri eða skugganum nokkra daga áður en honum er komið fyrir á sólar - verönd. Öllum barrviðum er eðlilegt að fella barr og endurnýja það með nývexti. Ef barrfall er óeðlilega mikið, það er að segja meira en nemur um það bil þriðjungi af ný^ vextinum getur orsakirnar verið að rekja til þess að: 1. Eitthvað skyggir um of á. 2. Of mikið er vökvað. 3. Og lítið vökvað. 4. Of heitt er haft. Á sumrin er kjörhiti sedrusviða 10-16°C á næturnar, og daghitinn þarf að vera um fimm stigum hærri. Ýmsir ofangreindra þátta geta unnið saman, bleyta, skuggi og hiti á einu bretti er öllum sedrusviðum um megn til dæmis. Það sem hér var sagt um sedrus- viði á í stórum dráttum einnig við um aðra barrviði sem ræktaðir eru í gróðurskálum. Þó fer það nokkuð eftir lit barrsins hversu vel þeir þola sólskinið. Þumalputabending er nokkurnveginn sú að þeir barrviðir sem hafa málmblá/grænt barr þurfa mikla birtu og þola sólskin vel. Dökkgrænt barr umber léttan skugga en þeir barrviðir sem hafa gult eða gulgrænt barr fara oft illa í sólskini og þurrki. 2. Rósir geta hagað sér mjög misjafnlega hvað blómgunina varðar. Flestar eldri gerðir klifur- rósa blómgast á ársgamlar greinar. Þannig sortir eru til dæmis „Flam- mentanz“ og „Blaze“. Nýjar sortir eins og „Sympatie" og „Golden Showers" blómgast á sumarvöxt- inn og þola því að vera klipptar mikið niður árlega. Rósir af fyrri gerðinni eru því sjaldan heppilegar í gróðurskála vegna þess að þær verða yfirleitt svo stórar um sig og blómgast bara stuttan part úr sum- rinu. Sortir af síðari gerðinni eru oftast blómsælli og þola vel alla skerðingu. í útlendu rósalistunum eru þessar rósir venjulega auðkenndar með stóru R í lýsing- unni. R stendur fyrir „remontant"- rós, sem þýðir að þær „remonteri“ þ.e.a s. blómgist í sífellu allt sumar- ið og komi aftur í blóma þótt þær séu snyrtar nokkuð eftir fyrsta flór. Þessi eiginleiki er mikið happ fyrir þá sem hafa lítil gróðurhús til um- ráða. Nú veit ég ekki hvaða rós þú átt, Ragnheiður, né hverrar gerðar. Ég vona að þú getir dregið einhverja ályktun af framansögðu. En það er kannski eitt enn. - Rósin þín gæti verið ofalin. Fái rós- arunnar of mikið köfnunarefni er mikil hætta á að þær setji allan sinn kraft í blað- og hæðarvöxt en hugsi ekkert um blómgun. Þú ættir því að halda svolítið í við hana með köfn- unarefnið en gefa henni jafriframt nokkur korn af þrífosfati og sáldra dálitlu kalísúlfati í kring um hana. Sjáðu svo til hvað hún gerir. Mold og meira um gróðurskála Trausti Leósson spyr: Hvernig á að hafa jarðveg í 25-30 fermetra gróðurhúsi sem Hka á að nota sem sólstofu? - í kerjum eða steyptu gólfi? í gróðurhúsinu eiga að vera skrautblóm og nytjajurtir samtímis. Svar: Þegar til lengdar lætur er ávallt betra að hafa gólf í gróðurskálum Hringið í dag Hringið í síma 81333 á milli kl. 16 til 19 i dag og berið upp fyrirspurnir um garða og gróður. Blaðamenn Þjóðvilj- ans munu skrá niður spurn- ingarnar og koma þeim áleiðis til Hafsteins. Svörin munu svo birtast næstu fimmtudaga. Til hagræðis er betra að fá símanúmerin ykkar, svo hægt sé að hafa samband við ykkur ef þurfa þykir. hellulögð fremur en steinsteypt. Það gefur betri möguleika, vilji menn breyta til eða hleypa ein- hverjum plöntum niður í jarðveg- inn til frambúðar, svo sem fíkjutré, vínvið eða apríkósu. I gróðurskála er alltaf best að fá malaða og íborna mold sem ætluð er til að rækta pottaplöntur í. Þetta á við hvort heldur sem unr er að ræða ræktun í pottum eða gólf- beðum. Ef þú ætlar að rækta hitabeltis- gróður eða plöntur úr heittempr- uðum beltunum verður þú að halda 15-18 stiga lágmarkshita á Celsíus þar á veturna. Það þýðir að þú þarft að hafa þar hitalögn og jafn- framt verður að leggja hitaleiðslur í gólfbeðin til að halda sama hitastigi þar. Hár lofthiti samfara lágum jarðvegshita fer illa með plöntur og er reyndar oftast orsökin fyrir því að hitabeltisgróðurinn leggur upp laupana hjá okkur á vetruna. Éf þú hinsvegar ætlar að rækta gróður úr svalari loftslagsbeltum þarf hann yfirleitt svala vetrar- hvíld. Miðjarðarhafsgróður dafnar best við 5-10°C vetrarhita og lætur sér vel líka hitalögn sem dugir til að halda lofthitanum á því bili og þarf enga gólflögn. Norðlægari gróður af því tagi sem við rekumst á í görðum Vestur-Evrópu þarf enga hitalögn í sjálfu sér, en það getur verið gott að grípa til einhverskon- ar hitagjafa til að bægja frá frosti eftir að hann er farinn að bæra á sér á vorir.. Hvað varðar áburðargjöf í gróðurskálum, þá er öruggast að nota einungis þær áburðarblöndur sern mælt er með á stofublóm eða í gróðurhús. Þær eru auðleysanlegri en venjulegur garðáburður og skolast þetur úr, því er minni hætta á að umframbirgðir hlaðist upp og brenni rætur ef hóflega er notað. Vökvum alltaf með volgu eða kul- slegnu vatni þegar þess er nokkur kostur. Alaskavíðir upp viðvegg N.N. spyr: Ég er með 10 ára gamlan alaskavíði við húsið mitt. Nú eru að hcfjast þar steinsteypuframkvæmdir. A eg að sveigja víðinn frá husinu, klæða hann af- eða er í lagi að saga hann niður viðjörð? Sprettur hann aftur upp á skömmum tíma? Önnur blóm við húsið, áég að flytja þau cða klæða yfir þau á meðan? Svar: Hér hefurðu nokkuð frjálsar hendur, en ef þú lætur plönturnar standa óhreyfðar á sínum stað, máttu búast við einhverjum skemmdum á þeim. Hafðu ekki áhyggjur af alaska- víðinum. Sé hann orðinn svona gamall er eiginlega full þörf á að yngja hann upp með því að skera hann niður að jörð. En þetta ætt- irðu að gera á næstu útmánuðum. Þá hefur hann mestan kraft í rótun- um og sprettur hratt upp aftur. Yfirleitt borgar sig ekki að láta svona stóra.r víðitegundir vaxa upp ótuktaðar fast við hús. Þegar þær stækka hættir þeim nefnilega til að velta frá og leggjast yfir annað og vera til ama á flestan hátt. Ef alask- avíðirinn er klipptur niður þriðjá til fimmta hvert ár heldur hann sífellt sínum æskuljóma og glæsileik. Árssprotar alaskavíðis geta orðið hátt á annan metra og þeir eru langt um það huggulegasta sem hann hefur uppá að bjóða í þessu samhengi. í sjálfu sér er lítil hætta á að plönturnar þínar tortímist þótt ver- ið sér að vinna við húsið. En ef þú ætlar að hafa eitthvert gagn eða gaman af þeim í sumar, ráðlegg ég þér að flytja þær á rneðan þetta stendur yfir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.