Þjóðviljinn - 08.07.1983, Side 2

Þjóðviljinn - 08.07.1983, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. júlí 1983 Rætt við Maríu Ragnarsdóttur, lektor í námsbraut í sjúkraþjálfun „Aðsóknin í nám í sjúkraþjálf- un cr mikil, en við höfum þó yfir- leitt getað tekið einn af hverjum þremur umsækjendum. Þegar talað er um takmörkun í Há- skólanum, gleyma menn oft að þetta er þó miklu betra hér en í nágrannalöndunum. í Svíþjóð kemst t.d. aðeins 1 af hverjum 12 umsækjendum í þetta nám“ sagði María Ragnarsdóttir, lektor og formaður námsbrautar í sjúkra- þjálfun við Háskóla íslands. Kennsla í sjúkraþjálfun hófst hér við Háskólann árið 1976 og voru fyrstu árin teknir 20 nem- endur á ári, en 18 síðustu tvö ár- in. Námið tekur 4 ár. Mikill skortur hefur verið á sjúkra- þjálfurum og sagði María að lang- flestir sem stunda nám í deildinni færu beint út í atvinnulífið að því loknu. En hvernig eru launakjör- in hjá sjúkraþjálfurum? „Þau eru alls ekki góð, miðað við fjögurra ára háskólanám. Þetta hefur verið kvennastétt - mjög lítill hluti nemendanna eru karlmenn. Það segir sína sögu. Auk þess eru launakjör þeirra sem annast manninn, jafnan miklu verri en þeirra sem annast t.d. fjármál og peninga. Þetta á við um fjöldamargar stéttir. Viðskiptafræðingar með styttri menntun en sjúkraþjálfarar fá t.d. yfirleitt mun hærri laun.“ „Hvar er skólinn til húsa?“ „Við höfum verið með megnið af kennslunni í Húsi Jóns Þor- steinssonar, gegnt Þjóðleikhús- inu, en nú 1. júlí tekur Þjóðleikhúsið við húsinu. Við höfum verið að leita að húsnæði og höfum augastað á ýmsum stöðum, en ekkert er ákveðið. Húsnæðið við Lindargötuna var þröngt og aðstaðan á ýmsan hátt erfið og við vonumst til að fá betra húsnæði fyrir veturinn“. „Hvers vegna er aðgangur að deildinni takmarkaður, fyrst svo mikill skortur er á sjúkra- þjálfurum?“ „Að þessu spyrja margir. Ástæðan er fyrst og fremst skortur á námsaðstöðu í kiínísku námi. Þegar námsbrautin var sett á laggirnar kom yfirleitt aðeins 1 menntaðursjúkraþálfari til starfa á ári - menntaður maður er- annast manninn fá lægri laun en þeir sem annast peninga „Mikil aðsókn í þetta nám“ segir María Ragnarsdóttir, leiktor. Ljósm. - eik - lendis, nú koma 12 - 18. Aðstað- an til að koma hér upp kennslu í sjúkraþjálfun var nánast engin og við erum að framkvæma það sem er ógerlegt. Þetta vill oft gleymast þegar takmarkanirnar eru til umræðu“, sagði María. þs Skák Karpov að tafli - 165 Sjaldan hefur stórmeistari fengiö jafn háöulega útreið og ungverski stórmeistar- inn Lajos Portisch í skák sinni viö Anatoly Karpov i 4. umferð Evrópumótsins í Moskvu 1977. Portisch haföi hvitt og tap- aöi í aðeins 23 leikjum. Timamismunurinn var athyglisveröur. Karpov hafði notað 1 klst. á skákina, en Portisch 2 klst. og 10 mínútur. iw *I4# 1 i. - iál i A i [> ► & i ± \ A ÍAA ^AAAA a#a & Portisch — Karpov 17. .. Dg5! (Ræðst á báða riddara hvíts. 18. Re3 strandar vitaskuld á 18. - Hxe3! o.s.frv.) 18. Rd6 Bxd2 19. Rxb-7 (Portisch fann ekkert betra þrátt fyrir langa umhugsun. 19. h4 gengur ekki vegna 19. - Dh6 20. Rxb-7 Bxc1 21. Dxc1 Hxe2! og vinnur. Ef 19. c6 þá 19. - Ba6 o.s.frv.) 19. .. Bxe1 20. Dxe1 Hxe2! 21. Dxe2 Dxc1 + 22. D11 Dd2! 23. cxb6 (Eða 23. c6 Hc8 24. Db5 Dc1 - og vinnur. 23. .. Hc8! - og Portisch gafst upp. Sovétmenn unnu Ungverja 6:2 f þessari viðureign. Urslit mótsins urðu þau að Sovétrikin sigruðu örugglega, hlutu 41 '/2 vinning af 56 mögulegum. í 2. sæti urðu Ungverjar með 31 vinning, þá Júgóslavar með 30 vinninga. Rúmenar urðu i 4. sæti með 29 vinninga, Búlgarar í 5. sæti með 25 vinn- inga, V-Þjóðverjar í 6. sæti með 25 vinn- inga en lægri á stigum en Búlgarar. Tékkar uröunr. 7 meö'21 '/2vinning og lestina ráku Englendingar en þeir hlutu 21 vinning. Frammistaða Karpovs verður lengi í minnum höfö enda ekki á hverjum degi sem skákmaöur stendur uppi með 100% vinningshlutfall í sveitakeppni. Bridge Mörgum spilum er raunverulega lokið í 1. slag. Þess vegna er eitt af boðorðunum í bridge þannig: Gættu að þér í 1. slag (eða þannig...). Hér er dæmi um slikt: Á863 G92 D104 D1063 1094 D754 9652 873 874 Á5 K5 8732 K10 ÁKG KG92 ÁDG6 Suður opnaði á 2 gröndum sem Norður hækkaði i 3 grönd. Útspii Vesturs var spaðaþristur (fjórða hæsta), sagnhafi setti gosann og Austur drottningu, Og þarmeö var þetta spil búið. Austur hefði betur fylgt boðorðinu á undan, því öll rök hniga að því, að sagnhafi eigi Klo (Kx), frekar en Áx. EF sagnhafi á ásinn annan, lætur hann örugg- lega níuna duga í blmdum. Alfred Sheinwold kallar þetta að veiöa drottningu, en spilið er úr bók hans, Stytt leið til vinningsbridge, sem Sigurjón Tryggvason gaf út 1981 (í eigin þýðingu). 1) Eftir morgunmatinn át Siguröur skrifstofustjóri 2) Nokkru síöar kviknaði í símanum á skrifborðinu töfluna sína. hans. BSRB: 3 ný sumarhús BSRB hefur nú tekið í notkun 34 ný orlofshús að Eiðum og Stóru-Skógum. Sex af aðildarfé- lögum innan BSRB eru nú að fá til umráða í fyrsta sinn hús í orlofs- hverfum bandalagsins. 3) Þegar hann kom út á bílastæði eftir vinnu - tók 4) Þegar hann kom heim og leit í póstkassann sá hann eftir því að búið var að ræna bílnum hans. hann þar rukkanir frá Rafmagnsveitunni, Alu- suisse, Sjálfstæðisflokknum, Lyonsklúbbnum, frímúrarareglunni og skattinum. Starfsmannafélag ríkisstofn- ana fær 10 hús og tvöfaldar húsa- fjöldann, Kennarasambandið fær 4 hús og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fær 3. 10 aðildarfélög bæta við sig einu húsi. Á aðalfundi fulltrúaráðs orlofsheimilanna sem haldinn var 6. mars s.l. var dregið um nýju orlofshúsin að Eiðum á Austur- landi og að Stóru-Skógum í Staf- holtstungum. Gœtum tungunnar Heyrst hefur: Bílstjórinn sagði, að honum hefði tekist að aka þessa leið. Rétt væri:... að sér hefði tekist... (nema bílstjórinn sé að tala um annan en sig). 5) Um kvöidið hringdi eiginkona hans og sagðist skilja við hann af því hún væri byrjuð að vera með Jóni deildarstjóra. Hvílíkur dagur! hugsaði Sigurður með sjálfum sér þegar hann lagðist til hvílu um kvöldið, - og samt stóð á pilluglasinu „Engar aukaverkanir". Sagt var: Hann fór niður til Af- ríku. Rétt væri: Hann fór suður til Af- ríku.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.