Þjóðviljinn - 16.06.1983, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. júní 1983
ÓHÁÐ RÍKISMAT
Jóhann J.E. Kúld
skrifar um
fiskimál
Ráðstefna um gæði
sjávarafurða á vegum
sjávarútvegsráðuneytisins
og Fiskiðnaðar, féiags
fiskiðnaðarins, var haldinn
að Borgartúni 6 í Reykjavík
dagana 9. og 10. júní sl..
Ráðstefnusalurinn var
þéttskipaður fólki f rá
úrvinnslugreinum
sjávarafla, opinberum
stofnunum sem tengjast
sjávarútvegi,
félagasamtökum á þessum
vettvangi, svo og ýmsum
áhugasömum
einstaklingum. Menn með
margskonar faglega
þekkingu á fiskveiðum og
vinnslu aflans sóttu
ráðstefnuna og töluðu þar.
Hinsvegar virtist vanta þarna
fulltrúa frá verkafólkinu, sem
vinnur hin daglegu störf á
fiskvinnslustöðvunum og
hiti og þungi dagsins mæðir
á. Aftur á móti voru þarna
nokkuð margir verkstjórar,
matsmenn og eftirlitsmenn
úr fiskvinnslunni.
Á ráðstefnu um gæðamál í sjávarútvegi var m.a. kynnt frumvarp til laga um ríkismat, en í 3. grein þess felst viðsjárverð grundvallarbreyting.
í upphafi ávarpaði hinn nýi sjáv-
arútvegsráðherra, Halldór Ás-
grímsson, ráðstefnuna og reifaði
sjávarútvegsmál á breiðum grund-
velli. Að því loknu hófust fram-
söguerindi, en þau voru flutt 12
talsins þessa tvo daga um marg-
breytileg efni. Inn á milli voru svo
gerðar fyrirspurnir til ræðumanna,
eða ábendingar gefnar til skýringar
á því sem fram hafði komið. Þessi
tími þótti mér vera full knappur
sem markaðist af því hvað máiin
voru mörg, sem tekin voru fyrir á
þessum tveimur dögum. Ég held
persónulega að þurft hefði að taka
einn dag til viðbótar í frjálsar um-
ræður eftir hina mörkuðu dagskrá,
þannig að ráðstefnan hefði staðið í
þrjá daga í staðinn fyrir tvo. Þetta
er ábending til þeirra sem koma til
með að skipuleggja nýja ráðstefnu
af þessu tagi, því ég reikna með að
framhald verði á slíkri umræðu sem
þessari. Og í þessu sambandi vil ég
benda á, að nauðsynlegt er að fá
inn í slíka umræðu, e'kki bara menn
hér af suðvesturhorni landsins,
heldur einnig frá hinum dreifðu
plássum fiskframleiðslunnar hring-
inn í kringum landið. Ég vil þakka
forgöngumönnum ráðstefnunnar
framtak þeirra og vonast til að
framhald verði á slíkum umræðum
sem þessum.
Ég vonast til að nýafstaðin ráð-
stefna sé aðeins fyrsta sporið af
mörgum sem á eftir komi um opn-
ari umræðu en verið hefur til þessa
um gæðamál íslenskra fiskafurða.
Óháð ríkismat eða
framleiðendamat?
Á nýafstaðinni ráðstefnu um
gæði sjávarafurða var síðasti liður-
inn á dagskránni kynning á laga-
frumvarpi, sem ber heitið „Ríkis-
mat sjávarafurða“. Sá sem kynnti
frumvarpið var dr. Jónas Bjarna-
son starfsmaður Rannsóknar-
stofnunar fiskiðnaðarins. Frum-
varpið er samið af svonefndu
„Fiskmatsráði" sem Steingrímur
Hermannsson settí á stofn í ráð-
herratíð sinni, og er Jónas einn af
þeim mönnum sem ráðið skipa. Ég
sem þetta rita vissi fyrir alllöngu að
þetta frumvarp var í burðarliðnum.
Kom þá á tvo fundi fyrir Fiskmats-
ráð hinsvegar gengið frá frumvarp-
inu fullmótuðu til að leggja fyrir
Alþingi, og þannig var það kynnt á
ráðstefnunni án allrar þagnar-
skyldu. Þögnin um þetta er því
hérmeð rofin. Frá sjónarmiði Fisk-
matsmannafélags íslands hefur
Fiskmatsráð engar breytingar gert
sem máli skipta frá þeim frum-
varpsdrögum sem áður voru kynnt
í kyrrþey.
Grundvallarbreyting
á gildandi lögum
3. grein frumvarpsins hljóðar
svo:
„Til aðstoðar ráðherra varðandi
starfsemi og verkefni Ríkismats
sjávarafurða skipar ráðherra til
fjögurra ára í senn sjö menn í Fisk-
matsráð. Eigi skulu færri en fjórir
þeirra vera úr röðum helstu hags-
munasamtaka sjávarútvegsins.
Ráðherra skipar formann ráðsins.
Tillagna Fiskmatsráðs skal leitað
vegna setningar reglna, er varða
starfsemi og verkefni Ríkismats
sjávarafurða, svo og um skipulag
og rekstur stofnunarinnar. Fisk-
matsráð skal vera umsagnaraðili
um mál, sem upp rísa vegna ágrein-
ings um framkvæmd mats.
Fiskmatsráð skal leitast við að
koma á aukinni samvinnu Ríkis-
mats sjávarafurða, vinnsluaðila og
útflytjenda sjávarafurða um gæða-
mat sjávarafla og gera tillögur um
rannsóknir og tilraunir er miða að
bættri meðferð og nýjungum í vinn-
slu hans.
Fiskmatsráði ber að gera tillögur
til ráðherra um hvaðeina, er það
telur ástæðu til í sambandi við
framkvæmd mats og eftirlits svo og
stjórn og rekstur Ríkismats sjávar-
afurða.“
Hér lýkur 3. grein frumvarpsins.
með sér, ef slík grundvallar-
breyting yrði gerð á núgildandi
lögum. Óháð ríkismat, ekki bara
hér á landi heldur líka í öðrum
siðmenntuðum löndum, er byggt á
þeirri forsendu að matið sé fulltrúi
bæði seljenda og kaupenda vörun-
nar sem metin er, og á að gæta
hagsmuna beggja.
Með þeirri grundvallarbreytingu
sem felst í 3. grein þá er þessu jafn-
vægi raskað sem óháð ríkismat á að
tryggja. Seljendur vörunnar fá of
mikið áhrifavald innan matsstofn-
unarinnar. Með slíkri grundvallar-
breytingu værum við íslendingar
að stíga sporin afturábak allt aftur
fyrir árið 1904, en þá var svo komið
málum í saltfiskútflutningi að
nauðsyn þótti bera til að setja lög
um óháð ríkismat á saltfiski. Fram
að þeim tíma hafði mat fram-
leiðenda verið látið duga.
Framleiðendamat var miklu
lengur við líði hjá Norðmönnum,
okkar keppinautum á fiskmörk-
uðum, enda stóðu þeir að baki
okkar með útflutt fiskgæði svo
lengi sem það ástand varði. Nú er
gildandi í Noregi mjög strangt
óháð ríkismat á öllum útfluttum
sjávarafurðum og ég held að eng-
um detti í hug að rýra það.
Mér er ekki kunnugt um það
hvort frumvarp sem kynnt var á
ráðstefnunni hefur verið kynnt
fiskframleiðendum íhinum dreifðu
byggðum landsins, eða það látið
nægja að hafa samráð um þessa
grundvallarbreytingu við nokkra
forsvarsmenn hér á suðvesturhorni
landsins. Hitt er víst, að hugmynd-
in að þeirri breytingu sem gerð var
á saltfiskreglugerðinni 1973, hún
kom héraf suðvesturhorninu. Eftir
þá breytingu var framleiðendum
leyft að ráða matsmenn til starfa,
en það hafði áður verið algjörlega í
höndum yfirfiskmatsmanna allt frá
verður að segja að er ekki góð þá er
farið fram á það í frumvarpinu í 3.
grein að framleiðendur fái meiri-
hluta í yfirstjórn hinnar nýju stofn-
unar, fjóra menn af sjö, ef frum-
varpið yrði gert að lögum. Það fer
ekkert milli mála, að í 3. grein
frumvarpsins er farið fram á það,
að Alþingi breyti núgildandi lögum
í það horf, að í stað óháðs ríkismats
sjávarafurða, sem byggir einvörð-
ungu á faglegri þekkingu, komi ný
stofnun með yfirstjórnarbákni sem
nefnist Fiskmatsráð, að meirihluta
skipað fulltrúum framleiðenda. Ég
tel það tímaskekkju í okkar löngu
fiskúflutningssögu, að slíkt sem
þetta skuli kynnt á því herrans ári
1983.
Framleiðendur eiga
ekki að dæma
eigin gæði
Gæði allra sjávarafurða verður
að tryggja meðan á framleiðslu
stendur. Þau verða ekki tryggð
eftirá. Grundvallaratriði fyrir því
að þetta takist vel, er að unnið sé úr
góðu hráefni. Mat getur í engu
breytt þeim gæðum sem í vörunni
felast fullunninni. Gæðaflokkun
vörunnar er aðeins viðurkenning á
því gæðastigi sem varan er á þegar
hún kemur til mats. Við sem lengi
höfum unnið við útflutningsmat
fiskafurða, við þekkjum það, að
hjá sumum framleiðendum gætir
tilhneigingar til þess að vilja koma
fiski í betri flokk heldur en fiskgæði
segja til um. Þetta er mannlegur
breyskleiki, oftast grundvallaður á
vanþekkingu á fiskgæðum. Sem
betur fer þá kemur slík tilhneiging
ekki fram nema hjá litlum minni-
hlut fiskeigenda.Óháðútflutnings-
mat sem hefur í sinni þjónustu
þjálfaða kunnáttumenn við mats-
nauðsynlegt að framleiðendur til-
einki sér þann sannleika, að hags-
munir þeirra eru best tryggðir á
hverjum tíma í gegnum óháð út-
flutningsmat þar sem þjálfaðir
kunnáttumenn vinna störfin.
Leiðbeiningar
frá sölusamtökum
Ég tel það mjög jákvætt og gott
þegar sölusamtök fiskframleið-
enda hafa í þjónustu sinni þjálfaða
kunnáttumenn sem leiðbeina
framleiðendum. Á þetta er komin
góð reynsla hjá sölusamtökum
frystihúsanna, enda hefur góð sam-
vinna verið alla tíð á milli þeirra
leiðbeiningarmanna og yfirmanna
ríkismatsins. S.Í.F. hefur nú farið
inn á þessa sömu braut og fjölgað
sínum leiðbeiningarmönrtum úr
einum í sjö.
Þetta er allt gott og blessað og
horfir til framfara, svo lengi sem
sölusamtökin skilja, að þetta er
nauðsynleg þjónustustarfsemi við
viðskiptamenn þeirra, en getur
hinsvegar ekki komið í stað óháðs
ríkismats á útfluttar sjávarafurðir.
Ymsir fiskmarkaðir okkar eru
viðkvæmir og við megum ekki
stofna til neinna þeirra breytinga á
lögum sem vakið geta tortryggni í
viðskiptalöndum okkar. Eða orðið
vopn gegn okkur í höndum annarra
þjóða manna, sem við okkur keppa
í mörkuðum. Ég tel að sú breyting
á gildandi lögum sem felst í 3. grein
frumvarpsins gæti orðið til þess að
vekja slíka tortryggni, hvort sem
hún byggðist á rökum eða ekki. Því
ber að varast breytinguna.
Og það skulum við gera okkur
ljóst, að hér erum við með í hönd-
unum fjöregg okkar aðal útflutn-
ings sem ekki má verða fyrir áfalli.
11. júní 1983.
mannafélag íslands, þar sem drög
að frumvarpinu voru kynnt, en sem
algjört trúnaðarmál semekki mátti
segja frá.
Á síðari fundinum var mönnum
gefinn kostur á því að senda sjávar-
útvegsráðuneytinu skriflega um-
sögn um frumvarpsdrögin og gera
athugasemdir við hinar ýmsu
greinar. Við hjá Fiskmatsmanna-
félagi íslands fórum yfir fram-
varpsdrögin, bárum þau saman við
gildandi lög og reglugerðir, en að
því búnu sömdum við okkar um-
sögn. Við höfnuðum frumvarps-
drögunum sem heild og til vara
gerðum við 10 athugasemdir við
hinar ýmsu greinar þessa uppkasts
að frumvarpi. Nú hefur Fiskmats-
En til þess að taka af allan vafa um
að hér verði gerð grundvallar-
breyting á núgildandi lögum, þá
skal ráðherra skipa fiskmatsstjóra
svo og aðra helstu yfirmenn þessar-
ar nýju ríkisstofnunar að fenginni
umsögn Fiskmatsráðs þar sem
aldrei minna en fjórir menn af sjö
eru úr röðum helstu hagsmuna-
samtaka sjávarútvegsins. Nú er
mér það manna best kunnugt, að
innan sjávarútvegsins er mikið af
góðum og gegnum mönnum, sem
viljandi vildu ekki verða til þess að
skaða hagsmuni þessa mikilvæga
atvinnuvegar, og þar með skaða
þjóðarhagsmuni. Én eðli málsins
vegna, þá getum við ekki séð fyrir
afleiðingar sem það gæti haft í för
upphafi. Til að vega upp á móti
þessari tilslökun áttu frá hendi rík-
isvaldsins að koma 5-7 þjálfaðir
fiskmatsmenn sem færu á milli fisk-
vinnslustöðva á vegum hins óháða
ríkismats og gættu þess að sam-
ræmi í mati raskaðist ekki við
breytinguna. Við þetta hefur hins-
vegar ekki verið staðið og hefur
það valdið því, að breytingin hefur
síðan leitt til margskonar mistaka
sem lítið bar á áður. Þetta er ein-
róma álit starfandi fiskmatsmanna
í Fiskmatsmannafélagi íslands.
Hér er átt við saltfisk- og skreiðar-
mat, en sömu matsmenn
stöðvanna framkvæma hvoru-
tveggja matið.
Þrátt fyrir þessa reynslu sem
störfin er eitt fært um að fyrir-
byggja mistök. Menn sem skortir
kunnáttu og þjálfun, þeir geta ekki
gætt eins og þarf hagsmuna bæði
kaupenda og seljenda, en geta
hinsvegar skaðað báða. Því er