Þjóðviljinn - 08.07.1983, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 08.07.1983, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. júlí 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn föstudaginn 8. júlí kl. 17.30 í Þinghóli. Dagskrá: Tómstundastarfið. - Stjórnin. Sumarmót AB - Norðurlandskjördæmi eystra Sumarmót AB í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið í Hrísey dagana 8.-.10. júlí. Gist verður í tjöldum. Fólk hafí með sér grilltól. Fastar ferðir frá .Árskógsströnd föstudag og laugardag. Dagskráin i stórum dráttum: Útsýnis- ferð um eyjuna, kvöldvaka á laugardag með tónlistaleikverki (musikteater) „Aðeins eitt skref“ með Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Jóhönnu Þórhalls- dóttur söngkonu. Fleira verður sér til gamans gjört. Varðeldur og fjöldasöngur með mararorganundirspili. Upplýsingar gefa Steinar í 21740, Erlingur í 25520 og Hilmir í 22264. Áætlun Hríseyjarferjunnar: AlladagafráHrísey kl. 9.00-13.00-17.30. Frá Árskógssandi kl. 9.30-13.30-18.00. Miðnæturferðir þriðjudaga-föstudaga-sunnudaga frá Hrísey kl. 23.30 og frá Litla Árskógssandi kl. 24.00. í athugun er að láta ferjuna fara aukaferðir m.a. til Grenivíkur á föstudag. - Nefndin Norðurlandi eystra. Úr Hornvík - maður á eintali við náttúruna Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum 8.-10. júlí Farið verður á Hornstrandir Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður að þessu sinni farin norður í Hornvík í Sléttuhreppi. Lagt verður af stað með Djúp- bátnum Fagranesinu frá ísafirði, föstudaginn 8. júlí klukkan 2 eftir hádegi og komið til baka á sunnudagskvöld, 10. júlí. Farið verður á Hornbjarg og í gönguferðir um nágrennið undir leiðsögn kunnugra manna. Dvalið verður í tjöldum, og þurfa menn að leggja sér til allan viðleguútbúnað og nesti. Munið að vera vel klædd. Kvöldvaka og kynning á Hornströndum. Verð fyrir fullorðna kr. 980.- hálft gjald fyrir 12 til 15 ára unglinga og frítt fyrir börn innan 12 ára aldurs. I verðinu er innifalin ferð til ísafjarðar frá öllum þorpum á Vestfjöröum og heim aftur. Öllum heimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst einhverjum eftirtalinna manna: ísafjörður: Þuríður Pétursdóttir, sími 4082, Hallur Páll sími 3920, Elín Magnfreðsdóttir, sími 3938. Bolungarvík: Kristinn H. Gunnarsson, sími 7437. Inndjúpshreppar: Elínborg Baldvinsdóttir, Múla Nauteyrarhreppi. Súðavík: Ingibjörg Björnsdóttir, sími 6957. Súgandafjörður: Þóra Þórðardóttir, sími 6167. Önundarfjörður: Jón Guðjónsson, frá Veðrará, sími 7764. Dýrafjörður: Davíð H. Kristjánsson, Þingeyri, sími 8117. Arnarfjörður: Halldór Jónsson, Bíldudal, sími 2212. Tálknafjörður: Steindór Halldórsson, sími 2586. Patreksfjörður: Bolli Ólafsson, sími 1433. Austur-Barðastrandarsýsla: Gisela Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhóla- sveit, simi 4745. Strandasýsla: Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Pálmi Sig- urðsson, Klúku, Bjarnarfirði, SigmundurSigurðarson, Steinadal, Kollafirði, sími 3343, Hörður Ásgeirsson, Hólmavík, sími 3123. Reykjavik: Guðrún Guðvarðardóttir, símar 81333 og 20679. Sumarferðalag Alþýðu- bandalagsins á Vesturlandi Farið verður um Verslunarmannahelgina. Lagt af stað árdegis laugardag- inn 30. júlí og komið heim að kvöldi mánudagsins 1. ágúst. Farið um Húnavatnssýslur og fyrir Skaga, um Skagafjörð til Siglufjarðar. Nánar auglýst síðar. - Kjördæmisráð. Konur Suðurlandi! Munið fundinn í Tryggvaskála mánudaginn 11. júlí kl. 21.00 Sumarfrí 4. júlí-5. ágúst Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður lokuð vegna sumarleyfa frá 4. júlí til 5. ágúst. Skrifstofa flokksins verður opin þennan sama tíma daglega kl. 8-16. Stjórn ABR Húsavík - Almennur stjórnmálafundur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í félagsheimili Húsavíkur, mánudaginn 11. júlí kl. 21.00. Á fund- inn mæta Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Svavar Steingrímur Meðferðarheimilið að Trönuhólum: Agætur áfangi — en betur má ef duga skal Aðalfundur Umsjónarfélags ein- hverfra, (geðveikra) barna, sem haldinn var fyrir nokkru lýsti ánægju með opnun meðferðar- heimilis fyrir siík börn, að Trönu- hólum 1 í Reykjavík, en það tók til starfa 1. okt. sl. Þakkar fundurinn öllum þeim, sem stutt hafa Umsjónarfélagið með fjárframlögum og gert því þannig kleift að leggja fram sinn skerf til heimilisins en hann var að útvega húsbúnað. Stjórnvöldum er þakkaður skilningur þeirra og að- Víst voru karlar við Þorsteinn Ingólfsson í utanríkis- ráðuneytinu hafði samband við blaðið í gær í tilefni smáfréttar á forsíðu um að enginn karlmaður hefði verið við í fyrrdag í ráðu- neytinu. Þorsteinn sagði að amk fjórir karlmenn hefðu verið við í ráðu- neytinu í fyrradag og er því hér með komið á framfæri. Þjóðviljinn fékk hins vegar þær upplýsingar hjá símaborði að enginn karlmaður væri við í ráðuneytinu þegar spurt var eftir þeim á miðvikudag. stoð við byggingu heimilins og stjórn Framkvæmdasjóðs þroska- heftra og öryrkja. Heimilis- og starfsfólki er óskað v.elfarnaðar í starfi og félagið heitir starfseminni öllum þeim stuðningi sem í valdi þess stendur að veita. í ályktun fundarins segir að öðru leyti að „þessi áfangi nægi ekki til þess að fullnægja þeirri þörf, sem var eftir vistun einhverfa barna í meðferðarheimilum. Kemur það fram í því að hafna varð fullgildum umsóknum um dvöl að Trönuhól- um 1, þótt ekki hafi verið auglýst opinberlega eftir umsóknum. Vit- Húsnæði fyrir sjúkraþjálfun- arbrautina í morgun undirritaði háskóla- rektor fyrir hönd háskólans samn-' ing um húsnæði fyrir námsbraut í sjúkraþjálfun, en 1. júlí s.I. flutti deildin úr húsi Jóns Þor- steinssonar. Hið nýja húsnæði er á Vitastíg 8, þar sem áður var Al- þýðubrauðgerðin og Alþýðu- prentsmiðjan. Þetta nýja húsnæði er mun rýmra en húsnæðið sem deildin hafði áður, eða alls um 400 fm. Þs að er að einhverf börn dveljast á ýmsum stofnunum fyrir þroska- hefta og taka uppi rými, sem e.t.v. hentar betur einstaklingum með annars konar fötlun. Strax þarf því að huga að fleiri úrræðum til þess að mæta núverandi þörf og fyrr en varir þarf að finna úrlausnir fyrir þá, sem flytjast frá meðferða- heimilum t.d. vegna aldurs". -mhg Útiskákmót Útiskákmót verður haldið á Lækjartorgi næsta mánudag og verður það í sjötta sinn sem slíkt mót er haldið. Það er Skáksam- band íslands sem stendur fyrir mót- inu sem verður með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Um og yfir 30 fyrirtæki styrkja móts- haldið og munu nokkrir af snjöll- ustu skákmönnum landsins tefla undir merkjum fyrirtækjanna. Þjóðviljinn hefur verið með í mótum þessum frá upphafi og sigr- að fjórum sinnum. a Lækjartorgi Sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra um verslunarmanna- helgi 30. júlí til 1. ágúst. Hljóðaklettar og Hólmatungur Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum skoðaður. Að þessu sinni liggur leiðin í sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra á einn fegursta og sérkennilegasta stað landsins: gljúfrin í þjóðgarðinum við Jökulsá á Fjöllum: Hljóðakletta, Hólmatungur og Ásbyrgi. Ferðin hefst fyrir hádegi laugardaginn 30. júlí og er miðað við sameiginlega brottför frá Varmahlíðkl. 10. Hópferðirverða frá öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra og veita umboðsmenn ferðarinnar upplýsingará hverjum stað. Farið verður um Akureyri, Mývatn og Grímsstaði, Ásbyrgi og þaðan upp með Jökulsá vestan megin. Gist verður tvær nætur í tjöldum við Hljóðakletta og efnt til fagnaðar eins og venja er með dagskrá og fjöldasöng. Úr Jökulsárgljúfrum Nægur timi ætti að gefast til skoðunarferða um Gljúfrin á sunnudeginum en á mánudag verður ekið um Tjörnes og Húsavík heimáleið. Þátttakendur hafi með sér tjöld, nesti og annan viðlegubúnað. Þátttökugjald er kr. 1000 en hálft gjald fyrir þátttakendur 14 ára og yngri. Umboðsmenn ferðarinnar eru: Siglufjörður: Svava Baldvinsdóttir s. 71429 Sigurlína Þorsteinsd. s. 71406 Sauðárkrókur: Bragi Skúlason, s. 5245 Rúnar Backmann, s. 5684 og 5519 Hofsós: Gísli Kristjánsson s. 6341 Varmahlíð: Ragnar Arnalds s. 6128 Blönduós: Sturla Þórðarson s. 4356 og 4357 Vignir Einarsson s. 4310 Skagaströnd: Ingibjörg Kristinsd. s. 4790 Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson s. 1348 Elísabet Bjarnadóttir s. 1435 Þátttaka er öllum heimil. A

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.