Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 21
Helgin 17.-18. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 sHák Helgi Ólafsson skrifar Snillingurinn Kasparov Úrslitin á stórmótinu í Niksic í Júgóslavíu þar sem sovéski snillingurinn Harry Kasparov sigraði með óheyrilegum yfir- burðum, hlaut 11 vinninga af 14 mögulegum, virðast bendatil þess Kasparov sé þess albúinn að berjast um æðstu metorð skákarinnar. Þátttaka hans í heimsmeistarakeppninni hangirað vísu á bláþræði, en enn er nokkur von til þess að einvígi hans og Kortsnoj geti átt sér stað en það veltur á því að þing FIDE sem haldið verður í Manila á Filipseyjum ein- hverntímann á næstunni hnekki ákvörðun Campoman- esar forseta um að dæma Kortsnoj sigurvegara. Skák- meistararnir á mótinu í Niksic skrifuðu allir undir áskorun til forseta FIDE þar sem farið var á leit við hann að hann tæki fyrri ákvarðanir sínar til rækilegrar endurskoðunar. Þaðermeð öllu ófært að þurfa að horfa upp á fjórða einvígi Karpovs og Kortnojs þegar betra býðst. í Niksic mættu skákmenn til leiks, áttu reyndar að vera 16 en tékkneski stórmeistarinn Valstimil Hort hætti við þátttöku nokkrum dögum áður en mótið átti að hefj- ast og ekki reyndist unnt að finna mann í hans stað. Kasparov tók flugið strax í upphafi og linnti ekki látum fyrr en hann var búinn að ná slíku yfirburðaforskoti að ekki var nokkur leið að ná honum. í fyrstu 7 umferðunum hlaut hann 6V2 vinn- ing; vann Seirawan, Petrosjan, Ljubojevic, Ivanovic og Portisch. Eina jafnfeflið var gegn ungverska stórmeistaranum Sax. f 8. umferð tapaði hann svo sinni einu skák á mótinu þegar hann mætti Boris Spasskí með hvítu. Hann var fljót- ur að jafna sig, sigraði Nikolie í 9. umferð, en síðan gerði hann jafn- tefli við Tal, Andersson og Miles. Eftir 12umferðirvarhannennefst- ur með 9 vinninga, en Larsen var næstur með l'h vinning. í 13. um- ferð sigraði Kasparov svo hol- lenska stórmeistarann Timman með svörtu, sat hjá í 14. umferð en klykkti út með því að sigra Svetoz- ar Gligoric, en til heiðurs honum var þetta mót haldið. Kasparov fékk 11 vinninga af 14 mögulegum eða tæplega 80%, Larsen hlaut 9 vinninga, en síðan komu Spasskí og Portisch með 8 vinninga. Frammistaða Larsen kemur á vissan hátt á óvart, því þó svo eng- inn efist um hæfileika hans til skáklistarinnar þá hefur honum gengið fremur illa að undanförnu og hríðlækkað á alþjóðlega Elo- listanum. Breytingar hafa orðið á högum Larsens. Hann flutti frá Kanaríeyjum eigi alls fyrir löngu, gekk að eiga unga konu frá Argent- ínu og þar býr nú meistarinn og hefur sennilega náð að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Larsen mætti Kasparov í 7. um- ferð mótsins og uppgjör þeirra var skemmtileg skák þar sem báðir sýndu hugarflug. Skákin fer hér á eftir og ætti enginn að verða svik- inn á því að fara yfir hana: Hvítt: Bent Larsen (Danmörk) Svart: Harry Kasparov (Sovét- rfkin) Tarrasch - vörn 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 c5 (Enn á ný beitir Kasparov Tarrasch-vörninni. Með þessari byrjun náði hann afbragðs árangri á mótinu, sigraði m.a. Yasser Seirawan þegar í 1. umferð. En Larsen er enginn aukvisi þegar Tarrasch-vörnin er annarsvegar og teflir yfirleitt frábærlega vel gegn henni). 4. cxd5 exd5 5. RO Rc6 6. g3 Rf6 7. Bg2 Be7 8. 0-0 0-0 9. b3 (Þessi litli leikur sem er mun sjaldséðari en 9. Bg5, 9. dxc5 eða 9. Be3 hefur lengi verið í uppáhaldi hjá a-þýska stórmeistaranum Wolfgang Uhlmann). 9. .. Re4 (Að sjálfsögðu velur Kasparov skarpasta svarið). 10. Bb2 Bf6 11. Ra4 He8 (Þekkt er leikbrellan 11.-b5 12. Rxc5! Rxc5 12. Hcl og hvítur nær mun betri stöðu). 12. Hcl b6 13. dxc5 Bxb2 14. Rxb2 bxc5 15. Ra4 Ba6 16. Hel (Að sjálfsögðu ekki Rxc5? Rxc5 17. Hxc5 Bxe2 o.s.frv.) 16. ..c4 17. Rh4 Da5 18. Rf5 g6 19. Rd4 Hac8 20. h4?! (Larsen er þekktur fyrir að beita kantpeðunum af meiri snilld en aðrir. Framrás h-peðsins í þessari stöðu er út af fyrir sig rökrétt þar sem veikleika er að finna í peða- stöðu svarts á kóngsvæng. En að öðru leyti hefur leikurinn ekki bein áhrif á gang mála og virkar því sem tímasóun - og það sem meira er, veikir g4-reitinn, veiking sem reynist heldur betur afdrifarík. Traustara var 20. e3 og þó svartur sé greinilega búinn að jafna taflið og gott betur, þá stendur hvíta staðan föstum fótum). 20. .. Re5! 21. Bh3 Hc7 (21. - Hcd8 strandar á 22. f4 Rd7 23. Rc6.) 22. Rc2 cxb3 23. axb3 Bc8! (Krafturinn í taflmennsku Kasp- arovs er með ólíkindum. Hann finnur þegar hvar skórinn kreppir að í stöðu hvíts og ræðst til atlögu. Larsen hlýtur að hafa orðið það ljóst að frá og með þessum leik yrði hann að berjast fyrir jafntefli. Og það má hann eiga; hann barðist af mikilli útsjónarsemi skákina á enda). 24. Bg2 ( 111 nauðsyn. Eftir 24. Bxc8 Hdxc8 getur riddarinn á c2 hvorki hreyft legg né lið). 24. .. Rg4 25. Hfl Bd7 26. Hal Bxa4 27. Hxa4 Dc3 28. Bxe4 d'xe4 29. e3 Dxb3 (Sterkara en 29. - Dxc2 30. Dxg4 Dxb3 31. Hxe4 og hvítur heldur velli. í þessari stöðu virðist erfitt fyrir hvítan að finna viðunandi vörn vegna hinna fjölmörgu hót- ana svarts. En að öllum líkindum hefur Larsen verið búinn að sjá þessa stöðu fyrir, því hann finnur bráðsnjalla vörn sem fer langt með að bjarga skákinni). 30. Hxe4! Hxe4 31. Dd8+ Kg7 32. Dxc7 Hc4 33. Rd4! Hxc7 34. Rxb3 Hc2! síður steðja að margháttuð vanda- mál. Svartur hefur frípeð á a- línunni og kóngsvængur hvíts er veikur. Það er því mikil barátta eftir. í ofanálag var Larsen hér kominn í tímahrak sem ávallt spillir fyrir í vandtefldum stöðum). 35. Rd4 Ha2 36. e4 Hd2 37. Rc6 a6 38. e5? (Eftir hetjulega baráttu lætur Larsen eina tækifærið til að halda jöfnu renna sér úr greipum. Eins og áður var getið um var hann orð- inn tímanaumur og gat ekki gert sér grein fyrir afleiðingum besta leiksins sem er 38. f3! Svartur á þá ýmsar leiðir sem gefa honum allvænleg færi en ef hvítur teflir rétt á hann að halda jöfnu). 38. .. He2 39. Hal Hxf2 40. Hxa6 (Ekki 40. Ha4 Hc2 o.s.frv.). 40. .. Hc2 41. h5 Kh6! 42. hxg6 hxg6 43. Ha4 Kg5 44. Rd4 Hc3 45. e6?! (45. Kg2 veitti meiri mót- spyrnu). 45. .. Hxg3+ 46. Khl f5 47. e7 He3 48. Rc6 f4 49. Ha5+ Kh4 50. Ha8 Rf6 51. Kg2 (Eða 51. Hf8 Kg3 o.s.frv.). 51. .. f3+ 52. Kfl Kg3 53. Rd4 Rg4 54. RxO HxO+ 55. Kgl Rh2! 56. Hf8 Hc3 - og hér lagði Larsen niður vopn- in. Tilkomumikil skák tveggja efstu manna mótsins. OLAFSBOK í tilefni 70 ára afmælis Ólafs Jóhannessonar hinn 1. mars s.l. mun ísafoldarprentsmiðja h.f. gefa út bók honum til heiðurs. í bókinni verða greinar og viðtöl sem fjalia á einn eða annan hátt um Ólaf og störf hans svo og um lögfræði. ítarlegt viðtal við Ólaf Jóhannesson um æsku, uppvöxt og nám verður í bókinni. Þeim sem óska er gefinn kostur á að fá nöfn sín rituð í heillaóska- skrá, fremst í bókinni, og verða um leið áskrifendur að henni. Áskrift má tilkynna í síma útgáfunnar, 17165, eða með því að senda meðfylgjandi úrklippu fyrir 1. október 1983. Bókin verður 300—400'blaðsíður, með mörgum myndum og kostar til áskrifenda kr. 690.-. (Einföldun stöðunnar hefur létt róðurinn fyrir Larsen en er.gu að ISAFOLDARPRENTSMIÐ JA H F. ÞINGHOLTSSTRÆTI 5 101 REYKJAVÍK UNDIRRITAÐUR ÓSKAR EFTIRÁSKRIFT AÐ ÓLAFSBÓK Mafn Heimilisfang Póststöð F|öldi eintaka X

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.