Þjóðviljinn - 16.06.1983, Side 24

Þjóðviljinn - 16.06.1983, Side 24
MðMu/m Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími Fimmtudagur 16. júní 1983 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Asmundur Stefánsson forseti ASÍ og borgarstjórinn í Reykjavík fluttu m.a. ávörp við setningu þingsins á Hótel Sögu í gærmorgun. Mynd - eik. Þing Norræna bygginga- og tréiðnaðarmannasambandsins: Stórfellt atvinnuleysi er heista umræðuefnið Mikill samdráttur í bygging- aiðnaði og atvinnulcysi sem hef- ur orðið samfara því var megin- umræðuefni á fyrra degi þings Norræna bygginga- og tréiðn- aðarmannasambandsins sem hófst í Reykjavík í gær. Um 180 fulltrúar sitja þingið sem lýkur í kvöld. Mest hefur atvinnuleysið verið hjá byggingamönnum í Danmörku og Svíþjóð, allt uppí 50% atvinnu- leysi í einstökum starfsgreinum byggingaiðnaðar í Danmörku, en samdráttur í byggingaiðnaði á Norðurlöndum var um 40% á síðastliðnum áratug, en talið er að um 800 þús. manns vinni í bygging- aiðnaði í þessum löndum. Noregur og ísland hafa undan- farin ár verið nokkuð sér á parti hvað atvinnuástand í bygginga- iðnaði áhrærir en nú eru farin að sjást ískyggileg merki um að sam- dráttar og atvinnuleysis megi vænta í iðninni. Þá verður á þingi Norræna bygginga- og tréiðnaðarmanna- sambandsins rætt um aðbúnað og hollustuhætti í byggingaiðnaði. Einkum verður fjallað um hugsan- lega hættu sem kann að steðja að byggingamönnum sem komast í snertingu við fúavarnarefni og trefjar úr steinull, glerull og as- besti. Tapið á Járnblendiverksmiðjunni 178,5 miljónir Var fjórum sinmim meira en öll laun „Ohikað rétt að halda sömu stefnu”, segir í ársskýrslu Rekstrarhalli járnblendi- verksmijunnar á Grundartanga varð 178,5 miljónir á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýút- kominni ársskýrslu félagsins. Til samanburðar má nefna að laun og launatengd gjöld hjá Járnblendifélaginu voru að upphæð 43,3 miljónir króna á sama tíma. Rekstrartapið nam því u.þ.b. fjórföldum launa- kostnaði fyrirtækisins. Banaslys IBYKO Tæplega sextugur starfs- maður Byggingavöruverslun- ar Kópavogs lést á þriðjudag eftir að timburstæða féll á hann ofan af lyftara. Hann var fluttur í Borgarspítalann en reyndist látinn þegar þangað var komið. Hann hét Gestur Sigurjónsson, Tunguheiði 14, Kópavogi, fæddur 18.11 1923. Hann lætur eftir sig konu og uppkomna dóttur. Vextir, afskriftir, gengistap og slíkir liðir skipta verulegu máli varðandi tap fyrirtækisins. Megin- skýringin á tapinu er hin bága staða á alþjóðlegum mörkuðum, þar sem verð hefur verið mjög lágt og sala lítil. í skýrslunni er m.a. að finna eftirfarandi athugasemdir um stöðu fyrirtækisins og horfur: „Verði ekki verulegur bati í aðstöðu járnblendiiðnaðar, er þess að vænta, að hluthafar verði að leggja fram fé á árinu 1983 til að mæta greiðslufjárþörfum fyrirtæk- isins. Vonir standa þó til þess, að fjármagn frá hluthöfum þurfi ekki að verða meira en sem svarar heim- ild Alþingis frá fyrra ári." Þá segir einnig í skýrslunni: „Með tilliti til þessa má ætla að heppilegt verði að stefna að endur- skipulagningu á fjarhag félagsins til að tryggja því nægan fjárhagslegan styrk til frambúðarrekstrar. Hinn langvarandi mótbyr, sem félagið hefur fengið á sínum fyrstu árum, hefur dregið úr líkindum til að fyrirtækið geti í bráð ávaxtað allt það fjármagn Sem í það hefur verið lagt. Við aðstæður dagsins er þó óhikað rétt að halda sömu stefnu og beita öllum ráðum til að ná eins góðum árangri um afkomu fyrirtækisins og efnahagsforsendur markaðsins leyfa á hverjum tíma.“ Bátaflotinn eyðir 10% olíunnar í höfn Ódýrara að framleiða rafmagn með olíu en kaupa það úr landi Meðalskip notar um 5600 lítra af olíu til að framleiða rafmagn þegar það liggur í höfn og samsvarar það um 8.4% af heildarolíunotkun skipsins. Ef tekin er með olíunotk- un ■ höfn vegna miðstöðvarkatla er víst að um tíundi hver olíulítri sem bátaflotinn notar er brenndur til framleiðslu rafmagns í höfn. Þetta eru niðurstöður úr rann- sókn Tæknideildar Fiskifélagsins sem greint er frá í nýjasta tölublaði Ægis, en rannsókn þessi á olíu- notkun fiskiskipa vegna rafmagns- framleiðslu í höfn og nýtingar á landrafmagni er einn liður í nor- rænu samstarfsverkefni sem Tækn- ideildin hefur unnið að undanfarin ár. Við rannsóknina voru hafðar til hliðsjónar tæknilegar upplýsingar frá 27 fiskiskipum á vertíðar- svæðinu suðvestanlands. f ljós kom að meðalálag í höfn og hlutdeild hafnartíma var nokkuð mismun- andi hjá þessum vertíðarbátum en að meðaltali var hafnartími aðeins meiri en sjótími og raforkunotkun í höfn um 164 KWH að meðaltali á dag. Það sem vekur kannski einna mesta athygli í niðurstöðum rann- sóknarinnar er að þrátt fyrir að bátaflotinn eyðir að jafnaði um tí- unda hverjum olíulítra í höfn til rafmagnsframleiðslu er það ódýr- ara en landrafmagn. Munar rúm- um 800 krónum á landrafmagni og olíueyðslu ef miðað er við 106 daga úthaldstímabil og þar af tæpar 1000 stundir í höfn. Enda er notkun landtengis mjög óveruleg meðan vertíð stendur yfir, eða aðeins um 5% af hafnartíma að meðaltali, en í mörgum eldri fiskiskipum er ekki fullkominn búnaður til að raf- tengja skipin í höfn. - Ig- Fyrirspurnir í borgarstjórn: Hvernig á að velja úr lóða- umsækjendum? Á borgarstjórnarfundi í dag eru á dagskrá nokkrar fyrir- spurnir frá borgarfulltrúum Al- þýðubandalagsins vegna lóðaumsókna og skipulagsins í Grafarvogi. Meðal þess sem spurt er um er hvernig velja á úr um- sækjendum um lóðir þar sem þeir eru miklu fleiri en þær lóðir sem í boði eru. Sem kunnugt er reyndist Graf- arvogssvæðið ekki vinsælt og gengu ekki allar lóðir þar út, en slíkt hefur ekki gerst í Reykjavík árum saman. Hins vegar voru umsóknir mun fleiri um lóðir á öðrum svæðum sem í boði voru og eru þannig 9 umsækjendur um hverja lóð í Ártúnsholti. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lagt punktakerfið niður og fyrirspurn Alþýðubandalggsins hljóðar svo: Hvað verður lagt til grundvallar úthlutun nú þegar punktakerfið hefur verið lagt niður? í öðru lagi er spurt hvort fyrir- hugað sé að endurskoða skipu- lagið við Grafárvog í ljósi þess að ekki er nema takmarkaður áhugi fyrir stórum einbýlishúsum í ein- angraðri útborg og í þriðja lagi er spurt hvernig meirihiutinn hyggst bregðast við því tekjutapi sem fyrirséð er vegna minni gatna- gerðargjalda en áætlað hafði verið. -ÁI Þrír blaðberar til Hafnar Snemma í niorgun héldu þrír blaðberar Þjóðviljans ásamt afgreiðslustjóra blaðsins til Kaupmannahafnar þar sem þeir munu dvclja fram á mánudag kemur. Ferðalag þctta eru verðlaun í hlaðburðarhappdrætti Þjóðviljans, og væntan- lega fáum við að lesa ferðasögu þeirra blaðhurðardrengja innan tíðar í blaðinu. Þessi tnynd var tekin á söluskrifstofu Flugleiða í Lækjargötu í gær þcgar ferðalangar vitjuðu far- seðla sinna. F.v.BirgirÓlafsson deildarstjóri hjá Flugleiðum, Jón Leifsson sem ber Þjóðviljann út í Brciðholti, Geir Guð- mundsson sem ber Þjóðviljann út í Kópavogi, Pétur Þorleifs- son sem ber blaðið út í Langholtshverfínu og Baldur Jónsson afgreiðslustjóri Þjóðviljans. Mynd - eik.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.