Þjóðviljinn - 08.07.1983, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 08.07.1983, Qupperneq 15
Föstudagur 8. júlí 1983 ÞJÓÐVÍLJINN — SÍÐA 15 RUV0 7.00 Veðurfregnir. Fréltir. Bæn. Tónleikar Þulur velur og kynnír 7.25 Leikfimi Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Örn Bárður Jónsson talar. Tónleikar 8.30 Ungir pennar Stjórnandi: Dómhildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 8.40 Tónbilið 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Stroku- drengurinn" ettir Astrid Lindgren 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tón- leikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagbl. (útdr.). 10.35 „Það er svo margt að minnast á“Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.05 „Ég man þá tíð“ Lög Irá liðnum árum. 11.35 Smásaga frá Grænlandi - „Hund- urinn sem missti málið" eftir Jörn Riel i þýðingu Mathíasar Kristiansen og Hilm- ars J. Haukssonar. Mathías Kristiansen les. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Refurinn i hænsnakofanum'' eftir Ephraim Kishon í þýðingu Ingibjargar Bergþórsdóttur. Róberl Arnfinnsson les (10), 14.20 A frívaktinni 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöuríregnir. 16.20 Siðdegistónleikar 17.05 Af stað í fylgd með Ragnheiði Da- víðsdóttur og Tryggva Jakobssyni. 17.15 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. - Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50Við stokkinn Gunnvör Braga heldur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Sumarið mitt Ásgerður Jónsdóttir frá Gautlöndum. 21.30 Óperettutónlist Margit Schramm, Rudolf Schock, Dorothea Christ og Ferry Gruber syngja atriði úr „Paganini", ópe- rettu Franz Lehars, með Gunther Arndt- kórnum og Sinfóníuhljómsveit Berlinar; Robert Stolz stj. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Sögur frá Skaftáreldi" eftir Jón Trausta Helgi Þorláksson fyrrv. skóla- stjóri les (15). 23.00 Náttfari Þáttur í umsjá Gests Einars Jónssonar (RÚVAK). 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni - Ásgeir Tómas- son. 03.00 Dagskrárlok. RUV » 19.45 Fréttaágrip á táknáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Steini og Olli Skopmyndasyrpa með Stan Laurel og Oliver Hardy. 21.05 Rembetika - grísk alþýðutónlist Áströlsk heimildarmynd sem rekur í tali, tónum og myndum uppruna og þróun grískrar alþýðutónlistar. Þulur er leikarinn Anthony Quinn. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 21.55 Böðullinn (The Executioner) Bresk njósnamynd frá 1970. Leikstjóri Sam Wanamaker. Aðalhlutverk: George Peppard, Joan Collins, Nigel Patrick og Judy Geeson. Njósnari I bresku leyni- þjónustunni grunar starfsbróður sinn um græsku. Yfirmenn þeirra reyna að eyða málinu en njósnarinn situr við sinn keip og hefur sjálfur rannsókn. Þýðandi Bjarni Gunnarsson. 23.45 Dagskrárlok Sjónvarp kl. 21.55 Böðullinn I kvöld er á skjánum bresk njósnamynd frá árinu 1970, sem ber þetta ógeðuga nafn. Þráður myndarinnar kvað vera sá, að njósnari nokkur, sem starf- ar í bresku leyniþjónustunni, grunar starfsbróður sinn í „fag- inu“ um svik og pretti, eins og verða vill í þessari atvinnugrein. Yfirmennirnir lúra auðvitað á sitt græna eyra og viija ekkert að- hafast. Góði njósnarinn er auðvitað ekki ánægður með það og tekur rannsókn málsins í eigin hendur. Svo sýnir myndin okkur sjálfsagt hvernig það puð gengur. Leikstjórinn er Sam Wanamaker en með aðalhlutverk fara: Ge- orge Peppard, Joan Collins, Nig- el Patrick og Judy Geeson. Þýð- andi er Bjarni Gunnarsson. -mhg frá lesendum Einiberja- runnur og harma- grátur Andersen á „útkíkki Aðdáandi Andersens skrifar: Við lesendur DV höfum saknað þess sárlega hvað Geir R. Ander- sen hefur vanrækt okkur nú um sinn því greinar hans úa jafnan og grúa af skarplegum og frum- legum athugasemdum og skýring- um. En nú hefur Andersen þókn- ast að líta í náð sinni til okkar á ný, - guði sé lof. / Oþolandi Ég er einn af þeim sem að á hverjum degi þarf að taka strætó ■ vinnuna. Um það er ckkert nema gott að segja, það eru ekki allir sem hafa efni á því að eiga bíl hér á landi, sérstaklega á þessum síð- ustu og verstu tímum. Enda er það nú oftast svo að það eru fá- tæklingarnir sem þurfa að spara og rétta af það sem aflaga fer í þjóðfélaginu, meðan burgeisarn- ir halda sínu striki á dollaragrín- Síðastliðinn þriðjudag skrifar hann grein t DV, sem hann nefn- ir: Sumarþing þankastrik hvar og á eftir kemur svo spurningamerki því Geir er glúrinn í réttrituninni. Ekki er rúm til þess að rekja hér efni þessarar ritsmíðar, enda víða komið við og raunar farið með himinskautum sem ætíð áður, - en fólk skal eindregið hvatt til unum sínum. En það er annar handleggur. Það sem ég vildi kvarta yfir eru endalaus samtöl vagnstjóranna á strætisvögnunum við farþegana meðan þeir eru á akstri. Þetta dregur úr einbeitni þeirra við aksturinn og getur vafalaust skapað hættu í umferðinni og oft- ar en einu sinni hef ég lent í því að vagnstjóri hefur gleymt að hleypa fólki út, því hann hefur verið á „snakki“ við pétur og pál. Þessu finnst mér að þurfi að kippa í liðinn. Strætóman. þessað lesasjálft. Einungisskal á eitt drepið. Andersen segir: „Ákafi...þeirra allra, sem nú hamast hvað mest við að kalla saman þing...er við það eitt miðaður að koma af stað þeim illdeiluni seni orðið gætu til þess að upp úr stjórnarsamstarfi slitnaði". Þessi fréttaskýring lætur hreint ekki að sér hæða. Hún leiðir okk- ur í allan sannleika um það, að stjórnarsamstarfið standi ekki traustari fótum en svo, að það þoli ekki þinghald. En jafnframt kemst Andersen að þeirri niður- stöðu að „ríkisstjórn sú, sem nú situr, er sú lang sterkasta sem lengi hefur setið hér á landi“. Nú efumst við ekki um að báðar þessar ályktanir Ander- sens séu kórréttar, en einhvern- veginn vefst það samt fyrir okkur að fá þær til að ríma. Því mælumst við til þess að hann skýri þetta öriítið betur og leiði okkur fávísa í allan sannleika, eins og hann hefur ævinlega gert. ERE sendir okkur eftirfarandi vísur: Til skýringar þeim vísukorn- um, sem hér fara á eftir vil ég taka fram, aS BB-göngumcnn höfðu kosningaskrifstpfu í gömlu ein- býlishúsi á Hvammstanga og köll- uðu gárungarnir það Einiberja- runn. BB-menn skreyttu kofann með hcljar miklu Ijósaskilti, sem var skemmtilega gert og „blikk- aði“ kjósendur í sífellu. Ekki var kveikt á skiltinu eftir kosninganóttina og hékk það all- lengi uppi, dautt og yfirgefið. Einn morgun er ég fór í vinnu, sá ég að skiltið hafði verið tekið nið- ur um nóttina og datt mér þá í hug: Það byrjaði með blóm í haga, - bæn um fornar dyggðir - er göngumenn í gamla daga grösugar fóru um byggðir. Nú gulnað hafa gróðurlendur, aðeins hjá þeim eftir stendur Einiberjarunnur. Kvöld eitt sat ég t'yrir framan imbakassann og hlustaði á sjálfan landsföðurinn flytja þjóðinni harmatölur sínar: Þótt þjóðarfleyið setji í sátur, siglir við útnes kanabátur, þar stígur ölduna steigurlátur Steingrímur karlinn harmagrálur. barnahorn Dularfullu rústirnar Einu sinni voru þrjú systkin. Þau hétu Jonni 15 ára, Róbert 10 ára og Bára 6 ára. Þau sátu í rúmum sínum og voru að tala um það hvað þau ættu að gera um daginn. Ró- bert sagði: Komum í kúluspil. - Æ nei, sagði Bára. Mér leiðist kúluspil. Mér leiðast þau líka sagði Jonni. Hei, nú veit ég hvað við gerum, sagði Róbert. Við skulum koma að skoða rústir hússins sem hann Ottó frændi átti heima í. Já, gerum það, sagði Jonni. Æi nei, ég þori ekki, sagði Bára. Jú komdu með, sögðu strákarnir. Allt í lagi sagði Bára en þið verðið að passa mig vel, sagði hún. Já já við skulum passa þig vel, sögðu þeir. Jæja eigum við að fara að fara, sagði Róbert sem var orðinn óþol- inmóður. Það liggur nú ekkert á, sagði Jonni. Höfum með okkur nesti, stakk Bára upp á. Já gerum það, sögðu strákarnir. Og þau fór að taka til nesti. Þegar þau voru búin að taka til nestið, þá lögðu þau af stað. Þegar þau komu að rústunum heyrði Jonni mannamál. Hann kallaði á hin og bað þau að hlusta. Þau hlustuðu öll og heyrðu mennina segja, þeir eru ansi þungir þessir demantar. Þá sagði þriðji maðurinn sem gekk á undan þeim: Ég veit að demantarnir eru þungir en við skulum flýta okkur með þá í göngin. Það geta alltaf einhverjir verið að njósna. Og síðan fóru þeir oní göngin sem þeir voru að tala um. Bára sagði: Hverjir voru þetta? Uss, sagði Jonni. Þú átt ekki að tala svona hátt, mennirnir geta heyrt í þér. Já en mér er alveg sama um það, mig langar bara til að vita hvaða menn þetta voru. Aftur heyrðu þau mannamál, strák- arnir hlupu burtu en Bára stóð kyrr. Komdu Bára, sagði Jonni. Nei, sagði Bára. Ég ætla að sjá mennina. Jú komdu, sagði Róbert. Allt í lagi, sagði Bára. Ég skal þá koma. Þau heyra nú á tal tveggja manna. Annar maðurinn sagði: Það heppnaðist bara vel þetta rán á demöntunum. Já égsegi það nú, sagði hinn maðurinn og hló. Jæja eigum við að koma, sagði hinn. Já við skulum koma. Og síðan settust þeir inn í bíl og óku burtu. Nú komu krakkarnir úr fylgsnum sínum og fóru að tala saman. Nú vil ég fá að vita hvaða menn þetta voru, sagði Bára. Þetta eru þjófar, sagði Jonni. Hei krakkar, sagði Róbert eigum við að kíkja ofan í göngin sem þeir fóru ofan í? Já, gerum það, sagði Jonni, og þau fóru ofan í göngin sem þau sáu mennina fara ofan í. Þegar krakkarnir voru komnir ofan í göngin blasti við þeim dýrðleg sjón. Þarna niðri var allt fullt af demöntum. Krakkar sjáið þið alla demantana. Já, við sjáum þá, sagði Róbert, ætli mennirnir séu að smygla dem- öntum inn í landið? Ábyggilega, sagði Ró- bert. Alit í einu heyrðu þau mannamál. Krakkarnir sáu stóran kassa og þau földu sig í honum. Inn komu ellefu menn með demanta og létu þá í hillu sem var þarna og fóru síðan út aftur. Krakkarnir skriðu út úr kassanum. Jonni sagði:,Krakkarvið skulum koma heim. Og þau fóru heim. Á leiöinni heim sáu þau auglýsingu og auglýsingin var á þessa leið: lýst er eftir fjórtán mönnum sem eru smyglarar. Þúsund krónur í fundar- laun. Krakkarnir flýttu sér niður á lögreglu- stöð og sögðu frá því sem þau höfðu séð og heyrt. Og lögreglan fór að rústunum og niður um göngin og sat fyrir mönnunum. Og þegar mennirnir komu með demanta handtók lögreglan alla mennina og krakk- arnir fengu þúsund krónurnar fyrir að hafa fundið smyglarana. Tvær eru eins Hér sjáið þið átta litlar abstraktmyndir og ef þið gætið vel að, komist þið að raun um að tvær þeirra eru nákvæmlega eins. En hverjar þeirra eru það? /jgnn 2 Öened r hf-j d o 'H'* ^

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.