Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 3
Helgin 17.-18. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Forseti Kólumbíu meðal indíána
Stjórn Kólumbíu hefurnýlega
samið lög, sem nefnd eru
„landamæralögin", og eigaað
marka stefnuna í málefnum
Indíánalandsins. Þótt75%
landsmanna séu taldir
kynblendingar hvítra manna og
Indíána eða svertingja, er ekki
mikiðeftiraf hreinum
Indíánum.sem haldafastvið
tungumál sín og menningu. Þó
ergiskaðáað þeirséu umhálf
miljón manna að tölu, og eru
flestir þeirra í Amasónhéruðum
Kólumbíu. Tilgangur laganna
er sagður sá að vernda Indíána
og koma í veg fyrir að nýting
þessara landsvæða leiði til
þess að þeir verði sviptir
landeignum sínum og hraktir
burtu eða þeim jafnvel útrýmt,
eins og gerst hefur víða í
Rómönsku Ameríku.
Ein ástæðan fyrir því að þessi lög
eru samin nú, er sögð vera sú að
núverandi forseti landsins, Bet-
ancur, hefue mikinn áhuga á
Indíánum og menningu þeirra og
þætti þeirra í sögu landsins. Hefur
mjög merkilegur fornleifafundur,
sem gerður var fyrir nokkrum
árum, ekki síst stuðlað að því að
beina athygli forsetans að forsögu
Indíánanna.
Árið 1976 fann ungur fornleifa-
fræðingur, að nafni Gilberto Cada-
vid, sem fór eftir frásögnum og
landalýsingum frá tímum landa-
fundanna mikluá 16.öld, einhverj-
ar merkustu borgarrústir Indíána í
Suður-Ameríku, uppi í fjöllunum
Sierra-Nevada nyrst í landinu.
Hefur hópur fomleifafræðinga síð-
an unnið þar að rannsóknum undir
stjórn hans í sjö ár, en því fer þó
víðs fjarri að öll kurl séu komin til
grafar.
Samkvæmt gömlum frásögnum
bjó þjóð, sem nefndist Tayrona-
Indíánar á þessum slóðum, þegar
Evrópumenn gerðu þar innrás árið
1525. Mjög lítið er þó um þá vitað,
og hefur nafn borgarinnar ekki
varðveist: hún hefur því verið
skýrð Ciudad-Perdida eða „Týnda
borgin“. Rústirnar eru í 1100 m
hæð, langt fyrir neðan snævi þak-
inn tind Sierra-Nevada í 5775 m
hæð, og eru þær í miðjum frum-
skógi.
Ekki hafa fundist nein hof, hallir
eða styttur í þessum rústum, heldur
hundruð af risastórum stöllum,
hlöðnum úr grjóti. Sumir stallarnir
eru hellulagðir og þeir eru allir
tengdir með litlum steinstigum.
Talið er að á þessum stöllum hafi
staðið hús og kofar úr tré eða viðar-
tágum, og sennilega hafa sumir
stallarnir verið opin svæði til hátíða
eða trúarathafna, eða jafnvel not-
aðir til ræktunar. Þeir munir, sem
fundist hafa, sýna alla vega að búið
var á öllum þessum stöllum, og
benda til þess að borgin hafi verið
yfirgefin í skyndi. Síðan 1976 hafa
fornleifafræðingar fundið þarna
um 250 „hverfi", sem hvert um sig
ná yfir marga stalla og eru öll tengd
með löngum stigum. Stígur lá frá
borginni niður að sjó, en þangað
var fimm daga ganga.
Nú á dögum búa fimm til sex
þúsund hreinir Indíánar í grennd
við Ciudad-Perdida. Eru þeir af
svokallaðri Kogui-þjóð, sem hefur
sín eigin trúarbrögð og tungumál
og telur sig vera afkomendur þeirra
Tayrona-Indíána, sem bjuggu
þarna í byrjun 16. aldar. Flestir
þeirra forðast hvíta menn, en örfáir
hafa sest að hjá fornleifafræðing-
um og hermönnum í rústunum og
draga fram lífið á betli.
Fyrir skömmu kom Betancur
forseti í heimsókn í rústirnar í
Ciudad-Perdida og átti jafnvel við-
ræður við Indíána á þessum slóð-
um, en slíkt gera stjórnmálamenn
Kólumbíu sjaldan. Skömmu eftir
þessa heimsókn, fór vinur forset-
ans og óopinber ráðgjafi, Nóbels-
skáldið Gabriel Garcia Marquez,
einnig á þessar slóðir. Hann lét svo
um mælt að brýnast væri nú að
stöðva ásælni manna í lönd Indí-
ána.
Einu tengsl Ciudad-Perdida við
umheiminn er þyrluflug hersins.
En landnemar eru smám saman að
fikra sig inn í landið í átt til rúst-
anna og þorpa Kogui-Indíána.
Veitir því ekki af að forsetinn og
ráðgjafi hans geri einhverjar ráð-
stafanir ef koma á í veg fyrir að
þeirra bíði svipuð örlög og margra
annarra Indíánaþjóða í þessum
heimshluta.
(„Le Monde“)
Pær stærstu hafa kosið
cam
og geta því veitt öru
m
Samvinnuferdir - Landsyn
Nú hafa ferðaskrifstofurnar Útsýn og Samvinnuferðir-Landsýn
tengst CORDA, fullkomnustu farbókunartölvu sem til er hérlendis.
Söluskrifstofur þeirra geta þar með veitt viðskiptavinum sínum sams konar
þjónustu og söluskrifstofa Arnarflugs hefur ein annast hingað til;
pantað og staðfest flug, hótel og bílaleigubíla um allan heim á svipstundu,
útvegað aðgöngumiða á ýmiss konar listviðburði með skömmum fyrirvara,
veitt nákvæmar upplýsingar um lestarferðir um Evrópu frá Amsterdam
og ómetanlegar upplýsingar aðrar um ferðalög um heimsbyggðina.
Aukatekjur
Aukið tekjur ykkar um allt
að dkr. 2000 á viku með
léttri heima- og tómstundr
avinnu.
Hugmyndabæklingur með
100 tillögum á Iskr. 200
sendur án burðargjalds ef
borgað er fyrirfram, en ann-
ars með póstkröfu + burðar-
gjaldi. Fullur skilaréttur
innan 8 daga.
Daugaard Trading
Claus Cortsensgade 1,
DK 8700 Horsens
Danmark.
Arnarflug býður tvær stærstu ferðaskrifstofur landsins
velkomnar í CORDA-hópinn.