Þjóðviljinn - 02.07.1983, Side 27

Þjóðviljinn - 02.07.1983, Side 27
♦ f * ' • ’ * / ▼ ' Tf * 'jój T . . . 4Í I » V Helgin 2. - 3. júíí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Sumarstarf í Óperunni Á þaki Gamla bíós verður á góðviðrisdögum í sumar útikaffihús og auk þess hefur notaleg kaffistofa verið innréttuð i gömlu forstjóraíbúðinni. Þetta er alt á vegum íslensku óperunnar sem í júlí og ágúst mun gangast fyrir kvöldvökum þar sem sýndar verða kvikmyndir og kynnt íslensk tónlist. Allur ágóði af þessu sumarstarfi mun renna til reksturs óperunnar og allir söngvararnir sem fram koma gefa vinnu sína. I rigningunni í gær var þessi mynd tekin af Maríu Sigurðardóttur rekstrarstjóra óperunnar og Herði Erlingssyni sem undirbjó sumarstarfið. Ljósm. - Leifur. Samningurinn um Landsvirkjun í gildi í gær: Landsvirkjun í landskerfið I gær, 1. júlí, sameinaðist Lax- árvirkjun heildarorkufyrirtæki landsmanna, Landsvirkjun, við gildistöku samningsins frá 1981 milli ríkisins, Reykjavíkur og Ak- ureyrar um þátttöku Akureyringa í fyrirtækinu. Þessi samningur varð á sínum tíma frægastur fyrir að verða felldur í borgarstjórn Reykjavíkur af fulltrúum Sjálf- stæðisflokks og Sjöfn Sigurbjörns- dóttur, en samþykktur aftur síðar. Akureyrarbær á nú um 5 1/2% í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg um 44 1/2% og ríkið helming. Ak- ureyringar fá einn mann í stjórn af níu. Akureyringar leggja í hið sam- eiginlega bú 35% eignarhlut sinn í Laxárvirkjun, sem nú tengist landskerfinu undir einni stjórn. „Þetta hefur ekki mikil áhrif á orkumálin hér norðanlands í bili“, sagði Knútur Otterstedt rafveitu- stjóri á Akureyri í samtali við Þjóð- viljann í gær, „en ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Rekstur- inn verður allur miklu einfaldari, við þurfum til dæmis ekki að standa í því lengur að kaupa orku þegar hana vantar hér. Auðvitað tapast sjálfstæði sem við höfum haft þegar skrifstofa Landsvirkjunar tekur yfir Laxárvirkjunarskrifstofuna hér, en við erum ekki hræddir við að verða ofurliði bornir þótt áhrif okkar virðist lítil í stjórn. Lands- virkjun verður með þessum breytingum í auknum mæli fyrir- tæki allra landsmanna, og það hef- ur sitt að segja fyrir lands- byggðina.“ Helgi Guðmundsson bæjarfull- trúi á Akureyri og fyrrum stjórn- armaður í stjórn Laxárvirkjunar sagði Akureyringa ánægða með að málið væri í höfn. „Þetta á í raun rætur að rekja til starfs Magnúsar Kjartanssonar iðnaðarráðherra", sagði Helgi, „það var hann sem manna mest barðist fyrir því að allt landið yrði sameinað í eitt veitu- svæði. Það mætti andstöðu á sínum tíma, menn voru að hugsa um landshlutafyrirtæki í orkumálum. Það var reynt hér fyrir norðan en gafst ekki vel. Nú ríkir sátt og sam- lyndi um þessa stefnu Magnúsar, enda skynsamlegast að þetta sé undir einni stjórn. Þetta breytir ekki miklu fyrir okkur norðan- menn, en hefur sín áhrif þegar til lengri tíma er litið. Hér skapast til dæmis auknir möguleikar til jöfn- unar á orkuverði“. Nokkuð er urn dýrðir fyrir norð- an í tilefni sameiningarinnar, þar er nú um helgina Sverrir iðnaðarráð- herra Hermannson, og var í gær sýnt hið nýja orkuver allra lands- manna, Laxárvirkjun. - m Stjórn Landsvirkjunar: Akureyringar fallast á Nordal Bæjarráð og bæjarstjórn Akur- eyrar samþykktu í síðustu viku að styðja tilnefningu borgarráðs Reykjavíkur um Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóra og svo framvegis, sem formann Landsvirkjunar. Það var gengið þvert á pólitískar markalínur í bæjarstjórn Akur- eyrar þegar fulltrúarnir samþykktu að lúffa fyrir Nordalslínunni að sunnan, Framsóknarmenn í meirihluta bæjarstjórnar og Sjálf- stæðismenn í minnihlutanum greiddu bankastjóranum atkvæði sitt sem formanni Landsvirkjunar. Alþýðuflokksmenn sátu hjá, en Kvennaframboðið skipti um skoð- un milli atkvæðagreiðslna, greiddi Jóhannesi atkvæði í bæjarráði, en sat hjá í bæjarstjórn. Helgi Guðmundsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Akureyrar og bæjarráði greiddi einn atkvæði gegn stuðningnum við Jóhannes Nordal. „Mér finnst óeðlilegt að Seðlabankastjóri sé stjórnarformaður svona fyrir- tækis“, sagði Helgi við blm. Þjv. í gær, „fyrir utan það að mér sýnist á lögum um Seðlabanka þar sem kveðið er á um leyfileg önnur störf bankastjóranna að það sé á ystu mörkum að Jóhannes megi yfirleitt gegna þessari stöðu." - m TRÍÓ-tjald er trygging fyrir góðum fjölskylduferðum um mörg ókomin ár. TRÍO-tjalddúkurinn er umfram allt vatnsheldur, litsterkur og þéttur. TRÍÓ-tjaldstengurnar eru úr léttu stáli og þola sitt af hverju. Það sýnir átta ára reynsla á Islandi. 5 stærðir TRÍÓ-hústjalda. Verð frá kr. 8.000.- 5 manna tjald með himni kr. 5.700.- Tjaldstólar frá kr. 205.- Tjaldborð kr. 450.- Stillanlegur sólstóll kr. 990.- Svalastólar úr áli og stáli kr. 280.- TJALDASÝNING FRÁ 21. MAÍ TIL 26. JÚLÍ. SENDUM UM LAND ALLT Tjaldbúöir Geithálsi v/Suðurlandsveg, simi 44392. Lausar stöður: Við leikskólann Lönguhóla, Höfn Hornafirði eru lausar 2 fóstrustöður og ein staða starfs- manns. Æskilegt er að umsækendur geti hafið störf 22. ágúst. Umsónarfrestur til 18. .07. 83. Nánari upplýsingar gefur forstöðu- kona í síma 97-8345. Wm Styrkir til að sækja frönskunámskeið í Frakklandi Franska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt að boðnir séu fram fjórir styrkir handa íslendingum til að sækja eins mánaðar frönsku- nám í Frakklandi í septembermánuði n.k. Eru styrkirnir öðru fremur ætlaðir námsmönnum sem leggja stund á raunvísindagreinar eða starfsfólki á sviði raunvísinda. Þeir ganga fyrir að öðru jöfnu sem eitthvað hafa lagt stund á franska tungu, t.d. á namskeiðum Al- liance Francaise. Styrkirnir eiga að nægja fyrir námskeiðsdvöl en fargjald til Frakklands er ekki greitt. - Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. júlí. Umsóknarblöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðúneytið, 30. júní 1983. =1= Fóstrur - Js þroskaþjálfar Viljum ráða eftirtalda starfsmenn: 1. Forstöðumann á leikskólann við Norður- vang í Hafnarfirði frá 1. september n.k. 2. Fóstru eða þroskaþjálfa í 1/2 starf eftir há- degi við leikskólann Arnarberg frá 1. sept- ember n.k. Umsóknarfrestur er til 14. júlí. Athygli er vakin á rétti öryrkjatil starfa sbr. 16. gr. laga nr. 27 1970. Upplýsingar um starfið veitir dagvistarfulltrúi í síma 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Hugheilar þakkir eru færðar öllum hinum fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýju og sendu kveðju við andlát og útför Vilmundar Gylfasonar alþingismanns Valgerður Bjarnadóttir Guðrún Vilmundardóttir og Baldur Hrafn Vilmisndarson Guðrún Vilmundardóttir og Gylfi Þ. Gíslaso Þorsteinn Gylfason, Þorvaldur Gylfason

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.